Morgunblaðið - 08.10.2016, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.10.2016, Qupperneq 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 Eins og ég hef sýnt fram á, í nokkrum blaðagreinum, er úti- lokað að aukinn lífs- andi (CO2) valdi hlýn- un Jarðar. Hvorki umhverfisráðuneyti né Veðurstofan geta fært eðlisfræðileg rök fyrir kostnaðarsöm- um aðgerðum gegn lífsandanum. Að hlýta leiðsögn Evrópusam- bandsins á þessu sviði er jafn- skaðleg flónska og að fylgja ESB í viðskiptastríði við Rússland. Þeir valdamenn munu verða hart dæmdir af sögunni, sem valda Ís- landi fjárhagslegum skaða með blindri fylgispekt við erlent vald. Planck-ferillinn Eins og ég fjallaði um í Morg- unblaðinu 24. september 2016 [http://samstada-thjodar.blog.is/ blog/samstada-thjodar/ entry/2180726/], lýsir Stefan- Bolzmann-lögmálið sambandi á milli hitastigs Jarðar og útgeisl- unar frá henni. Útgeislunin er í formi rafsegulbylgna, sem spanna ákveðið samfellt bylgjusvið, með skilgreindum orkutoppi. Ferill orkuflæðisins er því fall af bylgju- lengd og hann nefnist Planck-ferill. Flatarmálið undir hverjum Planck-ferli samsvarar þeirri orku sem viðkomandi hlutur sendir samtals frá sér. Hægt er að skipta flatarmálinu undir hverjum ferli í glugga og finna hversu mikla orku hluturinn sendir frá sér um hvern bylgju-glugga. Með þessu móti er hægt að öðlast góða mynd af orku- ástandi Jarðar og andrúmsins. Þótt hitanæmar sameindir and- rúms endurvarpi jafnt í allar áttir, er endurvarp til Jarðar ekki alltaf 50%. Hlutföllin ráðast af í hvaða hæð upphafleg gleyping fer fram. Því nær Jörðu sem frumgleypingin verður, þeim mun stærri hluti end- urvarpast niður og tekur þátt í hit- un hennar. Ef frumgleypingin verður í mikilli hæð hefur hnöttótt lag Jarðarinnar áhrif. Ef frum- gleypingin verður í mjög lítilli hæð, koma byggingar, trjágróður og ójöfnur á yfirborðinu við sögu. Á skýringarmyndinni er sýnt líkan yfir orkujafnvægi Jarðar, sem byggist á mælingum sem gerðar voru 1974 í hitabeltinu yfir Kyrrahafi og útreikningum mín- um. Innstreymi sólar er 278,7 W/ m2, sem samkvæmt Stefan- Bolzmann myndi gefa yfirborðs- hita Jarðar án andrúms 265K (-8°C) sem er 10°C gráðum heitara en Jörðin öll án andrúms. Hitastig Jarðar á þessum stað var 295K (+22°C) samkvæmt mælingunni, sem er 7°C gráðum heitara en Jörðin er talin vera að meðaltali. Sjálfvirk stýring er á hitastigi Jarðar Framangreind úr- vinnsla sýnir að CO2 getur ekki valdið meiri hlýnun en nú þegar er orðin. Þannig kemur í ljós að í CO2-gluggan- um endurvarpast 14,4 W/m2 til Jarðar, sem er 53,1% af heildinni í þeim glugga. Að end- urvarpið er langt yfir 50% sannar að frumgleypingin verður fast við Jörðu, líklega í innan við eins metra hæð. Aukið magn CO2 í and- rúminu getur því ekki valdið auknu endurvarpi og aukinni hlýnun. Þótt CO2 endurvarpaði til Jarðar allri hitageislun í CO2-glugganum, sem er útilokað, þá væri einungis um að ræða 12,7 W/m2 sem samsvarar um 2°C. Endurvarp annarra hitanæmra gastegunda til Jarðar er 136,3 W/m2, sem er 48,2% alls endur- varps í tilsvarandi gluggum. Af þessu hlutfalli má ráða að frum- gleyping þessa orkuhluta verði í um 5 km hæð. Þarna er því fyrir hendi svigrúm til hlýnunar, en svigrúm sem hefur ekkert að gera með lífsandann (CO2). Höfum í huga, að um glugga II og IV fer 119,4 W/m2 án nokkurs endurkasts – þessir gluggar eru galopnir og geta alls ekki valdið neinni hlýnun Jarðar. Þessu til viðbótar má nefna, að 50 ára mælingar úr gervihnöttum hafa ekki greint neina breytingu á endurvarpi CO2 til Jarðar. Á sama tíma hefur magn CO2 í andrúminu aukist um nær 30%. Útilokað er því að CO2 hafi valdið aukinni hlýn- un þetta tímabil. Þeir sem samt halda því fram, að lífsandinn (CO2) sé mikil ógn við lífríki Jarðar, verða að styðja málflutning sinn einhverjum rökum – að öðrum kosti verða þeir áfram nefndir heimskingjar og ærulausir dóms- dagsspámenn. Þetta er útdráttur úr nokkuð lengri grein, sem hægt er að lesa hér: [http://samstada-thjodar.blog.is/ blog/samstada-thjodar/ entry/2181368/] Jörðin er með sjálfvirka hitastýringu Eftir Loft Altice Þorsteinsson Loftur Altice Þorsteinsson » 50 ára mælingar úr gervihnöttum hafa ekki greint neina breyt- ingu á endurvarpi CO2 til Jarðar. Á sama tíma hefur magn CO2 í and- rúminu aukist um 30%. Höfundur er verkfræðingur. Orkujafnvægi í andrúmi jarðar Inngeislun sólar 278,7W/m2 Hitastig jarðar 295K (+22°C) Himingeimur S = 278,7W/m2 (1371 x 81,3%) S = 278,7W/m2 Skýringarmynd 1 Tölurnar byggja á mælingum úr Nimbus 4, yfir Kyrrahafi. S = inngeislun sólar, A = útgeislun um galopnu gluggana II og IV, Fu = endurvarp upp, Fn = endurvarp niður, Eu = endurvarp upp um CO2-gluggann, En = endurvarp niður um CO2-gluggann J = útgeislun jarðar. Án andrúms væri meðal hitastig jarðar 255K (-18°C), en í hitabeltinu var það 265K (-8°C). Að meðaltali er hitastig jarðar talið vera 288K (+15°C), en við þessar aðstæður var það 295K (+22°C). (265K) (295K) (-8°C) (+22°C) A = 119,4W/m2 gluggar II og IV Eu = 12,7W/m2 (46,9%) Fu = 146,6W/m2 (51,8%) Fn = 136,3W/m2 (48,2%) En = 14,4W/m2 (53,1%) J = 429,4W/m2 Andrúm Andrúm Jörð Aðstæður 1974 í hitabeltinu yfir Kyrrahafi Skrifstofu minni hefur verið falið að leita eftir leigutaka til langtímaleigu að fasteigninni að Lynghálsi 2 í Reykjavík, sem er u.þ.b. 4.037,5 m² skrifstofu- og vörugeymsluhús. Fasteignin hýsir í dag starfsemi heildverslunarinnar Garra en er laus til leigu haustið 2017 eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar veitir Ásgeir Þór Árnason hrl., asgeir@logmal.is eða í síma 5112000. TIL LEIGU LYNGHÁLS 2 Mánatún 1 105 REYKJAVÍK LIND fasteignasala kynnir: Vorum að fá í sölu glæsilegar nýjar íbúðir í 8 hæða fjölbýli við Mánatún 1 í Reykjavík. Afhending er áætluð haustið 2017. Íbúðir skilast fullbúnar án gólfefna. Votrými verða flísalögð. Stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum. Teikningar og allar upplýsingar á LIND fasteignasölu. Hafið samband: Lára, lögg.fasteignasali, s: 899-3335 Kristín, lögg. fasteignasali, s: 824-4031 Hannes, lögg. fasteignasali, s: 699-5008 STÆRÐ FRÁ 76,6 FM FJÖLBÝLI HERB:2-4 Verð frá 39.900.000 Heyrumst Kristín Skjaldardóttir Löggiltur fasteignasali 824 4031 kristin@fastlind.is Heyrumst Lára Þyri Eggertsdóttir Löggiltur fasteignasali 899 3335 lara@fastlind.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.