Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða ein öruggustu dekk sem völ er á ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins. SENDUM UM ALLT LAND Flutningur með Flytjanda 500 kr. hvert dekk Bíldshöfða 5a, Reykjavík Jafnaseli 6, Reykjavík Dalshrauni 5, Hafnarfirði (Knarrarvogi 2, Reykjavík Ath. ekki dekkjaþjónusta) Aðalnúmer: 515 7190 Opið: Virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum og styrktu Bleiku slaufuna um leið Íbúðalánasjóður þarf að endur- greiða Borgarbyggð tæplega 62 milljóna króna dráttarvexti sem sjóðurinn hafði innheimt með ólög- mætum hætti hjá Borgarbyggð vegna framkvæmdaláns við bygg- ingu hjúkrunarálmu dvalarheimilis- ins Brákarhlíðar. Einnig um 5 millj- ónir í skaðabætur og 4,5 milljónir í málskostnað. Er þetta niðurstaða dóms Hæsta- réttar sem staðfesti dóm Héraðs- dóms Reykjavíkur. Borgarbyggð tók framkvæmda- lán hjá Íbúðalánasjóði til að byggja hjúkrunarálmuna og var gert ráð fyrir að því yrði breytt í 40 ára lán eftir að lokaúttekt framkvæmdanna færi fram. Var þetta í samræmi við áætlun ríkisvaldsins um uppbygg- ingu hjúkrunarheimila víða um land. Hvenær lauk framkvæmdum? Fram kemur í dómi Hæstaréttar að Borgarbyggð hafi greint Íbúða- lánasjóði frá því undir lok árs 2013 að sveitarfélaginu stæði til boða hagstæðari lán hjá öðrum fjármála- stofnunum. Framkvæmdalánið var greitt upp í lok janúar 2014. Í fram- haldi af því krefur Íbúðalánasjóður Borgarbyggð um 62 milljóna króna dráttarvexti vegna vanskila á fram- kvæmdaláninu, frá 1. janúar 2013 að telja, og neitaði að aflýsa láns- skjölunum úr þinglýsingarbókum. Borgarbyggð greiddi dráttarvext- ina með fyrirvara og höfðaði mál til endurgreiðslu á upphæðinni auk skaðabóta. Íbúðalánasjóður byggði dráttar- vaxtakröfu sína á að lokaúttekt framkvæmdarinnar hefði farið fram í byrjun desember 2012 og sam- kvæmt lánssamningi ætti að greiða dráttarvexti frá þeim tíma, ef lánið hefði ekki verið gert upp. Lóðar- framkvæmdum lauk hins vegar ekki fyrr en ári seinna og vottorð um það var gefið út 5. desember 2013. Ólögmæt og saknæm synjun Hæstiréttur féllst á það með Borgarbyggð að gjalddagi lánsins hefði samkvæmt því verið 5. febr- úar 2014. Borgarbyggð hefði því greitt lánið á réttum tíma. Þá kem- ur fram í dómnum að Borgarbyggð hafi ekki verið gerð grein fyrir því að dráttarvextir yrðu reiknaðir frá 1. janúar 2013, fyrr en eftir að lánið var greitt upp. Krafa Íbúðalána- sjóðs um dráttarvexti hafi því verið ólögmæt og synjun sjóðsins að óska eftir aflýsingu á lánsskjölum vegna framkvæmdalánsins bakað sveitar- félaginu tjón með ólögmætum og saknæmum hætti. helgi@mbl.is Íbúðalánasjóður greiði skaðabætur  Gerðu ólögmæta kröfu á Borgarbyggð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Borgarbyggð fær 67 milljónir í kassann með dómi. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Meirihluti umhverfis- og skipulags- ráðs Reykjavíkur lagðist gegn því á fundi í vikunni að heimila niðurrif húsa við Bragagötu 35 og Freyju- götu 16, sem reist voru á þriðja ára- tug síðustu aldar og standa gegnt veitingastaðnum Eldsmiðjunni á mótum þessara gatna. Eigandi lóð- anna hefur þar áform um að byggja tvö ný íbúðarhús með alls átta íbúð- um og sameiginlegu stigahúsi. Meirihlutinn studdist við umsögn skipulagsfulltrúa, máli sínu til stuðn- ings. Húsverndarsjónarmið og varð- staða um byggðamynstur gömlu Reykjavíkur verði að vera í forgangi þegar þess sé kostur. Minnihluti ráðsins taldi uppbygg- ingu á lóðunum hins vegar falla vel að núverandi byggð og vitnaði þar til umsagnar Minjastofnunar, sem gerði ekki athugasemd við niðurrif húsanna. Húsin séu illa farin og betra að byggja nýtt frekar en að byggja við og ofan á þau. Hafði eig- andi lóðarinnar þá lagt fram endur- skoðaða tillögu að uppbyggingu á reitnum, sem unnin var af arkitekta- stofunni Arkþingi í kjölfar samráðs við Minjastofnun. Í umsögn Minjastofnunar segir m.a. að hæð, umfang og lega ný- bygginga hafi verið löguð að ríkjandi einkennum byggðamynsturs á reitn- um, auk þess sem þak og gluggar falli vel að svipmóti hverfisins. „Minjastofnun gerir því ekki at- hugasemd við niðurrif umsagnar- skyldra húsa sem fyrir eru á lóð- unum við Bragagötu 35 og Freyjugötu 16, enda sé tryggt að uppbygging á reitnum verði á grundvelli tillögu Arkþings,“ segir í umsögn Minjastofnunar. Ný tillaga þó skref í áttina Umrætt svæði er skilgreint sem sérstakt hverfisverndarsvæði, þar sem áhersla er lögð á að gamlar byggingar skuli varðveittar á sínum stað. Í greinargerð skipulagsfulltrúa segir m.a. að ef hreyfa eigi við eldri byggingum skuli færa fyrir því sterk rök í tillögu að deiliskipulagi. Ekki er í gildi deiliskipulag á þessum reit en byggðamynstursverndun er á svæðinu. Áhugi hefur áður komið fram á þessum lóðum, eða haustið 2015, en þá var beiðni um niðurrif einnig hafnað. Þá skilaði skipulagsfulltrúi umsögn þar sem sagði m.a. að niður- rif húsa á þessu svæði samrýmdist ekki markmiðum Aðalskipulags Reykjavíkur. Ekki væri mælt með því að samþykkja niðurrif húsanna og nýbyggingar á lóðunum án þess að reiturinn og umhverfi hans yrðu skoðuð og skipulögð í heild, með til- liti til byggðamynsturs og hús- verndar. Skipulagsfulltrúi kemst að sömu niðurstöðu nú, telur þó tillögu til að- lögunar að byggðamynstri svæðisins vera „skref í áttina“ en greinilega ekki nóg. Gera þurfi tillögu að nýt- ingu húsanna þar sem byggt sé við þau í samræmi við byggðamynstrið og markmið Aðalskipulags Reykja- víkur. Þráttað um niðurrif tveggja húsa  Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík og Minjastofnun ekki sammála um niðurrif og uppbyggingu húsa við Bragagötu og Freyjugötu  Meirihluti umhverfis- og skipulagsráðs hafnaði ósk um niðurrif Morgunblaðið/Ófeigur Húsin Bláa húsið stendur við Bragagötu 35 og hið rauða við Freyjugötu 16. Deilt var um það í umhverfis- og skipulagsráði hvort rífa ætti þessi hús. Teikningar/Arkþing Áformin Svona lítur tillagan að uppbyggingu á lóðunum tveimur út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.