Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Erla María Markúsdóttir erla@mbl.is Reykjavík bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir Lestrar- hátíð í Bókmenntaborg í ár líkt og undanfarin fimm ár. Hátíðin stendur yfir allan október og finna má fjöl- breytta og lifandi dagskrá víðs vegar um borgina. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Meira en 1000 orð“ og er sjón- um beint að samspili orða og mynda. Setningarhátíð Lestrarhátíðar fer fram í dag og hefst hún klukkan 11 við Kaffibrennsluna á Laugavegi 21. Líf Magneudóttir, nýskipaður for- seti borgarstjórnar, setur hátíðina og að því loknu munu skáldið Elías Knörr og myndlistarkonan Elín Edda afhjúpa verk sitt, „Morgun- sárið er furðufugl“. Verkið er hluti af verkefninu Orðið á götunni, sem samanstendur af sjö orð- og mynd- listaverkum eftir 14 höfunda sem finna má víðs vegar um Reykjavík í október. Annað listamannapar Lestrarhátíðar, Ásta Fanney Sig- urðardóttir og Atli Sigþórsson, sem er einnig þekktur undir listamanna- nafninu Kött Grá Pje, munu flytja textamiðaðan gjörning ásamt til- heyrandi hljóðum, en þau eru bæði ljóðskáld sem vinna einnig með mis- munandi útfærslur á textum, hvort sem það er í rappi, myndlist eða öðru. Veggjalist um alla borg Á lestrarhátíðinni í ár verður litið til samspils orða og mynda, mynda- sagna, ljóðmynda, myndljóða, mynd- skreyttra bóka, myndanna í orð- unum og orðanna í myndunum. Dagskráin er því venju fremur fjöl- breytt, en hún er ætluð öllum ald- urshópum. Veggjalist fer þar fremst í flokki, en bókmenntaborgin Reykjavík fagnar fimm ára afmæli í ár og af því tilefni voru fjórtán orð- og myndlistarmenn fengnir til að vinna verk sem prýða veggi og skjái víðs vegar um borgina. Listamenn- irnir unnu saman tveir og tveir og útkoman er sjö skemmtileg og ólík verk sem sameina orðlist og mynd- list. Listamennirnir eru Alda Björk Valdimarsdóttir og Sveinbjörn Páls- son, Atli Sigþórsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir, Eva Rún Snorra- dóttir og Björn Þór Björnsson (Bobby Breiðholt), Elías Knörr og Elín Edda, Ewa Marcinek og Wiola Ujazdowska, Jónas Reynir Gunnars- son og Lára Garðarsdóttir og Kári Tulinius og Ragnhildur Jóhanns. Verkin eru á húsveggjum við Kaffi- hús Vesturbæjar, Hótel Marina, Hús Menntavísindasviðs í Stakka- hlíð, verslunarhúsnæði Arnarbakka, Laugaveg 21 og Laugardalslaugina. Vídeóverk Ástu Fanneyjar og Atla verður sýnilegt í Borgarbókasafninu Spönginni út mánuðinn og auglýstar sýningar verða á Icelandair Hotel Reykjavík Marina. Allir hvattir til að lesa Lestrarhátíð er þátttökuhátíð sem vex og dafnar frá ári til árs. Mark- mið Lestrarhátíðar í Bókmennta- borg er að hvetja fólk á öllum aldri til að lesa, auka líflega umræðu um bókmenntir og tungumál og síðast en ekki síst að vekja athygli á gildi orðlistar í menningaruppeldi og dag- legu lífi. Grunnskólar, leikskólar og frístundaheimili taka að vanda þátt í Lestrarhátíð og í ár býður Bók- menntaborgin upp á smiðjur fyrir grunnskóla. Hægt er að kynna sér framboðið á vef Bókmenntaborgar- innar. Heildardagskrá Lestrar- hátíðar er aðgengileg á íslensku og ensku á vef Bókmenntaborgarinnar, bokmenntaborgin.is. Veggjalist Verkið í Stakkahlíð er eitt sjö listaverka eftir fjórtán orð- og myndlistarmenn sem fengnir voru til að vinna verk í tilefni Lestrarhátíðar. Samspil mynda og orða um alla borg  Lestrarhátíð sett í fimmta sinn Listamaðurinn Dr. Thomas Brewer opnar sýninguna Adjust <X> Seek (Con’t) í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri í dag, laugardag, klukkan 14. Sýningin samanstendur af 17 verkum Brewer og þar af eru tvö ný verk sem hann vann í september, í dvöl sinni í gestavinnustofu Gil- félagsins. Á sýningunni eru líka fjór- ar útprentaðar ljósmyndir í A2 stærð sem kynna vinnu hans með bygg- ingar í klippimyndum og blandaðri tækni síðustu 10 árin. Myndbands- verkið „Life’s Loop“ sýnir svo sögu Brewer og keramikverk hans. Brewer verður einnig með klukkutíma langan fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri á þriðjudag klukkan 17. Sýningin stendur yfir í Mjólkurbúðinni til 10. októ- ber og eru allir velkomnir. Dr. Brewer með sýningu í Mjólkurbúðinni Listamaðurinn Dr. Thomas Brewer. Bridget Jones siglir inn í fimmtugsaldurinn í glænýjum kafla, nú orðin einhleyp, á fullu í ræktinni og vinnur sem framleiðandi hjá sjón- varpsstöð. Laugarásbíó 17.00, 20.00 Sambíóin Kringlunni 17.20, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 13.00, 17.20, 20.00 Háskólabíó 15.00, 18.00 Borgarbíó Akureyri 20.00 Bridget Jones’s Baby 12 Þegar Finnur hjartaskurðlæknir áttar sig á að dóttir hans er komin í neyslu og kynnir þekktan dópsala fyrir fjölskyldunni sem nýja kærastann, koma fram brestir í einkalífinu. IMDb 9,1/10 Laugarásbíó 18.00, 21.00, 22.30 Smárabíó 17.35, 20.10, 22.40 Háskólabíó 15.00, 18.10, 21.10 Borgarbíó Akureyri 17.40 Eiðurinn 12 Myndin fjallar um atburðina árið 2010 á olíuborballi BP olíu- fyrirtækisins á Mexíkóflóa, og það sem gerðist á síðustu 48 tímunum áður en sprenging varð um borð með þeim afleið- ingum að 11 manns létu lífið. Metacritic 66/100 IMDb 7,2/10 Sambíóin Álfabakka 13.00, 15.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.20 Sambíóin Kringlunni 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 20.00, 22.40 Deepwater Horizon 12 Sully 12 Morgunblaðið bbbbn Metacritic 75/100 IMDb 8,0/10 Sambíóin Álfabakka 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Egilshöll 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Kringlunni 18.50, 21.00 Sambíóin Akureyri 22.20 Sambíóin Keflavík 17.40 Skiptrace 12 Metacritic 50/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.20 Don’t Breathe 16 Metacritic 71/100 IMDb 7,7/10 Smárabíó 22.45 War dogs 16 Metacritic 57/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Mechanic: Resurrection 16 Metacritic 38/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 20.00, 22.20 Níu líf Metacritic 11/100 IMDb 4,4/10 Smárabíó 13.00, 15.05 Pete’s Dragon Bönnuð yngri en 6 ára. Metacritic 71/100 IMDb 7,3/10 Sambíóin Álfabakka 10.00, 15.00 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.10, 17.30 Suicide Squad 12 Metacritic 40/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.20 Kubo og Strengirnir Tveir Metacritic 84/100 IMDb 8,4/10 Sambíóin Álfabakka 10.00, 13.00, 15.20 Smárabíó 13.00, 15.20 Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn 12 Metacritic 53/100 IMDb 7,4/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00 Smárabíó 14.00, 17.00, 20.00, 22.40 Háskólabíó 15.10, 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 15.20, 17.40, 22.20 Storkar Metacritic 55/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 14.00, 16.00 Sambíóin Álfabakka 10.00, 12.00, 13.00, 14.00, 16.00, 18.00, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Kringlunni 12.00, 12.30, 14.00, 14.30, 15.00, 16.00, 16.30, 18.00 Sambíóin Akureyri 14.00, 16.00, 18.00, 20.00 Sambíóin Keflavík 14.00, 16.00, 18.00 The Magnificent Seven Metacritic 54/100 IMDb 7,2/10 Laugarásbíó 19.20, 22.00 Sambíóin Keflavík 22.20 Smárabíó 16.30, 17.10, 19.30, 20.00, 22.30, 22.50 Háskólabíó 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Leynilíf Gæludýra Metacritic 61/100 IMDb 6,7/10 Sambíóin Álfabakka 10.00, 12.00, 14.00, 16.00, 18.00 Sambíóin Keflavík 13.40 Smárabíó 13.00, 15.10 Robinson Crusoe IMDb 5,3/10 Sambíóin Álfabakka 10.00, 13.40, 15.40 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.00 Sambíóin Kringlunni 13.00 Sambíóin Akureyri 14.00, 16.00 Sambíóin Keflavík 15.40 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Aukavinna fyrir árrisula Skoðaðu laus hverfi á www.mbl.is/laushverfi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.