Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 1
                    !"        #$    $  "          % &  ' (        )      *  $ +   , $  *  %         L A U G A R D A G U R 1. O K T Ó B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  230. tölublað  104. árgangur  GUÐ FÆR GREITT Í DOLLURUM ORKA OG GREDDA STERTABENDA 49MAGNÚS Í BARCELONA 12 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Erró Er með ótalmörg verkefni undir.  Fjórar sýningar eru undir hjá listmálaranum Erró um þessar mundir. Tvær sýningar verða á Brüssel-svæðinu í Belgíu og önnur þeirra verður opnuð í dag. Hinar verða í Frakklandi að ári. „Mér leiðist ef ég er ekki að vinna,“ segir Erró við blaðamann Morgunblaðsins, sem hitti listmann- inn á vinnustofu hans í París nú í vikunni. Erró, sem vinnur tíu til tólf stundir á dag, er 84 ára að aldri. Hann er með mörg járn í eldinum og fyrir nokkrum dögum kom út bók sem er greinargott og litríkt yfirlit yfir verk hans sem unnin eru 2012 til 2015. „Frakkar þekkja Ísland, en vilja vita meira. Leigubílstjórinn sem ég kom með í morgun vildi vita allt um Ísland,“ segir Erró sem hefur sterkar taugar til Íslands, enda þótt hann hafi verið búsettur í París í áratugi. »6 Fjórar sýningar og 12 tíma vinnudagur Var lokað 1994 » Bandaríska varnarliðið á Keflavíkurflugvelli lét loka braut 07/25 árið 1994. » Brautin var lítið notuð en innan við eitt prósent flugtaka og lendinga fór um hana. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Það er mat Isavia að kostnaður við að opna flugbraut 07/25 á Keflavík- urflugvelli sé að lágmarki 280 millj- ónir króna. Í kjölfar lokunar neyðarbrautar- innar svokölluðu á Reykjavíkurflug- velli óskaði Ólöf Nordal innanríkis- ráðherra eftir því að Isavia tæki saman minnisblað um kostnað við það að opna að nýju umrædda flug- braut en hún er í sömu stefnu og neyðarbrautin í Reykjavík. Braut 07/ 25 gæti þá nýst fyrir sjúkraflugvélar ef þær geta ekki lent í Reykjavík vegna veðurs. Hún gæti því orðið neyðarbraut í Keflavík. „Það þarf strax að fara í aðgerðir svo að hægt verði að lenda á þessari braut í neyðartilfellum. Ég hef rætt þetta við forstjóra Isavia,“ segir hún. Isavia gerði þrjár útfærslur og var kostnaðurinn á bilinu 280 til 1.390 milljónir. Í ódýrustu útfærslunni fólst yfirlögn með flotbiki ásamt brautarljósum. Ef gert er ráð fyrir að flugbrautin verði aðeins notuð af léttari flugvélum kemur þessi kostur til álita að mati Isavia. Skoða nýja neyðarbraut  Isavia gerði kostnaðarmat fyrir innanríkisráðherra  Hægt er að opna braut 07/25 í Keflavík fyrir 280 milljónir  Þarf að fara strax í aðgerðir, segir ráðherra MKostar 280 miljónir »4 Hlutdeild Íslands í norsk-íslenskri vorgotssíld gæti orðið tæplega 94 þúsund tonn á næsta ári, verði farið eftir ráðgjöf Alþjóðahafrannsókna- ráðsins (ICES) um aflamark deili- stofna. Íslendingum var úthlutað 46 þúsund tonnum af norsk-íslenskri vorgotssíld á þessu ári. Kolmunnahlutur Íslendinga gæti sömuleiðis orðið um 210 þúsund tonn á næsta ári en hlutur Íslendinga var um 164 þúsund tonn á þessu ári. Samkvæmt þeim reiknireglum sem notaðar hafa verið um makrílkvóta gæti kvóti íslenskra skipa orðið um 160 þúsund tonn á næsta ári, sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Alþjóðahafrannsóknaráðið leggur einnig til að engar veiðar verði stund- aðar úr neðri stofni úthafskarfa árin 2017 og 2018. Hrygningarstofninn hefur minnkað mikið síðan veiðar úr neðri stofni úthafskarfa hófust í byrj- un 10. áratugar síðustu aldar. Þetta kom fram í fréttatilkynningu frá Haf- rannsóknastofnun. »26 Meiri kvóti úr deili- stofnum á næsta ári  Hlutdeild í síld gæti orðið 94 þús. tonn Stjarnan tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil kvenna í fjórða skipti á síðustu sex árum með því að sigra FH, 4:0, í lokaumferð Pepsi-deildarinnar. Breiðablik, sem þurfti að treysta á að Stjarnan tapaði, beið lægri hlut fyrir Val. Stjörnukonur fögnuðu titlinum að vonum innilega á sínum heimavelli. » Íþróttir Stjarnan Íslandsmeistari í fjórða sinn Morgunblaðið/Eggert Spennandi Íslandsmóti kvenna í knattspyrnu lauk í gær  Mistök Hagstofu Íslands gætu kostað eigendur nýrra lána, sem tekin voru frá maí á þessu ári, og allra lána til nóvember nk. um 162 milljóna króna hækkun á höf- uðstól. „Fljótlega athugað þá sýnist mér að verðtryggð lán sem tekin eru á þessu tímabili geti orðið um 60 milljarðar. Án villunnar hefði mánaðarbreyting neysluvísitöl- unnar nú í september verið 0,21% í stað 0,48%, svo að mismunurinn er 0,27%. Þetta þýðir að höfuð- stóll þessara lána hækkar um 162 milljónir,“ segir Yngvi Harðar- son, framkvæmdastjóri Analytica. »22 Höfuðstóll hækkar um 162 milljónir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sleit fundi framkvæmdastjórnar flokksins eftir liðlega klukkustundar fund upp úr kl. 14 í gær, án þess að endanleg niðurstaða fengist um hvernig dagskrá flokksþings flokks- ins skyldi breytt, þar sem formað- urinn sagði samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, að hann myndi ákveða dagskrá þingsins, ekki fram- kvæmdastjórn. Sigmundur Davíð sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að ákveðin hefð væri fyrir því að for- maður flokksins ákvæði endanlega dagskrá flokksþings Framsóknar- flokksins. „Ég vil vekja athygli á því að ég gerði ekki drögin að dagskrá flokks- þingsins, en hins vegar lagði ég til að að ráðherrar flokksins fengju að flytja sínar yfirlitsræður. Fundurinn var ekki boðaður til þess að fara yfir dagskrá þingisins, enda var ég þegar búinn að leggja til að ráðherrar flyttu sínar ræður,“ sagði Sigmund- ur Davíð í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld. Fyrir liggur að báðir formanns- frambjóðendur, Þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, munu fá einhvern tíma til þess að flytja framboðsræð- ur fyrir formannskjör á morgun, en samkvæmt drögum að dagskrá, eins og hún var á heimasíðu Framsókn- arflokksins í gærkvöld, lá ekki fyrir hvenær eða hversu lengi hvor fram- bjóðandi fengi að tala. Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanrík- isráðherra sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær: „Það eru miklar líkur á því að ég bjóði mig fram í varafor- manninn.“ »16 Sleit fundinum án niðurstöðu  Báðir formannsframbjóðendurnir fá sinn ræðutíma  „Þegar Katla er annars vegar verðum við að hafa varann á okkur og taka þau merki sem við sjáum al- varlega og bregðast þá rétt við og vera viðbúin,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur, en öflugar jarðskjálftahrinur hafa gengið yfir í Kötlu í Mýrdalsjökli síð- an á fimmtudagsmorgun. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi ákvað að virkja viðbragðsáætlun vegna eldgoss undir Mýrdalsjökli á óvissustigi í gær. Líklegt er að hrin- an stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu en gosórói hefur þó ekki mælst. „Við tökum stöðuna alvarlega og viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur,“ segir Víðir Reynisson, verkefnastjóri al- mannavarna, en lögreglan leitaði ferðamanna á svæðinu í gær til að koma þeim í skjól. Lögreglan á Suð- urlandi lokaði fyrir umferð á vegi 221 við Sólheimajökul í gær og end- urskoðar þá ákvörðun síðdegis. »2 Mýrdalsjökull KatlaEyjafjallajökull Vík í Mýrdal Múlakvísl Óróleiki í Kötlu „Viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.