Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Ísorpinu er fátt um gull semglóir eins og flestir vita. Þarhefur Magnús Helgasonmyndlistarmaður þó oft og
einatt fundið sitthvað sem fyrir hann
er gulls ígildi. Jafnt í Reykjavík,
Barcelona og Akureyri sem og á
fleiri stöðum ef því er að skipta.
Magnús heillaðist af nytjalist á
námsárum sínum kringum aldamót-
in í fjöltæknideildinni í AKI, listahá-
skólanum í Enschede í Hollandi. Að
vísu í óhefðbundnum skilningi hug-
taksins því hann notar í málverk sín
alls konar hluti af haugunum – og þá
sem hann nær að fanga áður en þeir
komast á áfangastað.
Viðarplötur, gler, flísar og göm-
ul húsgögn ganga meðal annars í
endurnýjun lífdaga í verkum Magn-
úsar. Svo leggst honum líka ýmislegt
til úr náttúrunni. Og púslar öllu sam-
an eftir því sem sköpunargáfan
býður. „Blönduð tækni,“ útskýrir
hann. „Í skólanum lærði ég einnig
ljósmyndun, kvikmyndagerð með 8
og 16 mm tökuvélum og vann í nokk-
ur ár fyrir hrun með Jóhanni Jó-
hannssyni tónskáldi við að gera bak-
grunna fyrir tónleika.“
Síðan Magnús lauk námi hefur
hann að mestu leyti verið sjálfstætt
starfandi listamaður með áherslu á
málverkið. Þar til í fyrra var hann
líka safnfulltrúi í hlutastarfi í Lista-
safni ASÍ. „Þá kom ævintýraþráin
yfir mig og konu mína, Þuríði Helgu
Kristjánsdóttur, og við ákváðum að
taka okkur upp frá Vesturbæ
Reykjavíkur og flytjast með börnin
okkar þrjú til Barcelona.“
Fann fegurðina í
ruslinu í Barcelona
Reykjavík, Barcelona, Akureyri. Magnús Helgason myndlistarmaður og fjölskylda
hans hafa verið á faraldsfæti undanfarið. Viðarplötur, gler, flísar og gömul hús-
gögn ganga í endurnýjun lífdaga í verkum hans. Í þeim efnum hljóp á snærið hjá
honum í Barcelona, þar sem ruslagámarnir reyndust gjöfulli en bæði í Reykjavík
og á Akureyri.
Fjölskyldan Magnús og Þuríður Helga ásamt börnum sínum, Heklu Sól-
veigu og tvíburunum Helga Hrafni og Ingunni Kríu Þóreyju.
Geómetrísk form American Express nefnist þetta verk Magnúsar.
Þema Sögu-
hrings kvenna í
haust eru lífs-
sögur, þvert á
tungumál,
menningar-
heima, kyn-
slóðir og tján-
ingarform.
Sagðar eru sög-
ur frá ólíkum tímum og stöðum og
fjölbreyttum frásagnaraðferðum
beitt. Virginia Gillard, leikkona,
kennari og rithöfundur, leiðir októ-
berstefnumót Söguhringsins kl.
12.30 - 15.30 í dag, laugardag 1.
október, í Borgarbókasafninu á
Spönginni.
Söguhringur kvenna er sam-
vinnuverkefni Borgarbókasafnsins
og W.O.M.E.N. á Íslandi og að þessu
sinni í samstarfi við Ós Pressuna,
fjölmála skáldafélag á Íslandi, en
Virginia Gillard, er einn af stofn-
endum félagsins. Hún nálgast sög-
urnar með leikrænum og mynd-
rænum hætti, en teikningar,
landakort og ýmiss konar orðasúpur
koma við sögu í frásögnum hennar.
Söguhringur kvenna er opinn öll-
um konum sem vilja deila hug-
myndum og njóta samvista í af-
slöppuðu andrúmslofti.
Vefsíðan www.borgarbokasafn.is
Sögur Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur sem vilja skiptast á sögum,
segja frá reynslu sinni og fræðast um aðra menningarheima.
Lifandi lífssögur á október-
stefnumóti Söguhrings kvenna
Virginia Gillard
Í samstarfi við íslenska sauðfjár-
bændur verður sláturtíðinni fagnað
rækilega í KEX Hostel um helgina. Kl.
13 - 17 dag verður efnt til götumatar-
hátíðar þar sem gestum og gangandi
býðst að bragða á kunnuglegum og
framandi réttum úr lambakjöti og
innmat. Bjór og aðrir drykkir verða til
sölu, en réttirnir eru ókeypis og born-
ir fram í veislusalnum Gym & Tonik
þar sem verður göldruð götumatar-
stemning.
„Við erum með fyrsta flokks hrá-
efni á Íslandi. Við viljum sýna fólki að
það er hægt að gera alls konar
skemmtilega hluti við kjötið sem fell-
ur til í sláturtíðinni og búa til svolitla
matarhátíðarstemningu í kringum
það,“ segir Böðvar Guðjónsson, við-
burðastjóri hjá KEX.
Á hverjum sunnudegi eru Heimilis-
legir sunnudagar á KEX Hostel þar
sem markhópurinn er barnafólk. Á
morgun kl. 13 - 15 getur fólk kynnt
sér sláturgerð. Öllum er frjálst að
fylgjast með því hvernig maður
hreinsar vambir, brytjar mör, saumar
keppi og hrærir í blóðmör og lifrar-
pylsu. Margrét Sigfúsdóttir, skóla-
meistari Hússtjórnarskólans, leiðir
sýnikennsluna.
„Það eru margir af minni kynslóð
sem hafa aldrei tekið slátur. En engu
að síður er þetta hluti af okkar menn-
ingu og það skiptir máli að þessari
þekkingu sé haldið við,“ segir Böðvar.
Þjóðlegir siðir í hávegum hafðir á KEX Hostel
Sláturgerð og götumatarhátíð
með lambakjöti og innmat
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Menningararfur Sláturgerð er hluti af menningu Íslendinga og mörgum þykir
mikilvægt að halda þeirri þekkingu við.
SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR er röð einka-
sýninga í Gerðarsafni í Kópavogi sem
kannar stöðu skúlptúrsins í íslenskri
samtímalist. Lögð er áhersla á að
kynna hugðarefni listamanna. Í dag
kl. 15 verður sjónlýsing á sýningum
Evu Ísleifsdóttur og Sindra Leifs-
sonar. Sjónlýsingin er samin og flutt
af Guðbjörgu H. Leaman og Þórunni
Hjartardóttur, myndlistarmönnum og
sjónlýsendum.
Eva vinnur með ímynd listamanns-
ins og listaverksins, en handverkið er
líka til staðar. Hversdagurinn og sam-
félagsrýni eru henni hugleikin. Verk
Sindra vísa einnig í handverkið og í
þeim koma umhverfi og samfélag
gjarnan við sögu.
Sjónlýsing er aðferð til að færa
sjónrænar upplifanir í orð og gera
þannig blindum og sjónskertum
kleift að upplifa verk á nýjan hátt.
Aðferðin býður upp á óvæntar leiðir í
myndlæsi og túlkun.
Sjónlýsingin er öllum opin og þátt-
takendum að kostnaðarlausu.
Gerðarsafn
Sjónlýsing
á skúlptúr
Skúlptúr Íslensk samtímalist.
Skannaðu kóðann
til að lesa