Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 75

Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 75
ÍSLENDINGAR 75 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 dóttur Wright 1983, riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1985, var kjörinn meðlimur í Konunglegu sænsku verkfræðivísindaakademí- unni, Ingenjörs Vetenskaps Aka- demien (IVA), í Stokkhólmi 1987, var veitt heiðursmerki Verkfræðinga- félags Íslands 1987, stórriddarakross hinnar íslensku fálkaorðu 1991, fékk viðurkenningu Menningarsjóðs VISA fyrir störf á sviði vísinda og fræða 1997, var kosinn Fellow of the International Academy of Cardiovas- cular Sciences, FIACS, 2002, kosinn Fellow of the International Society for Heart Research 2004, aldarviður- kenning Verkfræðingafélags Íslands 2012: „Þeir plægðu akurinn.“ Afmælisritið „Vísindin heilla“ var gefið út á 75 ára afmæli Sigmundar en ritstjóri þess var Guðmundur G. Haraldsson. Fjölskylda Sigmundur kvæntist 18.4. 1954 Margréti Þorvaldsdóttur, f. 1.2. 1934, fyrrv. blaðamanni á Morgunblaðinu, en foreldrar hennar voru Þorvaldur Ellert Ásmundsson, útgerðarmaður á Akranesi, og k.h., Aðalbjörg Bjarnadóttir húsfreyja. Börn Sigmundar og Margrétar: Snorri, f. 24.10.1954, matvælafræð- ingur, fyrri kona hans var Una Björk Gunnarsdóttir og eiga þau eina dótt- ur, Írisi, en seinni kona er Sara Jewett og eiga þau tvö börn, Jessicu og Eric; Logi, f. 22.1. 1962, safnvörð- ur; Hekla, f. 9.11. 1969, d. 17.1 .2013, dr. í ónæmisfræði og dósent við læknadeild HÍ; Ægir Guðbjarni Sig- mundsson, f. 19.3. 1972 lögmaður, kvæntur Önnu Lindu Bjarnadóttur lögmanni og eru synir þeirra Viktor Aron og Alex Tristan. Systkini Sigmundar: Sveinn, f. 14.9. 1922, d. 4.9. 2008, verkamaður á Akranesi; Jónína, f. 25.8. 1923, d. 14.12. 1924; Guðrún f. 13.8.1924, d. 15.12.1924; Fjóla, f. 28.12.1925, hús- freyja á Akranesi; Vigdís, f. 20.1. 1927, húsfreyja á Akranesi, Lilja, f. 27.7. 1928, d. 31.8. 2003, húsfreyja í Reykjavík; Erna, f. 11.7.1930, nú lát- in, húsfreyja í Reykjavík; Svein- björn, f. 8.6.1939. d. 19.2. 2009, úti- bússtjóri Landsbankans í Kópavogi; Sturla, f. 10.9.1940, nú látinn, bóndi í Fossatúni í Bæjarsveit; Hannesína Rut, f. 16.4. 1944, verslunarmaður í Reykjavík. Foreldrar Sigmundar voru Guð- bjarni Sigmundsson, f. 2.4. 1897, d. 24.1. 1990, verkamaður á Akranesi, og k.h., Guðný Magnúsdóttir, f. 27.10. 1902, d. 18.11. 1984, húsfreyja. Úr frændgarði Sigmundar Guðbjarnasonar Sigmundur Guðbjarnason Guðrún Einarsdóttir húsfr. í Fellsaxlarkoti Gísli Eggertsson b. í Fellsaxlarkoti, systursonur Guðmundar, langafa Þorvaldar Skúlasonar listmálara Elísabet Gísladóttir húsfr. á Iðunnarstöðum Magnús Gunnlaugsson b. á Iðunnarstöðum í Lundarreykjadal Guðný Magnúsdóttir húsfr. á Akranesi Rannveig Árnadóttir húsfr. í Krosskoti Gunnlaugur Jónsson b. í Krosskoti, bróður- sonur Þorsteins, langafa Þorsteins frá Hamri Halldór Jónsson b. á Uppkoti á Akranesi Guðrún Halldórsdóttir Lyngdal húsfr. í Rvík Stefán Sigurður Elíasson Lyngdal kaupm. í Rvík Svala S. Thorlacius hrl. Stefanía Sif Thorlacius lögmaður Guðrún Jóhannsdóttir húsfr. á Skálpastöðum Vigdís Jónsdóttir húsfr. í Ívarshúsum Sigmundur Guðbjarnason útvegsb. og form. í Ívarshúsum á Akranesi Guðbjarni Sigmundsson verkam. á Akranesi Sigríður Halldórsdóttir húsfr. á Litlu-Grund Guðbjarni Bjarnason b. á Litlu-Grund á Akranesi, bróðursonur Guðmundar, afa Nínu Sæmundsdóttur myndhöggvara Jón Bjarnason b. á Skálpast. í Lundar- reykjadal, frá Vatnshorni í Skorradal Kristín Bjarnadóttir ljósm. á Esjubergi Ingibjörg Bjarnadóttir Johnson kaupkona í Rvík Sigríður Þorláksdóttir húsfr. í Rvík Ingibjörg Einarsdóttir leikkona í Rvík Einar Laxness sagnfr. og framkv.stj. í Rvík Oddur Bjarnason b. á Brennistöðum Ingibjörg Oddsdóttir húsfr. Oddur Bjarnason skósmiður í Rvík Anna Oddsdóttir húsfr. í Rvík Flosi Ólafsson leikari og leikstjóri Magnús fæddist í Vest-mannaeyjum 30.9. 1922.Foreldrar hans voru Magnús Helgason gjaldkeri og k.h., Magnína Jóna Sveinsdóttir. Magnús var af Bergsætt, en Herdís, amma hans, var systir Margrétar, ömmu Ellerts B. Schram. Þær Margrét og Herdís voru dætur Magnúsar á Litlalandi Magnússonar á Hrauni, bróður Jórunnar, langömmu Steindórs, afa Geirs Haarde. Fyrri kona Magnúsar var Guð- björg Guðlaugsdóttir veitingakona en þau skildu. Seinni kona hans var Filippía Marta Guðrún Björnsdóttir sem lést 1989, talsímakona. Meðal barna Magnúsar og Mörtu er Páll, sem nú leiðir lista sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi. Magnús lauk prófi frá Loft- skeytaskólanum 1946, símvirkja- prófi með radíótækni sem sérgrein 1948 og stundaði framhaldsnám við skóla Pósts og síma. Magnús var sjómaður 1937-42, m.a. á norsku fragtskipi á fyrstu árum stríðsins. Hann var bifreiðar- stjóri, loftskeytamaður á togara og síðar loftskeytamaður í afleys- ingum, starfaði í radíótæknideild Pósts og síma 1946-56, var þar verkstjóri og síðan yfirverkstjóri 1953-56 og stöðvarstjóri Pósts og síma í Vestmannaeyjum. Magnús var bæjarfulltrúi í Vest- mannaeyjum 1962-82 og bæj- arstjóri þar 1966-75, var alþm. Suð- urlands fyrir Alþýðuflokkinn 1978-83, var skipaður félags-, heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra í síðara ráðuneyti Ólafs Jóhann- essonar, og sinnti þeim ráðuneytum auk samgönguráðuneytis til 1980. Magnús var formaður Byggingarsamvinnufélags síma- manna 1954-56, sat í yfirskatta- nefnd Vestmannaeyja, í stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja 1957-78, í framkvæmdastjórn Brunabóta- félags Íslands frá 1966 og var stjórnarformaður þar 1980. Hann var kjörinn varaformaður Alþýðu- flokksins árið 1980 og gegndi því embætti til 1984. Magnús lést 22.8. 2006. Merkir Íslendingar Magnús H. Magnússon 90 ára Helgi Angantýsson Ólafur Þórir Guðjónsson 85 ára Sigmundur Guðbjarnason 80 ára Matthildur Gestsdóttir Óli Ágústsson 75 ára Birte Jansen Elín Magnúsdóttir Friðrik Árnason Jarþrúður Lilja Daníelsdóttir Vilborg Elma Geirsdóttir 70 ára Björn Magnússon Garðar Guðmundsson Jón Vignir Karlsson Kristján Grímsson Sigvaldi Ingimarsson Sigþrúður Ingimundardóttir 60 ára Anna Margrét Steingrímsdóttir Anne Marie Sigurdsson Eiríkur Stefán Eiríksson Freyja Elín Bergþórsdóttir Jóna Gísley E. Stefánsdóttir Jón Brynjólfur Ólafsson Karin Sædís Ágústsdóttir Magnea Guðmundsdóttir Þrándur Óðinn Baldursson 50 ára Björk Svanfríður Guðjónsdóttir Elín Deborah Guðmundsdóttir Feldís Lilja Óskarsdóttir Gunnar Þór Gunnarsson Ingibjörg Steinþórsdóttir Jónas Þór Jónasson Kristmann H. Haraldsson Maria dos Santos Alves Ólafur Loftsson Piotr Andrzej Makurat Sesselja Ingimundardóttir Sigurður Jensson Sigurjóna Ástvaldsdóttir Slobodan Milisic Vildís Bergþórsdóttir Vivi Vindbjerg Kjær-Madsen Þórður Sveinsson 40 ára Borghildur Guðmundsdóttir Bualai Chomdee Dorota Michalina Kolka Guðmundur Jóhannesson Hrund Finnbogadóttir Jón Ólafur Kjartansson Kristján Viðar Valdemarsson Nína Kristbjörg Hjaltadóttir Príor Örn N. Einarsson Róbert Agnar Guðnason Sandra Lieu Bui Sigurlína Bjarnadóttir Sindri Traustason Valdimar Þór Halldórsson 30 ára Aldís Ingvadóttir Atli Freyr Rúnarsson Brynja Björk Arnardóttir Eiríkur Ólafsson Elva Rut Sigmarsdóttir Guðríður Lilla Sigurðardóttir Guðrún Inga Kristjánsdóttir Hafþór Ægir Vilhjálmsson Jón Gunnar Eiríksson Saskia Richter Steinn Alex Jónsson Til hamingju með daginn 30 ára Guðríður ólst upp í Mosfellsbæ, býr þar, lauk MSc-próf í verkfræði frá HR og er sérfræðingur við Seðlabanka Íslands. Maki: Lárus Jóhann- esson, f. 1978, sérfræð- ingur við Seðlabanka Ís- lands. Sonur: Viktor Snær, f. 2015. Foreldrar: Steinunn Þór- unn Ólafsdóttir, f. 1955, og Sigurður Geirsson, f. 1955. Guðríður Lilla Sigurðardóttir Hrein samviska í 25 ár Gylfaflöt 5 | 112 Reykjavík | 520 2200 | sorpa@sorpa.is B ra n d e n b u rg |s ía 30 ára Guðrún býr í Reykjavík og starfar við heimaþjónustu Reykjavík- urborgar. Dóttir: Halldóra Sóley, f. 2013. Systur: Anna Sigríður, f. 1976; Thelma, f. 1978; Kristjana, f. 1988; Mar- grét Sóley, f. 1996, og Inga Dóra, f. 1998. Foreldrar: Kristján Ein- arsson, f. 1955, d. 2014, og Ingibjörg H. Kristjáns- dóttir, f. 1961. Guðrún Inga Kristjánsdóttir 30 ára Elva Rut ólst upp í Grindavík, býr þar, lauk stúdentsprófi frá FB og vinnur hjá bílaleigunni Sixt. Maki: Theodór Ingi Þrast- arson, f. 1986, bílasmiður og bílamálari. Börn: Viktoría Mörk, f. 2013, og Örvar Ingi, f. 2015. Foreldrar: Sigmar Eð- varðsson, f. 1961, og Linda Oddsdóttir, f. 1961. Þau búa í Grindavík. Elva Rut Sigmarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.