Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 78
VIÐTAL Hildur Loftsdóttir hildurl@mbl.is Á Norrænum músíkdögum verður hægt að heyra og sjá tónverk á barmi konseptlistar, pæla í stöðu kvenna innan samtímatónlistar, heyra verk eftir eina tónskáld Grænlendinga og læra um sögu hljóðfæris sem á sér enga sögu. Tónlistarhá- tíðin Norrænir músíkdagar hefst í Hörpu í dag, fimmtudag, og stendur til og með laugardeginum 1. október. Hún er ein elsta tónlist- arhátíð í heimi og halda Norður- landaþjóðirnar hana til skiptis. Þá koma fram hljómsveitir og einleik- arar sem eru leiðandi í flutningi sam- tímatónlistar og flutt verk eftir tón- skáld sem kalla má frumkvöðla í norrænni samtímatónlist. Fyndin tónlist Guðný Þóra Guðmundsdóttir er listrænn stjórnandi hátíðarinnar í ár og segir hún að margt áhugavert verði á dagskránni, allt frá hljóðlist í fundarherbergjum Hörpu til tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld kl. 19.30. Á hátíðinni gefst gestum og gangandi kostur á að kynna sér helstu strauma og stefnur samtíma- tónlistar og taka þátt í margs konar umræðum. „Helst ber að nefna opnunar- tónleika hátíðarinnar, tónleika Sin- fóníuhljómsveitar Íslands, sem mun leika verk eftir mörg stærstu nöfn innan samtímatónlistar í heiminum í dag. Öll þessi tónskáld eru margverð- launuð og við Íslendingar eigum glæsilegan fulltrúa í þessum hópi, hana Önnu Þorvaldsdóttur. Auk hennar verður flutt verk eftir Juliana Hodkinson sem nýverið hlaut Carl Nielsen-verðlaunin. Sjálf hlakka ég mikið til að heyra fiðlukonsert Finn- ans Esa-Pekka Salonen, sem er mögnuð tónsmíð. Lokatónleikar há- tíðarinnar verða haldnir í Silfurbergi og verða þeir með örlítið tilrauna- kenndu sniði, en mikill fjöldi verka er á efnisskránni. Við höfum myndað nýja samnorræna sveit með stuðningi norrænu menningarsjóðanna sem samanstendur af íslenska tónlist- arhópnum Adapter, Scenatet frá Danmörku og Curious Chamber Pla- yers frá Svíþjóð auk þess sem Nordic Affect kemur fram í samstarfi við myndlistarmanninn Sigurð Guð- jónsson. Saman leika þau meðal ann- ars verkið Black Box Music eftir Sim- on Steen-Andersen. Verkið hlaut Norrænu tónskáldaverðlaunin fyrir tveimur árum, sem kom ekki á óvart því tónskáldið nær þar á snilldar- legan hátt að sameina það sjónræna og hið hljóðræna. Við erum mjög stolt að kynna þetta frábæra og á köflum bráðfyndna verk fyrir íslenskum hlustendum,“ segir Guðný Þóra og spáir því um leið að salurinn muni á köflum skella upp úr á meðan verkið er flutt. Á lokatónleikunum verða frumflutt fjögur verk, m.a. eitt eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur. „Verk Bergrúnar er einmitt gott dæmi um tónverk sem byggist bæði á tónmáli og sjónrænni upplifun. Samtímatónlist er að taka örum breytingum samhliða þeim miklu tæknibreytingum sem hafa orðið í samfélagi okkar á síðustu ár- um. Við þessar breytingar vakna margar spurningar, þar á meðal um hvernig sé best að varðveita tækni- lega flókin verk. Í vinnustofu sem ber nafnið Lif- andi gagnagrunnur verður rætt um hvaða nýju leiðir eru fyrir hendi í varðveislu á samtímatónlist því við erum ekki bara með nótur á blaði lengur heldur eru verkin mun fjöl- þættari; oft bætast við hljóð- upptökubrot og alls konar aukadót sem fylgir hverju verki,“ útskýrir Guðný Þóra. Sameining á marga vegu Á hátíðinni verður fleira rætt því undirþema hennar er „integration“ eða sameining. „Við erum að hugsa sameininguna í fjölþættum skilningi. Í fyrsta skipti í 128 ára sögu hátíð- arinnar er jafnt hlutfall kven- og karl- tónskálda. Við erum mjög stolt af þessu og finnst við hafa náð vissu tak- marki sem skiptir máli fyrir framtíð- ina. Okkur langar að byggja upp fyr- irmyndir fyrir komandi kynslóðir tónlistarfólks, aðalskilaboðin eru að verk eftir konur eru flutt og þau eiga erindi. Öllu vali fylgir ábyrgð og það var vissulega útgangspunktur okkar að veita kventónskáldum sérstaka at- hygli. Það var síðan óvænt ánægja að finna öll þessi frábæru verk eftir kon- ur og þegar upp var staðið var hlut- fallið jafnt“ segir Guðný Þóra ánægð. „Við erum líka að velta fyrir okkur hugmyndum um norðrið. Þetta eru norrænir músíkdagar á þeim tímum þegar maður myndi frekar óska þess að þjóðir væru umburðarlyndari og opnari fyrir utanaðkomandi áhrifum. Við kynnum því til sögunnar mörg tónskáld sem hafa einhvers konar tengsl við Norðurlöndin, ekki bara þjóðernið sjálft. Með þeim hætti ein- skorðum við okkar ekki við norðrið sem tæmandi einingu heldur eitthvað sem hægt er að opna á mismunandi vegu. Norrænu þjóðirnar til vesturs; Færeyjar, Grænland og Ísland, verða einnig í sviðljósinu. „Það er ekki tón- skáldafélag á Grænlandi eða í Fær- eyjum og tónlistarfólk þaðan þarf yf- irleitt að sækja menntun til Íslands eða Danmerkur. Við hinar norrænu þjóðirnar verðum að vera meðvitaðar um að það er okkar að stuðla að auk- inni þátttöku þeirra í norrænu sam- starfi. Það er líka hálfsorglegt að bera saman það fjármagn sem veitt er í grunnstoðir og nýsköpun á sviði tónlistar hér á Íslandi miðað við hin Norðurlandaríkin. Við höfum fundið allverulega fyrir því við skipulagn- ingu hátíðarinnar. Ef ekki verður ein- hver breyting á fjárframlögum spyr maður sig hvort Ísland geti í framtíð- inni haldið áfram að taka þátt í svona samstarfi. Það væri mikil synd ef Ís- land þyrfti að segja sig úr þessu elsta samstarfsverkefni milli Norður- landaríkjanna, sérstaklega núna þeg- ar við erum komin með glæsilegasta tónlistarhúsið.“ Margar skemmtilegar breytingar „Sambandið tónskáld og flytjandi er mjög áhugavert. Á síðustu árum hafa tónskáld byrjað í auknum mæli að flytja verkin sín sjálf, þá er ekki lengur tengiliður á milli tónskáldsins og áheyrenda, rétt eins og var á tím- um Liszts og Paganinis sem spiluðu einmitt sjálfir verkin sín. Við erum því nú að upplifa einhvers konar aft- urhvarf til fyrri tíma þótt tónefnið sem flutt er sé gríðarlega ólíkt því sem var fyrir rúmum 100 árum. Hver veit nema þessar hreyfingar verði til þess að færa nútímatónlist nær hin- um almenna tónlistarneytanda.“ Berglind María Tómasdóttir er ein af þeim sem eru bæði meðal tón- skálda og flytjenda á hátíðinni. „Hún flytur verk eftir sjálfa sig og spilar líka á hljóðfæri sem hún bjó sjálf til úr gömlum rokk og kallar það lokk. Það mætti kalla þetta tilbúna hefð. Það er ekki beint mikil saga sem tengist hljóðfæratónlist á Íslandi svo að Berglind María býr til nýtt gamalt hljóðfæri og hún mun spila konsert eftir Guðmund Stein Gunn- arson á lokkinn með Caput. Síðan verður hún líka með fyrirlestur um hljóðfærið þar sem hún fær þjóðfræð- ing og fleiri sérfræðinga til að tala um sögu þessa hljóðfæris, sem í raun var ekki til fyrr en hún fann það upp. „Ég vona að fólk komi í Hörpu,“ segir Guðný Þóra að lokum. „Það verður eitthvað spennandi að gerast alla dagana. Þetta verður í raun eins og tónlistarsýning sem sýnir hvað er á seyði í dag. Við verðum úti um allt í Hörpu, notum fundarrými, æfinga- rými og jafnvel bílakjallarann sem viðburða- og sýningarrými. Aðgang- ur er ókeypis á allt nema tónleika Sinfóníunnar og við vonum því að fólk líti við og fái nasaþef af öllu því skemmtilega sem er að gerast í heimi samtímatónlistarinnar.“ „Skemmtilegt að sjá hvert tónlistin er að fara“  Norrænir músíkdagar hefjast í dag og standa til 1. október  Ein elsta tónlistarhátíð í heimi Ljósmynd/Lars Bjarnö Gjörningur „Screen to screen, skin to skin“ eftir brasilísk-danska tónskáldið Marcela Lucatelli. Verkið gefur sterk femínísk skilaboð og afneitar hlutgerv- ingu kvenlíkamans. Marcela Lucatelli verður með nýjan gjörning við opnun Norrænna Músíkdaga í dag, fimmtudag, í Flóa Hörpu. Guðný Þóra Guðmundsdóttir 78 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.