Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Tíminn líður hratt á gervi-hnattaöld, eins og segir ídægurlaginu; hraðar sér-hvern dag, hraðar sérhvert kvöld. Heimildarmyndin InnSæi boð- ar framsækna vitundarvakningu um böl hinna buguðu ofuriðjusömu streituþræla í hraðskreiðum vest- rænum samtíma og miðlar mögulegri lausn áþjánar þeirra. Áhorfendur fara í hrífandi heimsreisu með tveim- ur frumkvöðlum á sviði alþjóðlegs hjálparstarfs og almannatengsla og komast að raun um að mannlegt innsæi getur brúað rökhugsun og sköpunarkraft jafnt í leik og starfi. Auk þess getur það aukið aðlög- unarhæfni nútímamannsins að sí- breytilegri heimsmynd hans og opn- að fyrir nýsköpun og hugviti sem nært getur framtíð hinnar vestrænu heimsbyggðar. Um þessar mundir hampar vestrænt atvinnulíf skilvirkni á kostnað frumkvæðis og einkennist ákvarðanataka þess nokkuð af skammtímaávinningum og faustískri þekkingaröflun. Þar af leiðandi búa margir vinnandi þegnar þessa heims við sjúklega örkumlandi streitu og kulnun í starfi. Enn fremur eru sí- byljandi upplýsingaáreiti og skeyt- ingarlaust ofbeldi orðin daglegur hluti af menningu margra samfélaga og margir einstaklingar hafa misst tengsl við umhverfi sitt, náttúruna, sinn innri mann og náungann. Hrund Gunnsteinsdóttir er hand- ritshöfundur, sögumaður og annar leikstjóra myndarinnar. Hún er mannfræðingur að mennt og lauk framhaldsnámi í þróunar- og átaka- fræðum. Um tíma vann hún fyrir Sameinuðu þjóðirnar á stríðshrjáðum svæðum, í Kosovo og víðar, en hún uggði ekki að sér og iðjusemi gerði hana að buguðum streituþræl. Mynd- in byggir því á reynslu Hrundar sjálfrar af eftirköstum örmögnunar og leið hennar og leit að betra lífi í gegnum innsæi sitt. Hrund fékk kvik- myndaframleiðandann og leikstjór- ann Kristínu Ólafsdóttur til liðs við sig. Kristín er með meistaragráðu í alþjóðlegum almannatengslum, en áður hafa þær Hrund starfað saman fyrir UNIFEM-samtökin. Í mynd- inni koma einnig fram heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vís- inda og fræða sem leiða áhorfendur inn í margræðan heim InnSæis. Við- mælendurnir eru vel valdir en nær- vera og eggjandi augnaráð serbnesku gjörningslistakonunnar Marinu Abramovics setur sérstaklega sterk- an svip á myndina því hún kastar eins konar álögum á áhorfendur og fær þá til að líta inn á við, viðurkenna líkam- leg takmörk sín og þora að takast á við óravíddir tilfinninga sinna og hug- arflugs. Taugalíffræðingurinn Marti Spiegelman bendir á að Vestur- landabúar eru fastir í línulegri sjálfs- stýringu og nota til þess aðeins 2-3% af heilaorku og getu sinni. Ein- staklingar hjóla því áfram eins og hamstrar í linnulausu lífsgæðakapp- hlaupi, fastir í viðjum vanans og brota- kenndri tilveru þar sem viska hefur vikið fyrir þekkingu og þekkingu hef- ur verið skipt út fyrir upplýsingar sem samanstanda af aðgreindum söfnum staðreynda og gagna. Alræði rök- hyggju hefur yfirskyggt allan sköp- unarkraft og núvitund, sem hefur ger- ræðisáhrif á umhverfið og mannlega velferð. Sálfræðingurinn Iain McGilc- hrist segir áhorfendum að innsæi sé ekki bara einhver bleik og mjúk til- finning heldur sé sjálfsskoðun nauð- synleg fyrir heilastarfsemi mannfólks- ins því hún auki samkennd. Ójafnvægi í heilastarfseminni leiðir til geð- sjúkdóma og ýmiss konar öfgastefna, fordóma og haturs svo fátt eitt sé nefnt. Of mikið áreiti í daglegu amstri leiðir fólk inn í kaldar auðnir einangr- unar og einveru og þá missir mann- fólkið sjónar á eigin mikilvægi og mætti náungakærleikans, sem aftur leiðir til glundroða, spillingar og ófrið- ar. Ýktar nærmyndir af augum Mar- inu Abramovics og annarra í mynd- inni fá áhorfendur til að líta inn á við og spegla sálir sínar. Sú innsýn opnar gáttir inn í nýjar víddir þar sem innsæið ræður ríkjum. Reyndar má segja að snilldarlega útfærð kvik- myndataka og klipping hjálpi mikið til við miðlun á boðskap myndarinnar. Þar takast á ýktar nærmyndir og fjarmyndir, ýmist úr lofti eða af láði, af lifandi verum, misgróskumiklum lífríkjum og erilsömu borgarlands- lagi. Mögnuð grafík og stórbrotið myndefni í anda National Geograpic er dáleiðandi og biðlar til allra skyn- færa. Kvikmyndatakan einkennist af breytilegri skerpu þar sem athygli áhorfenda er beint frá viðfangsefnum í forgrunni til þess sem er fjær í bak- grunni. Þannig skapast samræður milli hins agnarsmáa og þess risa- vaxna. Myndefnið hreyfist, dansar og umbreytist í einskonar kviksjá lita, mynstra og speglana. Áhrifin eru heillandi og heildarútkoman verður sérlega sterk með viðbættri seiðandi undirleikstónlist og kynngimögn- uðum, táknrænum hreyfimyndum. InnSæi minnir áhorfendur á að heimurinn er undraverður og að hann verður seint kortlagður til hlítar. Mannfólkið þarf að virða eigin tak- markanir í hraða og amstri samtím- ans. Það þarf að læra að hlusta á innsæi sitt og forðast að selja streitu- djöflinum sál sína og mannlega sam- kennd til þess eins að ná frama, vel- megun eða til að öðlast takmarka- lausa þekkingu. Því sú sala er þegar á hólminn er komið, og eins og Faust fékk að reyna, aðeins tortímandi kvöl og pína. Innsæi sem linar kreppu streituþræla Bíó Paradís InnSæi – The Sea Within bbbbm Leikstjórn: Hrund Gunnsteinsdóttir og Kristín Ólafsdóttir. Handrit: Hrund Gunnsteinsdóttir. Stjórn kvikmynda- töku: Faye. Klipping: Nick Fenton og Sotira Kyriacou. Sjónrænar tæknibrell- ur og grafískar hreyfimyndir: Tim Borg- mann. Leirhreyfimyndir: Linda Loeskow. Tónlist: Úlfur Eldjárn. Heimildarmynd. 77 mín. Ísland, Bretland og Danmörk 2016. HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR KVIKMYNDIR Álög „Viðmælendurnir eru vel valdir en nærvera og eggjandi augnaráð serbnesku gjörningslistakonunnar Marinu Abramovics setur sérstaklega sterkan svip á myndina því hún kastar eins konar álögum á áhorfendur.“ Gunnar Guð- björnsson tenór og Helga Bryn- dís Magnúsdóttir píanóleikari munu flytja ís- lensk sönglög í Fríkirkjunni í Reykjavík í dag. Tónleikarnir hefjast klukkan 12 og taka um hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er 1.500 krónur. Ekki verður tekið við greiðslu- kortum. Flytjendurnir lofa huggu- legri hádegisstund í miðbænum þar sem klassísk sönglög verða í fyrirrúmi. Sígild sönglög Gunnar Guðbjörnsson Í tilefni 90 ára afmælis Ljósmynd- arafélags Íslands stendur félagið fyrir ljósmyndasýningu í nóvember í Kringlunni. Öllum atvinnu- ljósmyndurum landsins, jafnt innan og utan félagsins, er boðið til þátt- töku á þessum tímamótum með fé- laginu. „Félagið hefur í gegnum ár- in efnt til sýninga af slíkum tilefnum og ákvað núverandi stjórn félagsins að feta í fótspor fyrir- rennara sinna og efna til afmælis- sýningar,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að settir hafi verið upp nokkrir flokkar ljósmyndunar með það að markmiði að stuðla að breidd í þátttöku atvinnuljósmynd- ara. Flokkarnir eru: auglýsinga- ljósmyndun, allar tegundir af port- rettum, landslag, frásagnamyndir, seríur og brúðkaup. Senda skal myndirnar inn í staf- rænu formi gegnum wetr- ansfer.com á netfang félagsins: ljosmynd@ljosmyndarafelag.is. Valnefnd sýningarinnar skipa Vilhelm Gunnarsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigríður Kristín Birnu- dóttir, Bryndís Loftsdóttir og Sverrir Björnsson. Skilafrestur er til 18. október. Allar nánari upplýs- ingar má nálgast á vefnum ljosmyndarafelag.is/90ara/ Afmælissýning á 90 ára afmæli Velkomið Öllum atvinnuljósmyndurum landsins er boðin þátttaka á sýningunni. Mikið úrval af snögum og snagabrettum Snagabretti frá kr. 980 Snagar frá kr. 265 Opið virk a dag a frá 9-18 lau frá 1 0-16 Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is MIDDLE SCHOOL 6 MAGNIFICENT 7 9, 10:30 FRÖKEN PEREGRINE 6, 8 BRIDGET JONES’S BABY 8 EIÐURINN 10:35 STORKAR 2D ÍSL.TAL 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.