Morgunblaðið - 13.10.2016, Síða 24

Morgunblaðið - 13.10.2016, Síða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 ✝ Ólafur HaukurFlygenring fæddist í Hafn- arfirði 20. júlí 1924. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- vangi í Hafnarfirði 4. október 2016. Foreldrar hans voru Ingibjörg Kristjánsdóttir, húsfreyja, f. 1.1. 1902, d. 11.1. 1982, og Garðar Flygenring, bakari og bifreiðarstjóri, f. 19.7. 1895, d. 20.10. 1957. Systkini Ólafs eru Kristján Ágúst, f. 1927, d. 2011, Þórarinn Kampmann, f. 1931, d. 2013, Þórarinn, f. 1932, d. 1985, Edda, f. 1939. Ólafur fæddist og lést í Hafn- arfirði en meginhluta ævinnar bjó hann í Reykjavík og lengst á Tunguvegi 14. Ólafur kvæntist þann 26.2. 1949 Láru Sigríði Valdemarsdóttur, f. 14.6. 1927, d. Michael F. Nielsen, f. 1970, þeirra dætur eru Inga María, f. 2003, og Anna Sofia, f. 2007. b) Haraldur, f. 1980, í sambúð með Árnýju Guðrúnu Ólafsdóttur, f. 1978, börn þeirra eru Laufey Lára, f. 2010, Ólafur Haukur, f. 2016, sonur Haraldar, Nökkvi Már, f. 1999, á einnig heimili hjá þeim. c) Gunnar Örn, f. 1984. Ólafur byrjaði ungur að vinna til að létta undir fjárhag fjöl- skyldunnar. Á unglingsárum vann hann sem þingsveinn. Árið 1941 byrjaði hann 17 ára gamall að vinna hjá Vélsmiðjunni Hamri og varð svo verslunarstjóri í Hamarsbúð þegar hún var opnuð og vann þar þangað til búðinni var lokað. Ólafur hóf svo störf sem afgreiðslumaður í Húsa- smiðjunni 1988 og vann þar þangað til hann varð 70 ára. Ólafur var meðlimur í Lions- klúbbnum Fjölni frá árinu 1969 og mætti á fundi þar til fyrir hálfi ári er heilsan brast. Hann var til- nefndur sem Melvin Jones Lions- félagi. Útför hans fer fram frá Hafn- arfjarðarkirkju í dag, 13. októ- ber 2016, klukkan 15. 30.7. 1999. For- eldrar hennar voru Ingibjörg Björns- dóttir, húsmóðir, f. 13.2. 1906, d. 22.10. 1989, og Valdemar Júlíusson, sjómað- ur, f. 13.8. 1903, d. 18.8. 1963. Börn Ólafs og Láru eru: 1) Ingibjörg, félags- ráðgjafi, f. 9.6. 1950, gift Páli Guðjóns- syni, viðskiptafræðingi, f. 16.12. 1950, börn þeirra: a) Jóhanna Sigríður, f. 1971, hennar dóttir er Lísbet Freyja Ýmisdóttir, f. 2007, b) Ólafur Haukur, f. 1978 í sambúð með Evu Rún Ingimund- ardóttur, f. 1980, börn þeirra eru Sindri Páll, f. 2010, og Lára Inga, f. 2014. 2) Ásthildur, skrif- stofustjóri, f. 19.8. 1955, gift Friðriki Garðarssyni, rafvirkja- meistara, f. 9.6. 1951, börn þeirra: a) Lára Björk, f. 1976, gift Þann 4. október sl. lést tengdafaðir minn, Ólafur Hauk- ur Flygenring, á hjúkrunar- heimilinu Sólvangi. Hann var á 93. aldursári. Þó að okkur ættingjum hans hafi verið það ljóst um nokkurt skeið að hverju stefndi er sökn- uðurinn afar mikill enda var hér á ferð einstakur maður sem var í senn mikill faðir, tengda- faðir, afi og langafi. Ég kynntist Óla tengda- pabba fyrir 43 árum þegar ég og kona mín, Ásthildur, felldum hugi saman. Mér varð fljótt ljóst eftir að ég fór að venja komur mínar á Tunguveg 14 að þar ríkti mikill kærleikur, ást og umhyggja. Það var afar gott að koma á Tunguveginn til Óla og Láru tengdamömmu og það- an fór enginn svangur, svo mik- ið var víst. Þessum sama kær- leik og umhyggju kynntust öll barnabörnin þeirra eftir að þau komu til sögunar. Það var sannarlega toppurinn á tilver- unni að fara í dekur til ömmu og afa á Tunguveginn. Nokkru eftir að tengda- mamma lést ákvað Óli að selja Tunguveginn og varð úr að hann keypti sér litla íbúð á Hjallabraut 33 í Hafnarfirði. Var hann þar með kominn í göngufæri við heimili okkar Addýjar á Blómvanginum og einnig var stutt fyrir hann að fara til okkar á Flatahraunið þar sem fyrirtæki okkar er til húsa. Höguðu atvik því þannig að í rúman áratug kom hann á hverjum degi til okkar og vildi vita hvernig hann gæti orðið að liði, hvort sem um var að ræða að ná í aðföng í bæinn eða að rétta á einhvern annan máta hjálparhönd. Að þiggja laun fyrir var ekki á dagskrá hans heldur bara að verða að liði. Allt þetta verður aldrei full- þakkað. Óli var laxveiðimaður góður og var afar gaman að fara slík- ar ferðir með honum. Mér er afar minnisstæð ferð sem við fórum í Miðfjarðará í Bakka- flóa. Atvik höguðu því þannig í þetta skipti að í ferðinni voru bara karlar þannig að ljóst var að eldhúsverkin yrðum við að leysa sjálfir. Einn daginn var á matseðl- inum kalt hangikjöt og með því m.a. grænar baunir sem Óli var að hita upp. Þegar baunirnar voru tilbúnar ætlaði hann að setja pottinn á borðið en var- aðist ekki að handfang pottsins var bilað og snerist potturinn og baunirnar enduðu á trégólf- inu í veiðihúsinu. En ráðaleysi var ekki hluti af lífsmunstri Óla þannig að hann náði sér í spaða, mokaði baununum upp í pottinn aftur og kom honum á borðið þar sem þær voru borð- aðar með bestu lyst. Eina breytingin var sú að nú hétu þær ekki Grænar baunir heldur Gólfbaunir. Var eftir þetta mjög oft spurt þegar grænar baunir áttu í hlut hvort þetta væru grænar baunir eða gólf- baunir. En nú er komið að leiðarlok- um og mér er efst í huga þakk- læti fyrir að hafa fengið tæki- færi til að kynnast einstökum manni og allri hans góð- mennsku og alúð við mig og allt mitt fólk. Þessar ljóðlínur þykja mér við hæfi á þessari stundu Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Þinn tengdasonur Friðrik. Það eru svo margar góðar minningar um þig, elsku afi minn, að ef ég ætlaði að koma þeim öllum fyrir hér í blaðinu yrði að gefa út aukablað. Þú varst ekki bara afi heldur svo mikill vinur og þú ræktaðir gott vinasamband við mig. Sú mynd sem kemur upp í huga minn af þér er hvað þú varst alltaf lífsglaður, jákvæður, lést ekki hlutina vefjast fyrir þér, fannst alltaf lausn á öllu og svo nægjusamur. Sem barn man ég eftir því þegar þú og amma komuð í bú- staðinn okkar á Suzuki Fox. Það sem þú dásamaðir þennan jeppa, algjört tryllitæki. Þú hafðir lagt niður aftursætin og fékk ég að sitja aftur í á meðan þú brunaðir um vegslóðann yfir Kverná, Dalsá og ég eins og skopparabolti þarna aftur í að reyna að halda mér í eitthvað. Þegar þú varst sjötugur fór- um við í bústaðinn á rauða Sub- aru-bílnum sem var fólksbíll/ jeppi því hann var með bæði hátt og lágt drif eins og þú orð- aðir það. Ferðin austur gekk vel en á síðasta deginum ákváðum við að fara upp að Sólheimajökli vestanmegin. Þar ætlaðir þú að sýna mér og þér hvað byggi í þessu tryllitæki. Við komumst aftur heim í bú- stað en þá uppgötvaðist gat á vatnskassanum og varð að draga bílinn til byggða. Þegar þú hættir að vinna keyptir þú tíu daga veiðikort í Eystri-Rangá. Manstu þegar ég setti í fimmtán punda laxinn og þú náðir honum í háfinn, við komum með hann upp í veiði- hús, veiðivörðurinn tók mynd af mér með hann, daginn eftir kom mynd í Mogganum að lax- inn væri mættur í Rangárnar. Fyrir mig var þetta ekkert smá afrek og það sem við vorum sáttir að hafa fengið fyrsta lax- inn í Rangánum þetta sumarið og áttum enn eftir að fara níu sinnum í viðbót, þvílík gleði og veisla. Á áttræðisafmælinu þínu fór- um við barnabörnin með þig í óvissuferð. Það var ýmislegt dótið sem þú varðst að hafa með þér, þar á meðal vegabréf. Síðan þegar við komum upp á flugvöll sagði ég við þig að ég ætlaði inn og athuga hvort vél- in væri ekki á áætlun. Svipnum á þér gleymi ég aldrei en þegar ég kom aftur út var búið að segja þér að við værum ekki að fara úr landi og það var þér mikill léttir. En þessi óvissu- ferð var tekin upp á upptökuvél og er alltaf gaman að horfa á hana og rifja upp skemmtilegar stundir. Í barnæsku þegar eitthvað bjátaði á átti maður það til að fara upp á Skalla og hringja í heimasímann á Tunguveginum. Það stóð aldrei á því að ef þú fannst að mér leið ekki vel þá bauðst þú til þess að sækja mig, annars leystum við málin í gegnum símann, man eftir skiptum þar sem afgreiðslu- stúlkan sagði við mig að tíkall- inn væri löngu búinn en það var svo gott að tala við þig, þú hlustaðir á mig, skildir og virtir skoðanir mínar, áttir það til margoft að taka upp hanskann fyrir mig og standa með mér eins og sannur vinur. Þú áttir alltaf tíma fyrir mig, þess vegna sé ég eftir því að ég skyldi ekki eiga meiri tíma fyr- ir þig, kæri vinur, þú verður að fyrirgefa það. En þú skildir að ég var nokkuð upptekinn, kvöldnám, vinnan, fjölskyldan, já við spjölluðum um þetta. Takk fyrir öll árin, að vera afi minn, að hafa verið til. Minningarnar um þig lifa, elsku afi. Haraldur Friðriksson. Elsku afi minn, vinur og fyr- irmynd, hefur nú kvatt þennan heim. Minningar um þær stundir sem við áttum saman streyma upp á yfirborðið og geta verið yfirþyrmandi en í góðum skilningi þar sem ég á bara góðar minningar um afa minn og þær ættu aðeins að leiða til bross og gleði nema núna er sár söknuður inn á milli. Enn erfiðara er að vita að hann sé ekki lengur til staðar, maðurinn sem studdi mig ávallt í öllu sem ég gerði. Mínar helstu minningar úr æsku eru þegar var farið að veiða með afa, það skipti ekki Ólafur Haukur Flygenring ✝ Viktor Ægis-son fæddist í Reykjavík 24. febrúar 1948. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 2. október 2016. Foreldrar hans eru Ægir Vigfús- son húsgagna- smíðameistari, f. 26. febrúar 1930 í Reykjavík, og Sigríður Unnur Konráðsdóttir húsmóðir, f. 14. september 1929 á Orrahóli, Fellsströnd í Dala- sýslu, d. 22. júlí 2010. Viktor var elstur af fjórum systkinum, hin eru 1) Konráð, f. 10. desem- ber 1953, eiginkona hans er Þórunn Björg Birgisdóttir, f. 9. október 1953, 2) Lúðvík Berg, f. 5. mars 1958, eiginkona hans er Guðrún Júlína Tómasdóttir, f. 30. október 1958, 3) Aldís Björk, f. 6. júní 1967. Þann 23. ágúst 1975 giftist Viktor eftirlifandi eignkonu sinni, Guðrúnu Baldursdóttur skólaritara, f. 15. maí 1947 á eru Bjarni Már, f. 2013, og Viktor Benedikt Már, f. 2014. Börn Ingimars af fyrra sam- bandi eru Ottó Ingi, f. 1995, Margrét Lísa, f. 1997, og Sindri Már, f. 2000. Viktor ólst upp í Vogahverf- inu í Reykjavík, lauk námi í húsgagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík og tók sveinspróf í kjölfarið og fékk síðar meist- arabréf. Hann starfaði átján ár með föður sínum Ægi á verk- stæðinu Trjástofninum. Árið 1985 fór Viktor að starfa sjálf- stætt og stofnaði fyrirtækið Tréafl ásamt Þórhalli Sveins- syni. Síðar starfaði hann einn sem verktaki og vann mikið við tjón fyrir Sjóvá og einnig aðra smíðavinnu. Viktor og Guðrún hófu fyrst búskap í Fossvogin- um en fluttu árið 1988 upp í Grafarvog. Viktor vandaði allt sem hann smíðaði og sést það best á heimilinu í Hverafoldinni og sumarhúsi fjölskyldunnar í Borgarfirðinum sem hann byggði frá grunni. Viktor hafði mikinn áhuga á knattspyrnu og fór á ófáa leiki hjá uppeldisfé- laginu sínu Fram. Útför Viktors fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 13. október 2016, og hefst athöfnin klukkan 13. Siglufirði. For- eldrar hennar voru Baldur Ólafsson múrarameistari, f. 13 mars 1925 á Siglufirði, d. 6. des- ember 1967, og Kristín Rögnvalds- dóttir húsmóðir, f. 24. ágúst 1922 á Torfhóli í Hofs- hreppi í Skagafirði, d. 29. nóvember 2010. Börn Viktors og Guð- rúnar eru: 1) Ægir, knatt- spyrnuþjálfari, f. 26. desember 1975, eiginkona Sigríður Kjart- ansdóttir flugfreyja, f. 19. jan- úar 1978. Börn þeirra eru El- ísabeth Ýr, f. 2003, Margrét María, f. 2010, og Viktor, f. 2011. 2) Kristín, viðskiptafræð- ingur, f. 18. desember 1976. 3) Viktoría Unnur, grunnskóla- kennari, f. 28. október 1982, eiginmaður Ingimar Óskar Másson fasteignasali , f. 29. september 1975. Barn Viktoríu Unnar af fyrra sambandi er Hafsteinn Már, f. 2002. Börn Viktoríu Unnar og Ingimars Það er með mikilli sorg og trega sem ég kveð þig, pabbi minn, í dag. Það er svo margt sem kemur upp í hugann á þessari stundu sem erfitt er að koma orð- um að. Þú varst góður maður sem vildi öllum vel, komst fram við alla af virðingu og áttir auðvelt með að kynnast fólki. Þér þótti einstaklega vænt um barnabörnin þín og fannst gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna. Bústaðurinn í Borgarfirðinum var eitt af þínum hugðarefnum, sannkölluð listasmíð. Þar áttuð þið mamma góðar stundir. Knattspyrna var eitt af þeim áhugamálum sem við feðgar áttum sameiginlegt, gátum rök- rætt boltann fram og tilbaka og oft á tíðum verið á öndverðum meiði. Þú skaust föstum skotum á mig þegar mínu liði gekk ekki sem skyldi og glottir. Einnig eru minnisstæðir allir þeir leikir sem við fórum á með þínu uppeldis- félagi Fram á mínum yngri árum en þú hafðir nú sterkar skoðanir á gengi liðsins síðustu ár. Fótboltaferðin til Manchester fyrir nokkrum árum var einstak- lega skemmtileg og loksins kom að því að þú fékkst að horfa á uppáhaldsliðið þitt í enska bolt- anum leika á Old Trafford. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, takk fyrir allt sem þú hefur gefið og gert fyrir okkur, minning þín lifir í hjörtum okkar alla tíð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ægir, Sigríður, Elísabeth Ýr, Margrét María og Viktor. Við kveðjum hann elsku pabba með miklum söknuði í hjörtum okkar og það eru margar minn- ingar sem koma upp í huga okkar um hann. Hann var einstakur og góður pabbi, afi og hugsaði vel um fjölskylduna sína. Hann var ákveðinn og stóð fast á sínum skoðunum en jafnframt var hann léttur í lund og fannst mjög skemmtilegt að tala við alla sem urðu á hans vegi. Hann var mjög nákvæmur og einstaklega hand- laginn og sést það á smíðaverkum sem hann tók sér fyrir hendur. Varðandi nákvæmnina þá var ekki hengd upp mynd í hans ná- lægð nema með hallamáli og alls kyns verkfærum. Pabbi elskaði jól og áramót, var hann byrjaður í sínum skrep- pitúrum í nóvember í alls kyns út- réttingum, heyrðist oft í Hvera- foldinni þegar hann fór út: „Ég þarf aðeins að skreppa,“ þá vissi maður að hann var að fara að kaupa gjafir, já eða flugelda. Hann var mikill áhugamaður um fótbolta og alls kyns íþróttir og hafði miklar skoðanir á þeim. Pabbi var gallharður Framari og spilaði sjálfur með þeim fótbolta á sínum uppvaxtarárum, varð síðar mikill stuðningsmaður þeirra og sótti marga leiki með þeim. Einn- ig eru okkur minnisstæðar útileg- urnar sem við fórum í með pabba og mömmu út um allt land, eins og til dæmis þegar við fórum í náttúrulaug í Flókalundi, skemmtilega útilegan í Skaftafelli og ekki má gleyma öllum veiði- ferðunum þar sem hann var mik- ill áhugamaður um silungaveiði. Þar sem pabbi hélt fast í hefðir og ekki mátti breyta út af hefðinni eins og á 17. júní þá var alltaf far- ið í skrúðgöngu þann daginn og svo var farið á Kentucy og tekinn matur með heim. Pabbi og mamma voru búin að koma sér upp fallegu sumarhúsi í Borgar- firði sem hann hafði byggt frá grunni og elskaði hann að dytta að honum, fá fjölskylduna og vini í heimsókn og ekki síst þegar fólk fór í heita pottinn fannst honum nauðsynlegt að færa fjölskyldu og afabörnum ýmsar veitingar í pottinn. Síðastliðin tvö ár glímdi pabbi við erfið veikindi sem tóku mjög á hann en það skipti pabba miklu máli að hafa sterka og trausta eiginkonu sér við hlið. Mamma var honum alveg ómetanleg og vitum við að hann dáðist að þeim styrk sem hún sýndi í þeim áföll- um sem þau gengu í gegnum. Það er erfitt að sætta sig við það tómarúm sem fráfall pabba okkar skilur eftir sig en það er huggun að hann fékk þann frið sem hann var farinn að óska sér eftir erfið veikindi. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Hvíldu í friði, elsku pabbi, minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Kristín og Viktoría Unnur. Elsku Viktor, þetta er allt svo óraunverulegt að þú sért farinn og komið sé að kveðjustund, alltof snemma. Ég var heppin að eiga þig sem stóra bróður, fyrsta minningin um þig er þegar ég var lítil og var í dansskóla, þá var alltaf mesta sportið hjá okkur vinkonunum að fá þig til að sækja okkur því við vissum að þú myndir gefa okkur ís og fara með okkur í bíltúr, dansinn var aukaatriði. Þín mesta lukka var að kynn- ast henni Gunnu. Átta ára var ég orðin föðursystir þegar þið eign- uðust Ægi, Stína kom svo ári seinna og nokkrum árum síðar, Viktoría. Þegar ég var að passa hjá ykkur Gunnu var alltaf passað upp á að sækja mig, þó svo að ég byggi í næsta hverfi, ekki mátti gleyma að borga mér og var borg- unin á við forstjóralaun enda varstu gjafmildur með eindæm- um. Þú varst hreinn og beinn og mikill fjölskyldumaður. Vand- virkur varstu og bera bæði fal- lega húsið þitt og sumarbústað- urinn þess sannarlega merki. Orðið „vinan“ notaðir þú mikið þegar við töluðum saman sem mér þótti alltaf mjög vænt um og kvaddir þú mig alltaf með þessu orði. Við vorum aldrei mikið að knúsast, en ég gleymi því aldrei þegar við vorum stödd uppi á líknardeild þegar mamma var að deyja, þá gafstu mér eitt innileg- asta og besta knús sem ég hef fengið um ævina, það lét mér líða eins og ég væri örugg og ekkert slæmt gæti komið fyrir mig. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Ég kveð þig, elsku Viktor, með miklum söknuði og bið Guð um að styrkja og leiða í gegnum sorgina, fjársjóðinn sem þú skilur eftir þig Viktor Ægisson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.