Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.10.2016, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016 ✝ IngibjörgMaría Krist- jánsdóttir fæddist á Ísafirði 21. febrúar 1939. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Grund 15. september 2016. Foreldrar henn- ar voru Kristján G. Valdimarsson, sjó- maður frá Ísafirði, f. 2. júní 1912, d. 16. júlí 1974, og Ingibjörg Anna Sigríður Jónsdóttir, húsmóðir frá Ísafirði, f. 30. júlí 1909, d. 28. febrúar 1969. Ingibjörg giftist gift Hauki Magnússyni, þeirra dóttir er Natalía Yun, f. 2006. 2. Halldór, f. 24. maí 1966. Sonur Halldórs af fyrra sambandi er Einar, f. 1987. Sambýliskona hans er Elva Björt Stefáns- dóttir. Dóttir þeirra er Heið- björt Júlía, f. 2014. Eiginkona Halldórs er Brynhildur Eyjólfs- dóttir. Börn þeirra eru Snorri, f. 1991, sambýliskona hans er Madeleine Brask og Rannveig María, f. 2000. 3. Guðrún Jóna, f. 23. október 1974. Sonur Guð- rúnar af fyrra sambandi er Viktor Orri Jakobsson, f. 2002. Sambýlismaður Guðrúnar er Jó- hann Svavar Þorgeirsson og eiga þau soninn Mikael Kára, f. 2009. Synir Jóhanns af fyrra sambandi eru Magnús Blöndal, f. 2004, og Andrés Þór, f. 2006. Útför Ingibjargar fór fram í kyrrþey. Halldóri Þorgríms- syni, bifvélavirkja frá Presthólum í N- Þingeyjarsýslu 20. október 1961. For- eldrar Halldórs voru Þorgrímur Ármannsson, bóndi á Presthólum, f. 13. apríl 1898, d. 30. janúar 1978, og Guðrún Guðmunds- dóttir, húsfreyja á Presthólum, f. 16. febrúar 1905, d. 24. desember 1989. Ingibjörg og Halldór áttu þrjú börn. 1. Anna Kristín, f. 18. janúar 1963, Elsku besta mamma mín, það er erfitt að kveðja þig því það er svo margt sem ég þarf að segja þér. Símtalið kom og ég trúði ekki því sem ég heyrði. Þú varst farin … farin til Guðs. Síðustu daga þína dvaldir þú á hvíldarheimilinu Grund og áttir að vera í nokkrar vikur. Ég veit þér leið vel þar því þegar ég kom í heimsókn glaðnaði yfir þér og þú tilkynntir öllum að litla barnið þitt væri komið til þín. Það var svo bjart yfir þér og stutt í brosið. Ég er þér svo ótrúlega þakklát fyrir margt og þá helst trú þína á mér og styrk þínum er þú leið- beindir mér í gegnum árin. Alltaf gat ég vitað að þú stæðir með mér í hverju sem lífið leiddi mig að. Segðir mér að allt myndi ganga vel og ég gæti gert allt sem mig langaði til. Trú þín á okkur börn- unum þínum var óendanleg og er óhætt að segja að við fundum vel fyrir styrk þínum. Minningarnar sem skjótast á ógnarhraða upp núna eru ótal- margar, við fórum í svo margar ferðir saman til útlanda. Ferðuð- umst til margra ólíkra landa og skemmtum okkur ávallt vel. Kaffihúsaferðir og búðaráp voru eitthvað sem við báðar elskuðum svo ekki áttum við í erfiðleikum með að skella okkur í búðaráp og finna okkur dásemdarstað til að fá okkur kaffi á eftir. Við heyrðumst daglega í síma þá daga sem við hittumst ekki. Þú vildir alltaf fylgjast með og at- huga hvort strákunum þínum, barnabörnunum, liði ekki vel. Hvort allt gengi vel og hvort ein- hvern vantaði eitthvað. Því engan mátti skorta neitt og jafnt var hugsað um alla. Þegar Viktor, eldri sonur minn, fæddist og ég var ung og einstæð, kom ekkert annað til greina en að standa saman. Þú gerðir herbergi fyrir hann heima hjá ykkur pabba svo hann ætti alltaf annað heimili þar líka og gæti komið og gist helgi og helgi. Þessar minningar eru ómetanlegar og ljúfar. Svo ég tali ekki um matarboðin, jólin, af- mælin og aðrar stórhátíðir. Alltaf var nóg af mat, skrauti og glamúr. Fyrstu jólin sem ég hélt eftir að ég eignaðist mína eigin fjölskyldu komstu alltaf til mín á aðfangadag og hjálpaðir mér að elda. Því ég vildi að maturinn yrði alveg eins og þú gerðir hann alltaf. Þetta var einkennandi fyrir þig; að hjálpa okkur þar til þú gast sleppt hend- inni af okkur og við gátum bjarg- að okkur sjálf. Ég er ekki tilbúin í að þú farir en ég veit ég þarf að sleppa hendinni þinni því veikind- in voru orðin það alvarleg og ég veit að þér líður svo miklu betur núna. Minning þín lifir, elsku mamma, styrkur þinn, hlýja, gjaf- mildi og stöðuleiki. Ég mun alltaf elska þig. Þín dóttir, Guðrún (Gunna). Ástkær tengdamóðir mín er fallin frá. Ég man þegar dóttir þín tilkynnti mér að matarboð væri á næsta leiti hjá foreldrum hennar í Skriðustekknum. Við vorum ekki búin að vera lengi saman, ég og dóttir þín, þannig að ég stressað- ist allur upp. Ég held að það eigi við um alla karlmenn þegar þeir hitta tengdaforeldra sína í fyrsta sinn. Ég vissi ekkert hverju ég ætti von á. Mynduð þið Bubbi dæma mig? Var ég nógu góður fyrir fjölskylduna? Myndi ég verða mér til skammar? Ég tók minn tíma í minni innri íhugun og gíraði mig upp. Stressaður inn að beini og með öran hjartslátt beit ég á jaxlinn og mætti. Allt þetta stress hvarf samstundis og ég gekk inn og þú kynntir þig fyrir mér. Andrúmsloftið var strax notalegt og mér leið vel og var vel- kominn. Þannig var það í gegnum öll okkar kynni. Við náðum vel saman og gátum spjallað um margt. Mér þótti alltaf vænt um það að þegar hún dóttir þín var að hneykslast á mér fyrir einhverja vitleysuna þá sagðir þú svo oft: „Hann Jói minn? Nei nei, vertu nú ekki að láta svona. Hann Jói minn er svo yndislegur.“ Mér fannst ég þekkja þig mjög vel þrátt fyrir að hafa eingöngu þekkt þig þín síð- ustu átta ár í þessu lífi. Við gátum hlegið og spjallað og vorum sam- mála um flest allt sem við töluðum um. Ekki skemmdi fyrir hvað maturinn sem þú eldaðir var alltaf góður. Ég vissi alltaf að ég myndi borða á mig gat þegar þú bauðst okkur í mat. Allt í einu var svikinn héri orðinn uppáhaldsmaturinn minn því þú gerðir þennan rétt að einhverju stórkostlegu. Þú tókst drengjunum mínum mjög vel. Tveir drengir sem gátu breytt venjulegum heimilum í eitthvað sem líktist rústum úr seinni heimsstyrjöldinni. „Hvað er þetta, þetta eru börn,“ sagðir þú sallaróleg. Alltaf var fólkið þitt velkomið og það hugsaðir þú mjög vel um. Eftir að ég og dóttir þín eignuðumst svo hann Mikael Kára varstu alltaf til taks. Ef við báðum um pössun, hvort sem það var yfir nótt eða helgi, var það aldrei vandamál. Allt þitt fólk var velkomið. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en glaðlegri og brosandi. Þú varst ákveðin og með sterkar skoðanir og mikla réttlætiskennd. Þegar þú veiktist af þessum erfiða sjúkdómi vissi ég að það myndi verða mikil breyting. Ég var þó þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast þér áður en sjúkdómurinn gerði vart við sig. Fá að kynnast tengdamóður minni sem þeirri persónu sem hún var. Það var kannski svoldið dæmi- gert fyrir ákveðni þína hvað mað- ur sá sjaldan á þér að þú værir með Alzheimer. Einhvern veginn náðir þú að fela það og bera þig vel. Þín er sárt saknað en ég veit að þú ert á góðum stað í dag. Megi Guð blessa þig. Jóhann Svavar Bl. Þorgeirsson. Hún mamma mín hefur öðlast hvíldina löngu. Hún fór í hvíldar- innlögn og ætlaði að vera í fjórar vikur en eftir 10 daga kom símtal frá hjúkrunarfólkinu, Ingibjörg er látin og beðið er eftir lækni til að staðfesta. Þetta var gífurlegt áfall, þrátt fyrir að hún hafi verið hálflasin síðustu ár m.a. með Alz- heimer, sem var farið að taka sinn toll. Upp rifjast minningarnar, minningar sem ná yfir hálfa öld og yfir marga staði. Ég man fyrstu árin á Húsavík, móðinsblöðin sem alltaf voru við höndina. Vinnuvett- lingana sem hún saumaði lengi vel og ég sat við hliðina á henni með sleif og sneri við puttunum á hönskunum þannig að þeir væru á réttunni. Ég man líka þegar við fluttum til Reykjavíkur og vorum til að byrja með bara þrjú í kotinu því pabbi varð eftir við Laxár- virkjun til að klára það sem þurfti að klára þar. Við systkinin og mamma tókum strætó nr. 3 upp á Hlemm og löbbuðum síðan niður Laugaveginn og létum okkur dreyma um allt sem þar var hægt var að kaupa, því á þeim tíma voru allar helstu verslanir bæjarins á Laugaveginum. Mamma mín var stolt kona og ég man eftir því þegar ég fékk gefins föt frá vinkonu og mamma hélt nú ekki að við þyrftum á þessu að halda. Nú skyldum við finna einhvern sem vantaði allt og gefa þeim fötin. Það var með eft- irsjá að ég lét pokann fara því mig langaði í buxur keyptar í búð sem þar var. Mamma saumaði nefni- lega fyrstu árin allt á okkur systk- inin. Ég man líka árin sem mamma vann á Álafossi, alltaf á nætur- vöktum. Hún svaf á meðan við eldri systkinin vorum í skólanum og við skiptumst á að sækja litlu systur á leikskólann en hún var þar eftir hádegi. Hún var oft þreytt og mér fannst ósanngjarnt að ég þyrfti alltaf að dröslast með litlu systur hvert sem ég fór. Seinna fór hún að vinna á Land- spítalanum og þá varð frítíminn rýmri. Þegar barnabörnin fóru að koma í heiminn kom í ljós að mamma mín átti flottustu barna- börnin sem fæðst höfðu. Ófá skiptin kom ég til þeirra pabba og þá var mamma á röltinu með Ein- ar og seinna Snorra eftir götunni. Að skoða laufblöð, steina og sæl- gætisbréf sem tveggja ára börn hafa gaman að því að skoða í gönguferðum. Hún eignaðist sex barnabörn og öll voru þau sérstök í hennar huga. Í minni erfiðu vegferð við að eignast barn er mér minnisstætt að við grétum saman þegar ekk- ert gekk og grétum enn meira þegar í ljós kom að dóttirin lang- þráða var í Kína. Hún taldi mig einstaklega heppna að hafa eign- ast þessa dóttur, þetta var barnið sem mér var ætlað og að hún gæti ekki verið líkari mér þótt hún hefði verið líffræðilega mín. Ég er þakklát fyrir að hafa átt mömmu mína svona lengi, sár yfir því hversu skyndilega hún fór en um leið þakklát yfir því að hún þurfti ekki að þjást lengur. Hún kvaddi hljóðlega án þess að vera með læti, enda þoldi hún ekki að fólk væri með hávaða og óhemju- gang fyrir framan aðra. Vildi ekki láta neitt hafa fyrir sér og fór því á sinn hátt. Hvíl í friði. Anna Kristín Halldórsdóttir. Elsku Inga amma, við vorum svo heppnir að eiga þig sem ömmu. Þú varst alltaf svo góð við okkur, alltaf að lauma að okkur góðgæti og gjöfum. Það var svo gott að koma í heimsókn og fá al- vöru ömmu- og afamat, hlýju og knús. Nú ertu orðin engill á himnum og við söknum þín mikið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Viktor Orri og Mikael Kári. Ingibjörg María Kristjánsdóttir HINSTA KVEÐJA Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Magnús Blöndal Jóhannsson og Andrés Þór Jóhannsson. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, ELÍN KÁRADÓTTIR, Sóltúni 1, Garði, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur 22. september. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. . Hilmar B. Jónsson, Jón Kári Hilmarsson, Gyða Björk Hilmarsdóttir og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug viða andlát og útför, SIGURLÍNU EIRÍKSDÓTTUR, Smáragrund, Sleitustöðum, Skagafirði. Bestu þakkir fær starfsfólk Dvalar- heimilisins á Sauðárkróki, sr. Halla Rut og allir sem sáu um söng og tónlist við útförina. Hver minning er dýrmæt perla. . Þorvaldur G. Óskarsson, Eyrún Ósk Þorvaldsdóttir, Rúnar Páll Björnsson, Edda Björk Þorvaldsdóttir, Finnur Jón Nikulásson, barnabörn og barnabarnabörn. FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is KYNNINGAR VERÐ Verið velkomin Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, VILHELMS HEIÐARS LÚÐVÍKSSONAR lyfsala. Guð geymi minningu hans. . Kristjana J. Richter, Vilhelmsbörn, tengdabörn, barnabörn og aðrir aðstandendur. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI SIGFÚSSON, Árskógum 6, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 30. september. Útförin fer fram fimmtudaginn 13. október klukkan 13 frá Seljakirkju. Þeir sem vilja minnast hans láti líknarfélög njóta þess. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skógarbæjar fyrir góða umönnun og virðingu. . Anna Magnea Jónsdóttir, Hrund Hjaltadóttir, Guðmundur H. Gunnarsson, Hulda Hjaltadóttir, Ingi Már Grétarsson, Sigurjón Hjaltason, Ingunn B. Sigurjónsdóttir, Einar Hjaltason, Birna Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, LÁRA ÞÓRA MAGNÚSDÓTTIR ANDERSSON, lést í Svíþjóð þriðjudaginn 4. október. Útförin mun fara fram í Svíþjóð. . Jón Þórður Jónsson, Sigrún Stella Guðmundsdóttir, Ellen H.K. Andersson, Torfi Guðmundsson, Karen Andersson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUNNFRÍÐUR HREIÐARSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 3. október. Útförin verður frá Akureyrarkirkju 14. október klukkan 10.30. . Lára Hrafnsdóttir, Eiður Örn Hrafnsson, Hrönn Sigurðardóttir, Sólveig Hrafnsdóttir, Kristján Jósteinsson, Heiðar Þór Hrafnsson, Tatjana Kantorovitch, Björgvin Ingvi Hrafnsson, Ann Erry Hrafnsson, Bjarki Ásgeir Hrafnsson, Elisabeth Kløvtveit, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.