Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 77
DÆGRADVÖL 77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Útsölustaðir: Apótek og Heilsuverslanir um allt land. Háralitir fyrir konur sem velja náttúrulegan háralit og hárið glansar af heilbrigði • Inniheldur ekki Paraben, algengasta innihaldsefni sem veldur ofnæmisáhrifum í háralitun • Hylur grá hár 100% • 24 náttúrulegir háralitir • Hárlýsingarlitur (strípuefni) plasthetta og hárpinni innifalin • Náttúrulegar jurtir sem gefa hárinu gljáa og mýkt • Varanlegur háralitir sem helst fallegur í 3 mánuði • Ofnæmisprófaður • Íslenskar leiðbeiningar Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú vinnur ástir með því að skyggja á samkeppnina, ekki með afbrýði. Ekki láta það ergja þig. Svona er lífið hjá hinni sívaxandi og síbatnandi manneskju. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú bregst harkalega við þegar þú heyrir skoðun annarra. Viðurkenndu hvað þú virki- lega vilt og fólkið sem getur veitt þér það birtist skyndilega. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú verður að brjóta odd af oflæti þínu og leita eftir samstöðu annarra við verk- efni þitt. Kannski leggur þú of mikla áherslu á að þóknast öðrum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Valmöguleikar þínir eru miklir, djúpir og háir. Dagurinn er upplagður til þess að ná sambandi við aðra, hvort sem um er að ræða yfirborðshjal eða samræður um fréttir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Allir vilja vera rómaðir fyrir eitthvað. Haltu bara þínu striki eins og það sé ekki til. Láttu fréttir ekki hrekja þig út af sporinu, heldur notfærðu þér það jákvæða við þær. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert áhugasamur um dulræn fyr- irbrigði. Yfirmaður þinn kann að vera í stríðs- skapi og þá er ekki gott að gefa honum til- efni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er auðvelt að fá letikast á verstu mögulegu stundu. Sígandi lukka er best og því eru allar sviptingar til lítils, þegar upp er staðið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það skiptir engu máli hverrar trúar þú ert, þú trúir einhverju. Mundu að vin- átta snýst bæði um það að gefa og þiggja. Að lokum muntu ná til hans og þið munuð tengj- ast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú munt að öllum líkindum eiga mikilvægar samræður við foreldra þína í dag. Farðu þó varlega í allar skyndiákvarðanir því þér hættir til fljótfærni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft að melta þá hluti sem nú valda þér hugarangri. Notaðu hugkvæmnina sem lykil að hamingjunni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Samræður við samstarfsmenn eru árangursríkar í dag. Reynið að líta hlutina jákvæðum augum en gæta þess jafnframt að færast ekki of mikið í fang. 19. feb. - 20. mars Fiskar Athafnir á ólíkum sviðum lífsins gleðja nautið. En gengurðu fyrir adrenalíni í stað náttúrulegrar orku? Athugaðu ástand þitt. Fjölskyldumeðlimur leggur þér lið í dag. Pétur Stefánsson yrkir á Leir:Hann var fjörugur, Finnur frá Bakka, er fékk‘ann sér vínið að smakka, með Önnu og Siggu og Ástu og Viggu hann eignaðist tuttugu krakka. Páll Imsland heilsaði í fögrum haustroða garða og engja, sagðist kannast við hann Finn á Bakka, en vissi reyndar ekki hvaða Bakka, – „en það er náttúrlega aukaatriði“: Já, hann Finnur á Bakka er frækinn og ferlegá í dömurnar krækinn. Ef andartak gefst það ei fyrir vefst. Svo upp undir kjólana sækinn! Sigurlín Hermannsdóttir þekkir til reiðmanna og -kvenna: Hin háfætta Hervör frá Krossi heillaði knapann á Fossi með tagl bæði og topp en truntulegt hopp og andlitsfall eins og á hrossi. Og það gerir Fía á Sandi líka: Hjá Benjamín blómstraði auður, þeim bjána, því graðfolinn Rauður öll verðlaunin vann sem er vont fyrir hann. Hann fannst bak við fjárhúsin dauður. En Björn Ingólfsson er á báðum áttum: Ég er auðvitað endemis sauður og er ekki viss hvor er dauður utan við hús. Hvor á þennan „blues“, Benjamín bóndi eða Rauður? Og bætti við: „Lesendur athugi að þetta er skáldskapur.Hann á sér litla fyrirmynd í raunveruleik- anum. Það er ekki verið að ganga í ágæt störf þingfréttamanna.“ Miklum sögum fer af for- ystumönnum Framsóknarflokksins. „Vigdís talar um hnífasett,“ segir Gústi Mar og:. Í Framsókn logar leifturstríð og linnir ekki skakinu. Simbi hefur haft um hríð hnífasett í bakinu. Ingólfur Ómar kannast við það: Hvarvetna má heyra last, hart að Simma gengið. Hefur í bakið heldur fast hnífasettin fengið Og Gústi Mar aftur: Slitið traust og slóðin fennt – hann sleppir ekki takinu. Það er ekki heiglum hent með hnífa svona í bakinu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Finni á Bakka, truntus og hnífasettum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að gera allt saman EKKI GLEYMDIRÐU AF HVERJU ÞÚ LABBAÐIR INN Í HERBERGIÐ? ÉG HEF ÁHYGGJUR AF VATNSBIRGÐUNUM! „ÞETTA HEITIR GANGI ÞÉR BETUR NÆST“ “ÉG SAGÐI ÞÉR Í SÍMANUM AÐ HÚN VÆRI MJÖG HÁRPRÚГ ÉG VAR AÐ TALA UM FISKABÚRIÐ MITT, HEIMA. ÉG GLEYMDI AF HVERJU ÉG FÓR FRAM ÚR Í MORGUN VIÐ HÖFUM GENGIÐ Í MARGA DAGA… NEI! ER ÞAÐ? VIÐ ERUM MEÐ HELLING AF VATNI. Víkverji er þeirrar hyggju að þóttsjónvarpstækni hafi fleygt fram, sjónvörp séu orðinn stærri, myndin skýrari og hljóðið magnaðra en í ár- daga sjónvarpsins hafi kvikmynda- húsin enn vinninginn. Það er alveg sérstök tilfinning þegar ljósin fjara út í salnum og hvíta tjaldið lifnar við. x x x Víkverji kemst sjaldnar í bíó enhann vildi og verður að viður- kenna að stundum gæti hann óskað sér að úrvalið í kvikmyndahúsunum væri fjölbreyttara. Hann þarf hins vegar ekki að kvarta undan því næstu daga. Í kvöld verður sett Kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, með pomp og prakt. Opnunarmynd- in í kvöld verður Sundáhrifin eftir Sólveigu Anspach og síðan verður hægt að velja myndir um allt milli himins og jarðar. Víkverji fyllist ekki oft valkvíða, en varð fljótt ljóst þegar hann renndi í gegn um dagskrá há- tíðarinnar að hann vildi sjá meira en hann mögulega kæmist yfir. x x x Á Víkverji að fara að sjá nýjustumynd Danans Thomasar Vinter- bergs, kvikmyndina Wulu um undir- heima Malí eða Dýrafræði um dýra- garðsstarfsmanninn, sem skyndi- lega vex á hali? Á hann að fara á Glæpasögu á Vestfjörðum eða heim- ildarmyndina um Baskamorðin? Hvað með myndina Ransacked (mætti þýða Gripdeildirnar) um hver hafi unnið og hver tapað þegar bank- arnir hrundu og vogunarsjóðirnir fóru á kreik? x x x Kvikmyndahátíðin fer stöðugt vax-andi og er það vel. Gestir hátíð- arinnar eru með þeim fyrstu til að sjá margar af þeim myndum, sem þar eru sýndar. Oft hefur það gerst að Víkverji hefur lesið um for- vitnilegar myndir í erlendum fjöl- miðlum og komist að því síðar að löngu var búið að sýna þær á RIFF. Myndirnar komu sem sagt hingað áður en ágæti þeirra var farið að spyrjast út fyrir alvöru og er það til marks um þann sess, sem hátíðin hefur skapað sér undir forustu Hrannar Marinósdóttur. víkverji@mbl.is Víkverji En ávöxtur andans er: kærleiki, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild, trú- mennska, hógværð og sjálfsagi. (Gal. 5:22)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.