Morgunblaðið - 08.10.2016, Side 8

Morgunblaðið - 08.10.2016, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 www.fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til lögg.fasteignasala Brynjólfur Þorkellsson Sölufulltrúi Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Upplýsingadeild borgarstjóra erþekkt fyrir að vera mikil að vöxtum en það þýðir ekki að hún sé ofvaxin. Þvert á móti skilar hún borgarstjóra miklu og er í þeim skilningi afar hagkvæm eining og skilvirk.    Nú má auðvitaðdeila um hverju upplýs- ingadeild borg- arstjóra skilar öðr- um borgarbúum, þessum sem greiða útsvarið, en það er aukaatriði og óþarfi að hengja sig í slík smáatriði.    Eitt nýlegt dæmi um árangurþessarar deildar mátti lesa í Fréttablaðinu á dögunum, en þar var greint frá vikulangri ferð borg- arstjóra og föruneytis til þriggja borga í tveimur heimsálfum til að skoða lestir.    Ferðin hafði vakið athygli fyrirað vera allt of löng og dýr og að auki alveg óþörf, enda öllum ljóst að ekkert vit er í að koma upp lest- arkerfi í Reykjavík. Til að mæta slíkri gagnrýni tókst upplýs- ingadeildinni að koma inn fimm dálka frétt efst á blaðsíðu fjögur í Fréttablaðinu með fyrirsögninni: Borgarstjóri gisti á tveggja stjörnu hóteli í Danmörku.    Þessi „frétt“ gekk svo að mestuleyti út á að ferðinni væri „ekki stillt upp sem lúxusferð heldur er hagkvæmnin látin ráða för,“ og sér- stök útskýring fylgdi með um hve hagkvæmt hefði verið að fara í langa ferð.    Enginn skyldi vanmeta kosti þessfyrir kjörinn fulltrúa að hafa slíka upplýsingadeild. Að ekki sé tal- að um að hafa slíkt „frétta“blað til að hjálpa við upplýsingagjöfina. Dagur B. Eggertsson Upplýsingadeildin og „frétta“blaðið STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.10., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 12 skýjað Akureyri 12 skýjað Nuuk 3 heiðskírt Þórshöfn 9 léttskýjað Ósló 10 heiðskírt Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 10 heiðskírt Lúxemborg 12 alskýjað Brussel 15 heiðskírt Dublin 13 skýjað Glasgow 13 skýjað London 14 rigning París 17 skýjað Amsterdam 15 heiðskírt Hamborg 13 rigning Berlín 12 skýjað Vín 8 léttskýjað Moskva 10 rigning Algarve 27 heiðskírt Madríd 25 heiðskírt Barcelona 22 heiðskírt Mallorca 25 heiðskírt Róm 16 léttskýjað Aþena 23 léttskýjað Winnipeg 3 rigning Montreal 19 heiðskírt New York 19 heiðskírt Chicago 19 skýjað Orlando 24 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:59 18:32 ÍSAFJÖRÐUR 8:08 18:33 SIGLUFJÖRÐUR 7:52 18:16 DJÚPIVOGUR 7:30 18:00 Hátíðarguðsþjónusta verður í Siglufjarðarkirkju sunnudaginn 9. október kl. 14:00. Þar predikar sr. Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur, en hann á 40 ára vígsluafmæli um þessar mundir. Einnig verður minnst 155, ártíðar séra Bjarna Þorsteinssonar tón- skálds. Kirkjukórinn mun flytja há- tíðarsöngva sr. Bjarna. Eftir mess- una á sunnudag verður kaffisamsæti á vegum Systrafélags Siglufjarðarkirkju og sókn- arnefndar, þar sem Siglufjað- arkirkju verður gefin mynd eftir hinn kunna siglfirska listamann Ragnar Pál. Hátíðarguðsþjón- usta á Siglufirði Tveir þingmenn, sem báðir eru að hætta á þingi, hafa lagt fram breyt- ingatillögur við fjögurra ára sam- gönguáætlun 2015-2018. Þingmenn- irnir vilja að settir verði peningar í rannsóknir á mögulegum jarðgöng- um. Kristján L. Möller leggur til að 10 milljónir verða lagðar í rannsóknir og frumhönnun á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Fljóta. Flokkssystir Krisjáns í Samfylkingunni, Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, leggur til að 10 milljónir verði lagðar í rann- sóknir á mögulegum jarðgöngum milli Skutulsfjarðar og Álftafjarðar. Þau leggja bæði til að 5 milljónir falli á árið 2017 og aðrar 5 milljónir á 2018. Alþingi á eftir að afgreiða sam- gönguáætlunina fyrir þinglok. sisi@mbl.is Vilja að ný jarðgöng verði undirbúin Morgunblaðið/Sigurður Bogi Jarðgöng Nú er verið að bora ein göng, Vaðlaheiðargöngin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.