Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 ✝ Hjalti Sigfússonfæddist 26. nóvember 1923 að Háfi í Ásahreppi, Rangárþingi ytra. Hann lést á Hjúkr- unarheimilinu Skóg- arbæ 30. september 2016. Foreldrar hans voru Jóna Sigríður Jónsdóttir, f. 21. ágúst 1897 að Þver- læk í Holtahreppi, d. 3. apríl 1998, og Sigfús Ágúst Guðnason frá Skarði í Landsveit, f. 1. ágúst 1895, d. 9. des. 1965. Hjalti átti 10 systkini: Guð- nýju, f. 16. jan. 1919, d. 10. des. 1998, Hörð, f. 24. des. 1919, d. 24. jan. 1974, Gerði, f. 29. júní 1921, Helgu, f. 19. sept. 1922, d. 20. júní 2002, Huldu, f. 18. febr. 1925, d. 4. maí 1932, Gyðu, f. 26. ágúst 1926, d. 1. júlí 1927, Guðna, f. 29. sept. 1928, Gyðu Sigríði, f. 19. nóv. 1929, Ólöfu Huldu, f. 11. des. 1932, Halldór Þráin, f. 12. sept. 1937. Hinn 6. desember 1947 kvænt- ist Hjalti Önnu Magneu Jóns- dóttur, f. 11. maí 1929. Foreldr- ar Önnu Magneu voru Jón bílstjóri á stórum vörubílum og keyrði brúarefni um landið oft við mjög erfiðar aðstæður þar sem oftar en ekki þurfti að fara um vegleysur og óbrúaðar ár. Á fyrri hluta starfsævinnar vann hann við snjómokstur á vetrum, mest á Hellisheiði. Hann þekkti því landið sitt mjög vel og naut sín á ferðum sínum. Síðustu árin vann hann á skrifstofu Vega- gerðarinnar og kynntist því þeirri hlið líka. Síðustu árin í hálfu starfi. Hjalti hafði alla tíð ánægju af félagsstörfum og var hann einn af stofnendum Starfs- mannafélags vegargerðar- manna og frá 26 ára aldri var hann virkur félagi í Oddfellow- reglunni í stúkunni nr. 3 Hall- veigu. Hann hafði mikla ánægju af tónlist og hafði fallega söng- rödd. Hjalti söng með ýmsum karlahópum, vinnufélögum, stúkufélögum og karlakórum. Í 17 ár sungu þau hjónin, Hjalti og Anna Magnea, með Gerðuberg- skórnum. .Þau áttu líka góðar stundir í sveitinni við rætur Heklu í landi Skarðs með börn- um og barnabörnum ásamt systkinum Hjalta, mökum þeirra og systkinabörnum. Útför Hjalta verður gerð frá Seljakirkju í dag, 13. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Eiríksson, skip- stjóri frá Sjónarhól í Hafnarfirði, f. 12. júlí 1893, d. 7. mars 1988, og Dagbjört Vil- hjálmsdóttir, f. 10. júlí 1894 í Hafn- arfirði, d. 3. mars 1978. Börn þeirra eru: 1) Hrund, maki Guðmundur H. Gunnarsson, synir þeirra eru: Jóhann Svanur, Hjalti og Snorri. 2) Hulda, maki Ingi Már Grét- arsson, börn þeirra eru: Atli Már, Magni Freyr og Maríanna. 3) Sigurjón, maki Ingunn B. Sigurjónsdóttir, börn þeirra eru: Thelma Sif, Viktor og Katla Björg. Fyrir átti Hjalti soninn Einar, maki hans var Kristín Einarsdóttir, þau skildu. Börn þeirra eru: Hjalti Sveinn, Sig- rún, Trausti, Einar Magnús og Margrét Jóna. Sambýliskona Einars er Birna Sigurðardóttir. Langafabörnin eru orðin 21. Hjalti hóf ungur störf hjá Vegagerð ríkisins og vann þar alla sína starfsævi, eða 54 ár alls. Hann var nánast allan tímann Faðir minn Hjalti Sigfússon hefur kvatt þetta jarðlíf tæplega 93 ára Hann fæddist í Háfi í Ása- hreppi 1923 og þar ólst hann upp sín fyrstu ár. Rétt eftir 1930 fluttu foreldr- ar hans til Reykjavíkur og hófu búskap í Blönduhlíð í Reykjavík. Börn þeirra urðu mörg og fóru snemma að vinna. Foreldrar hans ráku kúabú og seldu mjólk til borgarbúa, pabbi fékk það hlutverk að fara með mjólkina á hestvagni til kaupenda. Hann fékk snemma áhuga á hestum og varð eftirsóttur knapi og sat oft hesta fyrir Þorgeir í Gufunesi, m.a. hestinn Hörð sem var sig- ursæll í kappreiðunum, og hestamannafélag Mosfellinga heitir í höfuðið á þeim hesti. Þegar hann var rúmlega tví- tugur hóf hann störf hjá Vega- gerð ríkisins og átti þar farsæl- an feril í u.þ.b. 50 ár, lengst af sem bílstjóri á stórum vörubílum sem fluttu efni í brúargerð. Þetta var oft erfið vinna við frumstæðar aðstæður. Hann var jafnlyndur og skap- góður. Var vinsæll meðal sam- starfsmanna. Hann starfaði lengi í Oddfel- low-hreyfingunni og var í stúk- unni Hallveigu, þar var hann með í hópi bræðra sem höfðu yndi af söng en hann hafði góða söngrödd og hafði gaman af að syngja. Árið 1946 gekk hann að eiga Önnu Magneu Jónsdóttur, þau hafa verið samhent og ham- ingjusöm í sínu hjónabandi. Þau hafa eignast þrjú börn og af- komendurnir eru orðnir fjöl- margir. Þó ég hafi ekki alist upp hjá honum er ég stoltur af því að vera sonur hans og sendi öllum hans afkomendum og Önnu Magneu sem lifir mann sinn mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Einar Hjaltason. Hjalti Sigfússon Kveðja frá bekkjarsystk- inum Þessa hlýju haustdaga rifjast upp annað haust fyrir margt löngu, eftir þjóðhátíðarsumarið ’74, þegar unglingafjöld úr ólík- um áttum kom saman til að hefja sína menntaskólagöngu. Í skól- anum sem kenndur var við Tjörnina, en síðar við Sund. Spenna og forvitni lá í loftinu, nýtt tímabil að byrja, með nýj- um andlitum – hvaðan komu þau? Hvernig yrðu nú þessi fjögur ár framundan? Það var ekki að furða að augu margra beindust að glókolli í stelpubekknum, öðrum frönsku- bekknum – hún hét Edda Back- man (með k-i og einu n-i), djarf- mannleg í allri framgöngu og logandi sæt, svo ekki varð um deilt. Það fylgdi henni einhver sérstakur blær, jafnvel þytur; hún var ári eldri en við hin og örugg í framkomu; hvaðan kom hún, úr Vesturbænum? Nei, of- an af Skaga var hún víst ættuð. Svo kynntumst við. Edda var bráðskemmtilegur bekkjar- félagi, umfram allt, lét vel að sér kveða og sópaði að sér athygli. Hún var órög við að spyrja óvenjulegra spurninga og hafa uppi sprell sem blandið var smitandi hlátri, svo að stundum þurftu lærifeður að hækka róm- inn – óhætt að segja frá því nú. Allt þetta virtist henni svo eðli- legt; að tjá sig feimnislaust og djarflega, hafa róttækar skoð- anir á málum, enda úr róttækri fjölskyldu, og síðast en ekki síst þetta næmi á það fyndna og hlægilega við tilveruna. Það er náttúrlega aðalmálið á mennta- skólaárunum, að geta hlegið endalaust, oft að svo sem engu. Edda Heiðrún Backman ✝ Edda HeiðrúnBackman fæddist 27. nóv- ember 1957. Hún lést 1. október 2016. Útför Eddu Heiðrúnar fór fram 10. október 2016. Og svo kom snemma í ljós að hún hafði þessa gullfallegu söng- rödd! Gat það verið að hún myndi feta listabrautina? hugsuðu sjálfsagt sumir. Hæfileikar hennar urðu okkur smám saman ljósir – þótt hún flíkaði þeim mismikið á þessum árum. Við tvítugsaldur eru margir, og kannski flestir, alls óráðnir um hvað þeir vilja leggja fyrir sig og læra. Edda var ein þeirra og hún velti ýmsum möguleikum fyrir sér. En steig að lokum skrefið sem reyndist hið eina rétta fyrir hana, að verða leik- ari. Og einhvern veginn var það svo rökrétt, hún hlyti að verða góður leikari, auðvitað. Hún lagði á það óvissudjúp, sem svo mætti kalla, og uppskar ríku- lega, heillaði þjóðina. Þann ein- staka listferil munu aðrir rekja. Í áranna rás hefur bekkurinn gamli verið býsna iðinn við end- urfundi og Edda lét sig þá aldrei vanta, þrátt fyrir þverrandi krafta. Ávallt kát og sjálfri sér lík og veitti af örlæti. Við dáð- umst að andlegu þreki hennar, sem virtist ekki dvína; hugurinn hvarflaði til gamla tímans, þegar allt var opið, fjörið ríkti og hún í aðalhlutverki. Þannig lifir hún í hjörtum okkar. Við kveðjum hana þakklátum huga – minnug þeirrar gleði sem kviknaði í ná- lægð hennar og svo margir nutu. Innilegar samúðarkveðjur færum við fjölskyldu hennar og öllum ástvinum. Blessuð sé minning Eddu Heiðrúnar. Fyrir hönd 4. bekkjar A, Pétur Ástvaldsson. Edda Heiðrún Backman, leik- kona og listmálari með meiru, var kona þjóðkunn sem á langri ævi vakti mikla athygli og hrifn- ingu landans, og þá fyrir list- getu sína og áhuga fyrir lífinu, listinni og tilverunni almennt. Haustið 2015 átti ég erindi vegna eigin líkamlegu fötlunar, inn á Grensásdeild, og þar hitti ég aftur mína góðu vinkonu. Við féllumst í faðma og áttum tal saman um forn kynni og vilja okkar til lífsins í núinu. Á sínum tíma þegar ég var unglingur seldi ég egg um tíu ára skeið. Tvær mér yngri stúlkur áttu það til að fylgjast með mér við söl- una og önnur þeirra varð leik- kona, leikstjóri, dansari, söngv- ari og núna síðustu árin frábær listmálari með munninum vegna alvarlegs sjúkdóms sem hún var heltekin af. Þetta var hún Edda Heiðrún og svona voru mín fyrstu kynni af henni. Það er í raun merkilegt að líta til baka á líf sitt og hugsa um Eddu Heið- rúnu og minnast hennar sem fal- legrar, lífsglaðrar, síbrosandi stúlku sem hjalaði um ýmislegt. Ég tel Eddu Heiðrúnu eina merkilegustu manneskju sem snert hefur okkar íslensku jörð. Hún fer ung í leiklist og er þar margflókinn listamaður og sér- stæður. Hún leikur, dansar og syngur og vekur hrifningu og at- hygli. Eddu gekk vel og var bæði hamingjusöm og vel liðin þegar sjúkdómur greip um sig og gekk í garð af afli sem heltók hana smátt og smátt, með til- teknum aðdraganda væntan- lega. Um árabil gat Edda leikið, dansað og sungið og naut sín vel, enda áhugasöm, viljaföst og hæfileikarík með eindæmum. Viðlíka einstaklingar eru sjald- gæfir. En Edda dó aldrei ráða- laus og síðar ákvað hún að taka upp á því að mála og þá með munninum, því máttleysið í lík- amanum var svo mikið. Edda var líka snjöll í því fagi sem öðr- um listgreinum. Myndir hennar eru frábærar. Það þarf mjög sérstæðan og snjallan einstak- ling til að snúa vonbrigðum upp í sigur og drífa sig áfram með sig- urviljann að leiðarljósi upp til áhrifa og sigra eins og Edda. Það er erfitt að takast á við lífið með sjúkdóm í farteskinu sem breytir lífsháttum manns og áhuga á aðstæðum, verkum og vilja til lífsins. Edda gafst ekki upp og vildi vinna áfram þrátt fyrir veikindi og vonbrigði, sem sýndi augljós- lega merkilega skaphöfn hennar og dugnað fyrir lífinu þannig að aðdáun vakti hjá samferðafólki hennar. Framangreint er það sem Edda upplifði og samt gafst hún ekki upp, enda hetja sem vert er að gefa gaum og taka til eftirbreytni því samanburður við hana er gulls ígildi og hún merkileg fyrirmynd styrks og áhuga fyrir lífinu, þrátt fyrir þungar þrautir og vonbrigði. Hnípinn vinur harmi sleginn hugann lætur reika. Kannski er hún hinum megin í heilögum veruleika. Þú ert laus frá lífsins þrautum og liðin jarðarganga. En áfram lifir á andans brautum ævidaga langa. Fallin er fögur blómarós í för til engla eðalheima. Hún var lífsins bjarta ljós E. Heiðrúnu ekki gleyma. Ég votta kærleiksríkum ást- vinum Eddu Heiðrúnar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Jóna Rúna Kvaran. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS INGA ÓLSEN, Túngötu 12, Eyrarbakka. . Inga Kristín Guðjónsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Heimir Hjaltason, Þuríður Gunnarsdóttir, Friðrik Sigurjónsson, Þórunn Gunnarsdóttir, Finnur Kristjánsson, Guðjón Gunnarsson, Kristjana Garðarsdóttir, Pétur R. Gunnarsson, Rut Björnsdóttir, barnabörn og langafabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÓLAFÍU JÓNSDÓTTUR arkitekts, Bergstaðastræti 81, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Helga Sigurðssonar læknis og starfsfólks krabbameinsdeildar 11E á Landspítalanum við Hringbraut. . Hulda Sigríður Jeppesen, Anna Salka Knútsdóttir Jeppesen, Stefán Jón Knútsson Jeppesen, Páll Jakob Líndal, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, VIÐAR ÞORLÁKSSON rafvirkjameistari, lést 3. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Bjarney Viðarsdóttir, Steinunn Viðarsdóttir, Pétur Valsson, Sveinn Viðarsson, Jón Þór Viðarsson, Erna Friðriksdóttir, Hilmar Viðarsson, Kerstin Viðarsson, Anna Sigrún Paul, Del Paul, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, STEFÁNS HAUKS JÓHANNSSONAR, Fífumóa 6, Selfossi. Sérstakar þakkir til lögreglumanna á Selfossi fyrir vináttu og tryggð. . Ragnheiður Zóphóníasdóttir og fjölskylda. Elsku Bettý mín. Það er erfitt að kveðja svona góða manneskju með ör- fáum orðum. Það verða erfið næstu skref að halda áfram með okkar daglega líf án þess að hafa þig sem lifandi part af því. En við munum ylja okkur við góðu minn- ingarnar og standa þétt saman og styðja hvert annað. Þú átt fjögur yndisleg börn og ég mun gera mitt besta að vera til staðar fyrir Evu Maríu, einkadóttur þína, og strákana þína þrjá. Mig langar að þakka þér fyrir þessi ár sem við áttum saman sem tengdadóttir og tengdamóðir. Þú varst mér yndisleg tengdamóðir og aðstoð- aðir þú okkar fjölskyldu mikið og kann ég þér mikið þakklæti fyrir. Þú varst falleg persóna og hjálpsöm. Frá því að ég hitti þig fyrst þá vissi ég hvaða fallegu og góðu sál þú hafðir að geyma. Það eru forréttindi að hafa fengið að vera tengdadóttir þín og mun minning um góða konu lifa í hjarta mínu alla tíð. Ég komst fljótlega að því þegar við kynnt- Elísabet Sigurbjarnadóttir ✝ Elísabet Sig-urbjarnadóttir, fæddist 26. október 1965. Hún lést 17. september 2016. Útför Bettýjar fór fram 27. sept- ember 2016 umst hversu dýr- mætir demantarnir þínir fjórir voru í þínu lífi og þú settir þig oft í annað sætið til þess að geta verið börnunum þínum innan handar. Þú hafðir mikinn áhuga á að heyra hvað við værum að gera, fylgjast með okkar daglega lífi og styðja okkur í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Það er dýr- mæt minning að hafa hitt þig og knúsað í afmælinu hans Sverris, þú varst svo fín og ánægð með af- mælið. Það er dýrmætt að hafa átt þennan dag saman og er ég þakklát að þú gekkst á eftir því að sú veisla yrði haldin. Það er gott að hugsa til þess að nú ertu verkjalaus og Guðni, bróðir þinn, sem ég fékk þó því miður aldrei að kynnast, muni taka á móti þér opnum örmum og hugsa vel um þig fyrir okkur. Elsku Eva mín, Bjarni, Sverr- ir, Róbert og aðrir ástvinir, miss- irinn er mikill og munum við halda minningunni um Bettý á lofti með því að standa okkur vel, hugsa um hvert annað og standa saman. Takk fyrir allt, Bettý mín. Þín tengdadóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir (Begga). Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.