Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Viðhaldsfríar hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Lauslega áætlað hækkar höfuðstóll verðtryggðra lána sem tekin eru á tímabilinu maí til nóvember á þessu ári um 162 milljónir króna, að mati Yngva Harðarsonar, framkvæmda- stjóra Analytica. „Fljótlega athugað þá sýnist mér að verðtryggð lán sem tekin eru á þessu tímabili geti orðið um 60 millj- arðar króna. Án villunnar hefði mán- aðarbreyting neysluvísitölunnar nú í september verið 0,21% í stað 0,48%, svo að mismunurinn er 0,27%. Þetta þýðir að höfuðstóll þessara lána hækkar um 162 milljónir króna,“ segir Yngvi og bendir jafnframt á að slæmt sé að fá leiðréttinguna alla inn í september. „Réttast finnst mér að Hagstofan myndi leiðrétta vísitöluna aftur í tím- ann. Hvort það er hægt lagalega séð er svo annað mál en þetta vekur þá spurningu hvort ekki eigi að slíta í sundur annars vegar lánskjaravísi- töluna, þ.e. vísitölu neysluverðs til verðtryggingar, og hins vegar vísi- töluna sem notuð er til að mæla verð- bólguna.“ Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur forsætisráðuneytið óskað eftir greinargerð frá Hagstof- unni vegna málsins, en stofnunin heyrir beint undir forsætisráðherra. Hagstofustjóri segir áhrifin lítil Morgunblaðið hefur ekki náð tali af Ólafi Hjálmarssyni hagstofustjóra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Ólafur sagði hins vegar í viðtali í hágdeg- isfréttum Ríkisútvarpsins í gær að lántakendur myndu nánast ekkert finna fyrir leiðréttingu á neysluvísi- tölunni. Dró hann úr áhrifum mis- takanna og fullyrti að ekki hefði skapast skaðabótaskylda vegna þessa. Kostnaður lántakenda nýrra lána vegna mistaka Hagstofunnar er væntanlega mismunandi en lauslega má áætla að höfuðstóll 20 milljóna króna láns hækki um 54 þúsund krónur og 30 milljóna króna láns um 81 þúsund krónur. Í fréttatilkynningu sem send var út vegna málsins segir að Hagstof- unni þyki miður að mistök hafi orðið og reynt verði eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. „Hagstofan fer yfir verklýsingar er snúa að vísitölu neysluverðs og mun taka verklag til endurskoðunar í kjölfarið eins og þörf krefur,“ segir í tilkynningunni. Bera ekki ábyrgð á villunni Haukur Örn Birgisson hæstarétt- arlögmaður segir ólíklegt að lántak- endur eða lánveitendur geti sótt bætur til Hagstofunnar vegna mis- takanna. „Lánasamningar eru einkaréttar- legir samningar milli lántakanda og lánveitanda sem Hagstofa Íslands er ekki aðili að, þó að aðilar komi sér saman um að miða við vísitölu sem birt er af Hagstofunni. Reynist vísi- talan af einhverjum ástæðum röng er engu að síður erfitt að sjá að ábyrgð Hagstofunnar sé þannig að hún leiði til skaðabótaskyldu fyrir aðila lánasamnings. Slík skaðabóta- skylda þyrfti að byggjast á lögum,“ segir Haukur og bendir á að hvorki í lögum um Hagstofu Íslands né lög- um um vexti og verðtryggingu sé minnst á ábyrgð Hagstofunnar. „Lántakendur geta farið með sín mál til úrskurðarnefndar um við- skipti við fjármálafyrirtæki, sem er undir Fjármálaeftirlitinu, eða eftir atvikum til dómstóla vegna ágrein- ings við sinn lántakanda, en það er alveg ótengt Hagstofunni.“ Höfuðstóllinn hækk- ar um 162 milljónir  Forsætisráðuneytið kallar eftir greinargerð frá Hagstofunni Morgunblaðið/Kristinn Lán Þeir sem tóku og eiga eftir að taka verðtryggð lán á tímabilinu maí til nóvember á þessu ári bera væntanlega kostnað af mistökum Hagstofunnar. Hagstofumistökin » Lántakendur nýrra lána gætu þurft að taka á sig höfuð- stólshækkun vegna málsins. » Hagstofan er væntanlega ekki skaðabótaskyld vegna vill- unnar í neysluvísitölunni. » Hagstofustjóri dregur úr af- leiðingum mistakanna í sam- talið við Ríkisútvarpið. Úrvalsvísitala Kaupallarinnar lækk- aði um 3,05% í gær og féll gengi hlutabréfa allra fyrirtækja á Aðal- markaði. Alls nam veltan á markaðn- um tæplega 4 milljörðum króna. Hlutabréf í Icelandair Group og Marel lækkuðu hvað mest. Þannig lækkuðu bréf Icelandair Group um 4,89% í 1,3 milljarða króna viðskipt- um og hlutabréf í Marel lækkuðu um 4,24% í 360 milljóna króna viðskipt- um. Auk þess féllu hlutabréf í Ný- herja og fasteignafélögunum Regin og Reitum um meira en 2%. Ekki eru einhlítar skýringar á lækkuninni í gær, að mati Gústavs Gústavssonar hjá eignastýringu Landsbankans. Á bak við lækkunina í Icelandair Group virðast vera mörg smáviðskipti frá einstaklingum með litla hluti, að hans sögn, og lítur út fyrir að slíkir einstaklingar hafi mest verið á söluhliðinni. Á kauphliðinni hafi verið lífeyrissjóðir sem hugsan- lega hafi séð tækifæri í lækkunun- um. Hins vegar voru engar fréttir í gær sem hefðu átt að hreyfa svona við markaðnum, að mati Gústavs. Þess má geta að í tilkynningu til Kauphallar í gærmorgun var greint frá því að stjórnarmaður í Icelandair Group, Katrín Olga Jóhannesdóttir, hefði selt hluti fyrir 9,6 milljónir króna að markaðsvirði í félaginu. Í samtali við vb.is í gær kom fram að Katrín hefði selt hlutina til þess að fjármagna byggingu sumarbústaðar. Síðastliðna sex mánuði hefur úr- valsvísitalan lækkað um 10,76%. Heildarlækkun vísitölunnar frá ára- mótum nemur nú 12,44%. olafur@mbl.is Skörp lækkun í Kauphöll  Úrvalsvísitalan féll um 3,05% í gær og hefur lækkað um rúm 12% frá áramótum  Icelandair og Marel lækkuðu mest Morgunblaðið/Kristinn Kauphöllin Miklar lækkanir hafa verið á hlutabréfamarkaði frá áramótum. ● Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja spá því allar að peninga- stefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum, en tilkynnt verður um næstu vaxtaákvörðun á mið- vikudaginn kemur. Íslandsbanki hafði fyrir birtingu neysluvísitölu í vikunni gert ráð fyrir 0,25% lækkun stýrivaxta, en leiðrétting Hagstofunnar vegna fyrri mistaka við útreikning vísitölunnar breytti því. Sama á við um Arion banka sem taldi þróun verðbólguvæntinga gefa tilefni til lækkunar vaxta þar til skekkjan í vísitölunni kom í ljós. Greiningardeildir spá óbreyttum stýrivöxtum ● Tilkynnt var í gær að Guðjón Rúnarsson hefði látið af störfum sem framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrir- tækja, SFF. Starfið er auglýst laust til umsóknar í blaðinu í dag en Björk Guðnadóttir, lög- fræðingur SFF, mun sinna málefna- vinnu SFF þangað til nýr framkvæmda- stjóri verður ráðinn. Guðjón hefur verið framkvæmda- stjóri SFF frá stofnun samtakanna í nóvember 2006 þegar Samtök banka og verðbréfafyrirtækja sameinuðust Sambandi íslenskra tryggingafélaga. Áður var Guðjón framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Hann mun verða samtökunum innan handar fyrst um sinn, að því er fram kemur í frétt á vefsíðu SFF. Guðjón Rúnarsson Lætur af starfi fram- kvæmdastjóra SFF STUTT 1. október 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 114.17 114.71 114.44 Sterlingspund 148.08 148.8 148.44 Kanadadalur 86.7 87.2 86.95 Dönsk króna 17.112 17.212 17.162 Norsk króna 14.179 14.263 14.221 Sænsk króna 13.246 13.324 13.285 Svissn. franki 117.19 117.85 117.52 Japanskt jen 1.1284 1.135 1.1317 SDR 159.32 160.26 159.79 Evra 127.52 128.24 127.88 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 158.8477 Hrávöruverð Gull 1327.9 ($/únsa) Ál 1653.0 ($/tonn) LME Hráolía 48.87 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.