Morgunblaðið - 08.10.2016, Síða 26

Morgunblaðið - 08.10.2016, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Miklarbreyt-ingar eiga sér stað á norður- slóðum um þessar mundir. Heil ráð- stefna, Hringborð norðurslóða, er helguð þessum heimshluta og fer fram í Hörpu um helgina. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrr- verandi forseti Íslands, átti frumkvæði að þessari ráð- stefnu árið 2013 og nú er hún haldin í fjórða sinn. Það er til marks um þann sess sem ráð- stefnan hefur að Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kemur til Íslands til að vera viðstaddur hana. Í tilefni af ráðstefnunni fylgdi Morgunblaðinu í fyrra- dag líkt og undanfarin ár sér- stakur blaðauki um norður- slóðir undir yfirskriftinni Blikur á lofti. Myndirnar í blaðinu tók Ragnar Axelsson á norður- slóðum í Rússlandi. Rax er ljósmyndari í fremstu röð og myndir hans frá harðbýlum slóðum eru sér á parti. Hann hefur verið meðal veiðimanna á Grænlandi og myndað það samfélag sem þar er að hverfa. Nú birtast myndir hans frá Jakútíu, sem að stórum hluta liggur fyrir ofan heimskauts- baug. Þar hefur þjóðflokkur Neneta lifað öldum saman á túndrunni. Með hækkandi hitastigi er hins vegar ógern- ingur að segja til um framtíð þeirra. Nenetar lifa sínu daglega lífi við aðstæður sem erfitt er að ímynda sér. Þarna getur frost- ið farið yfir 60 gráður. Myndir Rax gefa innsýn í þennan harða heim og fylgir hrollurinn nánast með. Hann hefur greinilega áunnið sér traust þeirra sem hann myndar, þannig að það er eins og fólkið viti ekki af honum. Hann myndar það við störf, en einnig að loknum vinnudegi. Þótt nú- tíminn virðist víðs fjarri er það auðvitað ekki svo og á einni myndinni slakar fjölskylda á í tjaldi sínu og eiginkonan situr með fartölvu í kjöltunni og teflir á netinu. Meðalhitinn á túndrunni í september hefur undanfarin ár verið um fimm gráðum hærri en venjulega. Sífrerinn bráðnar hraðar en búist var við. Við það myndast allt að 70 metra djúpar og 600 metra breiðar holur í jörðina. Þegar sífrerinn hverfur úr jörðinni leysist ýmislegt úr læðingi. Fyrir 75 árum voru hræ dýra, sem sýkt voru af miltisbrandi, grafin í freðna jörð. Nú er miltisbrandurinn kominn á kreik á ný. Í grein Ragnars í blaðinu kemur fram að í sumar hafi tvö þúsund hreindýr sýkst af miltisbrandi og drepist. Fjöldi manns hefur veikst og gömul kona og barnabarn hennar létu lífið. Vísindamenn óttast að fleiri vír- usar geti blossað upp. Í fyrra fannst vírus sem legið hafði frosinn í 30 þúsund ár. Greinar Ragnars í blaðinu sýna hvernig hægt er að opna nýja heima fyrir lesendum með myndavél og penna að vopni. Breytingar á norðurslóðum eru síður en svo einskorðaðar við túndruna í Rússlandi. Í við- tali Orra Páls Ormarssonar við Odd Sigurðsson, sérfræðing á sviði jöklarannsókna hjá Veð- urstofu Íslands, kemur fram að óhjákvæmilegt er að við- fangsefni hans hér á landi hverfi fyrir fullt og allt. Oddur segir að því sé spáð með nokk- urri vissu að allir jöklar á Ís- landi verði horfnir eftir 200 ár og margir muni hverfa mun fyrr. Torfajökull verði horfinn um 2040, Snæfellsjökull um 2070 og Vatnajökull um 2200. Í blaðinu er einnig rætt við loftslags- og jarðeðlisfræðing- inn Michael E. Mann, sem seg- ir að norðurslóðir séu eins og tilraunastofa þegar rannsaka eigi áhrif loftslagsbreytinga því að spár geri ráð fyrir meiri hlýnun þar en annars staðar. Þýski haf- og loftslagsfræð- ingurinn Stefan Rahmstorf segir að hlýnað hafi þrisvar sinnum meira á norðurslóðum en annars staðar á hnettinum undanfarna áratugi. Hann lýs- ir fyrirbrigði sem hann kallar mögnun norðurslóða og kemur fram í því að þegar snjó- og ís- breiður hverfa drekkur yfir- borðið í sig meira sólarljós og hlýnun verður hraðari. Hringborð norðurslóða er vettvangur til þess að ræða þessa hluti og hann getur greinilega komið ýmsu til leið- ar. Í gær var greint frá því að bandarískt fyrirtæki með að- setur í Alaska hefði gert samn- ing um kaup á öllum hlutabréf- um fjarskiptafyrirtækisins Nova. Fyrirtækið nefnist Pt Capital Advisors, leggur áherslu á fjárfestingar á norð- urslóðum og er Nova fyrsta fjárfesting, að því er kom fram í yfirlýsingu frá því. Meginviðfangsefnið er hvernig eigi að bregðast við breyttum aðstæðum í norðri. Hvernig á að gæta öryggis þegar skemmtiferðaskip leita í vaxandi mæli á þessar slóðir? Hvaða þýðingu hefur bráðn- unin fyrir flutninga? Hvernig á að bregðast við þegar hægt verður að komast að auðlind- um sem áður voru óaðgengi- legar? Hvaða áhrif hefur hún á lífsskilyrði? Með greinum sínum og ljósmyndum opn- ar Ragnar Axelsson fyrir lesendum heim sem er að hverfa} Staða norðurslóða S kálholt í Biskupstungum er annar helgasti staður landsins á eftir Þingvöllum. Þar sat fyrsti biskup landsins og þar stendur móð- urkirkja allra annarra kirkna sem reistar hafa verið í landinu. Margir merk- isatburðir hafa þar átt sér stað og saga stað- arins er í raun samtvinnuð allri sögu þjóð- arinnar. Þangað er merkilegt að koma enn í dag þótt ekki sé staða Skálholts eins miðlæg í stjórnsýslulegu, menntalegu og menning- arlegu tilliti og áður var. Fyrir þá sem þekkja sögu staðarins er mikil upplifun að koma þangað og fyrir þá sem hafa áhuga á fallegum byggingum er Skálholtskirkja einstakt guðs- hús á margan hátt. Þar er einnig að finna marga dýrgripi sem tengjast kristnisögunni. Má þar nefna maríualtari úr Brynjólfskirkju, prédikunarstól úr sömu byggingu og fleiri kirkjugripi sem vekja mikla eftirtekt. Þá teljast altaristaflan eftir Nínu Tryggvadóttur og steindu gluggarnir eftir Gerði Helgadóttur til þjóðardýrgripa. Steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést í Skálholti 1211 er einhver allra merkilegasti forngripur landsins og er hún varðveitt í kjallara kirkjunnar. Sagan sem henni tengist er einnig merkileg og hún vekur athygli allra þeirra sem hana heyra. Allt þetta veldur því að gríðarlegur fjöldi fólks hefur mikinn áhuga á því að sækja Skálholt heim á hverju ári og þangað sækja hundruð þúsunda manna ár hvert. Það hefur einnig áhrif að staðurinn er í alfaraleið – eins og á fyrri öldum – og þeir sem leggja á sig ferðalagið um Gullna hringinn, sem svo er kallaður, eiga þess kost að koma við í Skál- holti án þess að leggja mikla lykkju á leið sína. Og það er gott að fólk vilji sækja Skál- holt heim því þá gefst tækifæri til að kynna fyrir fólki sögu staðarins og íslenskrar kristni. Skálholt er heilagur staður vegna þess að þangað hefur fólk streymt í aldanna rás til að komast í tæri við helgi staðarins og þá sögu sem honum er samtvinnuð. Kirkjan hefur gríðarlegt tækifæri til að byggja upp aðstöðu í Skálholti til að miðla fróðleik og styðja við boðunarstarf sitt. En tækifærið felst einnig í því að afla staðnum tekna. Það er enda mjög mikilvægt þar sem nú þarf mikla fjármuni til að halda við þeim gersemum sem þar eru varðveittar. Til dæmis þarf að kosta til gríðarlegum fjármunum til að gera upp og vernda steindu gluggana í dómkirkjunni. Nú þarf Þjóðkirkjan að finna þessar leiðir og það verð- ur aðeins gert með myndarlegri uppbyggingu á staðnum sem gerir henni betur kleift að taka á móti þeim sem sækja staðinn heim, Íslendingum og erlendum gestum. Þar getur kirkjan slegist í hóp með fjölmörgum aðilum sem nú vinna að því að styrkja innviði ferðaþjónustunnar í landinu. Hún hefur enga afsökun fyrir því að gera það ekki. Skálholt er helgur staður því þar hafa menn hugsað stórt á flestum tímum. Nú er það nauðsynlegt. ses@mbl.is Stefán Einar Stefánsson Pistill Ónýtt tækifæri í Skálholti STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen VIÐTAL Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Síðustu skemmtiferðaskipsumarsins koma tilReykjavíkur eftir helgina.Ocean Dream, 35 þúsund tonn, og Marco Polo, 22 þúsund tonn, eru væntanleg til hafnar á þriðjudaginn. Komum skemmti- ferðaskipa til Íslands hefur fjölgað mikið. Ný met hafa verið slegin á hverju ári og nú þegar liggur fyrir að enn eitt metið verður slegið á næsta ári, 2017. 130 skipakomur hafa verið skráðar í Reykjavík næsta sumar og með þessum skipum er farþega- rými fyrir 133 þúsund farþega en nýting á farþegarými 2016 er um 96%. Til samanburðar verða skipa- komur á þessu ári 113 og farþegar um 99 þúsund. Árið 2015 voru skipakomur 108 og farþegar 100 þúsund. „Við vitum í rauninni ekki hve- nær við náum hápunktinum, því við þurfum í rauninni að meta stöðuna frá ári til árs,“ segir Erna Krist- jánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna, aðspurð hvort því sé spáð að þessi fjölgun skipakoma muni halda áfram með sama hætti og verið hefur. „Í ár var metár í skipakomum en við sáum fljótlega þegar líða tók á þetta ár að árið 2017 myndi vera mun stærra en 2016. Það kemur svo í ljós um mitt næsta ár hvernig málin þróast fyrir árið 2018,“ segir Erna. Mest sex skip í einu Faxaflóahafnir hafa mest tekið á móti sex skemmtiferðaskipum í einu, þ.e. í Sundahöfn og Gömlu höfninni. „Við reynum að passa upp á að farþegafjöldinn fari aldrei yfir 5.000-6.000, það eru okkar viðmið,“ segir Erna. Það er orðið mun al- gengara að skipin sem leggja leið sína til Íslands komi við í fleiri höfn- um en bara Reykjavík. Því reynum við eftir fremsta megni að haga málum þannig að farþegafjöldi verði þannig að við sem og ferða- þjónustuaðilar ráðum við það. Að sjálfsögðu geta komið dagar sem mjög mikið er að gera, en við reyn- um öll að gera okkar besta til að leysa úr því. „Segjum sem svo að farþega- skip ætli að koma til Reykjavíkur, Ísafjarðar og Akureyrar. Þegar það bókar hér í Reykjavík á ákveðnum degi sjáum við hvort farþegafjöld- inn er kominn upp í þau viðmið sem við setjum okkur. Reynist það fara yfir þau viðmið, þá byrjum við á því að athuga hvort skipið geti breytt áætlun sinni og byrjað á Akureyri, farið síðan til Ísafjarðar og svo end- að hjá okkur í Reykjavík. Farþegar fá sömu upplifun en í annarri röð. Á þennan hátt getum við passað upp á að farþegafjöldinn fari ekki mikið umfram okkar viðmið og að þjón- ustufyrirtækin geti sinnt skipunum á viðeigandi hátt.“ Nú þegar hafa Faxaflóahafnir skráð 52 skipakomur fyrir árið 2018 með farþegarými fyrir 93.000 far- þega, eina skipakomu fyrir árið 2019 og fjórar skipakomur fyrir ár- ið 2026. Þær tengjast eins og fram hefur komið almyrkva á sólu í ágúst 2026, sem mun sjást mjög vel á Ís- landi. „Ísland er gríðarlega vin- sælt þessa stundina og verður eflaust næstu 3-5 árin,“ segir Erna. Hún bendir á að af þeim heildarfjölda ferðamanna sem koma til landsins séu farþegar skemmtiferðaskipa í kringum 7-10%. Það sé ekki mikið miðað við all- an þann fjölda sem kemur með flugvélum. Enn eitt metið verð- ur slegið á næsta ári Morgunblaðið/RAX Glæsiskip Í sumar kom hingað í fyrsta sinn skemmtiferðaskipið Europa 2, sem valið hefur verið besta skemmtiferðaskip heims af fagtímaritum. „Þetta byrjaði árið 2010 þegar Eyjafjallajökull gaus. Þá var mikið fjallað um Ísland í erlend- um fjölmiðlum og því varð mikil vitundarvakning um þessa litlu kröftugu eyju í Norður- Atlantshafi,“ segir Erna, spurð um ástæður vinsælda Íslands. „Annað sem er mikilvægt er að á Íslandi er öryggi, gott lofts- lag og mikil náttúrufegurð. Þetta er einstakt, því það eru ekki allar þjóðir jafn heppnar og við. Skipin hafa verið að færa sig að þeim stöðum þar sem öryggi ríkir.“ Þá bendir Erna á að okkar flotta íþróttafólk hafi vakið athygli um allan heim. „Fólk er for- vitið að fá að vita meira og koma til þessa lands sem get- ur af sér svo vinnu- samt og dug- legt fólk,“ segir Erna. Fólk sækir í öryggið hér ÁHUGI FARÞEGA Erna Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.