Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 ✝ Guðni Sigurð-ur Sigurðsson fæddist 6. október 1936 að Maríu- bakka í Fljóts- hverfi. Hann lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Klausturhólum 19. september 2016. Foreldrar hans voru hjónin Mar- grét Jóna Kristó- fersdóttir, húsmóðir, f. 28. apríl 1915, d. 6. maí 2007, og Sig- urður Sigurðsson bóndi á Mar- íubakka í Fljótshverfi í V-Skaftafellssýslu, f. 3. ágúst 1895, d. 24. júní 1983. Guðni var elstur sex systkina en þau eru: Kristófer, f. 19. september 1937, Guðlaug Edda, f. 9. maí 1940, d. 18. október 1971, Guðbergur, f. 16. febrúar 1942, Guðrún Lovísa, f. 27. júní 1944, d. 18. október 2001, og Jón, f. 14. sept- og Sólveig Eva. 3) Bjarki Vil- hjálmur, f. 25. júní 1975, sam- býliskona hans er Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir, f. 31. októ- ber 1978, börn þeirra eru Marí- anna Katrín, Bríet Sunna og Kristófer Gunnar. 4) Margrét Inga, f. 9. nóvember 1977, sam- býlismaður hennar er Tarkan Jared Conger, f. 8. ágúst 1973, dætur þeirra eru Helena Sól, Freyja Rós og Ísabella Anna. 5) Ólafur Hans, f. 28. nóvember 1981, sambýliskona hans er Sól- veig Ólafsdóttir, f. 1. ágúst 1985, börn þeirra eru Kjartan Valur og Rakel Arna. 6) Sigurður Karl, f. 25. mars 1985, sambýlis- kona hans er Steinunn Helga Ómarsdóttir, f. 22. apríl 1991. 7) Heimir Örn, f. 15. desember 1991. Guðni fæddist og ólst upp á Maríubakka hjá foreldrum sín- um. Hann fór að heiman til náms og vinnu og stundaði ýmis störf til sjós og lands. Hann tók við búi foreldra sinna ásamt bróður sínum, Kristófer, og bjuggu þeir í félagsbúi á Maríubakka. Guðni verður jarðsunginn frá Prestsbakkakirkju á Síðu í dag, 1. október 2016, klukkan 14. ember 1948, d. 7. mars 2013. Guðni gekk í hjónaband 27. sept- ember 1973 með Önnu Maríu Ólafs- dóttur, f. 1. apríl 1951. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Þórarins- son, f. 18. mars 1904, d. 28. febrúar 1987, og Birna Norðdahl, f. 30. mars 1919, d. 8. febrúar 2004. Börn þeirra Guðna og Önnu eru: 1) Aðal- steinn, f. 8. apríl 1970, sambýlis- kona hans er Hrafnhildur Garðarsdóttir, f. 4. nóvember 1976, börn Aðalsteins og Arn- heiðar Smáradóttur eru Mar- grét Lilja og Ægir Þór. 2) Edda Guðrún, f. 23. mars 1973, eigin- maður hennar er Bjarni Gests- son, f. 9. maí 1966, börn þeirra eru Guðni Ágúst, Guðrún María Elsku pabbi, í dag er komið að kveðjustund. Þó að sökn- uðurinn sé mikill þá hugsa ég með hlýju til allra góðu minn- inganna sem ég á af þér. Ég er þakklát fyrir alla þá hluti sem þú kenndir mér að meta, allt frá tónlist og söng til ættfræði og þjóðfræði og allan þann fróðleik sem þú deildir með mér. Þú varst besti faðir og vinur og við gátum rætt langar stundir um hin ýmsu málefni. Oft voru innilegustu og bestu samræður okkar í gegnum síma því þú varst hlédrægur maður og dróst þig oft í hlé í stærri hópum. Oft stóð ég mig að því að hugsa að þessari frétt eða hugdettu yrði ég deila með þér í næsta símtali. Það verður tómlegt að hafa þig ekki lengur við hlið sér eða hinum megin á símalínunni. Mig langar að kveðja þig með textanum hans Megasar um tvær stjörnur en það var eitt af þeim lögum sem okkur þóttu báðum svo fallegt og minnir mig á þig. Hvíl í friði pabbi minn. Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér en ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer en ég vona bara að hann hugsi svo- lítið hlýlega til mín og leiði mig á endanum aftur til þín. Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð. Það er margt sem angrar, en ekki er það þó biðin því ég sé það fyrst á rykinu hve langur tími er liðinn og ég skrifa þar eitthvað, með fingrinum, sem skiptir öllu máli því að nóttin mín er dimm og ein, og dagurinn á báli. Já, og andlitið þitt málað, hve ég man það alltaf skýrt augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt jú, ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best, en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér og ég sakna þín á daginn, þegar sól- in brosir við mér og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á en ég sakna þín mest á nóttunni, þegar svipirnir fara á stjá. Svo lít ég upp og sé við erum sam- an þarna tvær stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær ég man þig þegar augu mín eru opin hverja stund en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund. Þín dóttir, Inga. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þangað á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Hjartans þakkir fyrir sam- veruna, elsku pabbi. Þín Edda. Elskulegur tengdapabbi minn er látinn eftir erfið veik- indi sem hann barðist hetjulega við síðustu árin. Frá okkar fyrstu kynnum leið mér vel í nærveru Guðna, en hann hafði afskaplega góða nærveru og leiftrandi persónu- leika. Hann var mikill sögu- maður og minnugur allt fram til hinstu stundar. Guðni var hnyttinn og fannst gaman að hlæja en stundum heyrðist eng- inn hlátur heldur sagði andlits- vipurinn allt sem segja þurfti og ég veit að fólkið hans veit nákvæmlega hvaða svip ég er að tala um. Hann var líka mikill barnakarl og hafði alveg ein- stakt lag á barnabörnunum sem laumuðust til afa til að fá gotterí en ósjaldan nestaði hann Kjartan Val, son okkar Óla, með nammi í poka þegar við fórum heim frá Maríu- bakka. Guðni var yndislegur afi, hann sýndi krökkunum allt- af áhuga og vakti forvitni þeirra á hinum ýmsu hlutum og hann sagði þeim afasögur en þá sló þögn á hópinn, afskaplega held ég að afabörnin eigi eftir að sakna afa í sveitinni, eins Kjartan Valur kallaði afa sinn. Tengdapabbi var einn af þeim sem mér fannst gaman að elda fyrir, því hann var alltaf tilbúinn að smakka eitthvað nýtt enda mikill sælkeri þegar kom að mat. Honum fannst sig- inn fiskur afskaplega góður en þegar afi minn og amma í Súðavík fréttu það, sendu þau okkur oft með siginn fisk til Guðna þegar því var við komið. Guðni sagði alltaf að hann væri ekki vinsæll á Maríubakka þeg- ar hann matreiddi þetta lostæti því að konurnar á bænum, þær Anna og Auja, þoldu ekki lykt- ina. Honum hefur nú ábyggi- lega ekki þótt það leiðinlegt þegar þær fóru að setja út á matseldina. Ég gat alltaf talað við Guðna og leitað ráða hjá honum ef á þurfti að halda. Í veikindum hans dáðist ég að honum en hann setti sjálfan sig alltaf í síðasta sæti en hugsaði fyrst um aðra. Stundum minnti ég hann á að hann væri veikur og þyrfti að fara vel með sig, þá brosti hann bara og sagði: „ég er sæmilega góður núna“. Guðni var alinn upp í faðmi sveitarinnar og það leyndi sér ekki hversu vænt honum þótti um Maríubakka. Hann sagði manni sögur af lífi sínu þar, hvort sem þær voru af börn- unum þeirra Önnu Maríu, eða æskuárum hans með foreldrum sínum og systkinum. Guðni hafði einstakt lag á að glæða sögur lífi. Guðni mætti líka mótlæti í lífinu sem hann tók á, á sinn eigin hátt. Systkinamiss- irinn tók augljóslega mikið á hann en við áttum sameiginlega þá reynslu. Þá reynslu áttum við í fallegu og innilegu spjalli um sorgina og missinn stuttu áður en hann lést. Guðni talaði mikið um börnin sín en þau hjónin nutu mikils barnaláns. Guðna þótti afskaplega vænt um börnin sín og mikil var gleðin þegar þau komu í heim- sókn að Maríubakka. Þau voru stolt hans og hamingja og verð- laun hans á lífsleiðinni. Tengdapabbi var einstakur maður og mikið afskaplega á ég eftir að sakna hans. Minningin um einstaklega góðan og skemmtilegan mann lifir áfram í hjörtum þeirra sem þekktu og nutu samvista við Guðna Sig- urð. Elsku Guðni, þakka þér fyrir allar góðu sögurnar og góðu stundirnar. Þín tengdadóttir, Sólveig Ólafsdóttir. Mig langar að minnast tengdaföður míns, Guðna S. Sigurðssonar, í örfáum orðum. Hann var ekki bara tengdafaðir minn heldur félagi og vinur. Dauðinn kemur manni alltaf í opna skjöldu en þann 19. sept- ember sl. lagði Guðni af stað í sína hinstu ferð eftir að hafa glímt við krabbamein í nokkur ár. Þegar sorgin bankar á dyrnar er margt sem leitar á hugann. Okkar fyrstu kynni voru fyrir rétt rúmum 22 árum og fyrir stuttu var hann einmitt að rifja upp þann tíma þegar hann fékk fyrst að vita af minni tilvist. Á þeim tíma hafi hann verið verulega hugsi yfir því þegar Bjarki, sonur hans, hafði stokkið frá heyskap fyrirvara- laust og skilið sig eftir ósam- antekið hey í Efri hólunum án nokkurra skýringa. Síðar kom í ljós að það lá góð ástæða að baki og höfum við oft brosað að þessu saman. Bæði vorum við hissa á því hve langt síðan þetta var og furðuðum okkur á hve tíminn líður óskaplega hratt. Tengdafaðir minn var af- skaplega góður og traustur maður. Hann var ungur í anda allt til síðasta dags, hann var sérstaklega barngóður, hafði góða frásagnarhæfileika og kunni margar sögur, ljóð og kvæði sem glöddu unga sem aldna. Guðni var umfram allt grandvar og heiðarlegur mað- ur, orðheppinn, glaðlyndur og hlýr og naut þess að vera um- kringdur börnum, barnabörn- um, frændfólki og vandamönn- um. Hann var ákaflega fróður um eigin ætt og lagði sig fram um að kynna sér ættir annarra. Hann fylgdist alltaf vel með sínu fólki hvar sem það var statt hverju sinni. Áhugasamur var hann um þjóðmál, hafði gott minni og var oft til hans leitað um menn og málefni fyrri tíðar. Guðni var ákaflega heimakær og vildi helst hvergi annars staðar vera en á æsku- stöðvunum á Maríubakka. Börnin mín þrjú hafa notið þeirra forréttinda sl . 9 ár að búa í mikilli nálægð við Guðna afa og hjá honum áttu þau allt- af skjól. Það eru mikil viðbrigði að geta ekki hitt afa þegar heim er komið, hvort sem það er að rabba eða að fá sælgæt- ismola í litlar hendur og hér áð- ur fyrr var það óskráð regla að láta vita af sér þegar maður var kominn heim, hvort sem það var þegar við bjuggum í höfuðborginni eða hér á Mar- íubakka. Yngsta barnið mitt, Kristófer, 4 ára afastrákur, sagði við mig á dögunum að hann vissi hvernig hinir dánu færu til himna. Nú? sagði ég. „Já, mamma, verðir Guðs, sem eru englar, sækja mann þegar maður er tilbúinn og svífa með mann til himna. Þetta er leynd- armál sem afi Guðni sagði mér og Bríeti.“ Það fór ævinlega vel á með okkur og er ég þakklát fyrir kynni mín af tengdaföður mín- um, velvilja hans og vináttuna sem við áttum. Guðni, þín verð- ur sárt saknað en minningarnar lifa. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Auðbjörg B. Bjarnadóttir. Dagurinn 19. september 2016, afmælisdagurinn minn, mun ekki gleymast því þennan dag fékk ég þær fréttir að Guðni bróðir minn væri dáinn. Svona er lífið, eða þannig týnist tíminn má líka segja. Guðni hefði orðið 80 ára 6. október hefði hann lifað. Fyrstu end- urminningarnar eru frá leikjum okkar og uppátækjum. Ég man að við fórum fram á sandinn sunnan við Maríubakka með hrútshorn, festum smáspýtur á þau og þóttumst vera bænd- urnir á Kálfafelli, Björn og Helgi, að sækja timbur á fjöru eins og gert var þegar vötnin frusu á vetrum. Svo eignuð- umst við kassabíla sem við renndum okkur á niður hóla í túninu, þá þóttumst við vera bílstjórarnir hjá verslun Hall- dórs Jónssonar í Vík, þeir Bjarni Sæm. og Valdimar Tóm- asson. Árin liðu, barnaskólinn í Múlakoti, enginn skólabíll í þá daga en við héldum til hjá góðu frændfólki á Keldunúpi og gengum á milli, eina klukku- stund hvora leið sem þætti mikið í dag. En bjart er yfir bernskunnar tíð og árin liðu, við uxum úr grasi eins og sagt er. Fyrir utan störfin heima fórum við að vinna utan heim- ilis á vertíð og fleira, gjarnan til skiptis og það var ævintýra- blær yfir því og við lærðum ýmislegt. Árið 1964 var ráðist í að byggja nýtt íbúðarhús á Maríubakka, seinna var svo byggt við það hús önnur íbúð sem Guðni flutti í með konu sinni, Önnu Maríu Ólafsdóttur frá Bakkakoti, við Suðurlands- veg. Þau eignuðust fríðan barnahóp og þegar sá hópur stækkaði var enn byggt við húsið á Maríubakka. Nú í dag býr sonur þeirra, Bjarki Vil- hjálmur, í elsta hluta íbúðar- hússins á Maríubakka með fjöl- skyldu sinni. Með búskapnum ekur hann sjúkrabíl og Auð- björg Brynja, kona hans, starf- ar sem hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir og eru þau máttar- stoðir í læknishéraðinu og ég gleðst yfir því. Við Guðni ól- umst upp saman, unnum saman meginhluta ævinnar og eftir að ég hætti búskap og flutti til Keflavíkur töluðumst við oft saman í síma og hann sagði mér frá því helsta sem gerðist í sveitinni mér til fróðleiks og ánægju. Ég þakka bróður mín- um fyrir samveruna og bið fjöl- skyldu hans og vinum allrar blessunar. Kristófer Sigurðsson frá Maríubakka. Maríubakka í Fljótshverfi ber hátt hjá mér í minningum genginna ævidaga. Mig bar þar fyrst að garði sumarið 1953, gestur öllum ókunnur. Bænd- urnir, Sigurður og Jón Sigurðs- synir og faðir minn voru þre- menningar í Skógaætt, maddama Sólveig Einarsdóttir á Prestsbakka, amma þeirra, var systir Sigríðar í Varmahlíð, ömmu föður míns. Ragnhildur Sigurðardóttir, móðir þeirra systra, kona Einars Högnason- ar stúdents í Skógum, var barnabarn sr. Jóns Steingríms- sonar. Þetta þótti mikill skyldleiki í þann tíð. Þeir bræður tóku mér sem frænda og þurfti ekki til, rótgróin gestrisni og góðvild gerði alla, háa sem lága, er að garði bar jafna. Húsfreyjurnar, Margrét Kristófersdóttir, kona Sigurðar, og Margrét Magnús- dóttir, kona Jóns, voru engir eftirbátar bænda sinna í því að fagna af alúð gestum og veita vel. Þarna lá eins og gamall menningarblær liðinna alda yfir lífi og starfi, jafnt innan bæjar sem utan. Guðna Sigurðsson hef ég þekkt í áratugi og þegið af hon- um hugarhlýju, skemmtun og fróðleik svo að ei gleymist. Guðni og fjölskylda hans hafa setið Maríubakka með mikilli sæmd til dagsins í dag, byggt ný og vönduð hús frá grunni, fært land í nútímahorf og jafn- framt sýnt hinni gömlu arfleifð rækt og virðingu. Sami hlý- leikablær menningar og góð- vildar sem mætti mér 1953 hef- ur haldist þar í góðu horfi, alltaf jafnnotalegt að setjast þar niður og spjalla um líðandi stund og liðna tíð. Guðni sinnti búi og fjölskyldu sem best gegndi. Hann var flestum fjöl- fróðari og festi minningaþætti á blöð, þar er fjársjóður sem síðar verður mikils metinn. Hann var hagmæltur vel en fór hljótt með. Mig leiddi hann úr garði sumarið 2015 með hug- þekku ljóði. Hin síðari ár áttum við einatt samræður í síma þar sem margt bar á góma um gengna þjóðmenningu og leitað svara er svo bar undir. Ég sakna hans mjög. Minningar um hlýjan, hugþekkan mann verða ekki frá mér teknar. Hann naut þeirrar hamingju að eiga umhyggjusama eiginkonu, góð og vel gefin börn, tengda- börn og góða niðja. Ég votta þeim öllum af alhuga samúð. Mér er harmur í huga en ég ann frænda og vini þess vel að hafa fengið eilífan frið eftir langa og harða baráttu við heilsubrest. Þórður Tómasson. Það hefur hver sína sýn á sveitina en hún birtist manni á ólíkan hátt, allt eftir því hvaðan á hana er horft. Frá eldhús- glugganum á Maríubakka sér maður sveitina frá öðru sjón- arhorni en ég er vanur en það er sjónarhornið sem Guðni þekkti best sem er líklega ein- hver tilkomumesta fjallasýn sem hægt er að hugsa sér. Síð- an ég kom þangað fyrst hef ég ýmist átt erindi eða gert mér upp erindi til að banka á hurð- ina hjá Guðna. Fundirnir okkar voru inni- haldsríkir og drógust stundum á langinn enda var skrafað um flestallt annað en upphaflegt erindi mitt var. Guðni þekkti söguna og frásagnir þeirra sem gengnir eru. Það var ekki búið að sötra mikið af kaffinu þegar Guðni var kominn á flug en hann hafði mikla frásagnargáfu og hafði gaman af að segja frá. Bestu sögurnar úr sveitinni voru sumar hverjar frá þarsíð- ustu öld en við báðir vissum að sannleiksgildið var ekki alltaf aðalatriðið heldur aukaatriði í heildarmyndinni, enda var aldr- ei á nokkurn mann hallað. Þess vegna var svo oft skellt upp úr yfir kaffibollum í hita leiksins. Það var happ að kynnast Guðna og fá að sjá sveitina út um hans eldhúsglugga. Ég hef styrkst í þeirri trú að maður þekkir ekki sveitina ef maður þekkir ekki fólkið sem þar býr og með því að horfa út um eldhúsglugga nágrannans öðlast maður meiri víðsýni. Ég færi fjölskyldunni á Maríubakka innilegar samúðar- kveðjur frá okkur Jónu í Kálfa- fellskoti. Hörður Hauksson. Guðni Sigurður Sigurðsson Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.