Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Yndislega Svana mín er farin og ég sakna hennar svo sárt. Ég á ótal minningar um Svönu, við þekktumst nær alla okkar ævi, frá því að við vorum sex ára gamlar. Svana var alltaf svo skap- andi og svo uppátækjasöm. Við brölluðum svo margt saman og Svana átti yfirleitt heiðurinn af þeim uppátækjum. Það var hennar hugmynd þeg- ar við vorum á línuskautum og létum lögregluhund draga okkur á fleygiferð niður brekkurnar. Það var hennar hugmynd þegar við gengum í hús á Álftanesi að sníkja nammi á öskudaginn, fór- um svo heim og skiptum um bún- inga til þess að geta farið aftur í sömu hús og fengið meira. Það var hennar hugmynd þegar við keyptum okkur litlar hvítar mýs til að eiga saman (foreldrum okk- ar til mikillar mæðu). Það er ógjörningur að segja frá öllu því sem við gerðum saman en það var alltaf gaman að vera með Svönu. Svana var sniðug en hún var líka svo góð og hún var góð vin- kona. Það var ríkt í henni að gæta þeirra sem hún elskaði. Það var sérstaklega áberandi þegar við vorum unglingar, þá passaði hún mig, passaði að ekkert illt kæmi fyrir mig. Þegar við vorum ungar konur gáfum við hvor annarri fallegan hring. Svana grínaðist mikið með að þetta væru trúlofunarhring- arnir okkar og fyndnast fannst henni þegar ég svo gifti mig. Hún sagði að hún hefði auðvitað átt að fara með í brúðkaupsferðina. Hún hefur alltaf verið reglulegur gestur á okkar heimili og var allt- af til í að spjalla ef maður þurfti á því að halda. Þegar hún seldi húsið okkar fyrir stuttu svaraði hún frá mér ótal símtölum af stakri þolin- mæði, ég var víst ágengasti og erfiðasti viðskiptavinur hennar. Svönu fannst það bara fyndið, ég var vinkona hennar. Sú sterka taug sem tengdi okk- ur saman slitnaði aldrei. Eftir að við urðum fullorðnar hættum við að leika okkur á línuskautum og sníkja nammi en hún var samt alltaf hluti af lífi mínu. Eftir að Karen fæddist var það hún sem fékk að njóta allra uppátækja Svönu. Hún var svo góð og skemmtileg mamma, það fékk ég svo oft að sjá þegar dætur okkur léku sér saman. Svana var alltaf dugleg að fara í ferðalög með Karen og gera ýmislegt skemmti- leg með henni. Þær mæðgur fóru með okkur í útilegur og Svana var að sjálfsögðu alltaf eins og hún væri að fara á ball, í hælaskóm og pels á tjaldstæðinu. Svana hefur alltaf verið töffari og ég trúi því að hún verði áfram töffari þar sem hún er núna. Hvíl í friði, kæra vinkona. Ólöf Ösp Guðmundsdóttir. Það er á erfiðum degi sem við vinkonurnar hittumst í þetta sinn, ein af okkur hefur kvatt þennan heim og eftir sitjum við með sorg og söknuð í hjarta. Það er manni fjarlægt að hugsa til þess að ung, falleg kona, eins og Svana, kveðji okkur svona fljótt. Við lítum yfir farinn veg, skoð- um myndir og rifjum upp skemmtilegar stundir. Þegar við hugsum til Svönu og uppvaxtaráranna á Álftanesi er Svanlaug Ingvadóttir ✝ SvanlaugIngvadóttir fæddist 28. júní 1981. Hún lést 22. september 2016. Útför Svanlaug- ar fór fram 30. september 2016. ótalmargt sem kem- ur upp í hugann. Svana var eldklár, lærði bæði á þver- flautu og píanó. Hún var mjög skapandi og mikill prakkari. Hún var alltaf flott, sama hvaða „look“ hún tók upp hverju sinni gegnum árin þá bara gekk það upp. Svana snerti við flestum sem hún hitti, það þótti einfaldlega öllum vænt um Svönu enda sést það nú glögglega hvað hún var vinamörg. Einhvern veginn tókst henni að halda góðu sambandi við alla. Hún var kær- leiksrík, uppátækjasöm, fyndin, frábær og hreint út sagt mögnuð manneskja. Hún mun alltaf eiga sérstakan stað í hjörtum okkar. Það gleymir engin okkar Álfta- nesstelpnanna þegar Svana kom heim eftir erfiða hjartaaðgerð. Hún var tólf ára og hafði keypt sér ofurtöff leðurvesti, sem okkur langaði allar að eignast. Hún var mætt til baka til þess að sigra heiminn. Ekki skemmdi það fyrir að vera með það í farteskinu að þekkja strákahljómsveitina „The Boys“ persónulega, hversu kúl gat ein manneskja verið? Það gladdi okkur mikið þegar Svana eignaðist dóttur sína, Kar- en Líf. Svana sýndi það líka að hún var góð móðir og brölluðu þær mæðgur margt saman, hvort sem það var að taka þátt í fót- boltamótum, fara í útilegur, til út- landa og svo margt annað. Karen átti allan hug og hjarta Svönu frá fyrstu stund. Það er svo sárt að hugsa til þess að Svana sé farin. Þegar við hittumst allar síðast hefði okkur ekki dottið í hug að þetta yrði í síðasta skipti sem við værum all- ar saman. Stórt skarð hefur myndast í vinahópinn en allar skemmtilegu minningarnar með Svönu munu smátt og smátt hugga og fylla það ró og þakklæti. Við vitum líka og það veitir okkur huggun að núna hvílir Svana í heimi okkur æðri þar sem hún er umvafin hlýju og kærleika. Elsku Karen Líf, Arnrún, Ingvi, Anton, Þórður og fjöl- skyldur, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð á þessum erf- iða tíma. Við munum alltaf minn- ast og sakna Svönu. Margs er að minnast, margs er að sakna. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Úr Spámanninum) Dagbjört, Emilía Lóa, Hrafnhildur, Ingibjörg, Katrín, Katrín Rósa, María, María Fjóla, Ólöf, Sigrún Ósk, Sonja Dögg, Viktoría og Brimrún. Elsku fallegi engillinn minn. Ég finn svo sterkt fyrir nærveru þinni, og þetta er svo sárt: Að glíma við þennan sjúkdóm, sem við báðar þurftum að ganga í gegnum á lífsins braut. Upplifa það, sem ekki allir skilja og oftast fordæma. Ef ég hefði bara vitað um það sem þú varst að ganga í gegnum, þá hefði ég mætt á stað- inn til að reyna bjarga þér. Þú varst eins og stóra systir mín, sem ég leit svo upp til. Aldrei hefði ég getað hugsað mér, að þú myndir verða á undan mér að kveðja þennan heim. Sú hugsun var svo fjarri mér. Manstu tímabilið þar sem ég klæddi mig, málaði og litaði hárið á mér alveg eins og þú? Fólk hélt meira að segja að ég væri þú í skírninni hennar Karenar. Þetta var skondið tímabil, en það segir svo mikið um, hversu mikið ég leit upp til þín. Mér fannst þú dugleg í öllu sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Varst í námi og ætlaðir þér að verða löggiltur fasteignasali. Minnist þess þegar við vorum báðar að vinna saman á fasteigna- sölu, hvað okkur fannst þetta báðum spennandi og krefjandi starf. Þú varst dugleg að læra nýja hluti og áttir alltaf auðvelt með að læra. Svo var alltaf stutt í húmorinn hjá þér; hvað það gat oft verið gaman hjá okkur. Fékkst mann til að veltast um af hlátri og hafa gaman af lífinu. Góðmennskan var þér í blóð bor- in, og þú varst alltaf afskaplega gjafmild. Eftir að hafa lokið saumanámskeiði gerðir þú þér lítið fyrir og saumaðir sumar flík- urnar á þig sjálf. Hafðir góðan fatasmekk og varst alltaf vel til höfð. Sinntir um alla þá sem minni máttar voru og fordæmdir ekki þá sem voru minni máttar. Þú varst líka alltaf dugleg að hitta annað fólk, og mikil félagsvera. Þannig komst maður líka í tengsl við margt fólk. Varst afskaplega nákvæm í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Nærgætni var þér eðlislæg þegar kom að öðru fólki, og þú léttir upp umhverfið með glettni og hlýju. Það var ekki hægt að hugsa sér betri vinkonu en þig; hægt að treysta þér fyrir öllu og svo gott að tala við þig. Einu sinni komumst við meira að segja að því að við vorum báðar í krabba-stjörnumerkinu og þá jókst skilningurinn okkar á milli; af hverju okkur líkaði svona vel hvorri við aðra. Við skildum hvor aðra fullkomlega. Aldrei hefði mér heldur dottið í hug þegar við sögðum við Karen að ég væri guðmóðir hennar, og að ég ætti að vera til staðar fyrir hana, ef eitthvað kæmi fyrir þig, að þú myndir falla frá tveimur ár- um síðar. Elsku Svana mín, ég mun ætíð verða til staðar fyrir Karen. Hún er ljósið mitt í sorgar- myrkrinu núna. Ég bið almættið að blessa hana og fjölskyldu þína á erfiðri sorgarstundu. Ég veit að þú sjálf munt verða til staðar fyr- ir okkur öll sem eftir sitjum og syrgjum þig. Elsku engillinn minn, þú lifir áfram í hjarta mínu. Veit að Guð varðveitir þig og verndar. Takk fyrir minningarn- ar og kærleikann sem þú fylltir líf mitt með. Þín, Steinunn (Steina). Elsku, fallega vinkona mín. Gleði, umhyggja og ást var það sem einkenndi þig og okkar vin- skap. Við áttum margar góðar stundir saman og minningar okk- ar mun ég varðveita vel og mun ég ávallt minnast þín með gleði. Mér þykir sárt að hugsa til þess að við munum ekki búa til fleiri minningar saman í framtíðinni. Þú varst einstaklega hjartahlý og varst alltaf tilbúin til að rétta fram hjálparhönd ef eitthvað bjátaði á. Einstaklega gaman var að fara með þér út að borða þar sem þú valdir þér alltaf mest framandi matinn á matseðlinum og þegar heim til þín var komið var alltaf gourmet-matur á boð- stólnum og varstu alltaf óhrædd við að prufa eitthvað nýtt. Þú varst falleg að innan sem utan og það sem einkenndi þig var hversu opin þú varst. Þú áttir ekki í erfiðleikum með að kynnast fólki og voru allir velkomnir hjá þér. Þú varst vinamörg, með enga fordóma gagnvart öðru fólki sem fékk mig oft til þess að vera opn- ari fyrir fólki. Raunveruleikinn er kaldur og bjóst ég aldrei við því að þú myndir kveðja þennan heim svona snemma. Fallegi engillinn minn, söknuður er það sem er efst í huga og tilhugsunin um að við munum ekki hittast aftur. Ég votta elsku fallegu Karen Líf og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Þér ég þakka vináttu og góðar stundir Hlýja hönd og handleiðslu, okkar stundir saman. Bjartar minningar lifa ævina á enda. Elska þig og sakna þín, yndið mitt. Hvíldu í friði, elsku Svana. Þín vinkona Arndís. Elsku fallega og góða Svana mín. Ég hreinlega trúi ekki að þú sért farin og að ég sjái þig ekki aftur, sú hugsun er mér óbærileg. Við áttum svo margar frábærar stundir saman sem ég mun geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Við skemmtum okkur alltaf svo vel saman. Við gátum spjallað og hlegið endalaust og ég man eftir ófáum hlátursköstum með tilheyrandi tárum og magaverkj- um. Ég man allar sumarbústað- arferðirnar okkar, alla kaffihúsa- hittingana, öll þau góðu skipti sem við stelpurnar fórum út að borða, margra klukkustunda löngu símtölin, heimsóknirnar og nú síðast þau skipti sem þú komst með okkur Arndísi að læra í HR. Þú varst mér svo dýrmæt vin- kona. Þú varst svo traust og vildir allt fyrir mann gera. Þú vildir hjálpa öllum í kringum þig en varst svo ótrúlega þakklát og kunnir svo vel að meta ef maður gerði eitthvað fyrir þig, sama hversu smásmugulegt það var. Þú varst svo opin og skemmtileg og varð það til þess að þú áttir fjöldann allan af vinum frá öllum heimshornum. Þú varst svo opin fyrir því að kynnast nýju fólki og tókst öllum eins og þeir voru. Þú sást það góða í fólki og varst ekki að einblína á það slæma í fari fólks eins og fólk hefur tilhneig- ingu til að gera. Þú varst ekki mikið fyrir að tala illa um fólk og varst sífellt að hrósa öðrum. Þú varst til dæmis sífellt að hrósa mér og segja eitthvað fallegt við mig og fyrir það er ég þér þakk- lát. Þú varst alveg sérstök mann- eskja. Þú varst svo góð og það var svo ótrúlega mikið í þig varið. Þú varst eldklár og varst fljót að átta þig á hlutunum og náðir árangri í hverju því sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú hafðir alveg einstak- lega skemmtilegan húmor og það var alltaf stutt í grínið. Þú varst einn mesti matarunnandi sem ég þekki og varst óhrædd við að prófa nýjan og framandi mat, annað en matvanda ég. Þér fannst alltaf svo fyndið hvað ég er matvönd og reyndir að fá mig til að smakka hitt og þetta með mis- góðum árangri. Þú varst líka dug- leg að bjóða mér í mat og dekr- aðir við mig í mat og drykk þegar ég fór í mat til þín en þú varst al- veg sérstaklega hæfileikaríkur kokkur. Þegar ég kom í mat til þín var ekkert sparað og lumað- irðu svo á góðum eftirrétti sem þú varst yfirleitt búin að baka. Þú varst líka svo gjafmild og þegar ég fór í heimsókn til þín fór ég nær aldrei tómhent heim. Mig langar að leyfa eftirfarandi ljóði að fylgja en mér finnst það eiga vel við. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Það var heiður að fá að kynn- ast þér og munt þú ávallt lifa í minningu minni. Mikið á ég eftir að sakna þín, elsku vinkona. Hvíldu í friði og guð geymi þig og varðveiti. Ég vil votta yndislegu dóttur þinni, Karen Líf, og fjölskyldu þinni mína dýpstu samúð. Guð gefi þeim styrk á þessum erfiðu tímum. Þín vinkona, Helena Svava Jónsdóttir. Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ANTON JÓNSSON, Drafnarbraut 4, Dalvík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 25. september 2016. Jarðarförin fer fram í Dalvíkurkirkju mánudaginn 3. október klukkan 13.30. . Hekla Tryggvadóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát elskulegs föður, tengdaföður, afa og langafa, SVANLAUGS ELÍASAR LÁRUSSONAR, Skólastíg 14, Stykkishólmi. . Sara E. Svanlaugsdóttir, Jónas Jónsson, Gunnar Svanlaugsson, Lára Guðmundsdóttir, Lárus Þ. Svanlaugsson, Helga Harðardóttir, Anna Kr. Svanlaugsdóttir, Ingvar G. Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐNA KARLSSONAR. Sérstakar þakkir fær hjúkrunar- og starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð fyrir einstaka umönnun og hlýlegt viðmót. . Inga Kristjánsdóttir, Viktoría Guðnadóttir, Annemieke Knol, Kristján Guðnason, Jurgita Govedaite, Sigþrúður Guðnadóttir, Grímur Anton, Jasmín, Viktor Smári, Helgi Bjartur, Arnar Tindur, Rakel Anna, Óðinn og Elías Guðni. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GÍSLÍNU JÓNASÍNU JÓNSDÓTTUR, dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður Gnoðarvogi 28, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki deildar V-2 á Grund fyrir umönnun og hlýju. Blessuð sé minning hennar. . Jón Karel Leósson, Regína Magnúsdóttir, Bjarni Júlíusson, María Magnúsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Fjóla Hilmarsdóttir, Ásta Hilmarsdóttir, Jóhann Sigurjónsson, Eva Ström, Egill Þorgeirsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, AÐALGEIR GUÐMUNDSSON, Sandgerði, Glerárhverfi, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju þriðjudaginn 4. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á öldrunarheimilið Hlíð. . Sigrún Arnþórsdóttir og aðrir aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BALDUR MARÍUSSON, fyrrverandi garðyrkjustjóri, Hveragerði, lést á hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, 28. september. Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 8. október klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, . Áslaug Helga Arngrímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.