Morgunblaðið - 08.10.2016, Síða 11

Morgunblaðið - 08.10.2016, Síða 11
Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Meginmarkmið lýðheilsustefnu sem ríkisstjórnin hefur samþykkt er að Íslendingar verði ein heilbrigðasta þjóð heims eftir hálfan annan áratug. Að þessu á að vinna með ýmsum að- gerðum, meðal annars í skólum enda er sérstök áhersla lögð á börn og ungmenni, 18 ára og yngri. Unnið hefur verið að gerð lýð- heilsustefnu í anda stefnuyfirlýs- ingar núverandi stjórnarflokka þar sem kveðið er á um að bætt lýðheilsa og forvarnarstarf verði meðal for- gangsmála. Ábyrgð á eigin heilsu Í skýrslu lýðheilsunefndar sem undirbjó stefnuna fyrir sérstaka ráð- herranefnd kemur fram að hér hafi verið lögð áhersla á að vinna á lífs- hættulegum sjúkdómum á meðan af- leiðingar langvinnra sjúkdóma á heilsu hafi hlotið minni athygli. Þannig hafi tilfellum sykursýki tvö fjölgað mjög á tveimur áratugum. Þá bendi rannsóknir til að stoðkerfis- vandi, sykursýki, mígreni og þung- lyndi séu á meðal tíu meginástæðna þess að fólk lifir við örorku. Þeirri framtíðarsýn er lýst að Ís- lendingar verði meðvitaðir um ábyrgð á eigin heilsu og að skóla- kerfið, vinnustaðir og stofnanir séu heilsueflandi. Meginmarkmiðið er að Íslendingar verði ein heilbrigðasta þjóð heims árið 2030. Því markmiði á að ná með því meðal annars að öll sveitarfélög verði heilsueflandi samfélög, þar með talið leikskólar, grunnskólar, framhaldsskólar og vinnustaðir. Markvissar forvarnir fari fram á sviði uppeldis og menntunar, nær- ingar, hreyfingar, geðræktar, tann- verndar, ofbeldis- og slysavarna og áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Dregið verði úr tíðni langvinnra sjúkdóma. Innleitt á 2-3 árum Í aðgerðaáætlun er boðað ákveðið starf að þessu markmiðum sem yfir- leitt á að innleiða á næstu tveimur til þremur árum. Nefna má námskeið fyrir foreldra barna undir sex ára aldri til að efla uppeldishætti. Útbúa á námsefni um hvíld, skipulagða hreyfingu, útivist, næringu og geðrækt. Allir nemendur í leik- og grunnskólum eiga að hreyfa sig daglega. Öll börn eiga einnig að læra slök- un hugans sem leið til að efla einbeit- ingu, skerpa athygli, meta líðandi stund, tileinka sér jákvæðan skýr- ingastíl og auka hvíld. Loks er lögð á það áhersla að við alla stefnumótun og áætlanagerð stjórnvalda verði gætt að áhrifum heilsu og líðanar á íbúa samfélagsins. Verði ein heilbrigðasta þjóð heims árið 2030  Áhersla á börn og ungmenni  Jóga og hreyfing í skólum Morgunblaðið/Styrmir Kári Jógadagur við Hörpu Stefna á að því að auka vitund nemenda og foreldra þeirra um heilbrigt líferni. Meðal annars á að taka upp hugleiðslu í skólum. Röng nöfn Rangt var farið með nöfn tveggja frambjóðenda Vinstri-Grænna í upp- talningu á hugsanlegum þingmönn- um í tengslum við umfjöllun um nýja skoðanakönnun Félagsvís- indastofnun HÍ í Morgunblaðinu í gær. Samkvæmt könnuninni ná Ari Trausti Guðmundsson og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir kjöri fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. LEIÐRÉTT Vertu upplýstur! blattafram.is VANDINN LIGGUR OFT HJÁ OKKUR SJÁLFUM. SAMÞYKKIR ÞÚ KYNFERÐISOFBELDI? Opið í dag 10-16 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Renndir jakkar Str. S-XXXL kr. 8.900 Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Frankwalder kjóll Verð 24.980.- gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Fæst í apótekum | Celsus ehf. | www.celsus.is Sorbact - Græn sáralækning Klíniskar rannsóknir sýna bata á sveppasýkingu* hjá yfir 85% þátttakenda *candida albicans Fyrir tilstilli vatnsfælni bindast allir helstu sárasýklar og sveppir við umbúðirnar. Sýklarnir verða óvirkir og hætta að fjölga sér, án sýkla- eða sveppadrepandi efna. Virkar á VRE og MOSA sárasýkla. Skaðar ekki nýjar frumur. Ótakmörkuð notkun. Engar aukaverkanir. Ekkert ofnæmi. Sveppasýkingar - í húðfellingum - Einföld og áhrifarík, húðvæn meðferð Þægilegur grisjuborði, passar í nára, undir brjóst og magafellingar. Engin krem eða duft. Til leigu fyrsta flokks 46 fm verslunarrými í Verslunarmiðstöðinni Kringlunni. Verslunarrýmið er mjög vel staðsett og allur búnaður vandaður. Verslunarrýmið er tilbúið til notkunar. Besti verslunartími ársins er framundan. Um er að ræða verðmætan möguleika fyrir réttan aðila. Nánari upplýsingar gefur Karl í síma 896 2822. KRINGLAN Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is/yfirhafnir Klassískar hágæða ítalskar ullarkápur Tímalaus einfaldleiki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.