Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 82

Morgunblaðið - 29.09.2016, Blaðsíða 82
82 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Þeir sitja saman, hlið við hlið, gömlu góðu vinirnir þegar blaða- mann ber að garði á veitingastað í höfuðborginni. Kjarninn sem myndar okkar ástsælu hljómsveit Mannakorn. Þetta eru tónlistar- mennirnir Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson. Mannakorn og Ellen Kristjánsdóttir halda stór- tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 1. október nk. ásamt strengja– og blásturssveit. Þar munu þau reiða fram öll bestu lög Mannakorna með einstökum blæ. Notalegt andrúmsloft er á veit- ingastaðnum og það fer vel á með félögunum, sem eru orðnir spennt- ir fyrir tónleikunum. „Hingað er mjög gott að koma, skemmtilegur matseðill með mikið af fiski og að- eins spiluð íslenskt tónlist,“ segir Pálmi og Magnús tekur undir. Við pöntum okkur fisk dagsins, gellur og fiskibollur, á meðan Elly syngur fyrir okkur fagra tóna. Íslenskara gerist það varla. Í ár fagnar Mannakorn 40 ára hljómsveitarafmæli, en Pálmi og Magnús hafa verið samferða frá því að fyrsta plata þeirra kom út árið 1976. Mannakorn eiga stóran aðdá- endahóp þar sem kynslóðirnar mætast, sem hlýtur að vera ánægjulegt fyrir félagana. „Ég tók eftir því þegar við héldum fyrir nokkrum árum tónleika í Háskólabíó að það voru ekki bara ellismellir í salnum, heldur allir aldurshópar, alveg niður í 8, 9 ára krakka sem voru mætt með pabba og mömmu, ömmu og afa, það fannst mér ánægjulegt.“ Saknar bílskúrsfílíngsins Hljómfögur og blússkotin dægurlög Mannakorna eru að mati margra klassískt eyrnakonfekt og töluvert frábrugðin nýrri tónlist í dag. „Það eru sannarlega nýir tímar í tónlist. Krakkarnir í dag eru gjarnan að búa til tónlist í tölv- unni. Þegar við vorum að byrja voru menn að mæta og spila saman og hver og einn kom með sitt inn- legg,“ segir Magnús. „Og þá var allt látið standa. og lítið hægt að laga,“ segir Pálmi, enda tími gamla skólans. „Ég sakna hans pínulítið, bíl- skúrsfílíngsins þegar menn eru að spila saman,“ segir Magnús ein- lægur. „Ef þú ert bara einn í tölv- unni verður þetta svo einsleitt sem þú ert að gera. Það höfðar ekki al- veg til mín. Líkt og í rappinu, þá geturðu bara tekið einhverja lúppu, jafnvel eftir Ragga Bjarna, snúið henni aftur á bak og rappað ofan á.“ „Já, ég heyrði meira að segja Jón Stefánsson frá Möðrudal í góðri lúppu um daginn. Kallinn syngur þrjár áttundir og það var sett svona rapplúppa undir. Ég bíð bara eftir að það verði gert þegar við erum dauðir,“ segir Pálmi. „Það er byrjað á því núna strax!“ svarar Magnús. „Það er bú- ið að taka Þorparann og tölvuvæða hann alveg í bak og fyrir. Hermi- gervill gerði eitthvert dansnúmer úr laginu sem var spilað á diskó- tekunum.“ „Þorparinn gekk reyndar í endurnýjun lífdaga á danshúsum Reykjavíkurborgar,“ segir Pálmi. „Ég vissi ekkert um það. Svo frétti ég það bara, svona sveitamaður austur á Firði, að þetta væri eitt af vinsælustu lögum borgarinnar. Ég sagði bara: „What?““ segir Pálmi og skellir upp úr. „En það kom skemmtilega á óvart.“ Bara helvíti heppnir Pálmi býr norður á Akureyri og kom til höfuðborgarinnar á þriðju- dag vegna tónleikanna. „Ég var að keyra að norðan til Reykjavíkur í gær og ákvað að hlusta á pró- grammið sem við erum að æfa fyr- ir tónleikana og lét það rúlla í hausnum á mér á þessari fimm, sex klukkutíma keyrslu. Ég við- urkenni að ég hlusta ekki mikið á sjálfan mig en þarna fannst mér gaman að taka þennan pakka og hlusta á það sem við höfum verið að bauka í gegnum tíðina. Merki- legt hvað margt af þessu er gott,“ segir Pálmi og hlær. „Já, við höf- um bara verið helvíti heppnir,“ bætir Magnús við. Þeir hlæja en það er nú ansi margt til í þessu hjá Pálma, enda plöturnar orðnar 11 og slagararnir orðnir ótalmargir sem við flest þekkjum og kunnum textana hans Magga utan að. Eftir gott spjall og góðan mat er komið að kveðjustund en hver veit nema við hittumst kannski einhvers stað- ar, einhvern tímann aftur. Vinátta Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson hafa starfað óslitið saman í 40 ár. Á laugardaginn flytja þeir helstu perlur Mannakorna fyrir tónleikagesti. Þorparinn á skemmtistöðunum  Mannakorn heldur stórtónleika í Hörpu laugardaginn 1. október  40 ár síðan sveitin söng sig inn í hjörtu landsmanna  Plöturnar orðnar 11 og slagararnir gríðarmargir sem flestir þekkja Sannleikskorn » Pálmi og Magnús hafa myndað Mannakorn frá upp- hafi en nokkrir spilarar hafa komið og farið. » Orðið mannakorn kemur úr biblíunni og þýðir brauð af himnum ofan eða orð guðs. » Hljómsveitin á ógrynni af sí- gildum dægurperlum sem spil- aðar verða á laugardaginn. One is On nefnist sýning Unnar Andreu Einarsdóttur sem opnuð verður í Skaft- felli í kvöld kl. 20. „Verk Unnar Andreu fjalla á mismunandi hátt um hverfandi dýpri tengsl milli manna á tímum vaxandi narsissisma eða sjálfsdýrk- unar. Verkin minna okkur á að narsissismi er form af persónuleikaröskun, sem felst meðal annars í yfirdrif- inni sjálfsupphafningu. Þessi hegðun er orðin við- urkennd nú á dögum meðal öfgahópa en einnig hjá okk- ur einstaklingum sem not- um netheiminn til þess að skapa og stjórna ímynd af okkur sjálfum. Verkin fjalla um hvernig hin nýja leið mannsins til að réttlæta til- vist sína sé að „ganga í aug- un á öðrum“. Þannig séum við ekki að tengjast hvert öðru á raunverulegan hátt, heldur í gegnum fyrirfram hannaða ímynd af okkur sjálfum. Sýningin í heild sinni endurspeglar tilhneigingu okkar til að framkalla hina fullkomnu ímynd af okkur sjálfum,“ segir í tilkynningu frá sýningarhaldara. Sýningin hefur verið skipulögð í samstarfi við HAH-Editions sem er sýn- ingar- og útgáfufyrirtæki í Berlín, með áherslu á að styðja undir unga og upprennandi listamenn, í formi einkasýninga og útgáfu. One is On verður opin laugardaginn 1. október milli kl. 12 og 14. Listakonan Unnur Andrea Einarsdóttir. Unnur Andrea opnar sýningu í Skaftfelli Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.