Morgunblaðið - 01.10.2016, Side 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
✝ Guðrún Finn-bogadóttir
fæddist 28. janúar
1920. Hún lést 17.
september 2016.
Foreldrar hennar
voru Finnbogi Ein-
arsson, f. 28.12.
1889, d. 17.2. 1985
og Kristín Einars-
dóttir, f. 20.4. 1888,
d. 7.3. 1986. Systk-
ini: Sigríður, Vil-
borg, Matthildur, Magnús, Þór-
anna, Þorgerður, Einar Reynir
og Hrefna. Eftirlifandi systkini
eru Þorgerður og Einar Reynir.
Fyrri eiginmaður: Jóhann
Viggó Eggertsson matreiðslu-
meistari, f. 6.6. 1905, d. 30.10.
1956. Seinni eiginmaður: Eiríkur
Hafsteinn Hannesson vélvirki, f.
15.5. 1923, d. 8.9. 1979. Guðrún
var barnlaus.
með honum allt þar til hann lést en
þá fer hún aftur í umönnunar-
störfin og núna á Heilsuverndar-
stöðina við Barónsstíg. Umönn-
unarstörfin áttu vel við Guðrúnu
og sinnti hún þeim af mikilli kunn-
áttu og bar ómælda virðingu fyrir
starfinu sínu. Guðrún var í hópi
þeirra fyrstu sem luku sjúkraliða-
prófi árið 1966 og á Heilsuvernd-
arstöðinni starfaði hún til 70 ára
aldurs, eða þar til hún lauk sinni
starfsævi. Guðrún bjó lengst af í
Reykjavík en 1995 flytur hún aust-
ur á Hellu og býr þar í nokkur ár
eða þar til hún flytur aftur og þá
til Víkur í Mýrdal. Hún hélt heimili
með miklum myndarbrag allt þar
til fyrir tveimur árum er hún fór á
dvalarheimilið Hjallatún þar sem
hún lést 17. september sl. þá 96
ára að aldri. Hún hafði alla tíð
sterkar taugar til æskustöðvanna,
átti sumarhús í Reynishverfinu
sem hún hóf að byggja upp úr
1975 með seinni eiginmanni sín-
um, Hafsteini. Þegar hann lést ár-
ið 1979 kláraði Guðrún verkið. Út-
för Guðrúnar fer fram frá
Reyniskirkju í Mýrdal í dag, 1.
október 2016, kl. 14.
Guðrún var næst-
elst systkina sinna,
fæddist í Þórisholti í
Mýrdal og ólst upp
hjá foreldrum sínum
í Efri- og Neðri-
Presthúsum og þá
við almenn sveita-
störf. Hún lauk hefð-
bundnu námi þess
tíma. Um 16 ára ald-
ur fer hún suður til
Reykjavíkur í vist
eins og tíðkaðist hjá ungum stúlk-
um á þessum árum. Um og undir
tvítugt fer hún að vinna á Land-
spítalanum við umönnunarstörf
sem átti eftir að verða hennar ævi-
starf ef undan eru skilin árin sem
hún vann sem aðstoðarmanneskja
fyrri eiginmanns síns, Viggós, en
hann var forstjóri Adlon-baranna
sem voru í eigu Silla og Valda. Í
veitingageiranum starfaði hún
Minning þar sem ég stend uppi
í glugga uppi í kvisti, starandi inn
úr hverfi að fylgjast með og oft að
ímynda mér að hún Gunna frænka
væri að koma!, er ljóslifandi á
þessari stundu. Fyrir mig sjálfa
þýddi þetta gegndarlaust dekur
og öll gátum við verið nokkuð viss
um að í hennar mikla farangri
leyndist alls kyns gúmmelaði og
oft voru færðar gjafir úr borginni.
Þetta gat líka þýtt ómælda vinnu
sem var kannski ekki alveg eins
gaman þar sem Guðrún tók til
hendinni og virkjaði aðra með sér.
Ekki óalgengt að farið væri í stór-
kostlegar hreingerningar þar sem
heimilið var nokkurn veginn borið
út á blett og allt barið, skrúbbað
og ræst. Í þessum sumarfríum
sínum tjaldaði hún á lóðinni og
bara það að hafa tjaldbúskap var
ævintýri fyrir okkur börnin.
Seinna eignaðist hún svo mann og
fljótlega byrjuðu þau að byggja
sér sumarbústað inni í Prestdal
sem þau nefndu Þrastarból. Sá
bústaður var ekki fullkláraður
þegar maðurinn hennar dó en
Guðrún hélt áfram. Henni féll þar
aldrei verk úr hendi og ekki óal-
gengt að sjá hana akandi hjólbör-
um í jarðabótavinnu, gróðursetn-
ingum og öllum verkum
mögulegum sem ómögulegum svo
ekki sé minnst á reglubundnar
hreingerningar en það virtist vera
alveg sama hvar hún Guðrún bjó,
alls staðar mátti sleikja út í hvert
horn ef mann lysti svo. Vinnuskúr
gat orðið að höll í meðförum Guð-
rúnar, snyrtimennskan var alger.
Hann stóð lengi skjólveggurinn
sem hún hannaði og byggði á eigin
spýtur. Fyrir Guðrúnu var verkið
ekki búið fyrr en það var búið og
ég hef ekki enn séð flottari skjól-
vegg. Guðrún hefur alla tíð spilað
stóra rullu í mínu lífi og stundum
hef ég velt því fyrir mér hvernig
ég hefði farið að án hennar. Ég bjó
hjá henni fyrst eftir að ég fór suð-
ur og þótt ég flytti stóð fallegt
heimili hennar mér alltaf opið.
Hjartagæska og góðgjörðir út í
eitt og aðbúnaður allur eins og á 5
stjörnu hóteli. Reyndar hef ég
hvergi gist þar sem upplifunin af
því einu að þvo sér með þvotta-
poka sem Guðrún hefur þvegið og
straujað er jafnóviðjafnanleg. Það
er ekki ofmælt að hún Guðrún hafi
verið mér sem önnur móðir og
dætra minna ekki síður. Að tjá
mig um það getur aldrei komið í
stað þess sem býr í hjartanu. Ég
hugsa til hennar, rúm 30 ár aftur í
tímann, þegar eldri dóttir mín
fæðist. Guðrún mætt fyrst manna,
hlaðin gjöfum og iðandi af spenn-
ingi. Guðrún Hildur hefur notið
ástar hennar og umhyggju allar
götur síðan. Eins var með Freyju
Huld sem fæddist tíu árum síðar.
Að verða 96 ára er vel gert og að
hugsa jafnvel um sig og Guðrún
gerði var aðdáunarvert. Það var
ekki bara heimilið sem skein, hún
gerði það líka svo sannarlega.
Lokaminning mín verður heim-
sókn á sunnudegi fyrir stuttu þar
sem ég var komin til að sækja
hana í mat fram að Presthúsum.
Hún sat á rúminu sínu í sínum fín-
asta kjól – það var jú sunnudagur
og hún var að farða sig með meik-
inu sínu, blýanturinn mundaður
og síðan varaliturinn, að lokum
var verkið fullkomnað með því að
setja upp hattinn, en án hatts fór
Guðrún frænka mín ekki út úr
húsi. Ótal minningar, elsku Guð-
rún. Þú gleymist mér aldrei.
Þín
Signý.
Elsku frænka.
Nú er komið að kveðjustund og
ég er svo þakklát fyrir að hafa get-
að verið með þér síðustu dagana
þína. Það var gott að fá að halda í
höndina á þér og vera hjá þér. Ég
veit líka að það yljaði þér um
hjartarætur að fá gleðibros og
litla fingur frá Ágústi Pálma sem
stundum fékk að sitja hjá þér í
rúminu þínu.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig, elsku frænka. Ég
dvaldi hjá þér flest sumur sem
barn í fallega sumarbústaðnum
þínum, Þrastabóli, þar sem þú
hafðir af miklum dugnaði og elju
skapað fallega paradís umlukin
fallegum trjám og blómum. Þar
var algjör draumur fyrir litla
stelpu að dvelja og leika sér. Hjá
þér leið mér alltaf óskaplega vel.
Það var mikill fengur fyrir
drengina mína tvo og manninn
minn að fá að kynnast þér líka því
þú varst einstök kona sem mót-
aðir mig mikið.
Hvíldu í friði, elsku frænka mín
– þú munt alltaf eiga stað í hjarta
mínu.
Þín
Guðrún Hildur.
Kæra vinkona.
Nú er 96 ára lífsgöngu þinni
lokið. Við kynntumst fyrir rúm-
lega 40 árum þegar við unnum
saman á hjúkrunardeild á Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur. Það var
eins og að tuttugu og tveggja ára
aldursmunur skipti ekki máli, við
urðum góðar vinkonur og hefur
það haldist alla tíð síðan. Þú varst
í fyrsta hópi sjúkraliða sem út-
skrifaður var hér á landi og varðst
þú sjúkraliði nr. 1.
Þér var mjög annt um skjól-
stæðinga þína. Varst þeim trú eins
og starfinu þínu. Þú varst hörku-
dugleg og ósérhlífin. Varst næm á
spaugilegu hliðar lífsins. Ég heyri
dillandi hlátur þinn. Þú varst
hreinskiptin og lést heyra í þér ef
svo bar undir.
Samvinna okkar var ekki sam-
felld í áranna rás en vinskapurinn
var það. Við vorum saman á síð-
ustu vaktinni þinni þegar þú lést
af störfum 70 ára gömul. Hress og
full af lífsorku. Þú hafðir alla tíð
unnið mikið. Nú gast þú ráðstafað
tíma þínum að vild. Næg voru
verkefnin. Að sitja með hendur í
skauti var ekki á dagskrá. Þú áttir
stóran systkinahóp. Hafðir mikil
og góð samskipti við þau og þeirra
fjölskyldur. Það held ég hafi verið
þér mjög mikils virði þar sem þú
varst barnlaus og þú lifðir tvo eig-
inmenn. Ég náði ekki að kynnast
þeim.
Eftir að þú hættir að vinna
verður breyting á búsetu þinni.
Forlögin höguðu því þannig. Þú
fluttir úr Breiðholtinu í Reykjavík
á Hellu og þaðan í Vík í Mýrdal.
Það skipti þig miklu máli að koma
þér vel fyrir og það gerðir þú með
glæsibrag. Þú fæddist í Reynis-
hverfi svo þú varst á heimaslóðum
síðustu árin. Þú áttir sumarbústað
rétt fyrir ofan Reyniskirkju. Bú-
staðurinn var í byggingu þegar þú
misstir seinni manninn þinn.
Hann var kláraður og það var þitt
líf og yndi að vera þar. Eftir að þú
hættir að vinna varstu þar öll
sumur. Þú hafðir mikla ánægju af
garð- og blómarækt. Það var til-
hlökkunarefni á hverju sumri að
koma í heimsókn í fallega bústað-
inn þinn. Útsýnið var stórkost-
legt. Fylgjast með hvað gróðurinn
dafnaði vel, enda var vel hugsað
um hann. Þessi staður hafði sér-
staka ró yfir sér. Gestrisni var þér
í blóð borin. Það var ekki lengi
gert að töfra fram mikinn og góð-
an mat. Terturnar komu full-
smurðar, skreyttar og tilbúnar úr
frystinum. Þegar ég hugsa um þig
í sumarbústaðnum þá verður mér
líka hugsað til Hrefnu systur
þinnar í Neðri-Presthúsum. Þið
voruð mjög nánar og báruð hag
hvor annarrar mjög fyrir brjósti.
Nú hafið þið kvatt þetta líf með
stuttu millibili. Í gegnum árin hef
ég átt mjög góð kynni og sam-
skipti við ættingja ykkar.
Fyrir nokkrum árum var Guð-
rún að vinna í garðinum sínum
góða þegar hún datt og fótbrotn-
aði. Upp frá því var hún ekki eins
frá á fæti en gaf lítið eftir, hélt
sínu striki af dugnaði og elju. Það
var alltaf jafngaman að fá hana í
heimsókn, hressa og káta.
Guðrún fótbrotnaði aftur, það
gerðist heima. Fram að því hafði
hún alveg séð um sig sjálf með
dyggri aðstoð ættingja. Afleiðing-
ar urðu þær að hún vistaðist í
Hjallatúni í Vík. Hún átti erfitt
með gang og var óörugg. Þarna
fékk hún góða umönnun og leið
eftir atvikum vel.
Hún gældi við að komast heim.
Samt sem áður taldi hún sig ekki
geta það. Við ræddum oft um lífið
og tilveruna og það sem bíður
okkar á næsta tilverustigi. Við
vorum sammála um að það væri
ekkert sem þyrfti að hafa áhyggj-
ur af.
Að verða 96 ára er fáum gefið.
Að halda heilsu eins lengi og þú
gerðir er ótrúlegt. Það var mér
mikils virði að vera hjá þér þegar
þú kvaddir þetta líf.
Elsku Guðrún mín, þakka þér
fyrir vináttuna öll þessi ár.
Þín vinkona,
Elinborg Ingólfsdóttir.
Elsku Guðrún, nú er komið að
kveðjustund og viljum við þakka
allar samverustundirnar.
Blessuð sé minning þín.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Heiða Dís og Snorri.
Guðrún
Finnbogadóttir
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
BJÖRG JÓHANNA BENEDIKTSDÓTTIR,
Mánatúni 2, Reykjavík,
lést á LSH Vífilsstöðum 24. september.
Útförin fer fram frá Langholtskirkju
mánudaginn 3. október klukkan 13.
.
Auður R. Guðmundsdóttir, Guðmundur Hermannsson,
Bjarni Þ. Guðmundsson, Kristín V. Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra
SVALA BJÖRGVINSDÓTTIR,
Butru í Fljótshlíð,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, þriðjudaginn
27. september. Útförin fer fram frá
Beiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð
laugardaginn 8. október klukkan 14.
.
Vinir og vandamenn.
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir
og afi,
BJÖRN PÁLMAR SVEINSSON
rafiðnfræðingur,
Vesturbergi 96, Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans
Hringbraut 22. september. Útförin fer fram frá Fella- og
Hólakirkju mánudaginn 3. október klukkan 13. Þeim sem vilja
minnast hans er bent á Barnaspítala Hringsins.
.
Hulda Ólafsdóttir,
Þórður Örn Björnsson, Helga Svana Ólafsdóttir,
Björn Ingi Björnsson, Dóra Björk Steinarsdóttir,
Anika Diljá Björnsdóttir,
Katrín Erla Björnsdóttir,
María Hlín Þórðardóttir.
Elskulegur bróðir okkar,
EINAR ÓSKARSSON,
Bræðratungu 17,
Kópavogi,
lést 25. september. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 5. október
klukkan 13.
.
Magnús Óskarsson,
Guðmundur Óskarsson.
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir
og amma,
KRISTÍN HULDA ÞÓRARINSDÓTTIR
ljósmóðir,
Hringbraut 2b, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju
þriðjudaginn 4. október klukkan 15.
.
Guðmundur Bergur Ásgrímsson,
Agnes Braga Bergsdóttir, Vilhjálmur Þór Sigurjónsson,
Bergur Þorgils Vilhjálmsson,
Hulda Valgerður Vilhjálmsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR,
Hítardal,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju
miðvikudaginn 5. október klukkan 14. Blóm
og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim
sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Minningarsjóð
Brákarhlíðar, sjá heimasíðu: www.brakarhlið.is.
.
Finnbogi Leifsson, Erla Dögg Ármannsd.,
Sigríður Leifsdóttir, Sigurður Emilsson,
Leifur Finnbogason,
Tinna Kristín Finnbogadóttir, Sigurboði Grétarsson,
Hulda Rún Finnbogadóttir,
Emil Sigurðsson,
Sigurður Sigurðsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir og bróðir,
GUNNLAUGUR ÁRNASON
frá Gnýsstöðum á Vatnsnesi,
sem andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, 14.
september, verður jarðsunginn frá
Grensáskirkju við Háaleitisbraut mánu-
daginn 3. október klukkan 13. Jarðsett verður í Kópavogs-
kirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Barnaspítala
Hringsins eða Minningarsjóð Félags alzheimerssjúklinga.
.
Helga Berndsen,
Guðrún og fjöldskylda,
Sólveig og fjöldskylda.