Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 25
máli hvort við veiddum eitthvað heldur var upplifunin að fá að vera með afa helsta sportið, síðan auðvitað að fá Ópal og annað góðgæti meðan á akstri stóð. Seinna meir þegar ég varð eldri og fór að læra að keyra bíl var hann að sjálfsögðu tilbú- inn að taka mig í æfingaakstur hvenær sem var og þó á þeim tíma hafi mér kannski þótt það skrítið í byrjun er ég svo þakk- látur fyrir það í dag, bæði vegna minninganna og tímans sem ég fékk að njóta með afa mínum. Afi minn gat látið mér finn- ast að ég væri mikilvægasta manneskjan í heiminum og hann var alltaf reiðubúinn að hlusta á þig, veita þér aðstoð, hlúa að þér og veita þér góð ráð. Ég man eftir því að ég var nýbúinn að kaupa mína fyrstu eign og þrátt fyrir að hann væri 87 ára að aldri þá ætlaði hann að koma heim til mín og fá að mála allavega einn vegg til að byrja með en honum þótti það mjög erfitt að geta ekki hjálpað mér. Afi minn mundi aldrei við- urkenna að barnabörnin gerðu eitthvað rangt, þrátt fyrir mína eldunarkunnáttu á yngri árum, þar má nefna brennda ham- borgara, yfirsoðnar pylsur og fleira en þetta voru bestu mál- tíðir sem hann hafði nokkurn tímann bragðað. Afi minn var sanngjarn, hjálpsamur, þolinmóður, gjaf- mildur, hjartahlýr og ákveðinn. Ég hugsa til baka og þakka fyrir allar minningarnar sem þú hefur gefið, öll faðmlögin sem þú hefur veitt og alla þá ást sem þú hefur sýnt mér. Ég mun alltaf hafa þig í minningum mínum og hjarta. Þinn Gunnar Örn. Óli, bróðir minn, var góður maður sem öllum þótti vænt um. Hann var hlýr og skemmti- legur, fróður og fylgdist vel með fram á síðustu stund. Hann var elstur bræðra minna og fór síðastur. Ég átti þá fjóra og þótti óendanlega vænt um þá alla. Minningarnar um Óla og Láru, sem var mér svo kær, eru mér dýrmætar. Ég var að- eins smástelpa þegar þau tóku saman og fékk eftir það að vera hluti af þeirra fjölskyldu. Nú er þessum kafla í lífi mínu lokið, stóru bræðurnir all- ir farnir en ég, litla systirin, get yljað mér við góðar minn- ingar. Dætrum Óla, tengdasonum og fjölskyldum þeirra votta ég samúð. Þau mega vera stolt af því hvernig þau hugsuðu um fólkið sitt. Elsku Óli, takk fyrir allt sem þú varst mér alla tíð. Ég og fjölskylda mín þökkum þér samfylgdina sem aldrei bar neinn skugga á. Edda. Félagi okkar í Lionsklúbbn- um Fjölni, Ólafur H. Flygenr- ing, lést 4. október sl. 92 ára að aldri. Kynni okkar Ólafs, eða Óla eins og hann var oft kallaður, hófust 1967 þegar ég hóf að starfa í fjölskyldufyrirtæki mínu sem hafði aðsetur í Ham- arshúsinu við Tryggvagötu. Óli var framkvæmda- og verslunar- stjóri í Hamarsbúðinni hf. sem hann var einnig hluthafi í ásamt þeim Hamarsmönnum. Við urðum fljótt góðir mátar og voru ófáar ferðirnar ofan af fimmtu hæðinni farnar til að kaupa köldustu Coke sem fyr- irfannst í Reykjavík og taka smá spjall við Óla í leiðinni. Stundum, þegar dætur mínar komu í heimsókn á kontórinn, var farið niður í búð til Óla og kíkt í Coke-kælinn. Var þessum ungu dömum vel tekið með smá glensi, enda átt- um við Óli það sameiginlegt að eiga stúlkubörn. Óli var giftur Láru Valdi- marsdóttur sem lést 1. ágúst 1999. Óli og Lára höfðu bæði létta lund og nutum við þess oft í félagsskap þeirra á konu- kvöldum kúbbsins. Á þessum árum var Jón Gunnarsson heitinn skrifstofu- stjóri hjá Hamri hf. en hann var einn af stofnendum Lions- klúbbsins Fjölnis árið 1955. Jón var meðmælandi Óla þegar hann gekk í klúbbinn 1969. Ár- ið 1973 komu þeir Óli og Jón að máli við mig um að koma á há- degisfund upp í Þjóðleikhús- kjallara sem þá var fundarstað- ur Fjölnis. Í framhaldi bauðst Óli til að vera meðmælandi minn ef ég vildi ganga í klúbb- inn. Mér þótti mikið til þess koma að þessi heiðursmenn skyldu hafa það álit á mér að bjóða mér að gerast félagi og þáði ég það með þökkum. Óli starfaði óslitið frá 1969 til 2016 í klúbbnum sínum Fjölni eða í 47 ár. Hann gegndi flest- öllum störfum í klúbbnum, var formaður, ritari, gjaldkeri svo og sat í flestum nefndum sem unnu að góðgerðarmálum og fjáröflunum. Óli hlaut margar viðurkenningar fyrir störf sín, þar á meðal Melvin Jones-heið- ursskjöldinn, sem er æðsta við- urkenning innan Lionshreyf- ingarinnar sem Lionsklúbbar geta veitt félögum sínum. Við félagar Óla í Fjölni sjáum á eftir góðum félaga sem ávallt var tilbúinn að vinna að hinum ýmsu verkefnum sem klúbburinn hefur haft með að gera öll þessi 47 ár. Við félagar í Lionsklúbbnum Fjölni, svo og eiginkonur okk- ar, kveðjum Óla með söknuði og sendum þeim Ingibjörgu og Ásthildi og fjölskyldum þeirra okkar samúðarkveðjur. Fyrir hönd Lionsklúbbsins Fjölnis, Þórir Jensen, formaður. MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 hér, elsku Gunnu, Ægi, Stínu, Viktoríu, tengdabörn og öll afa- börnin þín sex. Hvíl í friði, elsku bróðir, og takk fyrir allt. Þín systir, Aldís. Ég er nýkominn heim til Hor- sens í Danmörku eftir yndislega vikudvöl á æskuslóðunum í Grindavík, endurnærður eftir að hafa eytt góðum tíma með fjöl- skyldunni á Íslandi. Sigga hringir í mig á sunnudeginum þann 2. október og segir með sorgarrödd: „Hann er farinn, hann Viktor er dáinn.“ Í dag, 13. október, verður Viktor Ægisson jarðsunginn og borinn til grafar frá Grafarvogs- kirkju. Það hellist yfir okkur mik- il sorg en það hrannast einnig upp margar góðar minningar um leið og hún sleppir orðunum, um ynd- islegan mann sem okkur hjónum áskotnaðist að kynnast þegar hún Sirrý dóttir okkar kynntist Ægi, syni þeirra mætu hjóna, Viktors Ægissonar og Guðrúnar Baldurs- dóttur. Nú þegar ég sit um miðja nótt og set á blað nokkur orð um Vikt- or koma í minningunni upp ynd- islegar og þægilegar stundir í góðri samveru með þeim hjónum og báðum fjölskyldum okkar eins og afmæli, veislur þegar haldið var upp á tímamót einsog gifting- ardag barnanna okkar, Þorláksmessuskatan með örlítilli hamsatólg og snapsi og áfram mætti lengi telja. Viktor var afskaplega vandað- ur maður, harðduglegur og um- hyggjusamur, sem vildi fjöl- skyldu sinni og öðrum allt það besta. Í mörgum skemmtilegum og áhugaverðum samtölum okkar Viktors í gegnum tíðina var víða komið við, en mikið rætt um byggingageirann þar sem við vor- um báðir tengdir honum vegna starfa okkar. Viktor var hús- gagnasmíðameistari og hafði unnið við sitt fag í tugi ára og ég húsasmíðameistari með ekki eins langa starfsreynslu, en samt nóga til að við gátum gleymt okkur í oftast mjög áhugaverðum um- ræðum um hvað var að gerast í bransanum í það og það skiptið þegar við hittumst. Einnig var mikið rætt um handboltann, ekki síst enska og íslenska fótboltann, svo og pólitíkina og samfélagið al- mennt og alltaf gátum við fundið eitthvað áhugavert til að spjalla um. Þá fór ekki framhjá mér hversu stoltur Viktor var af fjöl- skyldu sinni og ekki síst þegar við ræddum um barnabörnin, sem við eigum sameiginlega. Það fór ekkert á milli mála þegar maður heimsótti þau hjón heim í Hverafoldina að heimili þeirra hjóna bar öll merki góðs smekks þeirra beggja og fag- mennsku og vandvirkni Viktors þegar kom að húsgögnum, inn- réttingum og klæðningum í loft- um heimilis þeirra. Viktor var af- skaplega vandaður og vel gerður maður í alla staði og munum við sakna hans og hans þægilega við- móts. Sorgin er mikil á heimili tengdasonar og dóttur okkar Siggu og barnabörnin okkar hafa misst föðurafa sinn. Ég og Sigga eigum ekki heimangengt í jarð- arförina sökum búsetu og starfa okkar í Danmörku en hugur okk- ar er allur hjá fjölskyldu Viktors og Guðrúnar. Við Sigga viljum votta Guðrúnu og fjölskyldum þeirra Viktors okkar innilegustu og dýpstu samúð á þessum sorg- artímum og missir þeirra er mik- ill. Guð blessi minningu Viktors Ægissonar. Sigurður Ólafsson, Sigríður Ágústsdóttir. Vinur og félagi til 45 ára hefur nú kvatt þetta líf því látinn er Viktor Ægisson, langt um aldur fram. Viktor kenndi sér meins í baki fyrir nokkrum árum en þvert á allar væntingar ágerðist meinið með árunum og hefur nú lagt þennan öðling að velli. Viktor lærði ungur húsgagna- smíði og aflaði sér meistararétt- inda í þeirri grein. Framan af starfaði hann mest við smíði inn- réttinga á verkstæði föður síns í Kópavogi en hin síðari ár vann hann einkum við lagfæringar vegna tjóna í heimahúsum. Hann var feikna vandvirkur smiður og eftirsóttur til vinnu af þeim sök- um. Skýrust dæmi um vandvirkni hans og nostur má samt sjá í húsi þeirra Gunnu í Hverafoldinni. Allt er þar gert með yfirbragði meistarans, sama hvar á er litið. Viktor var mikill fjölskyldu- maður og fjölskyldan var honum allt. Einkum var náið samband milli hans og dóttursonar hans, Hafsteins, sem ólst upp að miklu leyti á heimili þeirra Gunnu. Hans missir er mikill að sjá nú á bak afa sínum. Viktor var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og bjó þar alla tíð. Hann hafði ákveðnar skoðanir á ýmsum samfélagsmál- um, fór yfirleitt ekki dult með og stóð fast á sínu. Kom þá fyrir að hart mætti hörðu og gat hvesst svolítið milli manna en slíkt var aldrei erft við menn. Þannig minnumst við Viktors; traustur og staðfastur en ætíð tilbúinn að sættast við allt og alla þegar svo bar undir. Við Lína dveljum erlendis um þessar mundir og eigum því ekki þess kost að fylgja Viktori vini okkar síðasta spölinn og þykir mjög miður. Þessi fátæklegu kveðjuorð verða þá okkar hinsta kveðja til hans Viktors. Eiginkonu hans, Guðrúnu M. Baldursdóttur, börnum þeirra, tengdabörnum og afkomendum svo og öldruðum föður hans send- um við innilegar samúðarkveðjur. Ólína og Arnaldur. ✝ SigurjónMagnús Valdi- marsson fæddist 3. janúar 1932 í Reykjavík. Sig- urjón lést á Hjúkr- unarheimilinu Skógarbæ 29. sept- ember 2016. Foreldrar hans voru Valdimar Ólafsson skipa- smiður, f. 20. febr- úar 1906, d. 28. maí 1939, og Fjóla Borgfjörð Oddsdóttir, f. 2. júlí 1911, d. 6. október 1985. Systkini Sigurjóns eru Ólína Jó- hanna, f. 1930, d. 2014, Ásta Sigurdís, f. 1933, Kristján Guðmundur, f. 1934, d. 1961. Ólafur Valdimar, f. 1935, Anna, f. 1936, Aðalsteinn, f. 1938, d. 2013, og sammæðra er Val- gerður Ásmundardóttir, f. 1944. Sigurjón bjó með foreldrum sínum í Hvallátrum í Breiðafirði til sjö ára aldurs en þegar faðir hans lést fluttist hann til móð- urömmu sinnar, Ástríðar Jóns- dóttur, og Sigurfinns Hallvarðs- Sigurjón og Sólveig skildu árið 1968. Árið 1984 giftist Sigurjón seinni konu sinni, Dóru Björgu Gissurardóttur. Börn Dóru og stjúpbörn Sigurjóns eru Guðný Lilja, f. 1963, maki Snorri Harð- arson. Þau eiga tvö börn og tvö barnabörn en fyrir átti Guðný einn son. Jónas Björn, f. 1968, hann á tvö börn. Fyrstu starfsárin vann Sig- urjón ýmis störf til sjós og lands. Framan af starfsævinni vann hann stjórnunarstörf víða um landið en upp úr 1980 sneri hann sér svo að blaðamennsku og vann sem blaðamaður og rit- stjóri þar til hann lét af störf- um. Sigurjón var m.a. ritstjóri Sjómannablaðsins Víkings um árabil og seinna ritstjóri Brim- faxa, Félags landssambands smábátaeigenda. Hann var einn af stofnendum hestamanna- blaðsins Eiðfaxa og var fyrsti ritstjóri þess en hestamennska var honum í blóð borin og byrj- aði hann snemma að eiga við og temja hesta. Sigurjón var einn af stofnendum Gæðingadóm- arafélags hestamanna og var fyrsti formaður þess félags. Útför hans verður gerð frá Guðríðarkirkju í dag, 13. októ- ber 2016, kl. 15. sonar, seinni manns hennar, og ólst upp hjá þeim á Kársnesbraut í Kópavogi. Sigurjón eignaðist fjóra syni, Eggert, f. 1953, móðir hans er Herdís Eggerts- dóttir. Eggert er kvæntur Þrúði Gísladóttur og eiga þau fjögur börn og eitt barnabarn. Sigurjón kvæntist Sólveigu Stefánsdóttur árið 1957 og eignuðust þau þrjá syni. Stefán Sturla, f. 1959, maki hans er Petra Högnas. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn en fyrir átti Stefán tvær dætur með fyrri konu sinni. Sigurfinnur, f. 1961, maki hans er Valgerður Friðriks- dóttir og eiga þau tvö börn og þrjú barnabörn. Kristján Valdimar, f. 1963, maki hans er Ann Sehlin. Krist- ján á fjögur börn og tvö barna- börn. Hann pabbi minn er dáinn. Það er allt breytt. Við hittumst ekki oftar, förum ekki bílasölu- rúntinn eða að skoða hesta. Nei, tíminn hans pabba er liðinn. Kallinn, eins og ég hef lengi kall- að hann, var minn mentor og vinur. Einhvers staðar las ég „allir þessir dagar, öll þessi ár … ekki vissi ég að þetta væri lífið“. Við bræður höfum átt margar yndislegar stundir með kallinum. Margs er að minnast, annað gleymist, eins og gengur. Eitt sinn fórum við með honum norð- ur í Miðfjörð frá Reykjavík, um páska, og lentum í páskaóveðri. Vorum 17 klukkutíma að fara yf- ir Holtavörðuheiðina ásamt þeirri löngu keðju bíla sem voru á ferðinni. Lítinn mat höfðum við meðferðis en páskaeggin sem við ætluðum að gæða okkur á á páskadag voru öll étin og þóttu örugglega góð. Stórhríðin var svo rosaleg að bílana fennti á stuttum tíma. Ég man að það kom maður og bað pabba að drepa á vélinni svo ekki pústaði inn í bílinn. En það hvarflaði ekki að kallinum, í staðinn fór hann reglulega út og skóf frá púströrinu en hélt bílnum gang- andi og heitum. Þegar líða tók á nóttina og það fór að minnka á bensíntanknum drap kallinn annað slagið á bílnum. Við gutt- arnir skriðum þá í svefnpokana sem voru með, svo ekki væsti um okkur. Í þessu óveðurspáska- hreti á Holtavörðuheiðinni í kringum 1970 voru margir bílar skildir eftir. En ekki Pegottinn hans pabba, eins og við kölluðum bílinn. Ég held að það hafi aldrei hvarflað að kallinum að þiggja boðið um að skilja bílinn eftir og fá far með rútunni sem fór á undan okkur. Nei, hann skyldi koma okkur og bílnum yfir. Og það gerði hann. Þannig hefur lífið hans pabba verið, hann gafst ekki upp. Þeir sem þekkja kallinn frá fyrri tíð skilja varla á milli hans og hestanna Ljúflings og Dýr- lings. Tveir gæðingar sem hann fékk á Kirkjubæ. Afburðagæð- ingar sem hann tamdi og þjálf- aði. Kallinn var frumkvöðull fyr- ir hestamenn. Hann var fyrsti fastráðni blaðamaður hjá dag- blaði sem sá alfarið um hesta- fréttir. Hann var einn af stofn- endum og fyrsti ritstjóri Eiðfaxa, fréttablaðs hesta- manna. Hann var einn af stofn- endum og fyrsti formaður Gæð- ingadómarafélags hestamanna. Hann gaf hestamannafélaginu Stormi á Vestförðum fyrsta fána og lógó félagsins. Pabbi kenndi mér að virða hestinn og skilja. Hann kom mér í hendur þeirra sem gátu kennt mér meira. Hann reyndist mér alltaf góður vinur og studdi mig með föðurlegri hvatningu. Ég er þakklátur pabba mínum fyrir allt sem hann var og fyrir allt sem hann hefur kennt mér og gaf. Kæri vinur minn, pabbi minn, er farinn, margt á ég honum að þakka, en lífið mest. Allt er breytt en minningin lif- ir. Stefán Sturla Sigurjónsson. „Mínir vinir fara fjöld.“ Þann- ig orti óðsnillingurinn Hjálmar Jónsson frá Bólu. Vissulega er það þannig að þeim fjölgar vinum manns sem falla frá eftir því sem árin færast yfir. Vinur okkar, mágur og svili, Sigurjón Valdimarsson, blaða- maður og ritstjóri, er fallinn frá og í dag kveðjum við þennan öð- ling. Í 32 ár höfum við átt samleið með Sigurjóni eða allt síðan hann kom inn í fjölskylduna og giftist Dóru Björgu Gissurar- dóttur. Öll okkar samskipti hafa verið afar ánægjuleg enda var Sigur- jón einstakt ljúfmenni og skemmtilegur maður. Sigurjón var lengi blaðamaður og síðan ritstjóri, meðal annars Sjómannablaðsins Víkings, sem hann reif upp og gerði að afar skemmtilegu og fallegu blaði. Hann var einstakur smekk- maður varðandi útlit þeirra blaða sem hann vann við og sem dæmi má nefna að hann fékk þekktan listamann til að sjá um útlit Víkingsins á sínum tíma. Sigurjón var einnig kunnur hestamaður og hafði þar m.a. full dómararéttindi og starfaði sem slíkur um tíma. Á þessum 32 ár- um síðan við kynntumst Sigur- jóni höfum við átt margar yndis- stundir með þeim hjónum bæði hér heima og erlendis. Það er því með trega í huga sem við kveðjum þennan ljúfa vin okkar. Minning hans mun lifa með okkur um ókomna tíð. Sigrún og Sigurdór. Sigurjón Valdimarsson Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, STEFÁN ÞÓRISSON frá Hólkoti í Reykjadal, verður jarðsunginn frá Einarsstaðakirkju laugardaginn 15. október klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Skógarbrekku á Heilbrigðis- stofnun Norðurlands á Húsavík eða Harmonikkufélag Þingeyinga njóta þess. . Aðalheiður Stefánsdóttir, Sveinn B. Sveinsson, Þórir Stefánsson, Svanhvít Jóhannesdóttir, Stefán Stefánsson, Lovísa Leifsdóttir, Olga Ásrún Stefánsdóttir, Sigurjón B. Kristinsson, Gunnhildur Stefánsdóttir, Leifur Hallgrímsson, Hólmfríður Svavarsdóttir, Ingibjörg Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma langamma og langalangamma, MARTA GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR húsmóðir, lést á heimili sínu Arnarstapa á hjúkrunar- heimilinu Ísafold þann 30. september. Útför verður gerð frá Seljakirkju föstudaginn 14. október klukkan 15. . Kristinn Víglundsson, Erla Guðbjörnsdóttir, Jóhann Víglundsson, Lilja Magnúsdóttir, Birgir Víglundsson, Marta Hauksdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.