Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.10.2016, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. OKTÓBER 2016 Alþingi samþykkti nýlega innleiðingu á til- skipun ESB um sam- evrópskt fjármálaeft- irlit. Málið er jákvætt að því leyti að því er ætlað að draga úr lík- um á fjármálahruni. Það felur hins vegar í sér meira framsal á rík- isvaldi til yfirþjóðlegrar stofnunar en dæmi eru um frá stofnun Evrópska efnahags- svæðisins. Andstaða við samþykkt málsins á Alþingi byggðist á því að framsalið væri meira en þröngar heimildir stjórnarskrárinnar leyfðu. Hvort sem málið er skoðað afmark- að, eða í samhengi við fyrri innleið- ingar, þá er öllum jóst að aðild okk- ar að EES krefst nú mun meira framsals á fullveldi en í upphafi var ætlað. Æ fleiri telja að framsalið sé komið út fyrir þau mörk sem stjórn- arskráin heimilar. Innan stjórnskip- unar- og eftirlitsnefndar Alþingis töldu sumir þingmenn að samevr- ópska fjármálaeftirlitið reyndi á „ýtrasta þanþol“ stjórnarskrárinnar meðan aðrir töldu málið andstætt henni. Ekki væri því hægt að fallast á það nema stjórnarskránni væri áð- ur breytt þannig að aukinn meiri- hluti Alþingis mætti framselja ríkis- vald til yfirþjóðlegra stofnana. Stjórnskipulegir annmarkar Þegar málið kom fyrst fram 2012 í tíð minni sem utanríkisráðherra varð strax ljóst að á því voru alvarlegir stjórnskipulegir ann- markar. Ég óskaði því eftir álitsgerð tveggja virtustu stjórnlaga- fræðinga okkar, pró- fessoranna Bjargar Thorarensen og Stef- áns Más Stefánssonar. Niðurstaða þeirra var sú, að það framsal rík- isvalds sem málið krafðist uppfyllti ekki þau skilyrði að vera á þröngu og afmörkuðu sviði. Auk þess væri það í mun ríkari mæli íþyngjandi en fyrri innleiðingar enda „hvers kyns fjármálastarf- semi“ undir. Yfirþjóðlegri stofnun var m.a. fært vald til að stöðva rekstur íslenskra fyrirtækja á fjármálasviði við tilteknar aðstæður. Stjórnskipunarfræðingarnir sögðu skýrt að samþykkt málsins fæli í sér umfangsmeira valda- framsal en í fyrri innleiðingum. Þau ítrekuðu jafnframt, eins og marg- sinnis áður við Alþingi, að ekki bæri að skoða slík mál einangruð hvert fyrir sig, heldur þyrfti jafnframt að meta sameiginlegt valdaframsal allra innleiðinga, sem hafa frá stofn- un EES krafist þess að vald væri fært til yfirþjóðlegra stofnana. Prófessorarnir bentu á þann möguleika að hugsanlega mætti að- laga íslenskan rétt að umræddri löggjöf ESB með því að fara hina s.k. „tveggja-stoða“ leið, en EES hvílir á samspili annars vegar EFTA- og hins vegar ESB-stoða. Ný ríkisstjórn ákvað að fela aðeins einum manni, dósent við HÍ, að út- færa þá lausn. Áður hafði réttar- farsnefnd gagnrýnt sömu vinnu- brögð við breytingu á sam- keppnislögum árið 2005, þegar sektarvald vegna samkeppnislaga var flutt til yfirþjóðlegrar stofnunar. Þar var þó um snöggum minna valdaframsal að ræða. „Meiriháttar valdaframsal“ Þegar ný útfærsla var kynnt Al- þingi varð það niðurstaða mín og margra annarra þingmanna að mál- ið fæli enn í sér umfangsmeira framsal á ríkisvaldi til yfirþjóð- legrar stofnunar en nokkur dæmi eru um frá stofnun EES. Nýja út- færslan nær ekki að skapa það inn- rím við stjórnarskrána að hún standi óbrotin eftir. Það getur haft alvarlegar afleiðingar. Dómstóll gæti t.d. komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun um að stöðva fyrir- varalaust rekstur íslensks fjármála- fyrirtækis væri í andstöðu við stjórnarskrána. Hvar lægi þá bóta- skyldan? Ekki hjá ESB eða EFTA, þar sem ákvörðunin var þó tekin, heldur hjá íslenska ríkinu, og ís- lenskum skattgreiðendum. Það undirstrikar svo á hvers kon- ar holklaka meirihluti Alþingi stóð þegar hann samþykkti málið, að þá höfðu bæði Björg Thorarensen og Stefán Már Stefánsson, sem upp- haflega bentu á tveggja-stoða lausn- ina, stigið fram og kveðið afdráttar- laust upp úr með að samþykkt málsins fæli í sér meira framsal á valdi til yfirþjóðlegra stofnana en áður hefur gerst. Þau töldu fram- salið vera komið yfir þau mörk sem stjórnarskráin þolir. Norðmenn gátu innleitt sömu til- skipun án þess að lenda í samskonar glímu við sína stjórnarskrá. Þeir höfðu áður með hliðsjón af hugsan- legri inngöngu í ESB breytt stjórn- arskrá sinni þannig að hún heimilar auknum meirihluta þingheims að samþykkja „meiriháttar valda- framsal.“ Skilyrðið um aukinn meirihluta felur í sér að 3/4 af 2/3 þingmanna hið minnsta gjaldi fram- salinu jáyrði. Norðmenn töldu fram- salið sem fylgdi samevrópska fjár- málaeftirlitinu af slíkri stærðargráðu að þeir afréðu að beita hinu sérstaka framsalsákvæði í fyrsta skipti við innleiðingu máls- ins. Það sem norska Stórþingið taldi „meiriháttar framsal“ var hins veg- ar smávægilegt í augum meirihluta Alþingis. Nýja stjórnarskrá Þegar Ísland samþykkti aðild að EES var það gert á grundvelli álits- gerðar fjögurra lögvitringa, sem komust að þeirri niðurstöðu að valdaframsalið sem tengdist aðild- inni væri vel afmarkað, ekki veru- legt, og það væri ekki íþyngjandi í ríkum mæli. Þeir sögðu hins vegar skýrt, að kæmi í ljós að þróunin yrði með þeim hætti, að forsendur þeirra stæðust ekki, þá væri Ísland skuld- bundið að þjóðarétti til að breyta stjórnarskránni. Sú staða er nú komin upp. Við upphaf EES sáu menn ekki fyrir þá þróun að fjölmargar stofnanir yrðu til innan ESB, með sérstöku reglu- verki, sem Ísland þyrfti að innleiða. Málum sem fela í sér framsal á rík- isvalds til yfirþjóðlegrar stofnunar hefur því fjölgað á seinni árum. Sú þróun heldur áfram. Nú þegar bíða þrjú ný mál upptöku í EES- samninginn, sem öll hafa í för með sér framsal valds. Í mínum huga er ekki vafamál að samanlagt framsal á ríkisvaldi vegna innleiðingar laga frá ESB er komið fram yfir þau mörk sem tak- markaðar heimildir stjórnarskrár- innar leyfa. Ísland er komið að þeim tímamótum að áframhaldandi þátt- taka í EES kallar á að stjórnar- skránni verði breytt þannig að auknum meirihluta Alþingis verði heimilt að framselja vald til yfir- þjóðlegra stofnana. Slíkt ákvæði er einmitt að finna í drögum Stjórnlag- aráðs að nýrri stjórnarskrá. Það færi vel á því að meðal fyrstu verka nýrrar ríkisstjórnar yrði að ljúka því verki. Stjórnarskráin verður að uppfylla okkar þarfir – og við henn- ar. Eftir Össur Skarphéðinsson » Alþingi samþykkti nýlega innleiðingu á tilskipun ESB sem felur í sér meira framsal á ríkisvaldi en dæmi eru til um frá stofnun EES. Össur Skarphéðinsson Höfundur er alþingismaður. EES kallar á nýja stjórnarskrá Haustlitir Hún er óviðjafnanleg fegurðin og fjölbreytnin í haustlitum gróðursins nú þegar kólnar og lauf trjánna breyta um lit. Ferðamenn á Þingvöllum voru heillaðir og tóku myndir. Ómar Ríkisstjórn Samfylk- ingarinnar og Vinstri grænna vann mörg vond verk. Tvö voru þó sérstaklega slæm að því leyti að þau báru vitni um ofstæk- isfullt hugarfar. Ice- save-málið, þar sem allt var gert til að hengja ótrúlegar skuldir á saklausa Ís- lendinga og rýra lífskjör þeirra um ókomin ár, var annað. Hitt var hið afar ógeðfellda landsdómsmál, þar sem efnt var til rétt- arhalda yfir pólitísk- um andstæðingi vegna sakargifta sem allir sanngjarnir menn gátu frá upp- hafi séð að héldu ekki vatni. Mér veittist sú ánægja á þessum tíma að taka þátt í baráttunni gegn því að Icesave-skuldirnar yrðu lagðar á Íslend- inga. Sú barátta var löng og ströng. Lengi var við ofur- efli að etja. Stjórnarmeirihlutinn á Alþingi, fréttastofurnar, „fræði- mennirnir“ og forysta atvinnulífs- ins beittu sér af fullum krafti. Kratarnir stóðu saman sem aldrei fyrr. Á þeim tíma, sem ég gat fylgst með baráttunni úr návígi, fór hins vegar aldrei milli mála hvaða stjórnmálamaður barðist mest og best fyrir hinum góða málstað Ís- lands. Þar var einn maður í sér- flokki, þótt margir aðrir hafi staðið sig vel. Ekki er á neinn hallað þótt því sé haldið til haga að öll þau ár sem tekist var á um Icesave-málið inn- an veggja Alþingis, var formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, langfremstur meðal jafningja í vörninni þar. Frá upphafi til enda var hann vakinn og sofinn í baráttunni, skildi málið í þaula og missti aldrei sjónar á því að það snerist um rétt og rangt. Um afstöðu hans þurfti aldrei að efast enda uppskar flokkur hans rækilega í þingkosningunum 2013, skömmu eftir að EFTA-dómstóll- inn hafði kveðið upp sinn dóm með fullnaðarsigri Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur vafalaust sína galla, eins og allir aðrir menn. En kostina hefur hann ríkulega. Hann er raunveru- legur forystumaður sem ekki brotnar undan álagi. Hann gafst aldrei upp í Icesave-málinu og hann hefði aldrei tekið þátt í því að efna til pólitískra réttarhalda yfir andstæðingi. Enda þola ofstækismennirnir hann ekki. Maðurinn sem ofstækismennirnir þola ekki Eftir Bergþór Óla- son Bergþór Ólason » Sigmundur Davíð gafst aldrei upp í Icesave-málinu og hann hefði aldrei tekið þátt í að efna til pólitískra réttarhalda yfir andstæðingi. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.