Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 56
LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 275. DAGUR ÁRSINS 2016  Sköpuð verður dimm og drungaleg stemning í Sundhöll Reykjavíkur í dag þegar hryllingsmyndin Franken- stein frá 1931 verður sýnd í sundbíói RIFF. Tvær sýningar verða, kl. 20 og kl. 22. Fyrr um daginn ræður skógar- stemning hins vegar ríkjum, þegar Greppibarnið verður sýnd í fjöl- skyldusundbíói RIFF. Fjórar sýningar verða, kl. 13, 14, 15 og 16 og verður boðið upp á andlitsmálningu í Greppiklóar-stíl fyrir börnin. Greppibarnið og Frankenstein í sundi  Bjarki Sveinbjörnsson, forstöðu- maður Tónlistarsafns Íslands í Kópa- vogi, flytur fyrirlestur um hljóð- upptökur í tímans rás í húsnæði safnsins að Hábraut 2, gegnt Gerðar- safni, í dag kl. 13. Fyrirlesturinn er ætlaður stálpuðum krökkum, ung- lingum og fullorðnum, en Bjarki fjallar um lakkplötur, stálþráð og vax- hólka. Þá mun hann leika brot úr fyrstu hljóðritun Edisons og sýna brot úr kvikmynd um Edison þar sem sýnt er hvernig hann gerði fyrstu hljóðritunina á álþynnur. Fyrirlestur- inn er liður í fjöl- skyldustundum Menningarhúsanna í Kópavogi en á sama tíma verður leiksýn- ingin Hans klaufi sýnd í Bókasafn- inu. Aðgangur er ókeypis. Hvernig geymir maður hljóð? 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Öflug skjálftahrina í Kötlu 2. Ungbarn líkist öldungi 3. Þræll fjölskyldunnar í fimm ár 4. Kyssti þyrluna bless eftir … FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 5-10 m/s og rigning, fyrst suðvestanlands þegar líður á daginn, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast syðst. Á sunnudag Vaxandi suðaustanátt og súld eða rigning. Suðaustan 15-20 suðvestantil um kvöldið, en hægari norðaustantil og þurrt. Hiti 5 til 12 stig. Á mánudag Hvöss suðaustanátt, en fer að lægja síðdegis. Rigning, einkum á Suður- og Suðausturlandi og milt veður. Í dag ræðst hvaða tvö lið krækja í þau Evrópusæti sem enn eru í boði þegar lokaumferðin í Pepsi-deild karla í knattspyrnu fer fram. Stjarnan og Breiðablik standa best að vígi en KR og Fjölnir eiga bæði möguleika. Þá ræðst hvaða lið fellur með Þrótti. Fylkir er í afar erfiðri stöðu en Vík- ingur frá Ólafsvík er í talsverðri hættu og ÍBV getur enn fallið. »4 Hverjir fá Evrópusætin og hverjir falla? Árangur körfuboltalandsliðs karla í undankeppni EM og framganga U-20 ára lands- liðsins í sumar er vísbending um að framtíðin sé nokkuð björt hjá A-landsliðinu. Ef til vill bjartari en margir héldu fyrir ári, en búist var við að erfitt yrði fyrir liðið að jafna sig þegar kynslóð Jóns Arn- órs Stefánssonar og Hlyns Bæringssonar drægi sig í hlé. »2-3 Bjartari framtíð en margir héldu Ekki hefur fundist lausn á þeirri stöðu sem kom upp hjá Herði Axel Vilhjálmssyni, landsliðsmanni í körfu- knattleik, eftir að þjálfaraskipti urðu hjá gríska úrvalsdeildarliðinu Rethymno Cretan Kings. Forseti fé- lagsins vill ekki nota hann, þar sem þjálfari sem nú hefur verið rek- inn fékk Hörð til fé- lagsins, en samt fær hann sig ekki laus- an. »1 Hörður Axel er fastur í Grikklandi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Erlendis er þekkt að íþróttafélög bjóða þeim sem leggja mest í púkkið, fulltrúum styrktarfyrir- tækja og ársmiðahöfum, í veitingar fyrir leiki og í hálfleik. Mörg íslensk félög og íþróttasambönd hafa tekið upp þennan sið og þar á meðal Knatt- spyrnufélagið Valur í Reykjavík, en Lárus Lofts- son matreiðslumaður hefur séð um veitingarnar á eigin kostnað á öllum heimaleikjum Pepsi- deilarliðs karla undanfarin fjögur keppnistímabil. „Þetta var óttalega fátæklegt, menn voru að sníkja vínarbrauðslengjur úti um víðan völl og í stuttu máli var illa staðið að þessu og ekki sæm- andi fyrir Knattspyrnufélagið Val að standa svona að málum,“ segir Lárus um ástæðu þess að hann tók að sér að sjá um veitingarnar. Hann situr í stjórn fulltrúaráðs Vals með Halldóri Einarssyni og Jóni Gunnari Zoëga og það tók málið að sér. „Þá dæmdist auðvitað á mig að sjá um veitingarnar, ég gerði það með ánægju og hef sinnt þessu á eigin kostnað með glöðu geði.“ Félagarnir Lárus og Gunnar Kristjánsson þjónn mæta um tveimur tímum fyrir leik til að gera allt tilbúið fyrir veitingarnar í hálfleik. Ás- gerður Karlsdóttir aðstoðar þá síðan við frá- ganginn. Á borðum eru snittur, samlokuhorn, kökur og fleira fyrir utan heita og kalda drykki, te, kaffi, vatn, djús og gosdrykki. „Það mæta alltaf vel á annað hundrað manns, 100 til 150 manns, og nóg verður að vera til af öllu,“ segir Lárus. „Það skiptir líka máli hvernig hlutunum er stillt upp og þá kemur fagmennska okkar til góða.“ Endurgreiðsla til félagsins Lárus leggur áherslu á að hann sé að endur- greiða félaginu það sem hann hafi fengið frá því í áratugi. „Ég ólst upp í Val, átti heima í Eskihlíð og Valsvöllurinn var leikvöllurinn.“ Hann lék upp alla flokka og byrjaði að þjálfa 18 ára. Hann var barna- og unglingaþjálfari í áratugi, fyrst hjá Val, síðan KR og Stjörnunni og í 17 ár var hann þjálfari drengja- og unglingalandsliða Knatt- spyrnusambands Íslands. Auk þess þjálfaði hann meistaraflokka Gróttu, Þróttar og Fylkis. „Mér finnst gaman að geta gert það sem ég geri best fyrir félagið og borgað því þannig til baka fyrir allt sem það hefur gert fyrir mig,“ segir Lárus, sem sinnti þjálfun samfara fullu starfi í þrjá ára- tugi. Veislumatnum á Valsleikjum hefur verið vel tekið og hefur Lárus það eftir formanni knatt- spyrnudeildar að ársmiðahöfum hafi fjölgað til muna. „Þegar menn hafa komið einu sinni koma þeir aftur. Gestir hafa kunnað vel að meta veit- ingarnar og gárungarnir segja að þó að fyrri hálfleikur þyki kannski leiðinlegur á að horfa bjargi hléið málunum.“ Síðan 1988 hefur Lárus rekið matreiðslufyrir- tækið Veitingaþjónustu Lárusar Loftssonar. Hann verður sjötugur í þessum mánuði og gerir ráð fyrir að fara að rifa seglin. „Ég fer að undir- búa lendingu,“ segir hann, en Pepsi-deild karla lýkur í dag og þá tekur Valur á móti ÍA. Bjargvættur á Hlíðarenda  Lárus Loftsson hefur boðið upp á veitingar á eigin kostnað í fjögur ár Morgunblaðið/Eggert Veisluborð Lárus Loftsson matreiðslumaður og Gunnar Kristjánsson þjónn raða á eitt borðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.