Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 45
Jón Ásgeir var tannlæknir á Vopnafirði 1978, tannlæknir í Vest- mannaeyjum 1978-81 og hefur starf- rækt eigin tannlæknastofu í Reykja- vík frá hausti 1978. Jón Ásgeir var formaður Félags tannlæknanema 1974-76, formaður handknattleiksdeildar Stjörnunnar í Garðabæ 1984-90, sat í stjórn Tann- læknafélags Íslands 1987-94 og var formaður þess 1992-94. Hann var for- maður Nesklúbbsins 1995-2004 og forseti Golfsambands Íslands 2005- 2013. Jón Ásgeir var sæmdur gullmerki Nesklúbbsins, gullmerki GSÍ, HSÍ, ÍSÍ, Stjörnunnar og var auk þess sæmdur gullkrossi Golfsambandsins. Hjá Jóni Ásgeiri snúast áhuga- málin um nánast allar íþróttir en þó einkum golfið, enda hefur hann ein- mitt léð félagsmálum þess krafta sína um langt árabil: „Ég byrjaði að spila golf á Vestmannaeyjaárunum og hef verið mikill golfari síðan. Ég er ein- mitt í þessum töluðu orðum úti á golf- velli. Vinsældir golfíþróttarinnar juk- ust gífurlega hér á landi á meðan ég var formaður sambandsins, einkum meðal kvenna. Þegar ég tók við for- mennsku voru aðeins 10 % golfiðk- enda konur en þegar ég hætti voru þær komnar í 30% iðkenda.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns Ásgeirs er Mar- grét Teitsdóttir, f. 18.8. 1947, geisla- fræðingur. Foreldrar hennar: Teitur Magnússon, f. 29.10. 1929, d. 20.12. 2008, skipstjóri, og Guðný Sæmunds- dóttir, f. 16.8. 1925, húsfreyja í Garðabæ. Sonur Jóns Ásgeirs og Margrétar er Eyjólfur Örn Jónsson, f. 1.10. 1974, verkfræðingur í Garðabæ, en kona hans er Sigurrós Jóhannsdóttir sálfræðingur og eru börn þeirra Sunna Margrét, f. 2000, Jón Ásgeir, f. 2002, og Jóhann Birkir, f. 2006. Systkini Jóns Ásgeirs eru Atli Gunnar Eyjólfsson, f. 12.8. 1953, hjartaskurðlæknir í Sádi-Arabíu; Hafsteinn Eyjólfsson, f. 1.4. 1956, tannsmiður í Reykjavík, Haukur Kristinn Eyjólfsson, f. 15.9. 1958, matreiðslumaður í Reykjavík, og Kristín Brynhildur Eyjólfsdóttir, f. 3.8. 1961, húsfreyja í Kópavogi. Foreldrar Jóns Ásgeirs voru Eyj- ólfur Jónsson , f. 11.12. 1917, d. 6.5. 1998, ráðsmaður við Miðbæjarskól- ann í Reykjavík, og k.h., Guðbjörg Ásgeirsdóttir, f. 21.11. 1922, d. 3.12. 2007, húsfreyja í Reykjavík.. Úr frændgarði Jóns Ásgeirs Eyjólfssonar Jón Ásgeir Eyjólfsson Guðný Guðmundsdóttir húsfr. í Grímsey Kristín Matthíasdóttir húsfr. á Akureyri og í Rvík Ásgeir Ásgeirsson kaupm. á Akureyri og í Rvík Guðbjörg Ásgeirsdóttir húsfr. í Rvík Sólveig Guðmundsdóttir húsfr. á Stað Ásgeir Jónsson hreppstj. á Stað í Hrútafirði Vigdís Einarsdóttir húsfr. á Stað Pétur Maack Þorsteinsson pr. á Stað í Grunnavík Brynhildur Pétursdóttir Maack húsfr. á Ísaf. og í Rvík Jón Björn Eyjólfsson gullsm. á Ísafirði og í Rvík Eyjólfur Jónsson umsjónarm. Miðbæjarskólans í Rvík Elín Elísabet Björnsdóttir húsfr. í Árnesi Eyjólfur Jónsson pr. í Árnesi á Ströndum María Maack yfirhjúkrunarkona Elín Þóra Snædal húsfr. á Eiríksstöðum Vilhjálmur Þorsteinsson Snædal b. á Skjöldólfsstöðum Ingunn Snædal skáldkona Pétur Andreas Maack skipstj. í Rvík Viggó E. Maack skipaverkfr. Lára Halla Maack réttargeðlæknir Sólveig Ásgeirsdóttir biskupsfrú í Rvík dr. Pétur Pétursson prófessor Sólveig Pétursdóttir félagssálfræðingur Guðmundur Eggert Matthíasson kennari og organisti Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari Matthías Eggertsson pr. í Grímsey. Bróðursonur sr. Matthíasar Jochumssonar skálds Kristjana Anna Eggertsdóttir Eggert Sigurmundsson skipstjóri Sigurður Sigurmundsson fræðimaður í Hvítárholti Forseti Golfsambands Íslands Jón Ásgeir virðulegur í ræðustólnum. ÍSLENDINGAR 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Hörður Jónsson fæddist íReykjavík 1.10. 1931. For-eldrar hans voru Guðrún Jóna Sigurðardóttir húsfreyja og Jón Bjarnason verkstjóri í Reykja- vík. Guðrún Jóna var dóttir Sigurðar Einarssonar, húsmanns í Barðsvík í Sléttuhreppi, og Mikkalínu Jóns- dóttur frá Bolungarvík í Grunnavík- urhreppi, en Jón var sonur Bjarna Jónssonar, bónda á Geirlandi, og Sigríðar Þorvarðardóttur frá Holti undir Eyjafjöllum. Hörður átti þrjú systkini: Aðal- stein, Svövu hattadömu og Sigurð Einar kennara. Hörður kvæntist 1957 Þorgerði Brynjólfsdóttur hjúkrunarfræðingi og eignuðust þau synina Ævar, Ph.D arkitekt; Gunnar Örn tæknifræðing; Brynjólf Birgi viðskiptafræðing og Hörð Má flugvirkja. Hörður lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1952 og lauk prófi í efnaverkfræði frá há- skólanum í Edinborg í Skotlandi 1957. Hörður var efnaverkfræðingur hjá Atvinnudeild HÍ 1957-58 og byggingardeild HÍ 1959-62, verk- fræðingur hjá Korkiðjunni og Plast- iðjunni hf. á Eyrarbakka 1962-68, deildarverkfræðingur hjá Iðnaðar- málastofnun 1986-78, stærðfræði- kennari við Tækniskóla Íslands 1974-78, við verkfræðideild HÍ 1980- 84, framkvæmdastjóri þróunar- deildar Iðntæknistofnunar 1978- 1985, deildastjóri líf- og efnis- tæknideildar Norræna iðnþróun- arsjóðsins í Stokkhólmi og Ósló 1985-89, yfirverkfræðingur Rann- sóknarráðs Íslands 1989-94 og for- stöðumaður tæknisviðs Rannís 1994- 98. Þá vann hann í sérverkefnum fyrir Rannís 1998-2002. Hörður gegndi fjölda trúnaðar- starfa á starfsferlinum og sat í fjölda nefnda á vegum iðnaðarráðuneytis- ins, Norræna iðnþróunarsjóðsins og í stjórnarnefnd rannsóknaáætlunar Evrópubandalagsins. Hörður lést 12.9. 2014. Merkir Íslendingar Hörður Jónsson Laugardagur 95 ára María Jónsdóttir Sigríður Helgadóttir 90 ára Helga Brynjólfsdóttir Kristín Anna Claessen Sveinbjörn Guðmundsson 85 ára Arnar Guðmundsson Dúi Eðvaldsson Helga B. Tulinius 80 ára Ásta Kristjana Jónsdóttir Geirlaug Karlsdóttir Guðjón Ingi Sigurðsson Kristín Eggertsdóttir Sigfríður B. Geirdal Þorsteinn Ragnarsson 75 ára Björg H. Eysteinsdóttir Gunnar V. Guðmundsson Hermann Níelsson Pétur Garðarsson Sigurður Þ. Guðmundsson 70 ára Auðunn Jónsson Baldur Snorri Halldórsson Georg Árnason Guðmundur Þorgilsson Gunnar Böðvarsson Gunnhild Ólafsdóttir Henryk Kraczkowski Ingvar Ásgeir Isebarn John Haagensen Jónas Jón Hallsson Jón Ásgeir Eyjólfsson Jón Símon Gunnarsson Loftur Hlöðver Jónsson Óla Kristín Freysteinsdóttir Sólveig Adolfsdóttir Þuríður Árnadóttir 60 ára Böðvar Sverrisson Gísli Ingvarsson Guðrún Guðjónsdóttir Halldór Bergdal Baldursson Hrafnhildur Magnúsdóttir Ingibjörg Erna Óskarsdóttir Ingigerður Sigmundsdóttir Jóhannes Ómar Sigurðsson Jutta Maria Knur Sigfús Þór Ingólfsson 50 ára Edith Ragna Jónsdóttir Frímann Jónasson Guðfinna Franzdóttir Helga Eyrún Sveinsdóttir Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir Ingveldur Pálsdóttir Kristján Jónsson Madaiah Kalaiah Níels Þór Ólafsson Rafn Kristjánsson Sigurjón Sigurðsson Styrmir Þórðarson 40 ára Andrea Marta Vigfúsdóttir Anna Hulda Ingadóttir Einar Ólafsson Erla S. Þorsteinsdóttir Hildur Matthíasdóttir Hulda Björgvinsdóttir Kristín Margeirsdóttir Lineo Elizabeth Baasi Maria C. Sedenio Bautista Ómar Karlsson Saliha Lirache Þráinn Árni Baldvinsson 30 ára Brynjar Þ.S. Guðmundsson Edda Rut Þorvaldsdóttir Guðrún Ó. Þorbjörnsdóttir Ingvar Einarsson Ján Gura Katla Guðjónsdóttir Rán Bachmann Einarsdóttir Sigríður H. Kristjánsdóttir Sigrún Erna Sævarsdóttir Sunnudagur 95 ára Guðbjörg Vigfúsdóttir 90 ára Ragnar Árnason 85 ára Jón Jónsson Kamma J. Karlsson Sigurður Jóhannesson 80 ára Anna Þrúður Þorkelsdóttir Fjóla Bótólfsdóttir 75 ára Georg F. Kemp Halldórsson Gréta Svala Bjarnadóttir Hallbjörg Eyþórsdóttir Halldóra Magnúsdóttir Halldór Pétursson Hrefna G. Gunnarsdóttir Jón Benjamínsson Margrét Örnólfsdóttir Óli Einar Albertsson Þóranna H. Þórólfsdóttir 70 ára Jónas Þór Steinarsson Laufey Barðadóttir Sigrún Sveinsdóttir 60 ára Betsy María Davíðsson Björg Guðrún Gísladóttir Guðbjörn Sigurmundsson Guðmundur G. Gunnarsson Guðmundur Ingi Ingason Hlöðver Þorsteinsson Hörður Gunnarsson Jón Axel Harðarson Jón Herbertsson Kjartan Björnsson Watcharee Konglee 50 ára Birgir Másson Dagbjört Birgisdóttir Einar Vilhjálmur Eiríksson Hulda Margrét Gunnarsdóttir Jóhann Smári Sævarsson Kristján Guðni Sigurðsson Sigurborg Hólmgeirsdóttir Sigurður Pálsson Þorgrímur Jóel Þórðarson 40 ára Agnes Ýr Guðmundsdóttir Ása Sigurðardóttir Eleuteria Talledo Bjarnason Eyrún Margrét Einarsdóttir Eysteinn Eysteinsson Friðjón B. Gunnarsson Guðrún Bjarnadóttir Gunnar Björn Gunnarsson Gunnlaugur Steinarsson Halldór Þórður Oddsson Hildur Pétursdóttir Inga Hrönn Flosadóttir Magdalena Þórarinsdóttir Sara Jenkins Stefan Albert Unnur Birna Reynisdóttir Þórarinn Þórarinsson 30 ára Birgir Indriðason Bragi Árnason Einar Kristinn Haraldsson Elín Inga Jónsdóttir Eva Hrönn Hlynsdóttir Guðbjartur A. Guðbjartsson Hildur Guðbjörnsdóttir Kristinn A. Johnson Lísbet Hannesdóttir Sandra Sigurðardóttir Sif Þóroddsdóttir Sigurður Sævar Sigurðsson Sigvaldi Jónsson Til hamingju með daginn ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Dalvegi 10–14 • 201 Kópavogi • Sími: 540 7000 • www.falkinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.