Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 287. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Fluttur til Bandaríkjanna
2. Með barnið á brjósti í ræðustól
3. Múlakvísl nær upp að þjóðvegi
4. Sumarhús Rutar Kára við sjóinn
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Hjaltalín flytur nýtt efni af væntan-
legri plötu á tónleikum í menningar-
húsi Íslendinga á Norðurbryggju í
Kaupmannahöfn í kvöld kl. 22. Tón-
leikarnir eru hluti af menningar-
dagskrá í tilefni menningarnætur
Kaupmannahafnarbúa.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Hjaltalín frumflytur
efni á Norðurbryggju
Í tilefni al-
þjóðlegs dags
sem tileinkaður er
missi á meðgöngu
og barnamissi
stendur Tjarn-
arbíó í samvinnu
við Gleymmérei
styrktarfélag fyrir
umræðum að lok-
inni sýningu á Sóley Rós ræstitækni í
Tjarnarbíói í kvöld, en sýningin hefst
kl. 20.30. Uppfærslan hefur hlotið af-
ar góðar viðtökur hjá jafnt gagnrýn-
endum sem áhorfendum.
Umræður að lokinni
sýningu á Sóley Rós
Söngkonan og
lagahöfundurinn
Kristbjörg Kari
Sólmundsdóttir
frumflytur eigin
lög við ljóð Steins
Steinars í Fríkirkj-
unni í Reykjavík í
kvöld kl. 20, á af-
mælisdegi skálds-
ins. Söngkonan
Svava Kristín Ingólfsdóttir flytur
nokkur lög eftir Bergþóru Árnadóttur
við ljóð Steins. Sérstök gesta-
söngkona verður Margrét Eir.
Tónleikar á afmæl-
isdegi Steins Steinars
Á föstudag Suðaustlæg átt 5-10 m/s, bjartviðri norðanlands, en
dálítil væta sunnan- og vestanlands. Lægir og styttir að mestu upp
þegar líður á daginn. Hiti 6 til 13 stig að deginum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustan 10-18 m/s og talsverð eða mikil
úrkoma sunnantil á landinu, víða rigning vestanlands, en úrkomu-
lítið norðaustantil. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld.
VEÐUR
„Við eigum eitthvað inni
eftir keppnina og verðum að
laða það fram á föstudag-
inn,“ sagði Stella Ein-
arsdóttir, einn liðsmanna
stúlknalandsliðsins í hóp-
fimleikum, eftir að sveitin
hafnaði í öðru sæti í und-
ankeppninni á EM í Slóveníu
í gærkvöldi. Blandað ung-
lingalið Íslands hafnaði í
þriðja sæti og keppir því
einnig til úrslita á mótinu í
Slóveníu. »1
Íslensku liðin
bæði í úrslit
Rosengård og Breiðablik gerðu
markalaust jafntefli í síðari leik lið-
anna í 32 liða úrslitum Meistara-
deildar Evrópu í knattspyrnu í Malmö
í gærkvöldi. Íslandsmeistararnir eru
úr leik í keppninni
en geta borið
höfuðið hátt
eftir saman-
lagt eins
marks tap
fyrir
Rosen-
gård
sem
ætla má
að sé
hæst
skrifaða
kvennaliðið á
Norður-
löndum. »2-3
Íslandsmeistararnir
geta borið höfuðið hátt
Vandræðagangur Íslandsmeistara
Hauka í Olís-deildinni heldur áfram
en meistararnir máttu þola á tap á
heimavelli gegn erkifjendunum í FH
þegar liðin áttust við í fyrsta leik 7.
umferðar deildarinnar í gær. Hauk-
arnir sitja þar með áfram í fallsæti,
eru í næst neðsta sætinu, en FH-
ingar fóru upp um þrjú sæti og eru
komnir í fjórða sætið. »2-3
Vandræði Haukanna
halda áfram
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.Is
„Tilkoma sjónvarpsins breytti meiru á Íslandi en
viðurkennt er. Að taka þátt í stofnun þess og
starfa við þennan fjölmiðil var afar skemmtilegt,
en það hefur ekki síður verið áhugavert að safna
til og setja upp sýningu um starfsemi þess og
bregða upp svipmyndum frá hálfri öld. Sjálfur
starfaði ég við sjónvarpið fyrsta áratuginn og því
er þetta að nokkru mín eigin saga,“ segir Björn G.
Björnsson leikmyndahönnuður og sýningahönn-
uður.
Fjórtán skjáir á Markúsartorginu
Á fimmtíu ára afmæli sjónvarpsins á dögunum
var á svonefndu Markúsartorgi, miðrými útvarps-
hússins við Efstaleiti, opnuð sýning þar sem
brugðið er ljósi á þessa hálfrar aldar sögu. Lifandi
myndir, til að mynda brot úr sjónvarpsþáttum,
leiknu efni og fréttum, eru á fjórtán skjám og á um
30 veggspjöldum eru myndir og frásagnir úr starf-
semi stofnunarinnar. Þar eru einnig leikbúningar,
sviðsmyndir úr kunnum þáttum og leikverkum,
ýmis tæknibúnaður og svo sjónvarps- og útvarps-
tæki, frá löngum tíma. Raunar nær sýningin til
Ríkisútvarpsins alls, það er einnig hljóðvarpsins
en starfsemi þess hófst 1930.
„Það var í nóvember í fyrra sem kallað var til
mín um að setja upp þessa sýningu. Þetta hefur
verið áhugavert verkefni og ýmsir merkir munir
úr Ríkisútvarpinu voru til þegar farið var að leita,“
sagði Björn sem fylgdi Morgunblaðinu um sýn-
inguna í gær. Þar má, auk framangreinds, sjá til
dæmis þekktar leikbrúður eins og Glám, Skrám og
Pál Vilhjálmsson og svo búninga söngkvenna sem
hafa verið fulltrúar Íslands í Eurovision. Svo
mætti áfram telja.
„Stofnun sjónvarpsins árið 1966 er einn stærsti
atburðurinn í íslenskri fjölmiðlasögu. Sé horft
fram hjá líðandi stund er ljóst að Ríkisútvarpið
geymir drjúgan hluta af nútímasögu þessarar
þjóðar, bæði í máli og myndum; andlit hennar og
svipbrigði, raddir og fas, og viðburði sem settu
mark sitt á söguna. Þarna get ég nefnt frétta-
myndir frá til dæmis eldgosum, þorskastríðum og
fleiri stórviðburðum. Margir sem sinntu dag-
skrárgerð í sjónvarpinu á þessum fyrstu árum
fóru seinna út í stjórnmál eða önnur trúnaðarstörf.
Fáir höfðu annars betri tök á sjónvarpsmiðlunum í
fyrstu en Kristján Eldjárn í þáttunum Munir og
minjar og framhaldið af þeirri sögu þekkja allir,“
nefnir Björn G. Björnsson og heldur áfram:
Logar, Skálholt og Lénharður fógeti
„Ég kom til starfa hér 1. ágúst 1966 og sá um
leikmyndirnar. Strax þá í mánuðinum voru fyrstu
þættirnir teknir upp, til dæmis með Logum úr
Vestmannaeyjum og svo okkur félögunum í Sav-
anna-tríóinu. Boltinn fór fljótlega að rúlla og þótt
byrjendabragur væri á mörgu var fljótlega farið í
upptökur á stórum leikverkum, eins og til dæmis
Galdra-Lofti, Skálholti, Lénharði fógeta og svo
mætti áfram telja. Allar upptökur af leiknu efni
eru varðveittar og hafa elst ágætlega, þó þær séu
sannarlega barn síns tíma.“
Geymir drjúgan hluta af
nútímasögu þessarar þjóðar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Leikmynd Björn G. Björnsson sýningarhönnuður með Boga í baksýn og kort frá illviðrisdegi 1982
Sýning í Sjónvarpinu sem
er 50 ára Leikið efni,
fréttir, tæki og ýmsir munir
Áhersla er lögð á fyrstu áratugina í sögu sjón-
varpsins á sýningunni í Efstaleiti. Nútíminn er
samt nærri og á skjám rúlla myndskeið af at-
burðum allt til líðandi árs. „Fjölmiðill er lif-
andi fyrirbæri sem breytir samfélaginu og
skráir sögu þess um leið. Sjónvarpið hefur
verið heimilisvinur í hálfa öld,“ segir Björn,
sem bætir við að sýningin í Útvarpshúsinu
verði uppi næstu þrjú til fjögur árin. Hún verð-
ur opin gestum alla laugardaga á næstunni en
áður þurfa þeir að skrá sig á vefsetrinu ruv.is
Sjónvarpið heim-
ilisvinur í hálfa öld
HEIMILISVINUR Í HÁLFA ÖLD