Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Það verður seint sagt aðGréta Kristín Ómarsdóttirráðist á garðinn þar semhann er lægstur með upp- setningu sinni á Stertabendu eftir þýska leikskáldið Marius von Mayenburg sem sýnd er í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu um þessar mundir. Uppfærslan er útskriftarsýning Grétu Kristínar, sem brautskráðist af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands síðastliðið vor og var þá sýnd örfáum sinnum í Smiðjunni svo að færri komust að en vildu. Þegar rýnir las leikritið, sem Gréta Kristín þýddi sjálf, kom sú hugsun iðulega upp í hugann hvern- ig í ósköpunum hún hygðist svið- setja verkið því það er, líkt og titill- inn gefur til kynna, uppfullt af flækjum, glundroða, ærslum, upp- námi og ringulreið. En þær áhyggj- ur urðu að engu um leið og sýningin byrjaði, því Gréta Kristín nálgast efnið af miklu öryggi og skýrri list- rænni sýn og hefur alla þræði í hendi sér. Marius von Mayenburg, sem starfað hefur sem leikskáld, þýð- andi, dramatúrg og hægri hönd Thomasar Ostermeier hjá Schau- bühne í Berlín í hálfan annan ára- tug, þykir eitt af athyglisverðustu leikskáldum sem komið hafa fram í þýsku leikhúsi á síðustu árum og hafa leikrit hans ratað víða. Sem dæmi var leikrit hans Sá ljóti sýnt hérlendis árið 2008. Í Stertabendu leikur von Mayen- burg sér meðvitað með leikhúsið sem miðil. Leikarar verksins ljá per- sónum sín eigin fornöfn, sem máir út skilin milli leikara og persóna, þeir stoppa óhikað framvinduna til að ræða hvað hafi verið samið um að gera á sviðinu, smella fingrum til að fá nýtt „ljósakjú“ til að skipta um senu og tala um fjórða vegginn sem beri að virða samtímis því sem þeir brjóta hann markvisst. Leikritið býður ekki upp á línulega frásögn með hefðbundnu upphafi, miðju og endi, þótt vissulega séu ákveðin leiðarstef sem mynda ramma um innihaldið. Leikararnir hoppa stöð- ugt á milli persóna og kringum- stæðna með bráðskemmtilegum hætti og af ótrúlegri leikni og krafti. Eftir stutta kynningu leikhópsins á sjálfum sér hófst sýningin. Þorleif- ur (Einarsson) og Tinna (Sverris- dóttir) birtast sem par sem virðist vera nýkomið heim til sín eftir ferðalag. Fljótlega birtast Maja (María Heba Þorkelsdóttir) og Bjarni (Snæbjörnsson), sem voru að passa íbúðina í fjarveru hins parsins en virðast hafa eignað sér rýmið með þeim afleiðingum að Þorleifur og Tinna hrekjast að lokum út. Áhorfendum verður ekki ljóst hver hefur rétt fyrir sér og þannig kemst skrið á veruleikann sem minnir um margt á absúrdisma. Stuttu síðar snúa Tinna og Þorleifur aftur í hlut- verki franskrar au pair-stúlku og ungs sonar Maju og Bjarna, en reyndar man Maja ekkert eftir því að hafa átt barn og Bjarni er mest upptekinn af því hvað au pair- stúlkan er sæt. Ekki líður á löngu þar til Tinna er búin að stela bæði móðurhlutverkinu og manninum og Maja hrökklast út af sviðinu. Svona halda umskiptin viðstöðulaust áfram verkið á enda með tilheyrandi flækj- um, glundroða og skemmtilegheit- um. Sýningin nær ákveðnum há- punkti í heimboði Maju og Þorleifs með norrænu þema þar sem menn sleppa fram af sér beislinu í gleði og söng við undirleik hljómsveitarinnar Evu. En leikarar eru jafnharðan minntir á að þeir séu ekki að leika í söngleik heldur í sýningu á jaðr- inum. Leikskáldinu virðist ekkert heil- agt því hann ber á borð rasista, móð- ur sem gleymir barninu sínu, menn sem glíma við að koma út úr skápn- um, mann sem klæðist nasistabún- ingi sér til skemmtunar og annan sem telur sig hafa uppgötvað kenn- ingar og heimspeki hugsuða á borð við Darwin, Platon og Nietzsche. Allt er þetta þannig á borð borið af afbragðsleikurum að ekki er hægt annað en skemmta sér konunglega. Á sama tíma og von Mayenburg vinnur með leikhúsmiðilinn mætti hæglega einnig sjá Stertabendu sem tilraun hans til að skrifa um lífið sjálft, sem er fullt af gleði jafnt sem depurð, óreiðu og ólíkum hlut- verkum sem þarf að samþætta. Og kannski erum við eftir allt ekki nema flökt í taugafrumum. Eftir kraftmikið ris í norrænu veislunni kippir leikskáldið öllum niður á jörðina í tilþrifalitlum eftir- leik sem leikhópurinn leysti engu að síður vel úr hendi og unun var að hlýða á þau flytja lokalagið í rödd- um. Uppsetning Grétu Kristínar á Stertabendu ber með sér ferskan andblæ. Sýningin er kraftmikil og full af greddu. Leikhópurinn fram- reiðir tyrfinn textann af mikilli leikni og orku en samtímis góðu næmi. Stertabenda talar sennilega ekki til þeirra sem vilja sjá leikrit með línulegri framvindu og skýru upphafi, miðju og endi. En þetta er ögrandi og bráðskemmtileg sýning sem enginn leiklistarunnandi ætti að láta framhjá sér fara. Ferskur andblær Þjóðleikhúsið Stertabenda bbbbn Eftir Marius von Mayenburg í leikstjórn og leikgerð Grétu Kristínar Ómars- dóttur sem jafnframt íslenskaði verkið. Lýsing: Juliette Louste. Tónlist: Axel Ingi Árnason og hljómsveitin Eva, en hana skipa Sigríður Eir Zophoníasar- dóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. Leikarar: Bjarni Snæbjörnsson, María Heba Þorkelsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Þorleifur Einarsson. Sýnt í Kúlunni í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Rýnt í sýn- inguna 28. september 2016. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR LEIKLIST Morgunblaðið/Ófeigur Flækja „Sýningin er kraftmikil og full af greddu,“ segir í rýni um Stertabendu eftir Marius von Mayenburg. Þorleif- ur, Tinna, Bjarni, Gréta Kristín og Jóhanna Vala mynda hluta hópsins en á myndina vantar Maríu Hebu og Sigríði. Strokkvartett Sigurður Bjarki, Þórunn Ósk, Una og Helga Þóra hafa spilað saman frá árinu 2012. MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 20:00 93. sýn Lau 15/10 kl. 20:00 101. s. Lau 29/10 kl. 20:00 109. s. Sun 2/10 kl. 20:00 94. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 102. s. Sun 30/10 kl. 20:00 110. s. Fim 6/10 kl. 20:00 95. sýn Fim 20/10 kl. 20:00 103. s. Fim 3/11 kl. 20:00 111. s. Fös 7/10 kl. 20:00 96. sýn Fös 21/10 kl. 20:00 104. s. Fös 4/11 kl. 20:00 112. s. Lau 8/10 kl. 20:00 97. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 105. s. Lau 5/11 kl. 20:00 113. s. Sun 9/10 kl. 20:00 98. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 106. s. Fös 11/11 kl. 20:00 114. s. Fim 13/10 kl. 20:00 99. s. Fim 27/10 kl. 20:00 107. s. Lau 12/11 kl. 20:00 115. s. Fös 14/10 kl. 20:00 100. s. Fös 28/10 kl. 20:00 108. s. Gleðisprengjan heldur áfram! Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 13:00 3. sýn Lau 8/10 kl. 13:00 5. sýn Lau 15/10 kl. 13:00 Auka. Sun 2/10 kl. 13:00 4. sýn Sun 9/10 kl. 13:00 6. sýn Sun 16/10 kl. 13:00 7. sýn Nýr fjölskyldusöngleikur byggður á verðlaunasögu Andra Snæs Magnasonar Sending (Nýja sviðið) Lau 1/10 kl. 20:00 10.sýn Fim 13/10 kl. 20:00 12.sýn Sun 9/10 kl. 20:00 11.sýn Fim 20/10 kl. 20:00 13.sýn Nýtt verk eftir Bjarna Jónsson Njála (Stóra sviðið) Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Sun 6/11 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 26/10 kl. 20:00 Njáluhátíð í forsal frá kl. 18:45. Kjötsúpa og fyrirlestur. Hannes og Smári (Litla sviðið) Fös 7/10 kl. 20:00 Frums. Lau 15/10 kl. 20:00 4. sýn Sun 23/10 kl. 20:00 7. sýn Lau 8/10 kl. 20:00 2. sýn Sun 16/10 kl. 20:00 5. sýn Fim 3/11 kl. 20:00 aukas. Fös 14/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 22/10 kl. 20:00 6. sýn Samstarfsverkefni við Leikfélag Akureyrar Extravaganza (Nýja svið ) Fös 28/10 kl. 20:00 Frums. Sun 30/10 kl. 20:00 3. sýn Lau 5/11 kl. 20:00 5. sýn Lau 29/10 kl. 20:00 2. sýn Fös 4/11 kl. 20:00 4. sýn Sun 6/11 kl. 20:00 6. sýn Nýtt verk eftir Sölku Guðmundsdóttur Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 4/11 kl. 20:00 Frums. Fim 17/11 kl. 20:00 7.sýn Sun 27/11 kl. 20:00 13.sýn Sun 6/11 kl. 20:00 2.sýn Fös 18/11 kl. 20:00 8.sýn Lau 3/12 kl. 20:00 14.sýn Mið 9/11 kl. 20:00 3.sýn Lau 19/11 kl. 20:00 9.sýn Þri 6/12 kl. 20:00 15.sýn Fim 10/11 kl. 20:00 4.sýn Sun 20/11 kl. 20:00 10.sýn Fim 8/12 kl. 20:00 16.sýn Lau 12/11 kl. 20:00 5.sýn Fös 25/11 kl. 20:00 11.sýn Sun 13/11 kl. 20:00 6.sýn Lau 26/11 kl. 20:00 12.sýn Átakamikið verk eftir Ingmar Bergman leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Djöflaeyjan (Stóra sviðið) Sun 2/10 kl. 19:30 10.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 14.sýn Mið 26/10 kl. 19:30 18.sýn Fim 6/10 kl. 19:30 11.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 12.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 16.sýn Lau 15/10 kl. 19:30 13.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 19.sýn Kraftmikill söngleikur um skrautlegt mannlíf í braggahverfum Reykjavíkur! Maður sem heitir Ove (Kassinn) Lau 1/10 kl. 19:30 7.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 12.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 17.sýn Fös 7/10 kl. 19:30 8.sýn Sun 16/10 kl. 19:30 13.sýn Sun 30/10 kl. 19:30 18.sýn Lau 8/10 kl. 19:30 9.sýn Fim 20/10 kl. 19:30 14.sýn Lau 5/11 kl. 19:30 19.sýn Sun 9/10 kl. 19:30 10.sýn Lau 22/10 kl. 19:30 15.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 20.sýn Fim 13/10 kl. 19:30 11.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 16.sýn Siggi Sigurjóns og Bjarni Haukur sameina krafta sína í bráðfyndnum einleik! Horft frá brúnni (Stóra sviðið) Lau 1/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 13/10 kl. 19:30 5.sýn Fös 28/10 kl. 19:30 8.sýn Lau 8/10 kl. 19:30 3.sýn Fös 14/10 kl. 19:30 6.sýn Sun 6/11 kl. 19:30 9.sýn Sun 9/10 kl. 19:30 4.sýn Sun 23/10 kl. 19:30 7.sýn Fim 10/11 kl. 19:30 10.sýn Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar Íslenski fíllinn (Brúðuloftið) Lau 1/10 kl. 13:00 Lau 8/10 kl. 13:00 Lau 15/10 kl. 13:00 Lau 1/10 kl. 15:00 Lau 8/10 kl. 15:00 Lau 15/10 kl. 15:00 Sun 2/10 kl. 13:00 Sun 9/10 kl. 13:00 Sun 2/10 kl. 15:00 Sun 9/10 kl. 15:00 Ævintýraför með forvitnum fílsunga - kemur þú með? Ég vil frekar að Goya haldi fyrir mér vöku en einhver djöfulsins fáviti (Kúlan) Lau 15/10 kl. 19:30 Frums Fös 21/10 kl. 19:30 3.sýn Lau 29/10 kl. 19:30 5.sýn Mið 19/10 kl. 19:30 2.sýn Fim 27/10 kl. 19:30 4.sýn Frumlegt og ögrandi samtímaverk Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Mið 19/10 kl. 20:00 Fös 7/10 kl. 20:00 Fös 14/10 kl. 20:00 Fös 21/10 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Sun 2/10 kl. 21:00 Aðeins þessi eina sýning á árinu - hópurinn snýr aftur á nýju ári Lofthræddi örnin Örvar (Kúlan) Lau 8/10 kl. 15:00 Sun 16/10 kl. 15:00 Lau 15/10 kl. 15:00 Lau 22/10 kl. 15:00 Hrífandi einleikur fyrir börn um hugrekki. Stertabenda (Kúlan) Lau 1/10 kl. 17:00 aukasýn Sun 2/10 kl. 19:30 aukasýn Meinfyndin og hárbeitt atlaga að íslenskri þjóðarsál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.