Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is ER MYNDAVÉLIN ÍÞYNGJANDI? Lausnir frá Peak Design auðvelda að ferðast með myndavélina hvert sem er. CAPTURE FRÁ PEAK DESIGN Það hefur orðiðmörgum undr-unarefni hversulítið er um mál- lýskur á Íslandi saman- borið við nágrannalöndin. Þar hafa heil héruð, firðir og eyjar sínar sérstöku mállýskur, t.d. er allt annað mál talað í Norður-Noregi en í Ósló og þar er líka sér- stök mállýska töluð á Rogalandi svo að dæmi séu nefnd. Suður-Jótar eiga sína sérstöku mállýsku eins og Fjónbúar í Danmörku og talsverður munur er á skánsku í Svíþjóð og svokallaðri ríkissænsku. Jafnvel í Færeyjum, sem er miklu minna málsam- félag en Ísland, er talsvert um mállýskur að sögn leiðsögumanns sem ók mér og söngsystrum mínum um Straumey og Austurey í fyrra. Við eigum að vísu nokkur staðbundin framburðarafbrigði en ofrausn er að kalla þau mállýskur. Tvö þeirra eru algeng á Norðurlandi, annars vegar þegar hljóðin l, m og n eru rödduð í ákveðnum samböndum, og svonefnt harðmæli, þegar p, t og k eru borin fram á eftir löngu sérhljóði þar sem aðr- ir landsmenn bera fram b, d og g. Sunnanlands hefur svokallaður hv-fram- burður verið algengur en hann virðist á undanhaldi og flestir landsmenn bera fram spurnarorðin hvar, hver og hvor eins og þau séu skrifuð með kv. Gamli vestfirski einhljóða- framburðurinn, sem við kennarar tengdum lengi vel við Jón Baldvin, er að mestu liðinn undir lok og sama má segja um flest önnur afbrigði í framburði. Rithátturinn bendir hins vegar til þess að þau séu upprunaleg og reykvískan okkar hafi ýtt þeim til hliðar. Enn er þó ótalið það framburðarafbrigði sem útrýmt var skipulega snemma á síðustu öld og var kallað flámæli eða hljóðvilla. Það þreifst víða um land og lýsti sér þannig að fólk gerði ekki greinarmun á i og e annars vegar og u og ö hins vegar. Vilborg Dagbjartsdóttir skáld og kennari sagði frá því úr æsku sinni að þessi ruglingur hafi valdið skólabörnum miklum vandræðum og oft hafi heyrst þessi spurning í stafsetningartímum: –Kenn- are hvort á að skrefa e með punkti eða e með gate? Vilborg ólst upp á Vest- dalseyri við Seyðisfjörð en flámæli mun hafa verið algengara á Austfjörðum en annars staðar á landinu þótt það tíðkaðist líka fyrir norðan og sunnan. Og Vestfirðingur, sem ég hafi spurnir af, þráttaði við annan og brigslaði honum um rukleysu þegar honum fannst hann skorta rök. Stundum hef ég heyrt að skólar og fræðsluyfirvöld hafi gengið fram með allt of miklu offorsi til að útrýma flámælinu sem hafi í raun réttri verið eðli- leg þróun íslenska sérhljóðakerfisins. Það hafi verið útmálað sem ófínt lág- stéttarfyrirbrigði og þeir sem hafi alist upp við það verið litnir hornauga. Ég held þó að flestir geti verið sammála um að nafnið Una hljómi miklu bet- ur með u heldur en ö og skyrið okkar sé lystugra heldur en skerið sem hún Eiríka mín í Hafnarfirði hafði á borðum. Sveitungi hennar virðist hafa gert sér grein fyrir að hægt væri að forðast flámæli með því að halda tungubak- inu hátt upp við góminn þegar hann bar fram i en gekk heldur langt þegar hann sagðist hafa borðað sýkur og skýr á Skríðu og varð að athlægi fyrir. E með punkti eða e með gate Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis-flokksins, gaf athyglisverða yfirlýsingu á Al-þingi sl. miðvikudag, þegar hann kvaðst ekkisjá fyrir sér að álverum mundi fjölga á Íslandi í framtíðinni. Þetta er merkileg yfirlýsing frá formanni þess flokks, sem af mestri staðfestu hefur barizt fyrir orkufrekum iðnaði í landinu en um leið er hún raunsæ. Þegar Eyjólfur Konráð Jónsson og Jóhannes Nordal (utan þings) og Jóhann Hafstein (innan þings) börðust sem mest fyrir stórvirkjunum og stóriðju í upphafi sjö- unda áratugar síðustu aldar með hugsjónir Einars Benediktssonar, skálds að vopni, var atvinnulíf þjóðar- innar mjög einhæft og stóð og féll með aflabrögðum og fiskverði á erlendum mörkuðum. Nú er öldin önnur. Ný sjónarmið í umhverfismálum og náttúruvernd (sem Birgir Kjaran var byrjaður að berjast fyrir á sama tíma) hafa komið til sögunnar sem hafa þrengt að möguleikum til stórvirkjana en jafnframt hefur nýr þáttur komið inn í þessa mynd, sem lítið hefur verið til umræðu hér en þó er ástæða til að minna á en það er hin svonefnda alþjóðavæðing, áhrif hennar og af- leiðingar. Við og við er í umræðum hér minnt á það að raforkuverð til stóriðjufyrirtækja sé lágt og stundum vakna spurningar um skattgreiðslur þessara fyrir- tækja. Hjörleifur Guttormsson má með réttu teljast frumkvöðull í þeim umræðum en ásakanir hans um „hækkun í hafi“ fyrir svo sem þremur áratugum snertu viðkvæmar taugar í sálarlífi okkar stuðningsmanna stóriðju á sínum tíma. Frá þeim tíma hefur alþjóðavæðing eða “„globali- sation“ vakið sterk viðbrögð víða um heim en þá er í einu orði vísað til þeirra breytinga, sem hafa orðið í við- skiptum þjóða í milli með lækkandi tollmúrum og vax- andi frelsi í flutningi fjármagns milli landa og heims- hluta. Alþjóðavæðingin hefur hvað eftir annað kallað fram sterkar mómælaöldur sem hafa ekki vakið mikla athygli eða mikil viðbrögð hér en hafa þó snert okkur með ýms- um hætti. Deilur um Panamaskjölin og viðskipti Íslend- inga í margvíslegum „skattaskjólum“ víða um heim hefðu t.d. ekki komið til sögunnar nema vegna þess að með EES-samningnum varð til frelsi í fjármagnsflutn- ingum, sem naut vinsælda hér fyrir hrun og þá ekki sízt að eiga peninga í banka í Lúxemborg. Með hruninu var lokað fyrir þá möguleika, sem nú eru að opnast aftur og er almennt fagnað að því er virðist. Að vísu eru ekki miklar líkur á fjárstreymi úr landi vegna þess að inn- lánsvextir í nálægum löndum eru ýmist lágir eða nei- kvæðir og hlutabréfaverð ekki í hæstu hæðum. En alþjóðavæðingin hefur haft fleira í för með sér en frelsi einstaklinga til að flytja fé á milli landa. Hún hefur leitt til þess að lífið hefur brosað við stórum alþjóðlegum fyrirtækjum. Síðustu árin fyrir hrun var það orðinn veruleiki hér, þótt lítið væri um það talað þá að stærstu fyrirtækin voru orðin áhrifameiri en kjörnir fulltrúar á Alþingi og gátu farið sínu fram. Ef stjórnmálamenn andæfðu var sagt: Þá flytjum við úr landi, förum með peningana og starfsemi okkar og skiljum eftir atvinnu- laust fólk. Þessa röksemd mátti heyra í viðtali í Kastljósi RÚV fyrir nokkru, þegar erlendur stjórnandi slitabús gamla Kaupþings var að rökstyðja fyrirhugaðar bónus- greiðslur til starfsmanna með því að auðvitað gæti hann bara farið með starfsemi leifanna af Kaupþingi til Bret- lands. Hin stóru alþjóðlegu fyrirtæki hafa ríkisstjórnir jafn- vel milljónaþjóða nánast í hendi sér. Þau efna til sam- keppni á milli landa um hvar þau eigi að reisa iðjuver, sem skapi mikla fjárfestingu, mikinn fjölda starfa og al- mennt mikil umsvif. Slíka samkeppni nota þau til að knýja niður orkuverð, t.d. á raf- magni hér, til þess að knýja fram skattaívilnanir og rekstrar- umhverfi, sem gerir þeim í raun kleift að komast hjá skatt- greiðslum. Þau beita líka slíkum áhrifum til þess að koma í veg fyrir lagabreytingar, sem þau telja sér andsnúnar og oftar en ekki ná þau tilætluðum árangri. Sem dæmi um þetta má nefna að á árabilinu 1987- 1999 nam hagnaður ástralska blaðakóngsins, Ruperts Murdochs af fjölmiðlastarfsemi í Bretlandi 2,3 millj- örðum dollara en af þeim hagnaði borgaði hann ekki eitt penní í skatta þar í landi og ekki nema 6% af hagnaði starfsemi sinnar á heimsvísu. Í forsætisráðherratíð To- nys Blair hafði þýzka bílasmiðjan BMW eignast Rover- bílasmiðjuna í Bretlandi og hótaði að flytja eina verk- smiðju hennar úr landi. Út á það fékk hún 150 milljón punda ríkisstyrk til þess að bjarga 10 þúsund störfum og hvarf svo úr landi ári síðar án þess að tala við kóng eða prest en þá voru kosningar að vísu afstaðnar. Þótt hér sé vísað til fyrirtækja á það sama við um ein- staklinga, sem hafa yfir einhverjum fjármunum að ráða. Telji þeir hagsmunum sínum ógnað er stutt í yfirlýsingu um að þá flytji þeir bara úr landi eins og heyra mátti úr mörgum hornum í Bretlandi í aðdraganda Brexit- kosninganna sl. sumar. Þessi sérstaða alþjóðlegra stórfyrirtækja og auðugra einstaklinga sem alþjóðavæðingin hefur skapað þeim á mikinn þátt í þeim gífurlega ójöfnuði, sem er að verða að helzta kosningamáli, bæði hér, í Bandaríkjunum og víð- ar um heim. Það er orðið tímabært að við hér á þessari eyju norð- ur í höfum förum að setja umræðurnar um frelsi í fjár- magnsviðskiptum og öðrum samskiptum landa í milli í samhengi við þau álitamál, sem við erum að ræða hér í okkar litlu veröld frá degi til dags. Það er til önnur hlið á „alþjóðavæðingu“ „Þá förum við bara úr landi“ – er hótun sem heyrist beint og óbeint. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Einn merkasti áfanginn í barátt-unni fyrir jafnrétti kynjanna, sem er auðvitað órofaþáttur í frelsi einstaklinganna, var árið 1911, þeg- ar Alþingi samþykkti frumvarp Hannesar Hafsteins um jafnan rétt kvenna og karla til menntunar, námsstyrkja og embætta. Voru Ís- lendingar ein fyrsta þjóðin til að tryggja þennan mikilvæga rétt. Hann skipti hæfileikakonur miklu meira máli en sá réttur, sem konur fengu 1915 til að kjósa þingmenn á fjögurra ára fresti. Hannes Hafstein var sannfærður jafnréttissinni og flutti frumvarpið í samráði við vinkonu sína Bríeti Bjarnhéðinsdóttur. Hann hafði raunar líka látið það verða eitt sitt fyrsta verk sem ráðherra 1904 að opna Lærða skólann í Reykjavík fyrir konum. Í Ritmennt 2005 segir Auður Styrkársdóttir stjórnmála- fræðingur, að Hannes verðskuldi „nafngiftina leiðtogi fyrir að hafa greitt kvenréttindum götu á Íslandi — þótt Bríet sé auðvitað Leiðtog- inn“. Auður veltir fyrir sér, hvaðan Hannesi hafi komið áhugi á jafn- rétti kynjanna, og bendir á, að hann var „umkringdur sterkum konum“ og sjö dætra faðir. En svipað mátti segja um marga aðra karla þeirrar tíðar, og aðhylltust þeir þó ekki jafnrétti. Sennilegri skýring blasir við. Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn sat Hann- es við fótskör hins víðkunna rithöf- undar Georgs Brandesar, sem hafði snarað riti Johns Stuarts Mills, Kúgun kvenna (The Su- bjection of Women), á dönsku sama ár og hún kom út á ensku 1869 og aukið við formála, þar sem hann tók afdráttarlaust undir með Mill. Brandes hafði mikil áhrif á marga aðra Hafnarstúdenta, þar á meðal eflaust á Sigurð Jónasson frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, sem íslenskaði bók Mills um 1885, og kom hún út árið 1900, en þá var Sigurður látinn af slysförum. Svo illa vildi til, þegar íslenska þýðingin var endurútgefin 1997, að misfarið var með nafn Sigurðar og hans að engu getið, en bætt var úr því í endurprentun 2003. Svanur Kristjánsson stjórnmála- fræðiprófessor gerir líka minna úr afreki Hannesar Hafsteins með lögunum 1911 en efni standa til, því að hann segir í Ritinu 2008, að Hannes hafi þá verið ráðherra. Hann var þá í stjórnarandstöðu, eins og prófessorinn ætti að vita. Hannes var ráðherra 1904-1909 og 1912-1914. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Jafnréttissinninn Hannes Hafstein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.