Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 88

Morgunblaðið - 29.09.2016, Page 88
88 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. SEPTEMBER 2016 Unga fólkið í Rússlandi eriðið við að gagnrýna sam-félagið heimafyrir, ogkvikmyndir eru sannar- lega góður vettvangur til þess, því ef þær eru vel heppnaðar þá fara þær um víða veröld og ná fjölmörgum augum og eyrum fólks. Ivan I. Tvar- dovsky er bráðungur rússneskur leikstjóri kvikmyndarinnar Dýra- fræði (Zoology) sem gestum RIFF gefst nú kostur á að sjá. Þessi ungi leikstjóri fer heldur betur vel af stað, þessi önnur kvikmynd hans hefur hlotið virt verðlaun á Karlovy Vary, rétt eins og fyrri mynd hans Correc- tions Class. Í myndinni Dýrafræði segir af miðaldra konu, Natöshu, heldur bágstaddri, sem lifir tilbreytingarlausu lífi og lítt inni- haldsríku, samfélagsstaða hennar er ekki hátt skrifuð, hún býr með aldr- aðri móður sinni og starfar í dýra- garði. Og heiti myndarinnar er ekki tilviljun, því í þessari mynd er velt upp stöðu okkar mannfólksins í heimi dýranna, og stöðu dýranna í heimi mannfólksins. Geta dýrin sýnt meiri hlýju en mannfólkið? Getum við mannfólkið verið miklu grimmari en dýrin? Því vissulega eru vinnufélagar Natöshu ekkert annað en skepnur, slík er framkoma þeirra við þessa minnimáttar manneskju. Og svo er það halinn, sem vex á Natöshu, gerir hann hana að dýri? Halinn opnar henni nýjar víddir, hún öðlast hug- rekki til að gera ýmislegt sem hún hefur ekki þorað, rennir sér á álbökk- um, drekkur kampavín, litar á sér hárið, dansar villt á diskóteki, styttir pilsin sín, lendir í ástarævintýri. Eða er það allt ímyndun? Er þetta bara í hausnum á henni, til að lifa af ömur- legar aðstæður sem hún er föst í? Hún kemst sannarlega að því að sam- félagið hefur ekki umburðarlyndi gagnvart þessu sérkenni hennar, nautnalegum halanum. Allt um lykj- andi guðsótti, fordómar og ótti við hið ókunna og það sem er öðruvísi, sem og skortur á umburðarlyndi, stendur í veginum fyrir því að hún fái að blómstra í sinni sérstöðu. Hún er læst inn í sínu fábrotna lífi og viðhorfum annarra, kannski rétt eins dýrin í búrunum í dýragarðinum þar sem hún vinnur. Hinum unga leikstjóra Tvardovsky tekst að segja sögu Natöshu á sérlega skemmtilegan hátt, myndin er í aðra röndina fyndin þó hún sé líka mjög átakanleg, þetta er skondið nútíma ævintýri með alvarlegum undirtón. Kvikmyndin Dýrafræði er ekki að- eins ádeila á lífið í Rússlandi, heldur heiminn allan, og okkur mannfólkið. Þetta er hljóðlát mynd sem er þrungin af tilfinningum, hún er alger- lega hversdagsleg en um leið annars heims. Og hún er skemmtileg, manni leiðist ekki eitt augnablik. Leikurinn er fyrsta flokks, átakalaus og tilgerð- arlaus, en mjög áhrifamikill, sér- staklega hjá Nataliu Pavlenkova sem fer með aðalhlutverkið, enda hefur hún áður unnið með leikstjóranum, hún lék líka aðalhlutverkið í fyrri mynd hans, og þau ná víst ein- staklega vel saman í kvikmyndavinn- unni. Þau lesa huga hvort annars og hann leyfir henni oft að spinna í sen- unum. Það verður gaman að fygljast með Ivan I. Tvardovsky í framtíðinni, en nú er hann að vinna að heimildar- mynd um rússnesku lögregluna. Það verður eitthvað. Unaðslegur hali vex á konu RIFF Dýrafræði bbbbn Leikstjóri: Ivan I. Tvardovsky. Leikarar: Natalia Pavlenkova, Dmitri Groshev, Irina Chipizhenko, Maria Tokareva. Rússneska. Rússland, Frakkland og Þýskaland, 2016. 87 mín. Flokkur: Vitranir KRISTÍN HEIÐA KRISTINSDÓTTIR KVIKMYNDIR Bíó Paradís: Í dag fim. 29. sept kl. 20.30, fim. 6. okt. kl. 19.45, fös. 7. okt. kl 20.00 Hali Natasha er harla ánægð með halann sinn og öðlast aukið sjálfstraust. RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Bridget Jones siglir inn í fimmtugsaldurinn í glænýjum kafla, nú orðin einhleyp, á fullu í ræktinni og vinnur sem framleiðandi hjá sjón- varpsstöð. Laugarásbíó 17.20, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Smárabíó 16.45, 17.15, 19.30, 20.00, 22.10, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Bridget Jones’s Baby 12 Þegar Finnur hjartaskurðlæknir áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. IMDb 9,1/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00, 22.30 Smárabíó 17.45, 19.00, 20.10, 22.00, 22.40 Háskólabíó 18.10, 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00 Eiðurinn 12 Myndin fjallar um atburðina árið 2010 á olíuborballi BP olíu- fyrirtækisins á Mexíkóflóa, og það sem gerðist á síðustu 48 tímunum áður en sprenging varð um borð með þeim afleið- ingum að 11 manns létu lífið. Metacritic 66/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.20 Deepwater Horizon 12 Sully 12 Flugvél, með Sullenberger við stýrið, missti afl, eftir að hafa fengið fugla í hreyflana, árið 2009. Án hreyfla og á fullri ferð niður, þá náði Sul- lenberger með ótrúlegum hætti að framkvæma neyð- arlendingu á Hudson ánni Morgunblaðið bbbbn Metacritic 75/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 18.50, 21.00 Sambíóin Akureyri 20.00 Skiptrace 12 Rannsóknarlögreglumaður frá Hong Kong vinnur með bandarískum fjárhættuspil- ara í baráttu við alræmdan kínverskan glæpamann. Metacritic 50/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Egilshöll 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Akureyri 22.20 The Shallows 16 Metacritic 59/100 IMDb 6,7/10 Háskólabíó 21.10 War dogs 16 Saga tveggja ungra manna sem fengu samning um til að vopnvæða bandamenn Bandaríkjana í Afghanistan. Metacritic 57/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Don’t Breathe 16 Rocky er ung kona sem þráir betra líf fyrir sig og systur sína. Hún samþykkir að taka þátt í innbroti með kærast- anum sínum. Metacritic 71/100 IMDb 7,7/10 Smárabíó 20.10, 22.20 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 22.20 Mechanic: Resurrection 16 Metacritic 38/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Sausage Party 16 Pylsa heldur af stað í ferða- lag að kanna sannleikann á bak við tilurð sína. Metacritic 66/100 IMDb 6,8/10 Háskólabíó 18.10 Suicide Squad 12 Suicide Squad er falið að leysa hættulegustu verk- efnin hverju sinni. Metacritic 40/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.20 Storkar Storkar komu. Núna afhenda þeir pakka fyrir alþjóðlega netfirsann Corner- stone.com. Metacritic 55/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 18.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30 Sambíóin Kringlunni 17.50 Sambíóin Akureyri 18.00 Kubo og Strengirnir Tveir Sögusviðið er lítið þorp í Japan til forna. Ungi pilt- urinn Kubo kallar óvart fram drungalegan anda með hefndarþorsta. Andi þessi tilheyrir fortíð Kubos og áð- ur en langt um líður þarf hann að berjast við guði og skrímsli sem ráðast á þorp- ið, en allt með aðstoð töfra- hljóðfæri hans. Metacritic 84/100 IMDb 8,4/10 Smárabíó 15.30 Leynilíf Gæludýra Hundurinn Max hefur lítið til að kvarta undan. Hann lifir góðu dekurlífi með eigand- anum sínum Katie, í fínni íbúð. Tilveran tekur hins vegar snögga beygju þegar eigandi Max mætir heim með sóðalegan flækings- hund að nafni Duke. Max er ekki vitund ánægður með þessa breytingu en þeir Duke munu þurfa að leggja deilur sínar til hliðar þegar lævísa kanínan Snowball kemur til þess að gera þeim lífið leitt. Metacritic 61/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 18.00 Smárabíó 15.30, 16.40 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS Verð 2.250.000 kr. án vsk. 1.815.000 kr. Til á lager Sportman® Touring 570 EPS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.