Morgunblaðið - 08.10.2016, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016
VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS
Verð frá465.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar
á mann m.v. 2 í herbergi.
Verð án Vildarpunkta: 475.900 kr.
9.–22. apríl
13 nætur
Páskar
í Kína
Flogið með Icelandair
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Þó svo að rigning og vindstrekkingur hafi verið í
stórum hlutverkum hjá veðurguðunum að und-
anförnu hefur verið þokkalega hlýtt á höfuð-
borgarsvæðinu. Skokk í góðum félagsskap
hressir, bætir og kætir og veðrið skiptir þá ekki
öllu máli.
Sólarglenna heilsaði þessum félögum sem
hlupu á milli trjánna í Laugardalnum í gær og
haustlitað laufið rammaði inn hlaupaleiðina.
Skokkað í góðum félagsskap
Morgunblaðið/Golli
Útivistin hressir, bætir og kætir
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í
gær að leggja til að lágmarksbætur
eldri borgara verði 300 þúsund krón-
ur, frítekjumarki verði komið á, auk
annarra breytinga. Hins vegar muni
bæturnar hækka strax um næstu ára-
mót í 280 þúsund á mánuði. Jafnframt
verður framfærsluviðmið öryrkja 300
þúsund krónur á mánuði frá sama
tíma.
Sömuleiðis er lagt til að frítekju-
mark verði sett á allar tekjur eldri
borgara og gildir þá einu hvort um líf-
eyrissjóðstekjur, atvinnutekjur eða
fjármagnstekjur er að ræða. Frí-
tekjumarkið, sem undanþegið er við
útreikning bóta, verði 25 þúsund
krónur.
Þá er gert ráð fyrir að hækkun líf-
eyristökualdurs
verði hraðað um
12 ár, en frum-
varpið gerði ráð
fyrir að hækkunin
úr 67 árum í 70 ár
ætti sér stað á 24
árum.
„Í kjölfar fram-
lagningar frum-
varpsins bárust
umsagnir um það.
Við höfum farið yfir stöðuna og met-
um það svo að tvö atriði standi upp úr.
Annað er að tryggja ber 300 þúsund
króna viðmiðið sem lágmark og við
leggjum til við þingið að því verði náð
1. janúar 2018, en strax um næstu
áramót verði miðað við 280 þúsund
krónur,“ segir Bjarni Benediktsson,
fjármála- og efnahagsráðherra.
„Hitt atriðið, sem mjög hefur verið
í umræðunni, er það sem snýr að frí-
tekjumarki. Með breytingunni nú er
það skref stigið, að tryggja frítekju-
mark af tekjum eldri borgara, meðal
annars af bótum almannatrygginga,
upp að 25 þúsund krónum.“
10 milljarða kostnaðarauki
Bjarni segir frumvarpið sameina
marga bótaflokka úr því kerfi sem nú
gildir. „Þar var um að ræða grunnlíf-
eyri, tekjutryggingu, framfærsluupp-
bót en þessir bótaflokkar voru allir
með ólíkar skerðingarreglur gagn-
vart tekjum. Frumvarpið sem nú er
til meðferðar tekur alla þessa bóta-
flokka og sameinar í einn. Hins vegar
gerði frumvarpið ekki ráð fyrir nein-
um frítekjum vegna þessa. Nú erum
við að bæta úr því.“
Fram kemur í tilkynningu ríkis-
stjórnarinnar að áætlað sé að þessi
breyting ásamt þeim sem frumvarpið
hafði þegar gert ráð fyrir kosti árlega
10 milljarða króna.
„Það er nokkurt svigrúm í lang-
tímaáætlun okkar,“ segir Bjarni. „En
það er ljóst að samhliða því að við
uppfærum tekjuáætlun ríkisins út frá
nýjustu þjóðhagsspá og fyrir fjárlaga-
árin 2017 og 2018, mun koma í ljós
hvort þessar breytingar nú kalli á sér-
stakar ráðstafanir.“
Vonast eftir góðum hljómgrunni
Fjöldi mála bíður enn afgreiðslu
þingsins en fyrir liggur að kosið verð-
ur til Alþingis 29. október næstkom-
andi.
„Við vonumst til að þessar breyt-
ingartillögur fái góðan hljómgrunn í
þinginu og málið getið fengið af-
greiðslu mjög hratt, jafnvel strax eftir
helgi.“
Kjör aldraðra og öryrkja bætt
Ríkisstjórnin leggur til breytingar sem tryggja eldri borgurum og öryrkjum
hærri lágmarksbætur 25 þúsund króna frítekjumark á allar tekjur eldri borgara
Bjarni
Benediktsson
„Það eru auðvitað uppi blendnar
tilfinningar í þessu máli, en við met-
um ástandið hins vegar svo að þetta
sé betri kostur en að láta svæðið
fara endanlega niður í svaðið,“ seg-
ir Garðar Eiríksson, talsmaður
Landeigendafélags Geysis. Í gær
náðust samningar á milli félagsins
og íslenska ríkisins um kaup hins
síðarnefnda á öllum eignarhluta
Landeigendafélagsins innan girð-
ingar á Geysissvæðinu.
Ríkið hefur um margra ára skeið
átt í viðræðum við sameigendur
sína innan girðingar á Geysissvæð-
inu um hugsanleg kaup ríkisins á
eignarhluta þeirra. Nýgerður
samningur bindur því enda á ára-
langar viðræður um að ríkið eignist
svæðið að fullu, en deilur um gjald-
töku inn á svæðið rötuðu m.a. fyrir
dómstóla fyrir tveimur árum.
Kaupverð lagt í mat
Svæðið innan girðingar á Geysi
er u.þ.b. 19,9 hektarar að stærð.
Innan þess svæðis á ríkið sem sér-
eign u.þ.b. 2,3 hektara lands fyrir
miðju svæðisins, en þar eru hver-
irnir Geysir, Strokkur, Blesi og
Óþverrishola. Það sem eftir stend-
ur, eða u.þ.b.17,6 ha., er í sameign
ríkisins og Landeigendafélagsins.
Fram kemur í tilkynningu fjár-
málaráðuneytisins að samkvæmt
samningi verður kaupverð eign-
arhlutans lagt í mat þriggja dóm-
kvaddra matsmanna. Fyrir um
þremur árum var svæðið hins vegar
í heild metið á 2,5 til 3,5 milljarða
króna. Á síðasta ári buðu landeig-
endur um 800 milljónir króna í hlut
ríkisins á Geysissvæðinu, en því til-
boði var hafnað.
„Við undirritun samningsins tók
ríkið formlega við umráðum alls
lands sameigenda innan girðingar
við Geysi. Þar með er ríkið orðið
eigandi alls þess svæðis, en ríkið á
þegar stóran hlut aðliggjandi land-
svæða utan girðingar,“ segir í til-
kynningu ráðuneytisins. khj@mbl.is
Ríkið eignast Geysissvæðið
Morgunblaðið/Ómar
Goshver Ríkið hefur nú gengið frá
samningum við landeigendur.
Gengið hefur ver-
ið frá samningum við
Landeigendafélagið
„Já, ég er mjög ánægð með þetta og
allir í ríkisstjórninni voru sam-
mála,“ segir Eygló Harðardóttir, fé-
lags- og
húsnæðismála-
ráðherra, en
ríkisstjórnin
samþykkti í gær
tillögu hennar
sem felur í sér
hækkun há-
marksgreiðslu í
fæðingarorlofi úr
370.000 kr. á
mánuði í 500.000
kr. á mánuði.
Fæðingarstyrkur og lágmarks-
greiðslur í fæðingarorlofi hækka
einnig.
„Breytingin verður að veruleika
núna strax 15. október næstkom-
andi,“ segir Eygló.
Endurreisa kerfið
Lög um foreldraorlof gera ráð
fyrir tekjutengdum greiðslum úr
Fæðingarorlofssjóði þegar for-
eldrar taka fæðingarorlof, en
greiðslurnar verða aldrei hærri en
nemur ákveðinni hámarksfjárhæð.
Hámarksgreiðslan var lækkuð oftar
en einu sinni í kjölfar efnahags-
hrunsins og varð lægst 300.000 kr. á
mánuði. Þann 1. janúar 2014 var há-
marksgreiðslan hækkuð í 370.000
kr. og hefur hún verið óbreytt síðan.
Hafa verið deilur um þetta í rík-
isstjórninni?
„Nei, það hafa allir verið sammála
um að það þyrfti að endurreisa kerf-
ið. En menn hafa ekki verið sam-
mála um hvernig væri farið að því.
Það er helst lengd fæðingarorlofs-
ins sem hefur ekki verið sátt um. En
annars hefur mér virst allir vera
sáttir varðandi hækkunina.“
borkur@mbl.is
Hámarkið
komið í
hálfa milljón
Eygló
Harðardóttir
Fæðingarorlofið
hækkað í október
Morgunblaðið/Heiddi
Samvera Börnin eru það sem skipt-
ir flesta mestu máli í þessu lífi.