Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Komið í verslun okkar og sjáið úrvalið Opið kl. 11-18 alla virka daga Reykjavíkurvegi 64, Hfj, s. 555 1515, enjo.is • Tímasparnaður • Engin kemísk efni • Ódýrara • Umhverfisvænt • 6 x hreinna - betri þrif • Lágmarksending 3 ár • 2ja ára ábyrgð Grænt heimili - engin eiturefni Fyrir baðherbergið Fyrir gólfin Fyrir eldhúsið Fyrir þvottinnFyrir gluggana Fyrir heimiliðHeimili spakkinn Verðtilboð 90.800 kr. Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, og samninga- nefnd félagsins hafa farið í rúmlega helming allra grunnskóla landsins til þess að taka stöðuna með kennurum. Meirihluti félagsmanna í Félagi grunnskólakennara felldi nýjan kjarasamning við Samband ís- lenskra sveitarfélaga í atkvæða- greiðslu í byrjun september. Þetta er í annað sinn sem grunnskólakennar- ar fella kjarasamning í atkvæða- greiðslu. Inga Rún Ólafsdóttir hjá Sam- bandi íslenskra sveitafélaga segir að engar viðræður hafi verið á milli kennara og sambandsins síðan samn- ingurinn var felldur en að fundur sé fyrirhugaður á morgun. Laun ekki eina vandamálið Ólafur segir kennara yfirhöfuð ánægða með margt í samningnum sem felldur var en í hann vanti þætti eins og betra skipulag á vinnutíma og hærri laun. Hann segir það heldur ekki nýtt að kennarar bendi á að álagið sé mikið. Kennarar hafi minni tíma til að sinna kennslu og úrvinnslu hennar á kostnað annarra verkefna sem eykur mjög álag. Það sé brýnt að greina þessa þætti alveg niður í kjöl- inn. „Til dæmis allt sem við kemur greiningum nemenda, samskiptum og fundarhöldum við fagaðila og sér- tækum námsörðugleikum, þessu sinna kennarar. Allt tekur þetta tíma og þarf að gera ráð fyrir honum í samningnum en kennurum finnst það ekki gert,“ segir Ólafur. Mikil óánægja sé til staðar og þurfi að kafa ansi djúpt til þess að skil- greina vandamálið svo að hægt sé að ná samningum um það. Taka stöðuna víða um land  Enginn sáttafundur hefur verið haldinn með sveitarfélögum síðan samningur var felldur en fundur fyrirhugaður á morgun Inga Rún Ólafsdóttir Ólafur Loftsson Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt nýsamþykktum lögum frá Alþingi um afnám gjaldeyris- hafta þarf almenningur sem hyggst ferðast til útlanda eftir 1. janúar nk. ekki lengur að framvísa farmiða til að fá að taka út gjaldeyri í banka. Fram að þeim tíma er áfram gerð krafa um að sýna farmiðana. Samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum ætti afnám hafta annars ekki að snerta hinn almenna borgara nema að takmörkuðu leyti. Ein fasteign erlendis á ári Heimilt verður að fyrirframgreiða erlend lán, fjárfesta í fjármálagern- ingum útgefnum í erlendum gjald- eyri eða öðrum peningakröfum fyrir jafnvirði allt að 30 milljónum króna. Einstaklingum verður heimilt að kaupa eina fasteign erlendis á almanaksári. Fjárhæðarmörk eru afnumin á framfærslu einstaklinga erlendis, hvort sem um er að ræða erlenda einstaklinga eða innlenda einstaklinga sem tímabundið eru bú- settir erlendis, s.s. vegna náms eða starfs. Fjárhæðarmörk gjafa og styrkja eru hækkuð úr þremur í sex milljónir króna. Bein erlend fjárfest- ing innlendra aðila verður ótak- mörkuð en háð staðfestingu Seðla- bankans. Frá og með áramótum verða fyrr- nefnd fjárhæðarmörk fyrirfram- greiðslu erlendra lána og erlendra fjárfestinga hækkuð úr 30 í 100 millj- ónir króna og heimildir til úttektar á reiðufé felldar undir þau mörk. Undanþágubeiðnum fækkar Jafnframt verður innstæðuflutn- ingur á milli landa heimilaður innan fyrrnefndra marka og skilyrði um innlenda vörsluaðila erlendrar verð- bréfafjárfestingar fellt niður. Þar með munu innlendir og erlendir að- ilar geta flutt innstæður og verðbréf til og frá landinu og átt viðskipti með verðbréf erlendis, innan þeirra marka sem lögin setja þeim. Seðlabankinn telur að með þess- um breytingum ættu fjármagns- höftin ekki að setja þorra ein- staklinga verulegar skorður og í raun mjög fáum eftir næstu áramót. Áætlar bankinn að breytingarnar muni leiða til þess að beiðnum um undanþágu frá lögum um gjaldeyris- mál fækki um 50 til 65%. Gjaldeyrir án farmiða  Frá áramótum má taka út gjaldeyri án þess að sýna far- miða  Annars litlar breytingar fyrir fólk við losun hafta Morgunblaðið/Ómar Ferðalög Hægt verður að taka út gjaldeyri hér heima án farmiðans. Fulltrúar allra flokka á Alþingi lögðu fram þingsályktunartillögu í gær vegna aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018. Lagt er til að kosin verði nefnd, skipuð fulltrúum úr öllum þingflokk- um, sem undirbúi hátíðarhöld í til- efni afmælisins. Lagt er til að hátíðarfundur verði haldinn á Þingvöllum þann 18. júlí 2018, þegar öld verður liðin frá því samningum um fullveldi Íslands var lokið. Hátíðarhöld verði svo við stjórnarráðið þann 1. desember 2018 sem kallist á við athöfnina við Stjórnarráðshúsið sama dag árið 1918, þegar sambandslögin öðluðust gildi. Samhliða verði efnt til sam- keppni um hönnun og útlit Stjórn- arráðsbyggingar og skipulags á stjórnarráðsreit. Undirbúningsnefndinni verði einnig falið að láta taka saman rit um aðdraganda sambandslaganna, efni þeirra og framkvæmd og einnig rit um inntak fullveldisréttar, sem Ís- land öðlaðist árið 1918. Einnig er lagt til að stofnað verði til sýningar á helstu handritum Árnastofnunar í þeim tilgangi að minna á grundvöll íslenskrar menn- ingar og forsendur sjálfstæðis og fullveldis þjóðarinnar. Undirbúningsnefndinni yrði einn- ig falið að stuðla að heildarútgáfu Ís- lendingasagna á afmælisárinu. Skólar yrðu einnig hvattir til að beina sjónum sérstaklega að þessum tímapunkti í Íslandssögunni. Tillagan kveður á um fjárveitingu í fjárlögum, samtals 200 milljónir króna, 100 milljónir fyrir árið 2017 og 100 milljóir fyrir 2018, til að mæta útgjöldum í tengslum við hátíðina. Morgunblaðið/Jim Smart Stjórnarráð Hátíð er fyrirhuguð. Fagna sjálfstæði og fullveldi í heila öld  Tillaga á Alþingi um hátíðarhöld Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Deilur standa yfir á milli Bergsson mathúss ehf. við Templarasund í Reykjavík og fasteignafélagsins Þórsgarðs ehf. sem á fasteignina sem Bergsson notar undir veit- ingarekstur. For- saga málsins er sú að Þórsgarður sagði einhliða upp leigusamningi við Bergsson mathús snemma síðasta vor. Við þessa niðurstöðu sætti Bergsson sig ekki. Í framhaldinu höfðaði Þórs- garður mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess er krafist að Bergsson víki úr húsnæðinu. 12 ára leigusamningur Að sögn Þóris Bergssonar, eig- anda Bergsson, telur fyrirtækið sig vera með lögbundinn leigusamning í höndunum sem gerður hafi verið til 12 ára og enn séu átta ár eftir af þeim samningi. „Þetta er ekkert skemmti- efni, en þetta er í ferli og það er ekk- ert launungarmál að það eru deilur okkar í milli. Deilurnar eru þó þess eðlis að þeir eru að deila við mig, frekar en öfugt. Ég er með lögbund- inn leigusamning og hef staðið mína plikt gagnvart honum,“ segir Þórir. Hann vill ekki segja nánar til um það hvaða ástæður eru upp gefnar fyrir riftun samningsins. „Dómsmál- ið mun bara úrskurða um þetta,“ segir Þórir. Hann bætir við að ávallt hafi verið staðið við greiðslur af samningnum en vill ekki tjá sig frek- ar um málið. Að sögn Þóris er niðurstöðu að vænta í dómsmálinu fljótlega. „Deil- urnar hafa staðið síðan í mars eða apríl og þetta kom mér mjög í opna skjöldu. Maður hefur viljað halda sínum viðskiptum áfram. Ég er bara að reka fyrirtæki og hef öll leyfi til þess,“ segir Þórir, sem rekur einnig Bergsson RE á Grandagarði 16. Kallað á lásasmið Þórsgarður á einnig og rekur Hót- el Kvos, sem er í samliggjandi fast- eign. Lögregla var kölluð til um síð- ustu helgi. Að sögn Þóris var það vegna þess að starfsfólk hótelsins hafði læst sameiginlegu starfs- mannarými fyrirtækjanna. „Ég þurfti að kalla á lásasmið til þess að opna. Lögreglan aðhafðist í raun ekkert, þar sem ég gat sýnt fram á að ég væri með lögbundinn leigusamn- ing,“ segir Þórir. Joe Compton, framkvæmdastjóri Þórsgarðs, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Vilja Bergsson mathús úr húsi  Þórsgarður hefur sagt upp leigusamningi  Málið fyrir héraðsdóm  Telja sig vera með löglegan leigusamning í höndunum  Lögregla kölluð til um liðna helgi Bergsson Deilur standa yfir á milli Þórsgarðs fasteignafélags og Bergsson mathúss um leigusamning sem gerður var á milli félaganna. Þórir Bergsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Vindmyllur Góð skilyrði eru til nýtingar vindorku með vindmyllum hér á landi. Brýnt er að huga að ítarlegri laga- ramma um nýtingu vindorku, eink- um varðandi skilgreiningu á vind- orkugörðum eða vindbúum. Þetta kemur fram í umsögn Orkustofn- unar um tillögu að matsáætlun fyr- ir Vindaborg, vindorkugarð í Rang- árþingi ytra. Segir þó einnig að það útiloki ekki að hægt sé að fjalla um vindorkuver og vindorkugarða á hlutlægan hátt í fyrirliggjandi laga- umhverfi. Góðir möguleikar hér á landi til beislunar vindorku kalli á ítarlegri lög en einnig umfram eftirspurn eftir raforku á Íslandi. Orkustofnun gerði ekki at- hugasemdir við tillögu að mats- áætlun eða leggur fram ábend- ingar. Þörf á ítarlegri lög- gjöf um vindorku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.