Fréttablaðið - 09.12.2016, Page 10

Fréttablaðið - 09.12.2016, Page 10
Q3 vekur eftirtekt Nýr Audi Q3 er vel útbúinn, lipur og svipmikill. Hann er skilvirkur og sportlegur, á sama tíma rúmgóður að innan en smágerður að utan. Audi Q3 er byggður fyrir nýjar væntingar. Verð frá 5.490.000 kr. HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is orkumál „Það virðist hafa myndast þverpólitísk samstaða um að Eyja- fjörður og jafnvel Norðurland allt skuli vera orkusvelt til framtíðar,“ segir Þröstur Friðfinnsson, sveitar- stjóri Grýtubakkahrepps, í nýjum pistli á heimasíðu hreppsins. Þröstur segir flutningskerfi raf- orku inn á Eyjafjarðarsvæðið vera sprungið og ekki taki minna en fimm ár að bæta þar úr. Virkjanleg fallvötn í Skagafirði og Þingeyjar- sýslu séu í verndarflokki og vaxandi andstöðu gæti við gufuaflsvirkjanir auk efasemda um endingu jarð- hitans. Allir stjórnmálaflokkar séu andvígir lagningu háspennulínu yfir Sprengisand. „Þeir stjórnmálamenn og einnig umhverfisverndarsinnar sem ætla að koma í veg fyrir lagningu línu yfir Sprengisand eru í reynd að lýsa því yfir að ekki skuli lengur ríkja jafn- rétti til búsetu á Íslandi,“ skrifar Þröstur. „Aðrar leiðir til að leysa orkuþörf hér á svæðinu eru ein- faldlega verri í öllu tilliti, hvort sem horft er til kostnaðar eða umhverfis. Byggð sem ekki á kost á rafmagni af pólitískum ástæðum á sér enga von um að geta vaxið og dafnað eðli- lega.“ Þá segir Þröstur það hrikalega hömlun á framfarir og íbúaþróun að ekki sé hægt að útvega raforku til þeirra sem áhuga hefðu á að stofna til nýrrar atvinnustarfsemi. Gagnaver og önnur meðalorkufrek starfsemi séu alveg út úr myndinni næstu árin, jafnvel áratugi. „Það sem enn verra er, að jafn- vel þó að takist að tengja vestur til Blöndu og austur til Kröflu, mun áfram vanta afl og  öryggi í kerfið til frambúðar meðan ekki tekst að tengja við virkjanir á suðurhálend- inu,“ segir sveitarstjórinn meðal annars í pistli sínum.  – gar Telur Eyjafjörð í orkusvelti Eyjafjörður þarf meiri orku til að íbúarnir dafni, segir sveitarstjóri Grýtubakkahrepps. Fréttablaðið/PjEtur NÝJA SENDIBÍLASTÖÐIN ...á þínum vegum! 568 5000 Jólaplattinn í hádeginu og um helgar 3.200 kr BRYGGJAN BRUGGHÚS * GRANDAGARÐI 8 101 REYKJAVÍK 00354 456 4040 * WWW.BRYGGJANBRUGGHUS.IS Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Byggð sem ekki á kost á rafmagni af pólitískum ástæðum á sér enga von um að geta vaxið og dafnað eðlilega. Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri Grýtu- bakkahrepps 9 . d e s e m b e r 2 0 1 6 F Ö s T u d A G u r10 F r é T T i r ∙ F r é T T A b l A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 6 0 4 :3 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 9 C -D 3 A C 1 B 9 C -D 2 7 0 1 B 9 C -D 1 3 4 1 B 9 C -C F F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 9 B F B 0 7 2 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.