Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 47
DÆGRADVÖL 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur tilhneigingu til að halda í hlutina af því að þú færð ekki af þér að losa þig við þá. Eitthvert verkefni veldur þér hug- arangri en til þess er engin ástæða. 20. apríl - 20. maí  Naut Lexían er þessi: Ekki taka neinu sem gefnu. En þú hefur mikla samúð. Heldur um að njóta hlutverksins svo mikið að hvert skref í ferlinu færir þér brjálaða hamingju. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það stefnir í að visst samband tak- ist á flug. En líka frekar leiðinlegt. Gerðu eitt- hvað til að koma þér í samt lag. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er engu líkara en einhverju mold- viðri hafi verið þyrlað upp í kring um þig. Flokkaðu niður það sem viðkemur vinnunni, félagsstörfum og þér prívat svo þú fáir heildarmyndina. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það mun reynast þér þreytandi að ná ekki utan um alla þá hluti sem þú vilt koma frá í dag. Vertu samstarfsfús og lipur svo verk strandi ekki á þér. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Í samstarfi hefst ekkert án málamiðl- ana. Gerðu það sem til þarf til að hressa þig við andlega sem líkamlega. Dragðu djúpt andann og láttu moldviðrinu slota. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þetta er ekki rétti mánuðurinn til að kaupa nýja tölvu, bíl eða annað farartæki. Aðrir eru ekki endilega sammála þér um hvað skuli gera við sameiginlegar eigur. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er nauðsynlegt að hafa sög- una á hreinu þegar menn meta nútímann og reyna að spá um framtíðina. Sá tími kann að koma að þú þurfir sjálfur á hjálp að halda og þá er gott að eiga inni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu það eftir þér að rifja upp gamla daga. Ekki hika við að biðja um meira fé, mörkin eru sveigjanleg. Láttu söguna kenna þér, athugaðu munstur, horfðu fram á við. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er allt að koma – velgengnin bíður þín. Gættu þess bara að láta það ekki bitna á þeim sem eiga það ekki skilið. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Nú sérðu árangur erfiðis þíns að undanförnu. Ef allir væru sjálfum sér nógir myndi veröldin ekki ganga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þín sérgrein er að skipuleggja svo þú skalt vera óragur við að flagga þeim hæfileika þínum. Skoðaðu málið vandlega svo þú hafir það á hreinu. Víkverji skellti sér í bíó í vikunni ogsá þessa fantafínu íslensku bíó- mynd, Eiðinn eftir Baltasar Kormák. Hann mælir með henni eins og öllu sem íslenskt er. Alltaf að styrkja og horfa á íslenska kvikmyndagerð. x x x Þetta var í fyrsta skipti sem Vík-verji fór í bíó kl. 17.45 í miðri viku. Það var forvitnilegt því Víkverji og sambýlismaðurinn hans drógu meðaltalið talsvert niður. Þegar hann leit yfir salinn voru nánast einungis eldri borgarar í salnum. Að minnsta kosti gat Víkverji ekki dregið aðra ályktun af öllum gráu og hvítu koll- unum í salnum. x x x Víkverji kastar því bara fram aðþað hljóti að hafa eitthvað með tímasetninguna að gera. Víkverji sjálfur var nefnilega mjög ánægður að fá skyndilega pössun á þessum tíma og geta bara skellt sér áhyggju- laus í bíó á úlfatímanum en verið samt kominn heim í tæka tíð fyrir kvöld- svefn barnsins. Allt fyrir peninginn, fannst Víkverja. x x x Það fannst líklega öllum hinum semvoru líka í salnum með Víkverja. Ætli þeir hafi ekki líka hugsað að þeir gætu drifið sig heim eftir bíó og verið komnir hæfilega snemma fyrir smá sjónvarpsáhorf fyrir svefninn. Kannski er Víkverji sjálfur orðinn svona gamall í hugsun að honum finnst orðið ekkert alltof spennandi að fara í bíó seint á kvöldin og vera jafnvel kominn heim upp úr miðnætti. Það bara hreinlega gengur ekki að mati Víkverja. Og vinnudagur daginn eftir, það gengur ekki. x x x Að þessum orðum sögðum ætli þaðstyttist ekki óþægilega mikið í að Víkverji taki með sér inniskó þegar hann fer í heimsókn í önnur hús. Í það minnsta hlýtur hann að eiga það líka sameiginlegt með þeim hópi fólks sem var komið saman í bíó á þessum tíma. Héðan í frá ætlar Víkverji að hætta að brosa laumulega þegar hann býður foreldrum og tengdaforeldrum til sín og þeir draga upp inniskó um leið og þeir segja að það sé ómögulegt að fóta sig öðruvísi innandyra. víkverji@mbl.is Víkverji …en Guði er enginn hlutur um megn. (Lúk. 1.37) Síðsta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson: Vísdómsmaður mikill er. Í mér og þér hann bærist. Kannski vofa á kreiki hér. Kul, sem vart þó hrærist. Árni Blöndal leysir gátuna þann- ig: Andi mannsins mikið sér, magnaður hjá mér og þér, vofa,- friðlaus andi er, andar kulið vart hjá mér. Harpa á Hjarðarfelli svarar: Mikill andans maður er. Manna lífsandinn. Kannski er andi á kreiki hér. Kælir andvarinn. Helgi Seljan leysir gátuna þannig með bestu kveðju í bæinn: Mætur andans maður er, mun í brjósti finna stað. Í andatrúnni uni ég mér. „Nú andar suðrið“ Jónas kvað. Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna þannig: Vísdómsmaður andi er. Andi býr í mér og þér. Andi er kannski á kreiki hér. Kul er andi, hægt sem fer Og lætur limru fylgja: Er Sveinn þreytti sjömílna skeið og sveittur í markið skreið, „ég gullið fæ“ sagði hann glaður í bragði, en gaf upp andann um leið. Í lokin kemur svo Guðmundur með nýja gátu: Gátu ómynd eina kveð yfir morgunkorni, fylgir lausn og limra með laugardags á morgni: Færni handar að færa til betri vegar. Formaður glöggur sér og nýtir þegar. Af kvenfólki það sungið er og seggjum. Sést það líka í hlöðnum bæjarveggjum. Og að lokum er „hringhend 6skeytla“ eftir Pétur Stefánsson: Tíminn líður, sólin sest, sumarblíða kveður. Innan tíðar fölnar flest sem frónskan lýðinn gleður. Auka kvíða allra mest úrill hríðarveður. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Margur er brennandi í andanum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... gullhringur sem er meira virði en allt gull landsins. ÉG MAN EKKI AF HVERJU ÉG KOM INN Í ÞETTA HERBERGI GÆTIRÐU MÖGULEGA HÆTT AÐ BORÐA MEÐ HÖNDUNUM? FÚS EN ÓFÆR. VINSAMLEGA HJÁLPIÐ. FÆR EN ÓFÚS. VINSAMLEGA HJÁLPIÐ. „NEI, ÞÚ ERT EKKI AÐ FARA AÐ PÚTTA 350 METRA” ÞÚ ERT AÐ VERÐA GAMALL OG ÚRILLUR MÉR ER EKKI SKEMMT! GROMM HÁM GLEYP KLESS mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.