Morgunblaðið - 13.10.2016, Page 11

Morgunblaðið - 13.10.2016, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. S:781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 - fös: 12-17 - www.facebook.com/spennandi 20% afsláttur af öllum jökkum 13.-14.okt.! Vertu upplýstur! blattafram.is MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI ÞOLENDUR OG GERENDUR KYNFERÐISOFBELDIS PERSÓNULEGA. ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI? Ullar- og silkinærfatnaður Kíktu á heimasíðuna lifstykkjabudin.is LAUGAVEGI 82 101 REYKJAVÍK SÍMI 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Skoðið laxdal.is Laugavegi 63 • S: 551 4422 GARDEUR BUXNATILBOÐ VANDAÐAR VETRABUXUR 20% AFSLÁTTUR PEYSUÚRVAL Guðni Einarsson gudni@mbl.is Úrskurður forsætisráðuneytisins í kæru Skotveiðifélags Íslands (SKOTVÍS) vegna sölu Húnaþings vestra á rjúpnaveiðileyfum á þjóð- lendum innan marka sveitarfélags- ins kom forsvarsmönnum sveitar- félagsins á óvart, að sögn Guðnýjar Hrundar Karlsdóttur sveitarstjóra. „Við höfum áhyggjur af stöðu sveitarfélagsins í málinu og þurfum tíma til að fara betur yfir úrskurðinn áður en við tökum ákvörðun um framhaldið,“ sagði Guðný Hrund. Hún sagði að sveitarfélagið hefði tal- ið að fara ætti eftir þjóðlendulögum varðandi þetta mál, en ráðuneytið hefði vísað í lög um veiðar á villtum fuglum og spendýrum. Guðný Hrund sagði að áður en úr- skurðurinn hefði verið kveðinn upp hefði landbúnaðarráð sveitarfé- lagsins talið að halda ætti upptekn- um hætti varðandi sölu leyfa til rjúpnaveiða á þjóðlendunum. Leggja á fundargerðina fyrir sveitarstjórn í dag. Guðný Hrund sagði að úrskurð- ur forsætisráðuneytisins myndi óhjákvæmilega hafa áhrif á af- greiðslu þessa liðar fundargerðar- innar. SKOTVÍS fagnar úrskurðinum SKOTVÍS sagði í yfirlýsingu að úrskurður forsætisráðuneytisins hefði komið fyllilega til móts við þau sjónarmið sem félagið hefði lagt fram í kæru sinni. Úrskurðurinn væri sá fyrsti sinnar tegundar í ráðu- neytinu og væri stefnumarkandi. „Hann er ekki aðeins fagnaðarefni fyrir þá skráðu 12.000 veiðikortahafa sem er að finna í landinu, heldur alla þá íslensku þegna sem vilja stunda útivist í þjóðlendum landsins. Af úrskurðinum má einnig vera ljóst að öðrum sveitarfélögum er ekki heimilt að selja veiðileyfi inn á skilgreindar þjóðlendur hvort sem það er til framleigu eða beinnar leyfissölu, og að lög um fuglaveiðar í þjóðlendum eru í fullu gildi,“ sagði í yfirlýsingu SKOTVÍS. Húnaþing vestra hugsar sinn gang  SKOTVÍS fagnar niðurstöðunni Morgunblaðið/Sverrir Úrskurðurinn Óheimilt er að selja rjúpnaveiðileyfi á þjóðlendum. Börn með annað móðurmál en ís- lensku sem eru að hefja skólagöngu í grunnskólum borgarinnar skulu tímabundið njóta undanþágu frá greiðslu fyrir dvöl á frístunda- heimili. Meirihluti skóla- og frí- stundaráðs samþykkti þetta í gær en samþykktin nær til 6-9 ára barna í 1.-4. bekk. Talið er í skýrslu starfshóps um móðurmálskennslu barna með annað móðurmál en ís- lensku að með þessu gefist börn- unum tækifæri til að vinna með fé- lagslega tungumálið og efla megi þátttöku tví- og margtyngdra barna í íslenskri barnamenningu. Vilja efla þátttöku í íslenskri menningu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.