Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Íshella 10 • 221 Hafnarfjörður • Sími 569 2100Mynd: Slökkvistöðin við Skarhólabraut í Mosfellsbæ. Þeir semgerakröfur veljaHéðinshurðir Fáðu tilboð í hurðina Fylltu út helstu upplýsingar á hedinn.is og við sendum þér tilboð um hæl. Enn eina ferðina hef- ur borgarstjórnin í Reykjavík sýnt hug sinn til kristins fólks með mismunun milli trúfélaga. Til þess að réttlæta mismununina er beitt einhvers konar hringröksemdafærslu, afbökunum og kunn- uglegum aðferðum borgar- stjórnarmeirihluta vinstri manna til að leiða umræður á villigötur. Hver man ekki rökin fyrir því að moska skyldi undanþegin gjöldum þrátt fyrir að lög stæðu engan veginn til þess? Jú, rökin voru auðvitað þau að ekki mætti mismuna. Rök vinstri manna eru af þrenn- um toga, sé að marka fréttir og við- tal á mbl.is., ef hægt er að flokka hártoganir og útúrsnúninga af þeim toga undir rök. Halldór Auðar og Svansson tínir ástæður þess að Hjálpræðisherinn skuli greiða með- an Félag múslima, svo dæmi sé tek- ið, er undanþegið sömu gjöldum. „Hjálpræðisherinn sótti ekki um þessa lóð á þeim forsendum að hann væri trúfélag. Sá vinkill á málinu kom í rauninni aldrei upp,“ segir Halldór Auðar við mbl.is, sem telur að það hafi verið hersins að óska eft- ir niðurfellingu gjalda hefði hann haft áhuga á því. – Hjálpræðis- hernum láðist sem sé að taka fram að hann væri trúfélag. Og ekki bara það; líka að umsóknin væri gerð á þeim forsendum! Ég ráðlegg hern- um bara að fá afrit af umsókn Fé- lags múslima hjá Salmann Tamimi og endurnýja sína umsókn. Mér er sagt að hann sé viðræðugóður mað- ur ef Ísrael ber ekki á góma. Halldór mun einnig ósáttur við í hvaða samhengi fulltrúar minnihlutans hafi kosið að setja út- hlutunina til Hjálp- ræðishersins í mál- flutningi sínum. „Mér finnst mjög sér- kennilegt að stilla þessu alltaf til móts við lóðaúthlutun til Félags múslima. Það er eins og það sé alltaf vísvitandi verið að vaða í eitthvert daður við múslimaandúð.“ Það var og. Rasistastimpillinn hefur alltaf svínvirkað. Af hverju ekki núna? Hvað lóðaúthlutanir til trúfélaga almennt varðar segir Halldór Auðar að borgarráð hafi ályktað að endur- skoða ætti lög til að gera það skýr- ara að sveitarfélögunum sé ekki skylt að úthluta lóðum endurgjalds- laust til trúfélaga. Við því hafi þing- ið hins vegar ekkert brugðist hingað til. – Ja hérna! Er það virkilega svo? Að Alþingi hafi enn ekki orðið við ályktun borgarráðs og breytt lög- um? Getur þetta staðist stjórnar- skrána? Henni þarf sannarlega að breyta og það fljótt. Það er þó bót í máli að þar til Alþingi endurskoðar lögin mun borgarstjórnin í Reykja- vík í það minnsta ekki fara eftir þeim. Andúð borgar- stjórnarmeirihluta vinstri manna og Pírata á kristni Eftir Einar S. Hálfdánarson Einar S. Hálfdánarson » Það er bót í máli að þar til Alþingi end- urskoðar lögin þarf borgarstjórnin í Reykjavík ekki að fara eftir þeim. Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Í skýrslunni „Orkan okkar 2030“ leggur Lars Christiansen til að skipta Lands- virkjun upp í einingar og selja þær síðan í einkavæðingarferli. Skýrslan birtist 2.6. 2016, en þó að nokkuð sé um liðið síðan þá, er málefnið enn áhuga- vert. Lars er tíðrætt um eignatengsl Landsvirkjunar og Landsnets og vill rjúfa þau að fullu. Hann nefnir ekki frekar hvernig skipting Lands- virkjunar upp í einingar gæti farið fram. Uppskipting Landsvirkjunar Ein leið til þess að skipta Lands- virkjun upp í einingar gæti verið að byggja uppskiptinguna á tegundum virkjana. Hinar nýju einingar eða fyrirtæki, sem við það mundu klofna út úr móðurfyrirtækinu og verða að nýjum fyrirtækjum, mætti í bili kalla LV-Jarðvarma og LV- Vindorku. Nánari útfærsla gæti orðið með eftirfarandi hætti: 1. Stofnuð verði tvö ný fyrirtæki LV-Jarðvarmi og LV-Vindorka sem í upphafi væru í eigu ríkisins. 2. Landsvirkjun mundi halda öll- um sínum vatnsaflsvirkjunum og verður þá nánast jafnstór og áður. Fyrirtækið einbeiti sér í framtíðinni að byggingu og rekstri vatnsafls- virkjana. 3. Jarðvarmavirkjanir Lands- virkjunar, Kröfluvirkjun og Bjarn- arflagsvirkjun, verði færð í sérstakt fyrirtæki, LV-Jarðvarma, og með þeim færu um 3,5% af orkuvinnslu Landsvirkjunar. Framkvæmdir á Þeistareykjum mundu einnig flytj- ast yfir. Áframhaldandi rekstur LV- Jarðvarma verði þá í samkeppni við Orku náttúrunnar, HS Orku og önn- ur sambærileg fyrirtæki. 4. Tilrauna-vindrafstöðvar Lands- virkjunar á Hafinu fyrir ofan Búr- fellsvirkjun verði færðar í sérstakt fyrirtæki, LV-Vindorku. Núverandi orkuvinnsla á Hafinu er hverfandi eða aðeins um 6 GWh/ári. Sam- kvæmt þessum hug- myndun mundi LV- Vindorka yfirtaka hug- myndir og undirbúning Landsvirkjunar að vindlundum á Hafinu ofan Búrfellsvirkjunar og við Blönduvirkjun. Landsvirkjun Samkvæmt þessum hugmyndum mundi Landsvirkjun í framtíðinni eingöngu einbeita sér að virkjun og rekstri vatnsafls. Á undanförnum árum hefur vatnsaflið hjá Landsvirkjun að nokkru leyti horfið í skuggann af óraunhæfum hugmyndum um virkj- un vindorku og lagningu sæstrengs til Bretlands. Enn má nefna að á síðastliðnum árum hefur frekar lítið gerst hjá Landsvirkjun í rann- sóknum á virkjun vatnsfalla. Það hefur skort metnað hjá Lands- virkjun í uppbyggingu og rekstri á vatnsaflsvirkjunum fyrirtækisins. Ef Landsvirkjun væri skipt frek- ar upp, eins og Lars er reyndar að stinga upp á, þá væri hægt að hugsa sér skiptingu eftir vatnasviðum: Þjórsár- og Tungnaárvirkjanir, Sogsvirkjanir, Blönduvirkjun og Kárahnjúkavirkjun. Töluverð and- staða virðist vera gegn hugmyndum af þessu tagi, ekki hvað síst á póli- tískum vettvangi. Tilvalið gæti þá verið að sjá til hvernig færi með stofnun og jafnvel sölu LV- Jarðvarma og/eða LV-Vindorku til einkaaðila áður en hafist verði handa við að skipta Landsvirkjun upp í smærri vatnsorkueiningar. Sögulega séð er staða Landsvirkj- unar hvað sterkust í vatnsaflinu. LV-Jarðvarmi Á sviði jarðvarma virðist Lands- virkjun, þekkingarlega séð, ekki hafa neitt sérstakt forskot á önnur raforkufyrirtæki nema í hinni fjár- hagslegu stöðu, þar sem bakstuðn- ingur er í hagnaði af rekstri vatns- aflsvirkjana fyrirtækisins. Jarðvarmavirkjanir Landsvirkj- unar eru vel komnar í sérstöku fyr- irtæki, sem ætti síðan að vera auð- seljanlegt á markaði. Ef jarðvarmavirkjanir væru tekn- ar frá Landsvirkjun og færðar í sér- stakt fyrirtæki þá þarf vissulega að fara yfir orkusölusamninga sem hafa verið gerðir og aðlaga þá að breyttu rekstrarformi. LV-Vindorka Vindrafstöðvar framleiða minna með minnkandi vindstyrk og starfa ekki í logni. Vegna mikils kostnaðar við starf- rækslu vindrafstöðvar hér á landi þyrfti að koma til einhvers konar niðurgreiðsla til vindrafstöðvanna og þá væntanlega úr ríkissjóði. Þessar niðurgreiðslur mættu gjarn- an vera sýnilegar. Með hinu nýja fyrirkomulagi á uppskiptingu Landsvirkjunar væri hægt að koma í veg fyrir að Lands- virkjun flytji sjálf, með millifærslum innandyra, hagnað af rekstri vatns- aflsvirkjana yfir til vindrafstöðva. Það er ógegnsætt og óheppilegt rekstrarform. Með því væri öðrum aðilum gert ómögulegt að eiga í samkeppni við Landsvirkjun um að reisa og reka vindrafstöðvar til að selja raforku inn á landsnetið. Starfsemi og orkusölusamningar LV-Vindorku gætu verið leiðbein- andi fyrir aðra aðila, t.d. samtök bænda eða aðra þá sem hefðu áform um að reisa nettengdar vindraf- stöðvar, jafnvel með þátttöku inn- lendra og/eða erlendra fjárfesta. Auðlindasjóður Lars Cristensen leggur til að hagnaður af sölu eininga úr Lands- virkjun verði lagður í sérstakan Auðlindasjóð í eigu þjóðarinnar. Ef menn kjósa að hefja byggingu vindrafstöðva í stórum stíl, eins og Landsvirkjun hefur reyndar lagt til, þá mætti kannski nota Auðlinda- sjóðinn til að hafa umsjón með nið- urgreiðslum til vindrafstöðva og þá fyrir opnum tjöldum? Hugmynd að upp- skiptingu Landsvirkjunar Eftir Skúla Jóhannsson » Í skýrslunni „Orkan okkar 2030“ leggur Lars Christiansen til að skipta Landsvirkjun upp í einingar og selja þær síðan í einkavæð- ingarferli. Skúli Jóhannsson Höfundur er verkfræðingur. Þetta hjól var við hringtorgið á gatnamótum Engjavalla og Drekavalla í Hafnarfirði laugardaginn 1. október. Ég hélt að þetta væri hjól sonar míns og tók það því með mér. Daginn eftir kom í ljós að þetta væri ekki hans hjól og vil ég að það komist í réttar hendur. Vinsamlega hafið samband við mig vegna þessa. Halldóra, s. 626-2626. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Barnahjól tekið í misgripum á Völlunum Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.