Morgunblaðið - 08.10.2016, Qupperneq 1
L A U G A R D A G U R 8. O K T Ó B E R 2 0 1 6
Stofnað 1913 236. tölublað 104. árgangur
BOFF KONKERZ
HANNAÐI
GALDRASTAFI FRUMFLUTNINGUR
TÓNLEIKAR 46HÚÐFLÚR 12
Frír ís
fyrir
krakka!
í október
Nánar ábls 13
Morgunblaðið/Þórður
Perlan Fékk viðurkenningu sem besti veit-
ingastaðurinn á snúningsgólfi.
Veitingahúsið Perlan, sem rekið
hefur hágæða veitingahús og bar á
efstu hæð Perlunnar auk kaffiteríu
á 4. hæð í rúmlega aldarfjórðung,
hættir starfsemi í byrjun nýs árs. Í
staðinn koma verslanir með útivist-
arfatnað og minjagripi og kaffihús.
Í veitingahúsinu Perlunni hafa
starfað að jafnaði um 100 manns í
60-70 stöðugildum. Í september síð-
astliðnum var 35 starfsmönnum
sagt upp sem voru með þriggja
mánaða uppsagnarfrest. Öðru
starfsfólki verður sagt upp eftir því
sem á líður og uppsagnarfrestir
krefjast. »15
Uppsagnir í Perlunni
vegna lokunar um
næstu áramót
Kristján H. Johannessen
Jón Þórisson
Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar í
gær að leggja til að lágmarksbætur
einstæðra eldri borgara verði 300
þúsund krónur á mánuði frá 1. jan-
úar 2018, en það er háð því að þeir
hafi ekki aðrar tekjur sem hafa áhrif
á fjárhæð bótanna. Hins vegar muni
bæturnar hækka strax í 280 þúsund
krónur um næstu áramót.
Þá verður framfærsluviðmið ör-
yrkja einnig 300 þúsund krónur á
mánuði frá sama tíma, að því er
fram kemur í tilkynningu sem rík-
isstjórnin sendi frá sér.
Sömuleiðis kemur þar fram að frí-
tekjumark verði sett á allar tekjur
eldri borgara og gildir þá einu hvort
um lífeyrissjóðs-, atvinnu- eða fjár-
magnstekjur er að ræða. Frítekju-
markið, sem undanþegið er við út-
reikning bóta, verði 25 þúsund
krónur. Einnig er gert ráð fyrir að
hækkun lífeyristökualdurs verði
hraðað um 12 ár.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og
efnahagsráðherra, segist vonast til
þess að tillögurnar fái „góðan hljóm-
grunn í þinginu“ og hægt verði að
afgreiða þær á skömmum tíma.
Ellen Calmon, formaður Öryrkja-
bandalags Íslands, segist hafa
glaðst mjög er hún fyrst frétti af
hækkun lágmarksbóta. „En svo varð
ég hins vegar mjög leið þegar ég
frétti að þessi hækkun ætti öll að
eiga sér stað í gegnum svokallaða
sérstaka framfærsluuppbót. Það er
einungis hluti örorkulífeyrisþega
sem fær hana,“ segir Ellen og held-
ur áfram:
„Ef hækkunin fer öll þar í gegn þá
mun ríkisstjórnin einungis viðhalda
skerðingunni „króna á móti krónu“
og það er afar atvinnuletjandi.“
Hámarkið sett í hálfa milljón
Ríkisstjórnin samþykkti einnig á
fundi sínum í gær tillögur sem fela í
sér hækkun hámarksgreiðslu í fæð-
ingarorlofi úr 370 þúsund krónum á
mánuði í 500 þúsund krónur. Fæð-
ingarstyrkur og lágmarksgreiðslur í
fæðingarorlofi hækka einnig.
Gildistaka breytinganna miðast
við 15. október næstkomandi.
Tryggja hærri lágmarksbætur
Ríkisstjórnin leggur til breytingar sem bæta kjör aldraðra og öryrkja For-
maður ÖBÍ segir ekki alla öryrkja njóta góðs af Fæðingarorlof hækkar einnig
MKjör aldraðra og öryrkja bætt »4
Margir af fremstu listamönnum norðurslóða kynna nú
menningu sína og listir í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu
Hörpu í Reykjavík. Í gær var þar sett ráðstefnan
Hringborð norðurslóða þar sem m.a. Ban Ki-moon,
framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flytur ávarp,
en fyrirlesarar eru yfir 400 víða að úr heiminum.
Meðal þeirra listamanna sem koma fram eru Zarina
Olox Kopyrina, sem þekkt er fyrir töfrandi rödd og
sterka sviðsframkomu, og hljóðfæraleikarinn Spiridon
Shishigin, en hann leikur á munngígju.
Þegar ljósmyndari Morgunblaðsins sótti Hörpu heim
í gær hitti hann fyrir þjóðlagasöngkonuna Anisiia
Fedorova frá Jakútíu og sést hún til vinstri á meðfylgj-
andi mynd í afar þjóðlegum klæðum.
Listamenn norðurslóða kynna sig
Morgunblaðið/Eggert
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa iðar af lífi á Hringborði norðurslóða
Ísland er nú í
fimmta sæti yfir
þær þjóðir heims
þar sem lands-
framleiðsla á
mann er hæst.
Gísli Hauksson,
forstjóri
Gamma, segir
stöðuna öfunds-
verða en að
halda verði rétt
á málum til að glutra ekki niður
þeim árangri sem náðst hefur.
Telur hann að greiða megi upp
allar skuldir ríkissjóðs á næstu
fimm árum. »22
Landsframleiðsla á
mann óvíða hærri
Gísli
Hauksson
„Miðað við þær upplýsingar sem við
höfum um sölu á bókum Halldórs
Kiljans Laxness er Arnaldur búinn
að slá met hans en bækur Halldórs
eru hingað til
taldar hafa selst í
um 10 milljónum
eintaka,“ segir
Hólmfríður Úa
Matthíasdóttir,
útgefandi For-
lagsins.
Miðað við alla
sölu á öllum bók-
um Arnaldar
Indriðasonar eru
þær sölutölur
komnar vel yfir 12 milljónir eintaka
á heimsvísu en bókin Sjálfstætt fólk
eftir Halldór Laxness er þó enn sú
staka bók eftir Íslending sem hefur
selst í flestum eintökum erlendis.
Hólmfríður segir að í raun sé það
þó svo að aldrei verði hægt að segja
með hundrað prósent vissu að ís-
lenskir rithöfundar hafi skákað Nób-
elsverðlaunaskáldinu því á þeim
tíma sem Halldór Laxness hóf sinn
rithöfundarferil, og langt fram eftir
honum, voru samantektir á sölutöl-
um ekki fullnægjandi.
„Fyrsta bók Halldórs Kiljans
Laxness í erlendri útgáfu kom út
fyrir 82 árum og á þeim tíma voru
auðvitað engar tölvur og því ekki
jafnauðvelt að halda utan um og
nálgast upplýsingar.
En þetta er engu að síður það sem
við höldum og segjum eftir bestu vit-
und; að Arnaldur sé búinn að selja
tveimur milljónum eintaka fleiri
bækur en Halldór Kiljan Laxness.
Sá fyrirvari sem við setjum á þetta
er að einhvern tímann gæti eitthvað
dúkkað upp sem við vitum ekki í dag
varðandi sölu á bókum Halldórs,
þótt ég eigi ekki von á því.“
Nánar er fjallað um málið í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Selt meira
en Nóbels-
skáldið
Arnaldur Ind-
riðason að slá met
Arnaldur
Indriðason