Morgunblaðið - 08.10.2016, Side 6

Morgunblaðið - 08.10.2016, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 SVIÐSLJÓS Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Allt bendir til þess að stórfelldar svipt- ingar verði á fylgi milli flokka í alþing- iskosningunum sem fram fara eftir réttar þrjár vikur ef marka má niður- stöður fylgiskönnunar Félagsvísinda- stofnunar fyrir Morgunblaðið, sem greint var frá í blaðinu í gær. Sex flokkar fengju þingmenn kjörna ef kosningaúrslitin yrðu þau sömu og niðurstöður könnunarinnar. Sjö fram- boð næðu ekki manni á þing, þó litlu muni, einkum í tilviki Bjartrar fram- tíðar sem mælist nú með 4% fylgi. Margt getur breyst fram að kosning- unum. Kæmi á óvart ef úrslitin vikju meira en 5% frá nýjustu könnun Óvissan er mjög mikil og veruleg hreyfing á kjósendum. Nú eins og oft áður eru margir kjósendur enn óráðn- ir, að sögn Ólafs Þ. Harðarsonar, pró- fessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í seinustu kosningum 2013 urðu meiri sveiflur á milli flokka en nokkru sinni áður að sögn Ólafs. Hann bendir þó á að kannanir að undanförnu hafa í grófum dráttum gefið svipaða mynd af stöðunni. Það myndi því koma nokkuð á óvart að mati hans ef sjálf kosningaúrslitin myndu víkja mikið meira en fimm pró- sentustigum frá þessum niðurstöðum Félagsvísindastofnunar og svipuðum niðurstöðum annarra kannana að und- anförnu. Þó sé alls ekki hægt að úti- loka að meiri sveiflur verði á fylginu. Nýja könnun Félagsvísindastofn- unar leiddi í ljós að Sjálfstæðisflokk- urinn fengi 26% atkvæða, Píratar 20%, Vinstri græn 17% ef gengið yrði til al- þingiskosninga nú. Viðreisn mælist með 12% atkvæða, Framsóknarflokk- urinn 10% og Samfylkingin 6%. Aðrir flokkar næðu ekki inn þingmönnum. Meiriháttar breyting ef „fjór- flokkarnir“ fara í 50-60% Þegar þessar niðurstöður eru born- ar undir Ólaf segir hann stöðu gömlu flokkanna fjögurra, Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, Samfylkingar og Vinstri grænna, athyglisverða. Þeir hafa nú verið að mælast með samanlagt 50 til 60 prósenta fylgi. Í langflestum kosn- ingum allt frá 1931 hafa gömlu „fjór- flokkarnir“ verið samanlagt með yfir 90% fylgi í kosningum. „Það lægsta sem þeir hafa farið gerðist tvisvar. Í kosningunum 1987 og í síðustu kosn- ingum 2013 en þá fengu þeir um 75%. Þannig að ef þetta gengi eftir þá væri það meiri háttar breyting á hefð- bundnum styrkleikahlutföllum í ís- lenskri pólitík,“ segir Ólafur. 10-12% yrði versta útkoman í 100 ára sögu Framsóknar Hvað snertir stöðu einstakra flokka segir hann vekja sérstaka athygli hvað Samfylkingunni gangi illa en hún mælist með um 6% í könnun Félags- vísindastofnunar. Það sé að vísu óvenjulega lítið fylgi en engu að síður þá hafi hún eingöngu verið að mælast með innan við tíu prósent í könnunum að undanförnu. Framsóknarflokkurinn hefur verið að mælast í tíu til tólf prósenta fylgi og segir Ólafur að ef sú yrði raunin í al- þingiskosningunum þá yrði það versta útkoma Framsóknar frá upphafi í 100 ára sögu flokksins. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur verið á þokkalegu skriði í könn- unum að undanförnu. VG fékk tæp 11% í kosningunum 2013 en mælist nú með yfir 16% fylgi og Ólafur segir að Sjálfstæðisflokkurinn geti í sjálfu sér vel við unað og mælist nú með svipað fylgi og síðast en hann bendir þó á að ef útkoman yrði sú að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi í kringum 25% í kosn- ingunum, væru það þriðju kosning- arnar í röð þar sem flokkurinn er á því róli. ,,Þá veltir maður fyrir sér hvort það sé orðin varanleg breyting frá þeim tímum þegar hann var venjulega með 35 til 40 prósent,“ segir Ólafur. Viðreisn býður fram í fyrsta skipti og segir Ólafur að gott gengi hennar í könnunum sé athyglisvert. Í könnun Félagsvísindastofnunar mælist Við- reisn með tæp 12%. „Ef Viðreisn fengi 12-13% þá væri það mesta fylgi sem nýr flokkur hefur fengið alveg frá því að núverandi flokkakerfi komst á,“ segir Ólafur. Það hafi bara tvisvar gerst í sögunni að aðrir flokkar en gömlu flokkarnir fjórir hafi farið yfir tíu prósent í þingkosningum. Það voru Borgaraflokkurinn (10,9%) og Kvennalistinn (10,1%) í kosningunum árið 1987. Ef nýir flokkar fá yfir tíu prósent í komandi kosningum er það mjög góður árangur í sögulegu ljósi að sögn Ólafs. Þetta á raunar einnig við um gengi Pírata sem eru þó að bjóða fram í annað sinn, mælast nú með 20% eins og fyrr segir en fengu 5,1% í sein- ustu kosningum. Það vekur ekki síður athygli í könn- un Félagsvísindastofnunar að stjórnarflokkarnir tveir eru samanlagt með rétt ríflega þriðjungs fylgi meðal kjósenda en þeir fengu rúmlega 50% í kosningunum 2013. Fylgistapið frá seinustu kosningum er eingöngu bundið við Framsókanrflokkinn miðað við könnun Félagsvísindastofnunar. „Í Vestur-Evrópu hefur tilhneig- ingin verið sú alveg frá 1945 að stjórn- arflokkar tapa frekar en sigra í kosn- ingum og sú tilhneiging hefur verið að ágerast síðustu tíu til tuttugu árin,“ segir Ólafur. Í rauninni minni fylgis- þróun núverandi ríkisstjórnarflokka að ýmsu leyti á fylgisþróun flokkanna í vinstri stjórninni frá 2009 til 2013 þó að tap þeirra hafi verið enn meira í kosningunum 2013 en kannanir gefa til kynna um stöðu stjórnarflokkanna í dag. Í kosningunum vorið 2013 töpuðu báðir stjórnarflokkanir, Samfylkingin og VG, yfir helmingi fylgis síns að sögn Ólafs en núna er tap núverandi stjórnarflokka bara bundið við Fram- sókn. 12% atkvæða féllu dauð niður Metfjöldi flokka var í framboði í kosningunum 2013 og þeir eru álíka margir núna. Ólafur bendir á varðandi fjölda framboða að í síðustu kosn- ingum féllu tæplega 12% atkvæða dauð niður í þeim skilningi að tæplega 12% kjósenda kusu flokka sem komu engum manni á þing. Þetta skipti miklu máli varðandi stjórnarmyndun að loknum kosningum. ,,Ef 12% at- kvæða eru dauð í þessum skilningi þá þarf ekki lengur rétt ríflega 50% til að fá hreinan meirihluta í þinginu. Þá þarf bara rúm 44% til þess. Það breyt- ir því stjórnarmyndunarleiknum,“ segir Ólafur. Í íslenskri stjórnmála- sögu hafa dauðu atkvæðin oftast verið vel innan við 5 prósent en þetta breytt- ist í kosningunum 2013. Mjög erfitt er að reyna að geta sér til um möguleg stjórnarmynstur út úr niðurstöðum fylgiskannana að undan- förnu en fjarlægur möguleiki virðist vera á myndun tveggja flokka stjórn- ar. Ólafur segir það fara dálítið eftir því hversu mörg atkvæði falla dauð niður í kosningunum 29. október. ,,Miðað við þessar niðurstöður er tveggja flokka stjórn ólíkleg.“ Mikil óvissa og margir óráðnir  Enn er hreyfing á fylgi flokka en kannanir að undanförnu gefa svipaða mynd af stöðunni  Tveggja flokka stjórn ólíkleg miðað við þessar niðurstöður að mati prófessors í stjórnmálafræði Fylgi flokka eftir kyni, aldri og búsetu Bakgrunnsgreining úr fylgiskönnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið Heild 10% 12% 26% 6% 16% 20% 10% 787 793 Kyn Karl 13% 14% 27% 6% 10% 20% 10% 383 405 Kona 6% 10% 24% 6% 23% 19% 11% 403 388 Aldur 18-29 ára 8% 14% 26% 1% 11% 34% 6% 168 98 30-44 ára 9% 14% 20% 8% 20% 19% 9% 207 206 45-59 ára 5% 12% 31% 5% 16% 16% 15% 205 202 60 ára og eldri 15% 7% 26% 10% 17% 13% 11% 207 287 Búseta Norðausturkjördæmi 12% 10% 20% 10% 19% 19% 10% 91 97 Norðvesturkjördæmi 13% 10% 34% 7% 12% 17% 6% 77 74 Reykjavík N 2% 12% 23% 7% 19% 23% 14% 133 144 Reykjavík S 10% 14% 22% 4% 22% 20% 10% 139 143 Suðurkjördæmi 13% 12% 24% 3% 19% 22% 7% 104 98 Suðvesturkjördæmi 11% 11% 30% 7% 11% 18% 12% 243 237 C VB SD Þ Önnur framboð fjöldi f. Viktun fjöldi e. Viktun Morgunblaðið/Eggert Alþingi Vorið 2013 urðu mestu sveiflukosningar á milli framboða og flokka frá því að nútímastjórnmál komu til sög- unnar á Íslandi. Ný könnun Félagsvísindastofnunar bendir til að kosningaúrslitin eftir 3 vikur geti orðið söguleg. Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 25 ár Hiti í bústaðinn Til athugunar er í atvinnuvegaráðu- neytinu að veita Matvælastofnun heimild til að veita kúabændum fresti til lagfæringa á fjósum með sérstökum úrbótaáætlunum sem leiði til framkvæmda á umsömdum tíma. Ákvæði reglugerðar um vel- ferð nautgripa um básastærðir tók gildi 1. október og ekki stendur til að kippa þeim úr sambandi. Landssamband kúabænda hefur ítrekað óskað eftir því við landbún- aðarráðherra að ákvæðum um stærð bása í fjósum verði frestað þannig að bændur gætu nýtt sér framkvæmda- styrki samkvæmt búvörusamn- ingum en þeim verður fyrst úthlutað á næsta ári. Margrét Gísladóttir, fram- kvæmdastjóri sambandsins, segir að enn séu í landinu um 280 básafjós. Bannað verður að nota þau eftir 20 ár, samkvæmt reglugerðinni sem gefin var út fyrir tveimur árum. Ákvæðin sem tóku gildi nú um mán- aðamótin gætu kallað á breytingar um 40 fjósa með 1.500 til 2.000 bása. Í þágu velferðar dýranna Ólafur Friðriksson, skrifstofu- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, segir að til standi að breyta reglu- gerðinni. Það eru að hans sögn mest tæknileg atriði sem Ráðgjafar- miðstöð landbúnaðarins hefur vakið athygli ráðuneytisins á. Ólafur segir að einnig hafi komið til álita að setja heimild í reglugerðina til handa Matvælastofnun um að semja um úr- bótaáætlun við þá bændur sem ekki hafi nú þegar getað lagað fjós sín að reglugerðinni. Það verklag hafi verið notað við úrbætur á aðstöðu á svínabúum og reynst vel. Segir Ólafur að þetta tengist fjár- festingarstuðningi sem bændur geti fengið á næsta ári, samkvæmt ákvæðum búvörusamnings. Í stað þess að fara í bráðabirgðaaðgerðir gefist þeim þá tóm til að fara í raun- verulegar endurbætur á fjósum sín- um eða byggja ný. Allt sé þetta í þágu velferðar dýranna. helgi@mbl.is Íhuga að heimila samn- inga um umbótaáætlanir  Um 40 fjós standast ekki kröfur um stærð bása

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.