Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hjarðarhagi 60, Reykjavík, fnr. 202-8042, þingl. eig. Júlía Sigurðar- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mánudaginn 17. október nk. kl. 14:30. Kólguvað 7, 227-8574, Reykjavík, þingl. eig. Gyða Björk Atladóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., mánudaginn 17. október nk. kl. 10:30. Þverársel 16, 205-4032, Reykjavík, þingl. eig. Rögnvaldur Þorkelsson, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf,Hamraborg, mánudaginn 17. októ- ber nk. kl. 11:30. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu 12. október 2016 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Uppboð mun byrja á Hafnarstræti 1, 400 Ísafirði á eftirfarandi eignum, sem hér segir: Renault, Kangoo, Árgerð 2000, fnr. VD652, þingl. eig. Sjávargæði ehf, gerðarbeiðandi Sæstál ehf., fimmtudaginn 20. október nk. kl. 14:00. Renault, Megane, Árgerð 2004, fnr. BP054, þingl. eig. Sjávargæði ehf, gerðarbeiðandi Sæstál ehf., fimmtudaginn 20. október nk. kl. 14:00. Skoda, Fabia, Árgerð 2002, fnr. UX187, þingl. eig. Ingvi Ólafur Ingva- son, gerðarbeiðandi Bílastæðasjóður Reykjavíkurborg, fimmtudaginn 20. október nk. kl. 14:00. Sýslumaðurinn á Vestfjörðum 12. október 2016 Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Þórhólsgata 1, Fjarðabyggð, fnr. 216-9878, þingl. eig. Snædís Hulda Sveinsdóttir, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag Íslands hf., þriðjudag- inn 18. október nk. kl. 13:30. Dalbrún 5, Fljótsdalshérað, fnr. 227-6043, þingl. eig. Arnar Karl Magnússon ogTinna Kristbjörg Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúða- lánasjóður, þriðjudaginn 18. október nk. kl. 11:00. Sýslumaðurinn á Austurlandi 12. október 2016 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, morgunleikfimi kl. 10, göngu- hópur ll kl. 10.15 og vatnsleikfimi í Vesturbæjarlauginni kl. 10.50. Eftir hádegið verður notendaspjall kl. 12.30 (fyrsta fimmtudag í mánuði) og myndmennt (Akademían) mætir kl. 13. Bókmenntaklúbbur í umsjá nema í HÍ kl. 13.15. Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðbeinanda kl. 9–16, leikfimi með Maríu kl. 9–9.45, helgistund í Seljakirkju kl. 10.30–11, zumba gold meðTönyu kl. 10.30–11.30, handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30–16.30, opið hús kl. 14–16. Myndlist með Elsu kl. 14.15–18. Boðinn Botsía kl. 10.30, handavinnustofa opin frá kl. 13–16 og hug- leiðsla kl. 14 í Kríusal. Bólstaðarhlíð 43 Botsía kl. 10.40, bókaband kl. 13, hádegismatur, og kaffi/dagblöð. Dalbraut 18-20 Bókabíllin kl. 11.15. Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8, stólajóga kl. 10.30, heimsókn Óla og Emblu kl. 14, prjónakaffi kl. 14. Félagsmiðstöðin Vitatorgi / Lindargötu 59 Bókband kl. 9–13, postulínsmálun kl. 9–12, lestur framhaldssögu kl. 12.30–13, hand- verksstofa opin, leiðbeinandi kl. 13.30–16. Brids, frjálst kl. 13–16.30, stólaleikfimi kl. 13–13.30, prjónaklúbbur kl. 13.30–16. Garðabær Opið og heitt á könnuni í Jónshúsi frá kl. 9.30–16, meðlæti selt með síðdegiskaffinu frá kl. 14–15.45, qi-gong í Sjálandsskóla kl. 9.10, stólajóga í Jónshúsi kl. 11, karlaleikfimi í Sjálandsskóla kl. 13 og botsía kl. 13.45, málun í Kirkjuhvoli kl. 13, vatnsleikfimi kl, 15, handa- vinnuhorn í Jónshúsi kl, 13, saumanámskeið í Jónshúsi kl, 13. Garðakór, æfing í Vídalínskirkju kl. 16. Gerðuberg Kl. 9–6 opin vinnustofa, kl. 10–10.45 leikfimi með Maríu, kl. 10.30–11.30 samverustund í samstarfi við Fella- og Hólakirkju, kl. 12–16 starf Félags heyrnarlausra, kl. 10–12 perlusaumur, kl. 13–16 bútasaumur, kl. 13–16 myndlist. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.15 tréskurður, kl. 9.30 silfursmíði, kl. 10 leikfimi, kl. 10.50 jóga, kl.13 bókband, kl.13 hreyfi- og jafnvægis- æfingar, kl. 14 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 13.30 BINGÓ, kl. 15 hreyfi- og jafnvægisæfingar, kl. 16.10 myndlist. Gullsmári Handavinna kl. 9, jóga kl. 9.30, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, jóga kl. 17.15, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðastofa á staðnum. Allir velkomnir! Hraunbær 105 Kaffiklúbburinn, allir velkomnir í kaffi kl. 9, opin handavinna, leiðbeinandi kl. 9–14, jóga kl 10.10–11.10, hádegismatur kl. 11.30, söngstund kl. 13.30–14,30 – allir syngja með, kaffi kl. 14.30 Hvassaleiti 56–58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8–16, morgunkaffi og spjall til kl. 10.30, opin vinnustofa frá kl. 9, bútasaumur o.fl., morg- unleikfimi kl. 9.45, botsía kl. 10, matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala í hléi. Skráning er hafin í okkar árlegu Sviðaveislu sem verður haldin föstudaginn 28. október. Nánari upplýsingar á staðnum eða í síma 535-2720. Hæðargarður 31 Við hringborðið kl. 8.50, málað á steina, leiðbein- andi Júlíana Júlíusdóttir, kl. 9, leikfimi kl. 10, lífssöguhópur kl. 10.50, sönghópur Hæðargarðs kl. 13.30, línudans kl. 15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir í Hæðargarð óháð aldri og búsetu. Nánar í síma 411-2790. Korpúlfar Sundleikfimi kl. 7.30 í Grafarvogssundlaug, tölvunámskeið einstaklingsmiðað kl. 10 í Borgum, upplestur úr bókum kl. 11 í Borg- um, kyrrðarstund kl. 12.20, tréútskurður kl. 13 í dag á Korpúlfsstöð- um, skákhópur Korpúlfa kl. 13 í dag í Borgum og framsagnarhópur Korpúlfa 13.30 í dag í Borgum. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9–12, morgunleik- fimi kl. 9.45, bókabíllinn kl. 10–10.30, upplestur kl. 11, opin listasmiðja með leiðbeinanda kl. 9–16, ganga með starfsmanni kl. 14, tölvu- og snjalltækjakennsla kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760. Seltjarnarnes Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 7.15. Bókband Skóla- braut kl. 9, billjard í Selinu kl. 10, kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11, bingó í salnum Skólabraut kl. 13.30. Karla- kaffi í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14. Stangarhylur 4, Zumba Gold námskeið kl. 10.30 í Félagsmiðstöðinni Árskógum 4, leiðbeinandiTanya. Bókmenntaklúbbur kl. 14, umsjón Jónína Guðmundsdóttir. Skráning á nýtt Ipad-námskeið er hafið, uppl. og skráning í síma 588-2111- netfang feb@feb.is. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Iðnaðarmenn Járnsmiðja - vantar mann Járnsmiðja óskar eftir manni vönum járnsmíði, góð verkefnastaða. Uppl. í síma 899 5979 - Guðmundur. Óska eftir Staðgreiðum og lánum út á: gull, demanta, vönduð úr og málverk! Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kost- naðarlausu! www.kaupumgull.is Opið mán.– fös. 11–16. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 782 8800 Fyrirtæki Tækifæri í ferðaþjónustu Til sölu er lítl ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í þjónustu við þýska ferðamenn. Gamalgróið fyrirtæki með mikla möguleika fyrir rétta eigendur. Tveir 20 manna hópferða- bílar geta fylgt með í kaupunum. Áhugasamir hafi samband í síma 821 4355. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Ökukennsla Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, sími 6960042, Húsviðhald Þjónustuauglýsingar Þarft þú að koma fyrirtækinu þínu á framfæri Hafðu samband í síma 569 1390 eða á augl@mbl.is og fáðu tilboð Farðu varlega Pálmi minn, Guð veri með þér og gangi þér vel. Þessa kveðju fékk ég frá mömmu minni al- veg frá blautu barnsbeini fram á síðasta dag og með þessari kveðju gekk ég alltaf betri maður út í lífið. Og það er einmitt lífið sem verður manni svo hugleikið þegar ástvinur kveður þó að dauð- ann beri að garði þá kennir hann manni að meta lífið í leiðinni. Og mamma gaf mér lífið og gaf mér allt sitt líf. Æskan var sveipuð um- hyggju og öryggi mömmu og pabba ekki þó ofverndað held- ur þessi fína lína að vera til staðar, en gefa þó frelsi til at- hafna og var staðið með sín- um. Mér er minnisstætt þegar ég og vinir mínir komum auga á opið svæði í hverfinu okkar þar sem okkur þótti tilvalið að setja upp aðstöðu til kofa- bygginga. Ég ræddi þessa hugmynd við mömmu og skömmu síðar birtist lesenda- bréf í Vísi frá húsmóður í Háaleitishverfi þess efnis að nú væri svo sannarlega kom- inn tími á byggingarsvæði fyr- ir börn í hverfinu og svæðið fyrir það væri fundið. Og ekki stóðu foreldrar okkar bræðra einungis með sonum sínum, heldur var vina- hópur okkar, ættingjar og fólk hvaðanæva að sem gat leitað til foreldrar okkar og átt þeirra stuðning og hlustun. Mamma fór aftur út á vinnumarkaðinn þegar ég var kominn á skólaaldur og það var bara skemmtilegt að vera með lykill um hálsinn og ráða sér sjálfur svona hluta úr degi a.m.k., en þá var ekki orðið eins algengt og í dag að konur Unnur Guðmunda Vilhjálmsdóttir ✝ Unnur Guð-munda Vil- hjálmsdóttir fædd- ist 2. júlí 1935. Hún lést 24. september 2016. Útför Unnar fór fram 7. október 2016. ynnu utan heimil- is, en í gegnum verslunarstörf á Laugaveginum eignaðist hún góða vini og naut þess að vera í hringiðu mannlífsins við Laugaveg og seinna á Borgar- skrifstofum. Eftir að pabbi féll frá vorið 2001 urðu miklar breytingar í lífi okkar allra og að sjálfsögðu mestu breytingar fyrir mömmu, því þau höfðu verið sem eitt í svo mörgu og raunar ekki verið aðskilin frá því að þau hófu sambúð. Í kjölfarið flutti mamma í VR-blokkina í Hvassaleitinu þar sem hún bjó síðustu árin og undi hag sínum vel í þrátt fyrir erfið veikindi og var þar í samneyti við margt gott fólk, jafnt íbúa sem starfsfólk. Síðustu fjögur árin voru samskipti okkar mömmu mikil, ég bjó erlendis um tíma og sótti vinnu til Íslands og bjó þá hjá henni á meðan ég var á landinu, og svo höguðu örlögin því að ég bjó hjá henni síðasta eina og hálfa árið, og var það dýrmætur tími þar sem við áttum tíma saman til að spjalla um lífið og tilveruna og ég gat aðstoðað hana eftir þörfum en hún naut frábærrar umönnunar frá heimahjúkrun Reykjavíkurborgar. Eignaðist þar margar góðar vinkonur sem störfuðu þar. Ég fékk oft að heyra frá starfsfólki heima- hjúkrunar hversu vænt þeim þætti um mömmu og nutu þess að vera í kringum hana. Ég hafði alltaf gaman að því þeg- ar heimahjúkrunarkona var einu sinni sem oftar komin inn í íbúðina og bauð mömmu góð- an daginn þá var nú mamma oft fyrri til og spurði: „Jæja, hvernig líður þér í dag?“ Þannig var hún mamma , umhugað um heilsu og líðan allra í kringum sig. Takk fyrir lífið, elsku mamma mín, farðu varlega, Guð veri með þér og gangi þér vel. Þinn sonur, Pálmi. Björn Þorsteins- son er okkur fé- lögum hans í Skák- félaginu Hugin harmdauði. Hann var ekki að- eins framúrskarandi skákmað- ur heldur einkar ljúfur og skemmtilegur persónuleiki sem gerði alla viðburði litauðugri. Þar gilti einu hvort við vorum í hörkukeppni á Íslandsmóti skákfélaga eða hittumst í heimahúsi til að njóta fé- lagsskapar hver annars í ró og næði. Björn var í fremstu röð ís- lenskra skákmanna um langt árabil. Meðal afreka hans má nefna að hann varð tvívegis Ís- landsmeistari í skák og tefldi fjórum sinnum fyrir Íslands hönd á Ólympíumótinu í skák, þar á meðal sem stafnbúi sveit- arinnar á fyrsta borði. Þá varð Björn Þorsteinsson ✝ Björn Þor-steinsson fædd- ist 7. janúar 1940. Hann lést 15. sept- ember 2016. Jarð- arför Björns fór fram 23. september 2016. hann þrásinnis skákmeistari Reykjavíkur og margfaldur hrað- skákmeistari. Björn var prúð- menni í framgöngu og bar því alls ekki utan á sér hinn flugbeitta sóknar- stíl sem einkenndi taflmennsku hans alla tíð. Menn höfðu á orði að kæmist Björn í kóngssókn, væri úti um and- stæðinginn. Björn hafði einkar góða kímnigáfu og glettnar at- hugsemdir hans um leiki and- stæðinganna eru eftirminnileg- ar. Ef hátt var reitt til höggs en leikið af litlu innsæi sagði hann gjarnan: „Já gáfaður er himinninn“ eða „Ætlar þessi snilld engan endi að taka?“ Nú hefur húmað að góðum vini eftir langa og eftirminni- lega samfylgd. Guð blessi minningu gengins góðmennis og tryggs förunautar. Aðstand- endum votta ég dýpstu samúð. Fyrir hönd Skákfélagsins Hugins, Jón Þorvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.