Morgunblaðið - 08.10.2016, Síða 22

Morgunblaðið - 08.10.2016, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Iðnaðareiningar í miklu úrvali Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Ísland vermir nú fimmta sætið á lista yfir þau ríki þar sem landsframleiðsla er mest á hvern íbúa, mælt í banda- ríkjadölum. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem fjármálafyrirtækið Gamma hefur tekið saman úr opinberum gögn- um. Er það gjörbreyting á stöðu lands- ins á fáum árum. Árið 2009 vermdi landið sæti númer 14 samkvæmt sömu tölum. Gísli Hauksson, for- stjóri Gamma, segir að staða Ís- lands sé ekki síst áhugaverð þegar litið er til þeirra ríkja sem verma sætin fyrir ofan það á listanum. Það eru Noregur, Katar, Sviss og Lúxemborg. „Löndin þar eru ekki að öllu leyti samanburðarhæf. Þá er einnig hægt að nefna að í Lúxemborg og Katar vinna miklu fleiri en búa þar og það veldur því að þjóðarframleiðsla mæld á hvern íbúa verður mun hærri en ef að- eins væri litið til þess hóps sem í raun byggir landið.“ Gísli segir að á síðustu árum hafi orðið fordæmalaus viðsnúningur á hagkerfinu og að ekki sé viðlíka dæmi að finna meðal OECD-ríkjanna. „Kaupmáttur Íslendinga í banda- ríkjadölum hefur ekki verið hærri síð- an 2007 en munurinn á stöðunni nú og þá er sá að skuldir heimilanna og rík- isins eru mun lægri.“ Gengi krónunnar rangt skráð Ein birtingarmynd hinnar breyttu stöðu er stöðug styrking íslensku krónunnar. Gísli segir að á síðustu ár- um hafi gengið í raun verið rangt skráð vegna viðamikilla inngripa Seðlabanka Íslands á gjaldeyrismarkaði. „Seðlabankinn hefur verið að safna í gjaldeyrisvaraforða sinn og er kominn með gríðarlegan forða sem nemur um 30% af vergri lands- framleiðslu. Hann hefur að undan- förnu verið að draga úr kaupum á gjaldeyri og það leiðir til þess að krónan hefur styrkst meira. Það er fordæmalaust miðað við fyrri hag- sveiflur að krónan sé að styrkjast á þessum tíma og að viðskiptajöfnuð- urinn sé jákvæður. Það er margt sem bendir til þess að gengi krón- unnar hafi verið rangt skráð á síð- ustu árum og sé nú að taka út ákveðna leiðréttingu í kjölfar þess að Seðlabankinn hefur verið að byggja upp forðann með svo afger- andi hætti.“ Hann segir að gríðarleg umsvif ferðaþjónustunnar ráði langmestu um breytta stöðu krónunnar. Hins vegar geti Seðlabankinn með ákveðnum aðgerðum unnið gegn því að hún styrkist um of. „Hér eru mjög háir vextir í al- þjóðlegu samhengi. Hagvöxtur hér er sem stendur úr takti við stöðu mála í Evrópu og Bandaríkjunum. Flestir gera ráð fyrir 4 til 5 prósenta hagvexti á næstu árum og það er uppskrift að sterkara gengi. Mitt mat er það að Seðlabankinn geti hins vegar gert sitt með því að lækka vexti. Það gæti slegið á frek- ari styrkingu.“ Geta lækkað skuldir enn frekar Gísli telur allar aðstæður með þeim hætti að hægt sé að viðhalda þrótt- miklu efnahagslífi hér á landi en að fara verði varlega svo góðum árangri verði ekki glutrað niður. „Það má ekki stórauka ríkisútgjöld og það verður að spara fjármuni til mögru áranna. Ríkissjóður er hins vegar á réttri braut með fjármálaáætl- un sem felur í sér mikla skuldalækkun. Ef rétt er haldið á málum tel ég að hægt sé að gera ríkissjóð skuldlausan á næstu fimm árum. Hið opinbera seg- ist ætla að taka skuldahlutfallið niður fyrir 30% af vergri landsframleiðslu á þessum tíma en ég tel að það sé hægt að gera mun betur.“ Gengi krónunnar hefur ekki verið rétt skráð  Ísland komið í 5. sæti yfir mestu þjóðarframleiðslu á hvern íbúa í heiminum Landsframleiðsla 2016 Landsframleiðsla á hvern íbúa á nafnvirði árið 2016 í þúsundum Bandaríkjadala Fra kk lan d Ás tra lía Ho lla nd Ba nd arí kin Be lgí a Írl an d Au stu rrí ki Ísl an d Þý sk ala nd Da nm örk Br etl an d No reg ur Sv iss Fin nla nd Sin ga pú r Sv íþj óð Ka tar Lú xe mb org 100 80 60 40 20 0Gísli Hauksson ● Gífurlegar sveiflur urði í gengi breska pundsins í fyrrinótt þegar það féll um 6% á móti bandaríkjadal á einungis tveimur mínútum. Þetta gerðist skömmu eftir að gjaldeyrismarkaðir voru opnaðir að morgni föstudags í As- íu. Ekki er enn ljóst hvað olli þessu mikla falli. Sumir gjaldeyrismiðlarar telja lík- legt að í kjölfar ummæla Francois Hol- lande um hörku í samningaviðræðum vegna útgöngu Breta úr ESB hafi sjálf- virk viðskipti sem byggjast á lestri fréttaskeyta farið af stað. Gengið rétti sig hratt við aftur en var þó undir lok viðskiptadags í London í gær enn 1,8% undir því stigi sem það var á fyrir fyrr- greint gengisfall. Pundið hrundi um 6% á tveimur mínútum 8. október 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 114.13 114.67 114.4 Sterlingspund 140.99 141.67 141.33 Kanadadalur 85.8 86.3 86.05 Dönsk króna 17.068 17.168 17.118 Norsk króna 14.095 14.179 14.137 Sænsk króna 13.172 13.25 13.211 Svissn. franki 116.16 116.8 116.48 Japanskt jen 1.0992 1.1056 1.1024 SDR 158.14 159.08 158.61 Evra 127.01 127.73 127.37 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 158.794 Hrávöruverð Gull 1255.0 ($/únsa) Ál 1667.5 ($/tonn) LME Hráolía 51.22 ($/fatið) Brent Ólafur Fáfnir Sigurgeirsson olafur@mbl.is Bandaríska eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors undirritaði í gær samning um kaup á öllu hlutafé fjar- skiptafyrirtækisins Nova. Samkvæmt traustum heimildum Morgunblaðsins nam kaupverðið um 16 milljörðum króna. Til samanburðar má geta þess að markaðsvirði Símans var um 30,5 milljarðar króna í Kauphöll Íslands í gær og markaðsvirði Vodafone um 13,5 milljarðar króna. Novator er stærsti hluthafinn í Nova með um 93,7% hlut. Aðrir hlut- hafar, sem einkum eru stjórnendur hjá félaginu, seldu einnig sinn 6,3% hlut. Söluvirði þess hlutar má því áætla liðlega 1,1 milljarð króna. Er langtímafjárfesting Pt Capital Advisors er með höf- uðstöðvar í Anchorage í Alaska og er þetta fyrsta fjárfesting félagsins hér á landi. Í samtali við Morgunblaðið segir Hugh Short, forstjóri Pt Capital Advisors, að kaupin séu hugsuð sem langtímafjárfesting. „Við erum með reynslu innan okkar teymis af rekstri fjarskiptafyrirtækja í Alaska og á norðurslóðum og við komum með þá reynslu inn í félagið. Við ætlum að styðja vel við stjórnendur og stefnu fyrirtækisins, þróa félagið inn á nýjar brautir og leggja áherslu á að við- skiptavinir Nova verði áfram ánægð- ustu viðskiptavinir í fjarskiptaþjón- ustu á Íslandi,“ segir Short. Stefna félagsins er að fjárfesta á svæðum í kringum heimsskautsbaug, þeirra á meðal Alaska, Norður-Kan- ada, Grænlandi og Íslandi. Á heima- síðu Pt Captial Advisors kemur fram að áætluð þörf fyrir fjárfestingar á heimskautasvæðinu næsta áratuginn sé um 100 milljarðar bandaríkjadala. Mest af þeirri fjárfestingarþörf liggur á sviði þróunar náttúruauðlinda, þjón- ustustarfsemi og í innviðafjárfesting- um. „Við erum að skoða fleiri fjárfest- ingartækifæri á Íslandi og þessum slóðum,“ segir Short. Með hlutaféð úr landi Í frétt á vb.is er haft eftir Björgólfi Thor Björgólfssyni, aðaleiganda Novator, að hann hafi í hyggju að taka söluandvirði Novators úr landi. Kvika banki leiddi söluferlið af hálfu selj- anda en Íslensk verðbréf veittu Pt Capital Advisors ráðgjöf í tengslum við kaupin. Nova selt bandarískum fjár- festum fyrir 16 milljarða  Pt Capital Advisors frá Alaska hyggur á frekari fjárfestingar hérlendis Undirritun Björgólfur Thor, Liv Bergþórsdóttir og Hugh S. Short. ● WOW air flutti um 1,17 milljónir farþega á fyrstu níu mánuðum árs- ins, sem er 117% fjölgun farþega miðað við sama tímabili í fyrra. Í septembermánuði voru farþegarnir tæplega 193 þús- und sem er 165% aukning á milli ára. Sætanýting í mán- uðinum var 88% og var hún örlítið betri en í september í fyrra, þrátt fyrir tæp- lega 170% aukningu í sætaframboði. Hlutdeild WOW í heildarfjölda far- þega um Keflavíkurflugvöll var 27% í september, en það er 12 prósentustig- um hærri hlutdeild en í sama mánuði í fyrra. Félagið hóf áætlunarflug til San Francisco og Los Angeles í sumar og mun í nóvember bæta daglegum flug- um til New York við leiðarkerfið. Í vor bætist við flug til Miami og verður flog- ið þangað allan ársins hring. Aukin hlutdeild WOW um Keflavíkurflugvöll WOW Þegar um 1,2 milljónir farþega í ár. STUTT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.