Morgunblaðið - 08.10.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 08.10.2016, Qupperneq 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 KRINGLAN - SMÁRALIND KRINGLAN - SMÁRALIND VIÐ ERUM AÐ STANDA OKKUR! AFNÁM TOLLA SKILAR SÉR TIL NEYTENDA VERÐ ÁÐUR 17.995 VERÐ NÚ 14.995 Passaðu töskuna þína,hún er opin!“ varsagt fyrir stuttu viðkonu í hópferð í út- löndum. „Það er allt í lagi, bara að ég missi ekki þetta,“ sagði konan og benti á veskið sem hún hafði vafið um úlnlið- inn, með vegabréfinu og bankakortinu. „Passaðu þig að djinksa það ekki,“ sagði förunauturinn. „Á ekki segja ‘djinksa því’?“ sagði sá þriðji. Sú fjórða stóð hjá og vissi ekki um hvað þau voru að tala. Skömmu síðar var veskið horfið og konan fór á næstu lögreglustöð að tilkynna vasa- þjófnað sem hún kallaði kannski yfir sig með sínum eigin áhrínisorðum – nefnd jinx á ensku. Trúin á kraft orðanna er ekki bundin við forneskjuna eða prentuð þjóðsagnasöfn heldur var það almenn trú Ís- lendinganna í hópnum að konan hefði storkað örlög- unum með því að orða hætt- una; sum héldu að það hefði hjálpað að segja „sjö, níu, þrettán“ og banka í tré, til að vinda ofan af galdrinum. Hér er á ferð sama hug- mynd um kynngi orðanna og þekkt er úr sögum af ákvæðaskáldum sem sænski þjóðfræðingurinn Bo Almqvist skrifaði merka grein um í Skírni 1961 og tengdi við írsk krafta- skáld. Og sögurnar ná langt aftur því Egill Skallagrímsson knúði fram vilja sinn með því að orða hann í vísu sem magnaðist upp við að vera rist með rún- um. Þorleifur jarlsskáld var ekki síður öflugur í þessari iðju, eins og Þórarinn Eldjárn skrifaði um í sögu sinni Hér liggur skáld – og Grímur Thomsen orti um: „Enginn skyldi skáldin styggja, skæð er þeirra hefnd.“ Því fer fjarri að fornskáldin ein hafi verið ákvæða- og kraftaskáld. Hinn 10. nóvember árið 1968 spurði Hallfreður Örn Eiríksson, þjóðsagnasafnari Árnastofnunar, Jón Norðmann Jónasson í Mávahlíðinni í Reykjavík hvort það hefðu verið fleiri kraftaskáld talin þarna í Skagafirði. Jón svaraði (sbr. http://www.ismus.is/i/audio/id-1009250): „Ég man það nú ekki núna í augna- blikinu, en eitt get ég nú sagt þér ef þú kærir þig um. Það er nú ekki beint úr Skagafirði, og þó, það er í sambandi við Guðrúnu, dóttir séra Páls skálda í Vestmannaeyjum. Páll skáldi þótti nú kraftaskáld, og það þótti nú ganga eft- ir einu sinni. Honum lenti eitthvað saman við einhvern vertíðarmann þarna í Vestmannaeyjum, og þessi vertíðarmaður, hann kvað einhverja vísu um Pál þar sem hann spáir honum því að hann muni drukkna. Og Páll reiddist og gerir vísu, þetta var á vertíðinni, og sú vísa er svona: ‘Fari það svo að fyrir lok, fáirðu að rata í sandinn, ætti að skerast ofan í kok, úr þér tungufjandinn.’ En það fór nú svo að þessi maður, þegar hann var að fara í land, þá drukknaði hann við Landeyjasand og þegar hann fannst, hafði marfló étið úr honum tunguna. Og, ja, þetta gat nú vel allt hafa skeð án þess að vísan hefði komið, en þetta hittist nú svona á. Nú, Guðrún dóttir hans sagði föður mínum nú þessa sögu.“ Hvort Páll skáldi í Eyjum hefur ‘djinksað’ það eða því, er ekki gott að segja. Að ‘djinksa’ því eða það? Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Áhrínisorð Egill Skallagrímsson knúði fram vilja sinn með því að orða hann í vísu sem magnaðist upp við að vera rist með rúnum. Smátt og smátt er að koma í ljós hver er rótin aðþeim vandamálum lýðræðisríkja á Vest-urlöndum, sem hafa verið að brjótast fram af sí-vaxandi þunga á seinni árum og þó alveg sér- staklega frá því að fjármálakreppan skall á haustið 2008 – og þar með hrunið hér á Íslandi. Birtingarmynd þessara vandamál er almenn óáran í stjórnmálum, sem hefur leitt til þess að hefðbundnir flokk- ar hafa misst traust kjósenda en til hægri og vinstri – en þó sérstaklega til hægri – hafa myndast nýir flokkar, sem höfða til almennings, eins og m.a. má sjá á uppgangi Þjóð- fylkingar Marine Le Pen í Frakklandi, sem svo eru stimplaðir öfgaflokkar af þeim sem sitja eftir með sárt ennið. Við sjáum þessar afleiðingar, sem fyrst og fremst má rekja til hrunsins hér, í því að miðjan í íslenzkum stjórn- málum er í rúst, Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst um þriðjung af hefðbundnu fylgi sínu og nýir flokkar hafa komið fram á sjónarsviðið svo sem Píratar sem hafa náð miklu fylgi og aðrir, sem enn eru að fóta sig. Hver er rótin að þessum vanda? Henni má lýsa með einu orði: Al- þjóðavæðingin. Hún birtist í hnotskurn í grunnþáttum Evrópusam- bandsins, þ.e. frjálsum fjármagnsflutningum og frjálsri för fólks landa í milli. Á heimsvísu magnast áhrif og afleið- ingar frjálsra fjármagnsflutninga upp í stærðir, sem við hér á Íslandi eigum erfitt með að skynja og skilja. Hinn almenni borgari hefur kunnað vel að meta, bæði frjálsa fjármagnsflutninga og frjálsa för fólks landa í milli og þess vegna hugsað minna um önnur áhrif og afleiðingar þessara þátta. Í raun er það ekki hinn almenni borgari sem fyrst og fremst hefur notið góðs af alþjóðavæðingunni. Það eru aðrir aðilar. Frjálst streymi fjármagns milli landa hefur gert alþjóð- legum stórfyrirtækjum kleift að deila og drottna eins og vikið var að hér á þessum vettvangi fyrir viku og frjáls för fólks innan Evrópusambandsins og þar með á evrópska efnahagssvæðinu hefur gjörbreytt vinnumarkaði þessara landa á þann veg að samningsstaða verkalýðsfélaga hefur stórversnað vegna mikils framboðs á vinnuafli og þau eru í raun svipur hjá sjón frá því sem áður var. Þeim mun undarlegra er að það skuli vera jafn- aðarmenn og verkalýðsfélög sem eru helztu talsmenn þessara grundvallarþátta í starfsemi Evrópusambandsins vegna þess að með því hafa þau verið að grafa sína eigin gröf. Staðreynd er – þótt hún hafi lítið verið rædd hér á Ís- landi eftir hrun – að það var aðild okkar Íslendinga að Evrópska efnahagssvæðinu, sem gerði hinum einkavæddu bönkum á Íslandi kleift að gera það sem þeir gerðu og leiddi til efnahagshrunsins 2008. Við sem störfuðum á ritstjórn Morgunblaðsins á þeim tíma, studdum aðild Íslands að EES m.a. vegna þess að við trúðum því að með þeirri aðild mætti takast að opna hér upp á gátt atvinnu- og viðskiptalíf, sem áratugum sam- an hafði verið reyrt í viðjar fámennis og fákeppni og þröngra hagsmuna. Við áttuðum okkur ekki á og skildum ekki þær neikvæðu afleiðingar þeirrar aðildar, sem síðar komu í ljós. Meginþráður í málflutningi Donalds Trumps í kapp- ræðum hans og Hillary Clinton fyrir skömmu voru árásir hans á Mexíkana fyrir að hafa „stolið“ störfum frá Banda- ríkjamönnum með því að bjóða bandarískum stórfyr- irtækjum upp á ódýrara vinnuafl sunnan landamæranna. Og raunar flaut Kína með í þeim ræðuhöldum. Í Evrópu hafa verið miklar áhyggjur af því að ódýrara vinnuafl í Kína þýddi að störf flytt- ust frá Evrópu til Kína af þeim sökum og þess vegna væri atvinnu- leysi svo mikið í Evrópu sem raun ber vitni. Í ræðu í Iðnó fyrir viku á vegum Bókmenntafélags jafn- aðarmanna, sagði Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum ut- anríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins í 12 ár, að Evrópusambandið væri í „gíslingu nýfrjálshyggjunnar“. Meðal áheyrenda voru forystumenn Samfylkingarinnar, sem vilja að Íslendingar gangi inn í þann hóp gísla! Jafnaðarmenn á Íslandi eru að sjálfsögðu andvígir vax- andi ójöfnuði en í ræðu í Vilníus, snemma í september, á ráðstefnu sem haldin var til að minnast 25 ára afmælis endurreists sjálfstæðis Eystrasaltsríkja, vitnaði Jón Bald- vin til orða Joseph Stieglitz, Nóbelsverðlaunahafa í hag- fræði, sem segir að fjármálageirinn, sé ein helzta upp- spretta vaxandi ójafnaðar í Evrópu og víða um heim og að evran hafi skipt Evrópu i tvennt, lánardrottna og skuldu- nauta. Þegar allt þetta er skoðað er eftirfarandi ljóst: Frjálsir fjármagnsflutningar landa í milli hafa tvímæla- laust komið sér vel fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki, fjár- málastofnanir og fjármagnseigendur. Þeir eru helzta skýringin á þeim gífurlega ójöfnuði, sem nú er helzta um- ræðuefni fólks beggja vegna Atlantshafs af skiljanlegum ástæðum. Það hefur ekki verið sýnt fram á að þeir hafi haft önnur jákvæð áhrif fyrir almenna borgara en þægindi í sambandi við ferðir til annarra landa. Frjáls för fólks landa í milli innan ESB er sennilega helzta skýringin á vaxandi árekstrum á milli innflytjenda og þeirra sem fyrir eru á hverjum stað og líklega ein aðal- ástæðan fyrir Brexit. Allt er þetta og fleira til skýringin á ræðu sem Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokks- ins, flutti á ársþingi flokksins fyrir nokkrum dögum og að- stoðarritstjóri Daily Telegraph túlkar á þann veg að Íhaldsflokkurinn hafi sagt skilið við hugmyndafræði Ron- alds Reagans og Margrétar Thatcher. Frjáls för fólks hefur gjör- breytt vinnumarkaðnum. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Alþjóðleg stórfyrirtæki deila og drottna Um mörg mál má rífast til eilífð-arnóns, af því að engin mæl- anleg niðurstaða er fáanleg úr þeim. Hvort átti til dæmis að tengja Ísland umheiminum 1904 með sæsíma eða loftskeytum? Þó eiga sum mál sér lyktir, mælanlega niðurstöðu. Eitt þeirra er deilan sumarið 2009 um Icesave-samninga Svavars Gests- sonar. Von bráðar kom í ljós, að Bretar og Hollendingar voru reiðu- búnir að veita miklu betri kjör en Svavari tókst að útvega. Síðan kom líka í ljós, að óþarfi var að semja, því að íslenska ríkið var ekki skuldbund- ið að alþjóðalögum til að greiða Bretum og Hollendingum neitt vegna málsins. Annað deilumál á sér lyktir. Árið 1984 birti Svanur Kristjánsson rit- gerð í Sögu, „Kommúnistahreyf- ingin á Íslandi: Þjóðlegir verkalýðs- sinnar eða handbendi Stalíns?“ Svanur kvað ágreining um þetta standa milli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur (sem hafði skrifað próf- ritgerð í sagnfræði um myndun kommúnistahreyfingarinnar) og Þórs Whiteheads sagnfræðiprófess- ors. Svanur skrifaði, að skoðun Þórs — að íslenskir kommúnistar hefðu verið handbendi Stalíns — væri „mikil einföldun, nánast hálfsann- leikur“. Svanur taldi eitthvað til í báðum skoðunum. En skjölin, sem fundust í Rússlandi, eftir að Ráðstjórnarríkin liðuðust í sundur sjö árum síðar, tóku af öll tvímæli um það, að ís- lenskir kommúnistar voru frá upp- hafi handbendi Stalíns. Þeir fengu ótal ráð og ærið fé frá Kremlverjum og fóru aldrei út af línunni að austan. Þeir sendu að minnsta kosti 23 Ís- lendinga í byltingarþjálfun í leyni- skólum í Moskvu. Þegar Stalín skip- aði þeim að vinna á móti jafnaðarmönnum, gerðu þeir það. Þegar Stalín skipaði þeim að vinna með jafnaðarmönnum, gerðu þeir það. Og það, sem meira var: Arftaki kommúnistaflokksins, Sósíal- istaflokkurinn, þáði alla sína tíð verulegt fé ekki síður en ráð frá Moskvu. Rússnesku skjölin sýndu náin tengsl milli íslenskra kommúnista og Kremlverja allt frá 1920, þegar fyrstu Íslendingarnir sóttu komm- únistaþing í Moskvu, og fram að endalokum Sósíalistaflokksins 1968. Skoðun Þórs reyndist rétt, þótt fyrir 1991 hefði hann aðeins getað stuðst við ófullkomnar heimildir, meðal annars munnlegar. Skoðun Svans reyndist hins vegar hálfsannleikur. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Handbendi Stalíns

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.