Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS Verð frá39.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar á mannm.v. flug fram og til baka á völdum dagsetningum í allan vetur. Verð án Vildarpunkta: 49.900 kr. Flogið með Icelandair Flugsæti til Kanarí og Tenerife Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Laufey Rún Ketilsdóttir Þorsteinn Ásgrímsson Skjálftahrinan er óvenjuleg og meiri en oft hefur verið og því erfitt að túlka það öðruvísi en að hún tengist kvikuhreyfingum. Við erum því mjög á varðbergi fyrir því að þróunin geti orðið sú að það gjósi – þó ekki sé hægt að slá neinu föstu,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðl- isfræðingur í samtali við Morgun- blaðið í gær en öflugar jarðskjálfta- hrinur hafa gengið yfir í Kötlu í Mýrdalsjökli síðan á fimmtudags- morgun. Stærsti skjálftinn sem reið yfir í fyrrinótt mældist 3,7 að stærð og fannst í skálanum í Langadal og einnig í Básum. Fimm skjálftar urðu í hádeginu í gær yfir þremur stigum eins og fram kemur í upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Enginn gos- órói er þó sýnilegur enn sem komið er. Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákvað að virkja viðbragðsáætlun vegna eld- goss undir Mýrdalsjökli á óvissustigi seinnipartinn í gær en með þeirri að- gerð er verið að undirbúa mögulegan viðburð. Óvissustigið er lægsta stig viðbragðsáætlunarinnar. Þetta sagði Víðir Reynisson, verkefnastjóri al- mannavarna í umdæminu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Meira en árið 1999 og 2011 Fyrr í gær var litakóða fyrir flug- umferð yfir eldstöðina breytt úr grænum lit í gulan vegna óvenjumik- illar virkni í eldstöðinni. Næsta stig fyrir ofan gula litinn er appelsínugult sem þýðir að eldstöðin sýni aukna virkni og vaxandi líkur á eldgosi. Litakóðinn er í samræmi við tilmæli Alþjóðaflugmálastofnunarinnar sem veitir upplýsingar um ástand eld- fjalla. „Skjálftavirknin er orðin það mikil að hún er komin yfir mörkin og menn því komnir með ákveðið viðbúnaðar- stig,“ segir Magnús Tumi, en síðast gaus í Kötlu árið 1918. Á þeim tíma fóru engar mælingar fram á jarð- hræringum og því er ekki ljóst hvaða forboðar voru fyrir það gos. „Við vitum bara að það komu skjálftar sem fundust í Vík og ná- grenni í nokkra klukkutíma áður en gaus,“ bætir hann við en tekur þó fram að í öðrum eldfjöllum sé að- dragandi goss oft langur með stig- vaxandi skjálftavirkni. „Við vitum ekki hvaða takt Katla vill hafa á þessu og því verðum við að vera viðbúin.“ Ákveðið var á fundi vísindaráðs al- mannavarnadeildar ríkislögreglu- stjóra í gærdag að fara með aukinn rannsóknarbúnað nær upptökum jarðskjálftanna nú í morgun til að öðlast betri yfirsýn yfir virknina. Þetta sagði Kristín Jónsdóttir, fag- stjóri jarðvár á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is í gær. Jarðhræringarnar eru einnig meiri en bæði árið 1999 þegar hlaup varð úr Sólheimajökli og 2011 þegar hljóp undan jöklinum í Múlakvísl. „Við erum komin með fleiri og öflugri skjálfta,“ segir Kristín en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvaða þýð- ingu aukin virkni við ketil 16 í Kötlu- öskjunni muni hafa. Helst sé þó til skoðunar að hlaup færi niður Sól- heimajökul eða í Múlakvísl, en Múla- kvísl sé mun líklegri. „Svo er spurn- ingin, ef það kemur öflugt gos; við gætum fengið svakalegt hamfara- flóð. Það kæmi líklegast undan þess- um jöklum austan við Kötlu.“ Óvissustig vegna Kötlu  Jarðskjálftahrinan í Kötlu talin óvenjuleg og mikil  Almannavarnir virkjuðu viðbragðsáætlun vegna eldgoss undir Mýrdalsjökli  Frekari mælingar í dag Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Smöluðu hjá Kötlu „Við fengum símtal í morgun þar sem mælst var til þess að við færum ekki að smala,“ segir Karl Pálmason, bóndi á Kerlingardal, en hann hafi í félagi við aðra smalað fé sem finna mátti næst Kötlu. Þeir voru í sambandi allan tímann á meðan ef eitthvað skyldi breytast en mest jarðskjálftavirkni var í kringum hádegið í gær. Morgunblaðið/RAX Katla Síðasta stórgos í Kötlu í Mýrdalsjökli var árið 1918. Þá voru engar mælingar og því engin gögn til. Lögreglan á Suð- urlandi tekur óróann í Kötlu mjög alvarlega og hélt inn með Múlakvísl í gær til að kanna fjölda ferða- manna á svæðinu þar í kring. Víðir Reynisson, lög- reglufulltrúi og verkefnastjóri al- mannavarna, sagði lögreglu hafa hvað mestar áhyggjur af þessu svæði miðað við staðsetningu skjálftanna. „Við erum á tánum. Okkar fyrsta verkefni verður að kanna hvað er mikið af ferðamönn- um inni í Þakgili, Hafursey og á Mýrdalssandi.“ Víðfeðmt upplýsinganet var not- að til að koma upplýsingum á fram- færi. Margir fjölmiðlar miðla frétt- um á ensku og notast er við upplýsingakerfi Safetravel- verkefnis Landsbjargar. „Ef kemur til rýmingar notum við SMS-kerfið, en þá eru sendar upplýsingar á ís- lensku og ensku í alla farsíma á svæðinu,“ segir Víðir en bætir við að það sé bara gert ef til eldgoss kemur. Víðir Reynisson Leita ferða- manna á svæðinu „Við erum búin að ákveða að kaupa þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna. Það er gert ráð fyrir svigrúmi til þess í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem Alþingi hefur samþykkt,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra. Gera þarf ráð fyrir fjármunum til þyrlukaupa í fjárlögum hvers árs. Gerir Ólöf ráð fyrir því að ráðist verði í kaupin á fjárlögum ársins 2018. Ráðherra skipaði nefnd til að skoða hagkvæmustu leiðir til að halda uppi þyrlu- og björgunarflugi í íslenskri lögsögu, gera þarfagrein- ingu og koma með tillögur. Lagði nefndin til að keyptar yrðu þrjár þyrlur fyrir Landhelgisgæsl- una. Er um mikla fjárfestingu að ræða, eða á bilinu 13-14 milljarða ef keypt- ar yrðu þrjár þyrlur. Að mati nefnd- arinnar er miklu hagkvæmara að kaupa þyrlur en leigja eins og nú er gert og er talið að sparnaðurinn nemi um 500 milljónum á ári. Eftir er að taka endanlegar ákvarðanir, segir ráðherra. sisi@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg TF LIF Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum við verkefni í Grænlandi. Auk landhelgisgæslu sinna þyrlur Gæslunnar hinum ýmsu verkefnum. Þyrlur verða keyptar  13-14 milljarðar ef keyptar yrðu 3 þyrlur Viðbragðsáætlun almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra, sem virkjuð var í gær á óvissustigi, skal fylgja ef til eldgoss kemur í Mýr- dalsjökli eða jökulhlaups niður Mýrdalssand og Sólheimasand. Þar kemur meðal annars fram að við upphaf eldgoss er brýnt að rýma strax þau svæði sem stafar hætta af jökulhlaupi og hafa íbúar knappan tíma til að yfirgefa heimili sín. Fólk sem býr eða dvelst í ná- grenni Kötlu þarf því að undirbúa rýmingu fyrirfram svo unnt sé að komast í öruggt skjól í tæka tíð. Búfé á svæðinu verður ekki flutt burt fyrr en hættuástandi hefur verið aflýst. Lítill tími til að rýma Óvíst Hlaup gæti orðið í Múlakvísl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.