Morgunblaðið - 29.09.2016, Qupperneq 86
RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK86
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016
Sá sem ekki hreyfir sig finn-ur ekki fyrir hlekkjum sín-um,“ er haft eftir RósuLuxemburg. Marijana býr
í þröngri kytru ásamt foreldrum
sínum og bróður. Návígið er slíkt
að einkalíf er útilokað og hún getur
ekki einu sinni verið út af fyrir sig
á nóttunni. Á daginn starfar hún
sem tæknimaður á rannsóknarstofu
á sjúkrahúsi þar sem hún og vinnu-
félagar lifa í stöðugum ótta við að
vera sagt upp vinnunni. Hún er
orðin 24 ára og spólar í sama
farinu. Þegar faðir hennar fær
hjartaáfall breytast hins vegar
valdahlutföllin í fjölskyldunni og
Marijana fer að láta reyna á viðj-
arnar, sem hafa haldið henni.
Ekki glápa á diskinn minn er
frumraun króatíska leikstjórans
Hönu Jusic. Myndin gerist í Sibe-
nik, fallegum bæ á Dalmatíuströnd
Króatíu. Fegurð Sibenik er þó í
aukahlutverki hjá Jusic og ekki
dregur hún upp upplífgandi mynd
af króatísku samfélagi. Frásögnin
dettur niður á köflum, en margt er
þó afbragðsvel gert, sérstaklega
þegar dregið er fram hvernig Mari-
jana getur ekkert gert án þess að
andað sé ofan í hálsmálið á henni,
án þess að glápt sé á diskinn henn-
ar.
Á heimilinu er faðirinn alvaldur
og móðirin, í steinrunninni með-
virkni sinni, ýtir undir yfirgang
hans. Þegar hann skammar hana
þegir hún þunnu hljóði og segir
ekki orð þegar hann hirtir börnin
þeirra. Sonurinn er einfeldningur
og auðnuleysingi, sem hvergi segist
fá vinnu, en allt bendir til að geri
lítið til að bera sig eftir björginni.
Eftir hjartaáfallið er faðirinn
áfram á heimilinu. Nú er hann hins
vegar lamaður og hreyfingarlaus og
kemur ekki upp orði. Það þarf að
mata hann og skipta á honum. Ma-
rijana fær það hlutverk ásamt því
að vera fyrirvinna heimilisins. Fyrir
það uppsker hún einkum ónot og
skammir.
Umkomuleysi patríarkans er al-
gert og nær niðurlæging hans há-
marki þegar einfeldningurinn sonur
hans kemur með strákana í hverf-
inu til að skoða hann.
Leikkonan Mia Petricevic ber
myndina uppi með frammistöðu
sinni í hlutverki Marijönu. Áhorf-
andinn fær þó ekki mikla innsýn í
hvað fyrir henni vakir og verður að
geta sér til um hvað býr að baki
gerðum hennar þegar hún varfærn-
islega reynir að brjóta af sér hlekk-
ina.
Hún beitir brögðum til að koma
höggi á samstarfskonu sína og þeg-
ar það hefur tilætluð áhrif er engin
leið að sjá hvort það kætir hana
eða kallar fram samviskubit. Hún
fer á karlafar með sama óræða
svipinn og þegar hún meðhöndlar
þvagsýni á rannsóknarstofunni.
Hún á lítið sameiginlegt með fjöl-
skyldunni og vinkona, sem hún
endurnýjar kynni við, er á allt ann-
arri bylgjulengd. Hún fer með
henni í samkvæmi, en þegar vin-
konurnar byrja að kyrja nýjasta
slagarann er hún utangátta.
Ótrúverðugast er að kona komin
vel á þrítugsaldur skuli vera jafn
uppburðarlítil og persóna Marijönu,
hvort heldur sem er inni á heim-
ilinu eða utan þess. Þá er erfitt að
sjá hvers hún leitar í skyndikynn-
um með þremur mönnum, sem
verða á vegi hennar.
Aldrei fer þó á milli mála að und-
ir yfirborðinu er ólga og áhorfand-
inn bíður eftir að hún brjótist fram.
Í upphafi myndar og lok sést Mari-
jana í sundi þar sem hún sökkvir
sér í kaf. Í kringum hana sjást lík-
amar sundlaugargesta í móðu og
hún er ein með sjálfri sér. Með
sama hætti stingur Marijana sér
inn í sjálfa sig í lífinu og er ein þótt
hún sé aldrei ein og áhorfandinn
bíður eftir að hún komi upp á yf-
irborðið. Að hún fari að njóta lífsins
í stað þess að láta sér nægja að af-
bera það.
Hættu að glápa Mia Petricevic í hlutverki sínu í króatísku myndinni Hættu
að glápa á diskinn minn, eftir Hönu Junic sem frumsýnd er á RIFF í kvöld.
Í dróma á Dalmatíuströnd
RIFF
Hættu að glápa á
diskinn minn bbbmn
Leikstjóri: Hana Jusic. Leikarar: Mia
Petricevic, Niksa Butijer, Arijana Culina,
Zlatko Buric og Karla Brbic. Króatíska.
Króatía og Danmörk, 2016. 105 mín.
Flokkur: Vitranir.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Bíó Paradís: Fim. 29. sept. , kl.
21.30, mán. 3. okt., kl. 19.30,
mið. 5. okt., kl. 18.00.
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykja-
vík (RIFF) verður sett í 13. sinn í
Háskólabíói í kvöld. Í kjölfar setn-
ingarinnar verður opnunarmynd há-
tíðarinnar, Sundáhrifin eftir Sól-
veigu Anspach heitna, sýnd að
viðstöddum aðstandendum mynd-
arinnar, þar á meðal Skúla Malm-
quist framleiðanda myndarinnar,
höfundi tónlistar í myndinni, Martin
Wheeler, og dóttur Sólveigar, Clöru
Lemaire Anspach. Myndin fjallar um
mann sem verður ástfanginn af
sundkennara og skráir sig því á
sundnámskeið þrátt fyrir að vera
syndur.
Meðal annarra mynda á hátíðinni í
ár eru Stríðssýningin eftir Andreas
Dalsgaard og Obaidah Zytoon, sem
hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni
í Feneyjum fyrir skömmu, og Herra
alheimur eftir Tizza Covi og Rainer
Frimmel, sem var tilnefnd á kvik-
myndahátíðinni í Locarno fyrr á
árinu. Lokamynd hátíðarinnar er
Eldur á sjó eftir Gianfranco Rosi,
sem er handhafi Gullbjarnarins á
kvikmyndahátíðinni í Berlín í ár.
Keppa um Gullna lundann
Ellefu leikstjórar sýna fyrstu eða
aðra kvikmynd sína í fullri lengd í
flokknum Vitranir og keppa um aðal-
verðlaun hátíðarinnar, Gullna lund-
ann. Margar þeirra koma beint af
kvikmyndahátíðum, m.a. frá San
Sebastian, Toronto og Feneyjum,
s.s. Guðleysi eftir Ralitza Petrova,
sem hlaut Gullna hlébarðann í Loc-
arno fyrr á árinu, og Dýrafræði eftir
Ivan I. Tverdovsky, sem hlaut verð-
laun í Karlovy Vary, Hættu að glápa
á diskinn minn eftir Hana Jusic,
Kyrralíf eftir Maud Alpi, Risinn eftir
Johannes Nyholm, Wùlu eftir Da-
ouda Coulibaly, Persónuleg mál eftir
Maha Haj, sem var valin í Un
Certain Regard-flokkinn í Cannes
fyrr á árinu, Skuggavera eftir Felipe
Guerrero, Veraldarvana stúlkan eftir
Marco Danieli, Garður eftir Sofia
Exarchou og Allt hið fagra eftir
Aasne Vaa Greibrokk. Aðal-
dómnefnd hátíðarinnar skipa Grímur
Hákonarson, Yrsa Sigurðardóttir og
Jonas Lindberg, listrænn stjórnandi
kvikmyndahátíðarinnar í Gautaborg.
Níu nýjar myndir verða sýndar í
flokknum Ísland í brennidepli, bæði
leiknar myndir og heimildarmyndir,
þar á meðal Baskavígin sem kemur
beint af kvikmyndahátíðinni í San
Sebastian og Glæpasaga á Vest-
fjörðum með Franka Potente í aðal-
hlutverki, sem er heimsfrumsýnd á
hátíðinni. Íslenska heimildarmyndin
InnSæi – The Sea Within mun keppa
í flokknum Önnur framtíð, sem inni-
heldur kvikmyndir sem varpa ljósi á
umhverfis- og mannúðarmál.
Darren Aronofsky, Deepa Mehta
og Chloë Sevigny eru heiðursgestir
RIFF í ár. Úrval verka þeirra verður
sýnt á hátíðinni; Svarti svanurinn,
Sálumessa draums og Bardagakapp-
inn eftir Aronofsky, Góðu strákarnir,
Miðnæturbörnin og Birtingarmynd
ofbeldis eftir Mehta. Frumraun
Chloë Sevigny í leikstjórastólnum,
stuttmyndin Kitty, verður sýnd í
flokki erlendra stuttmynda og verða
í fyrsta sinn veitt verðlaun í þeim
flokki á RIFF.
RIFF sett í
13. sinn í kvöld
Sundáhrifin er opnunarmyndin
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Leikstjóri Sólveig Anspach.
Nafn írska lýðveldissinnans Bobby
Sands komst í heimsfréttirnar árið
1981 þegar hann fór í hungurverkfall
til að krefjast aukinna réttinda handa
föngum, sem dæmdir höfðu verið fyr-
ir þátttöku í baráttunni fyrir sjálf-
stæði Norður-Írlands frá Bretum. Í
heimildarmyndinni Bobby Sands: 66
dagar er sögu hans gerð skil og
fjallað um þau áhrif, sem barátta
hans hafði á söguna.
Robert Gerard Sands fæddist 1954
og ólst upp í Belfast á tímum átaka
milli þjóðernissinna og sambands-
sinna, katólikka og mótmælenda.
Hinir fyrrnefndu vildu losna undan
breskum yfirráðum, en hinir síðar-
nefndu halda sambandinu við bresku
krúnuna. Sands tilheyrði fyrrnefnda
hópnum og 1972 þegar hann var 18
ára gekk hann til liðs við lýðveldis-
hreyfinguna. Áður en árið var á enda
hafði hann verið handtekinn fyrir að
hafa skotvopn í fórum sínum og sat
inni í þrjú ár. Hann hóf að vinna að
nýju fyrir málstaðinn um leið og hon-
um var sleppt úr fangelsinu. 1976 var
Sands handtekinn á ný. Nú var hann
dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir aðild
að sprengjutilræði og skotbardaga í
kjölfarið.
Í fangelsinu fór hann að berjast
fyrir umbótum og var iðulega settur í
einangrun. Hann og félagar hans í
fangelsinu vildu láta meðhöndla sig
sem stríðsfanga. Bresk stjórnvöld litu
á þá sem glæpamenn og meðhöndl-
uðu þá sem slíka.
1. mars 1981 fór Sands í hungur-
verkfall og fylgdu níu aðrir fangar í
kjölfarið. Ein meginkrafan var að
þeir fengju að klæðast sínum eigin
fötum í fangelsinu.
Heimildarmynd Brendans Byrnes
hefst á degi eitt í hungurverkfallinu
og áhorfandinn fær að fylgjast með
hvernig Sands hrakar smátt og smátt
eftir því sem á líður allt þar til yfir
lýkur og hann deyr 66 dögum síðar.
Um leið er flakkað í tíma, allt aftur til
þess þegar Sands var lítill strákur í
fótbolta, og atburðarásin sett í póli-
tískt samhengi.
Hryðjuverk Írska lýðveldishersins
voru daglegt brauð á þessum tíma og
sambandssinnar svöruðu í sömu
mynt. Bresk stjórnvöld gengu einnig
fram af hörku.
Byrne reynir að gæta sanngirni í
myndinni og forðast hlutdrægni.
Sagnfræðingar, ævisöguhöfundar,
blaðamenn og samferðamenn eru
kallaðir til að varpa ljósi á atburðina
og gæða þá lífi og lit, allt frá pólitík-
inni til þess hvernig það fer með lík-
amann að vera án matar dögum og
vikum saman.
Dregið er fram að Sands hafi frá
upphafi verið tilbúinn að svelta sig í
hel og vitað að svo gæti farið. Hann
og félagar hans hafi þó vanmetið
ósveigjanleika breskra stjórnvalda.
Um leið er því til skila haldið að
ákvörðunin um að meðhöndla fanga
úr röðum lýðveldissinna sem glæpa-
menn var tekin í tíð stjórnar Verka-
mannaflokksins. Íhaldsstjórn Marg-
aretar Thatcher hafði því hlotið það
fyrirkomulag, sem Sands vildi mót-
mæla, í arf. Hvað sem því leið voru
hendur hennar bundnar og það
hvarflaði ekki að henni að láta undan
þrýstingnum.
Hungurverkfallið vakti litla athygli
í upphafi og var lítt sinnt í fjölmiðlum,
en þegar á leið jókst hún og almenn-
ingur tók við sér. Það var ekki síst
vegna þess að meðan á því stóð fór
hann í framboð til þings á Norður-
Írlandi og bar sigur úr býtum.
Nú var staðan gerbreytt og þetta
reyndu lýðveldissinnar að nýta sér
með því að vekja athygli á málinu í
Bandaríkjunum þar sem írsk ítök
hafa löngum verið mikil í stjórn-
málum. Bresk stjórnvöld reyndu vita-
skuld að koma í veg fyrir afskipti
Bandaríkjamanna og í myndinni
bregður Ted Kennedy og Ronald
Reagan fyrir, en það er kannski ekki
jafn augljóst að þau skyldu eiga sér
stuðning stjórnvalda í Dyflinni.
„Ég er pólitískur fangi,“ er haft
eftir Bobby Sands í myndinni. Þar er
dregið fram að aðferðir hans hafi ver-
ið í anda Gandhis fremur en Írska
lýðveldishersins. Mörgum kann að
finnast krafan um að fá að klæðast
eigin fötum full léttvægt tilefni til að
svelta sig í hel. Í myndinni er rakið að
það eigi sér fordæmi í írskri sögu að
fara í hungurverkfall til að mótmæla
misrétti. Aðgerðir Sands hafi því átt
sér hljómgrunn meðal Íra.
Niðurstaða myndarinnar er að bar-
átta Sands hafi markað tímamót og
verið mikilvægur áfangi í átt að því
samkomulagi, sem undirritað var í
Belfast á föstudaginn langa 1998 um
stöðu Norður-Írlands. Hann hafi sýnt
fram á að í baráttu skipti meira máli
að vera sjálfur tilbúinn að þola þján-
ingar en að kalla þjáningar yfir aðra.
Með hungurverkfallinu hafi hann því
grafið undan hugmyndafræðinni á
bak við og stuðningnum við blóðugar
aðferðir Írska lýðveldishersins.
Heimildarmyndin um Bobby
Sands er yfirveguð og vel heppnuð og
um leið grípandi frásögn frá erfiðum
átakatímum.
„Ég er pólitískur fangi“
Þáttaskil Niðurstaða heimildarmyndarinnar um Bobby Sands er að
hungurverkfall hans hafi verið vendipunktur í átökunum á Norður-Írlandi.
RIFF
Bobby Sands: 66 dagar bbbbn
Leikstjóri: Brendan Byrne. Enska. Bret-
land og Írland, 2016. 105 mínútur.
Flokkur: Heimildarmyndir.
KARL BLÖNDAL
KVIKMYNDIR
Norræna húsið: Fim. 29. sept., kl.
19.00
Bíó paradís: Mán. 3. okt., kl. 15.30,
sun. 9. okt., kl. 21.45.