Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 1 3. O K T Ó B E R 2 0 1 6 Stofnað 1913  240. tölublað  104. árgangur  Frír ís fyrir krakka! í október Nánar ábls9 VILJA RAF- MAGNSVÆÐA BÍLAFLOTANN VISTVÆN FRAMLEIÐSLA HEIMILDAR- MYND UM HERBERT BYGG Í NASL OG MÚSLÍ 12 SANNLEIKURINN 38VIÐSKIPTAMOGGINN Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Miklar breytingar munu verða á þeirri starfsemi sem Korputorg hýsir þar sem móðurfélag innflutnings- og framleiðslufyrirtækisins Íslensk- Ameríska (Ísam) hefur fest kaup á húsnæðinu og hyggur á að flytja alla starfsemi Ísam í það á komandi árum. Um er að ræða eitt stærsta atvinnu- húsnæði landsins og er það 45.550 fermetrar að stærð. Til samanburðar er Smáralindin ríflega 62 þúsund fer- metrar. Bergþóra Þorkelsdóttir, for- stjóri Ísam, segir að mikil tækifæri felist í því að koma starfsemi fyrir- tækisins undir eitt þak en í dag eru rekstrareiningar þess á mörgum mis- munandi stöðum í borginni. Má þar meðal annars nefna skrifstofur fyr- irtækisins og kexverksmiðjuna Frón að Tunguhálsi, Mylluna í Skeifunni, niðursuðuverksmiðjuna Ora að Vest- urvör í Kópavogi og Fastus sem er í Síðumúla. „Við teljum að þessar öflugu rekstrareiningar okkar muni ná að þróast betur með þessu fyr- irkomulagi og við erum að hugsa til mjög langs tíma með þessu.“ Fyrsta rekstrareiningin mun flytja í húsnæðið í ársbyrjun 2018. „Þá mun Myllan flytjast í Korpu- torgið og þar hyggjumst við opna verksmiðju með nýjustu tækni. Í kjöl- farið munum við svo koma starfsem- inni fyrir í húsnæðinu en það veltur meðal annars á samkomulagi við nú- verandi rekstraraðila í húsinu,“ segir Bergþóra. Kaupir Korpu- torgið  Ísam kaupir hús- næðið í heild sinni MViðskiptaMogginn Úrhellisregn gekk yfir landið í gær og fyrradag, líkt og sjá má á ljósmyndinni að ofan sem tekin var við Skógarfoss í gær. Mest mældist úrkoman í Bláfjöllum, en þar var hún um 150 mm á einum sólarhring. Mestu flóðin urðu á Barðaströnd, Snæfellsnesi og við Mýrdalsjökul. Miklir vatna- vextir urðu einnig í Múlakvísl, Hvítá, Krossá og Ölfusá. Seint í gærkvöldi hafði ekki heyrst af tjóni á mönnum eða munum af veðurofsanum. Steypiregn víðast hvar sunnan og vestan til Morgunblaðið/RAX Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is „Við höfum móttekið þessi skilaboð frá þeim og þetta er í raun og veru ákall um að við bíðum með að hækka lífeyrisaldur almannatrygginga og við erum að skoða það hvort það eru rök fyrir því að láta það bíða fyrst jöfnun lífeyrisréttinda hefur ekki klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, spurður hver viðbrögð hans væru við ályktun miðstjórnar ASÍ. Þar segir að um hrein svik sé að ræða varðandi jöfnun lífeyrisréttinda og samstillingu almannatrygginga og lífeyrissjóða. Ekki gangi að ætla al- menningi að búa við 70 ára lífeyris- tökualdur á sama tíma og alþingis- menn og opinberir starfsmenn geta farið á fullan lífeyri 65 ára. „Það er sameiginlegur skilningur á því að jöfnun lífeyrisréttinda og hækkun lífeyristökualdursins í al- mannatryggingakerfinu þurfi að fylgjast að,“ bætir Bjarni við en hann og forsætisráðherra hafi fundað um málið í gær. „Varðandi stöðuna í Salek-hópnum þá er hún einfaldlega grafalvarleg,“ segir Bjarni en hópurinn tilkynnti í fyrradag að ekki yrði af frekara sam- starfi fyrr en niðurstaða lægi fyrir um jöfnun lífeyrisréttinda. „Það er mín skoðun að við höfum í allt of marga áratugi látið framvindu mála á vinnumarkaði stranda á afar- kostum sem einstaka aðilar setja öðr- um. Ríkið er tilbúið að standa við það samkomulag sem gert var um jöfnun lífeyrisréttinda en mér virðist sem op- inberu bandalögin séu horfin frá því, en þetta verkefni er ekki að fara neitt.“ laufey@mbl.is Grafalvarleg staða  Skoðar hvort rétt sé að bíða með hækkun lífeyrisaldurs  Framvinda á vinnumarkaði strandi of oft á afarkostum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.