Morgunblaðið - 13.10.2016, Side 29

Morgunblaðið - 13.10.2016, Side 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 ✝ Knut Vester-dal fæddist í Bö í Noregi Jónsmessukvöldið 23. júní 1956. Hann lést í Reykjavík þann 29. september 2016. Foreldrar hans voru Bjarne Vest- erdal, skóg- arhöggsbóndi og smiður, f. 10. ágúst 1919, d. 7. september 1996, og Svanaug Hovden, húsmóðir og bóndi, f. 7. júní 1924, d. 22. nóvember 1969. Systkini Knuts: 1) Björn Ingi Vesterdal, f. 8. september 1946. 2) Steinar Vesterdal, f. 18. júní 1949. 3) Gunnhild Signe, f. 15. apríl 1953, d. 11. nóvember 1996. dal, f. 6. febrúar 1989, maki hennar er Chris Thorning Sø- rensen, barn þeirra er Emm- anuel Leo Vesterdal, f. 26. september 2013. 3) Valdimar Leo Vesterdal, f. 31. júlí 1991. Knut ólst upp í Noregi í sveitinni Kvitseid kommune í Þelamörk. Hann bjó þar til 17 ára aldurs en flutti þá með föður sínum og stjúpmóður til Víkersund, sem er lítill bær ekki langt frá Ósló. 18 ára fór Knut í Numedal-lýðháskóla í Buske- rud-fylki. 19 ára fluttist hann til Íslands, fór að vinna og sneri aldrei til baka til Noregs aftur til búsetu. Knut og Aðalheiður bjuggu öll sín búskaparár í Reykjavík. Knut vann ýmis þjónustu- störf alla sína ævi og vann síð- ustu árin hjá Brimborg Max 1. Útför Knuts fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 13. október 2016, kl. 15. Seinni kona Bjarne var El- ísabet Vesterdal, f. 2. janúar 1921. 1982 kvæntist Knut Aðalheiði S. Kjartansdóttur hjúkrunarfræð- ingi. Foreldrar hennar eru Elín H. Ólafsdóttir gjald- keri, f. 14. ágúst 1932, og Kjartan Þ. Eggertsson stýrimaður, f. 9. apríl 1932, d. 5. febrúar 1990. Börn Aðalheiðar og Knuts eru: 1) Bjarne Klemens Vester- dal, f. 7. ágúst 1978, maki Anna Guðný Gröndal, f. 24. nóvember 1988, barn þeirra er Ragnhildur Dúna, f. 10. júlí 2016. 2) María Alexandra Vester- Elsku besti Knut minn, þá er samvistum okkar lokið í bili, a.m.k. í þessu lífi, en þú býrð í hjarta mínu og átt eftir að gera það áfram alla mína ævi. Ég hitti þig fyrst sumarið 1975, þú hafðir komið með Smyrli frá Bergen í Noregi til Íslands um verslunar- mannahelgina. Við byrjuðum að búa saman um haustið. Ég man alltaf eftir fyrsta stefnumótinu okkar, af minni hálfu var það ást við fyrstu sýn. Þú komst með ljós og birtu inn í líf mitt og þannig hefur það verið allan tímann. Þetta er búið að vera ótrúlegt ferðalag með þér í gegnum lífið og síðustu árin hafa verið mjög lærdómsrík, dugnaðurinn hjá þér að sigrast á veikindunum, æðruleysið og bjartsýnin. Þetta skilur mikið eftir hjá mér og fjölskyldu þinni og hefur kennt okkur mikið. Þú varst einstaklega hlýr og traustur maður og hendur þínar voru alltaf hlýjar. Norsku ræturnar þínar voru mjög sterkar og allt norskt var þér mjög kært, en Ísland átti líka stóran sess í lífi þínu og íslensk náttúra. Þú varst listakokkur, galdrað- ir fram dýrindisrétti án þess að hafa mikið fyrir því, við Valdimar nutum góðs af því síðustu árin. Þú varst ótrúlega fróður og komst okkur iðulega á óvart með allri þinni þekkingu. Besti vinur minn, ég bið Guð að blessa þig á nýjum stað og ég bið Guð að hjálpa okkur, þínum nánustu, til að lifa áfram í ljós- inu. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðard.) Þín Aðalheiður S. Kjartansdóttir. Ég kveð elsku föður minn með miklum söknuði. Ég man eftir öllum sögunum sem hann las fyr- ir mig. Palli er einn í heiminum. Erfiðleikar í æsku. Móðurmissir. Bruni. Hann sá um sig sjálfur í afskekktri sveit. Frá níu til ellefu ára aldurs. Náttúrubarn. Dekkjaverkstæðið. Blár vinnugalli þakinn svörtu gúmmíi. Jaagermaster. Lykt af sígarettureykt og gúmmíi. Sigg á höndum. Laugardals- laugin eftir vinnu. Sítt hár að aft- an. Ganga upp Spíralinn í Dram- men. Fjallakofi úr trjám sem við smíðuðum á fjalli í Kviteseid. Hann að baða sig í þvottabala í Vesterdal undir beru lofti og verjast öllu mýinu. Þakíbúðin á Laugarnesvegi. Plötur út um allt. Dark Side of the Moon, The Wall. National Geograpich-tímarit á víð og dreif um alla íbúð. Ljósmyndir sem hann tók af fuglum. Ferðir á bílasölur. Nákvæmar teikningar af bílum. Formúla 1 og skíðastökk. Teiknidagbækur bróður míns sem hann teiknaði. Hvað ég var hissa þegar ég sá hann loks skíða. Þá kom leyndur hæfileiki í ljós. Hann bjó á Íslandi frá nítján ára aldri en losaði sig aldrei við norska ríkisborgararéttinn. Hann talaði aldrei mónótónískt eins og Íslendingur. Hann hélt reglulega í sér and- anum í baði á meðan ég tók tím- ann. Mér fannst hann alltaf vera heila eilífð í kafi. Ég gat aldrei unnið hann í sjó- manni. Hann hraut skelfilega og ég þurfti að gefa honum olnboga- skot ef ég gisti í sama tjaldi. Hann svaf aldrei meira en 6 til 7 tíma á nóttunni og gat sofið alls staðar, líka standandi. Kunni ekki að segja nei og kvartaði aldrei. En tautaði yfir óhreinu leirtauti. Hann dundaði sér við að smíða módel sem ég keypti. Mér tókst einu sinni að rústa þvottavél í sameign. Allir sér- fræðingar höfðu talið mér trú um að ég þyrfti að kaupa nýja. Þá kom faðir minn og lagaði hana. Hann lagaði alltaf hlutina sem ég eyðilagði. Meistari að vinna með hönd- unum. Hann talaði aldrei um tilfinn- ingar sínar, en síðustu vikuna sem hann lifði fékk ég að vita meira um hann en hann sagði mér alla sína ævi. The Man is to Strong með Dire Straits. Bjúgur á fótum. Mjög sérstak- ir skór. Óbrjótanlegur og náði einhvern veginn að afsanna allar dómsdagsspár. Lífsþorsti. Meistarinn því hann notaði hæfileika sína til að þjóna fólki. Bjarni Klemenz Vesterdal. Elsku pabbi. Það er svo skrýtið að finna fyrir nærveru þinni á einhvern undarlegan hátt, en samt ertu ekki hér lengur. Það er undar- lega tómt án þín og á örugglega eftir að verða enn tómlegra. Þú ert ótrúlegur, þrautseigur, hógvær og hetja, þú ert fyrir- myndin mín. Ég veit þú vilt ekki láta kalla þig neina hetju en þú ert það. Það er með ólíkindum hvernig þú hefur tekist á við krabbameinið í níu ár og á hverjum einasta degi verið ákveðinn í að vilja lifa. Ég segi ótrauð öllum frá því hvernig þú hefur barist við sjúkdóminn því ég er svo stolt af þér. Ég er svo þakklát fyrir að eiga þig sem pabba og Emmanuel elskar að eiga þig sem afa. Hann segir ennþá góða nótt við þig á kvöldin þó þú sért ekki hér. Ég er einnig þakklát fyrir að hafa haft tök á því að vera með þér á lokasprettinum og fyrir að hafa getað kvatt þig eins og ég hafði óskað mér. Það mun ég alltaf vera þakklát fyrir. Minningar mínar með þér eru margar og góðar, enda ertu sá glaðlyndasti sem ég þekki. Það var þinn frábæri eiginleiki sem mun alltaf lifa inni í mér. Þú sást ljósið í flestu, pabbi, og þess vegna var svo gott að tala við þig. Ég man sérstaklega vel þessa ljúfu morgna sem við áttum sam- an þegar við vöknuðum snemma, bara ég og þú og við röltum í morgunþögninni út á bílasöluna á Miklubraut, til að kíkja á not- aða bíla. Það er enginn sem skil- ur þann verðmæta tíma nema við. Elsku pabbi, ég elska þig og mér þykir svo vænt um að tala við þig um allt og ekkert. Mér líður alltaf svo vel eftir á. Þú hef- ur svo magnaða og góða, hlýja nærveru sem fer ekki framhjá neinum. Ég trúi því ekki enn að þú sért dáinn en það kemur í litlum skrefum. Ég trúi því hins vegar að þér líði vel nú þar sem þú ert og ég trúi því að þú sért læknað- ur, heilbrigður og sért bæði hjá mömmu þinni, systur og afa í Noregi. Ég vona þó líka að þú vakir yfir okkur, pabbi, því við þurfum ennþá á þér að halda. Þín María Alexandra Vesterdal. Elsku pabbi minn. Langt úr fjarlægð elsku pabbi minn, ómar hinsta kveðja mín til þín. En allt hið góða er ég hlaut hjá þér, ég allar stundir geymi í hjarta mér. Ég man frá bernsku mildi og kærleik þinn. Man hve oft þú gladdir huga minn, og glæddir hið góða í minni sál, að gleðja aðra var þitt hjartans mál. Hvar um heim sem liggur leiðin mín þá lýsa mér hin góðu áhrif þín. Mér örlátur gafst af elskuríkri lund, og aldrei brást þín tryggð að hinstu stund. Af heitu hjarta allt ég þakka þér, þínar gjafir, sem þú veittir mér. Þín blessun og minning býr mér ætíð hjá, og björtum geislum strái veg minn á. (Höf. ók.) Þinn Valdimar Leo Vesterdal. Fallinn er frá mágur okkar og svili, Knut, sem var mikill öðling- ur. Nærvera hans jákvæð og hvers manns hugljúfi. Knut var aldrei að trana sér fram en náin kynni drógu fram margvíslega kosti hans. Listrænir hæfileikar hans komu fram í mörgum fal- legum ljósmyndum og áhugi á náttúrunni og umhverfi fékk að njóta sín. Eftirminnilegar eru ferðir með Knut og Aley í Þórs- mörk og sumarbústaðinn í Borg- arfirði þar sem við fjölskyldurn- ar nutum samverunnar úti í náttúrunni. Knut var áhugamað- ur um kvikmyndir og tónlist og ósjaldan ræddum við spennandi bíómyndir og nýja og gamla tón- list. Rokktónlistin sem oft er að finna á síðkvöldum á föstudögum í norska sjónvarpinu var eitthvað sem Knut hafði mikla ánægju af og skemmtilegt að spjalla við hann og rifja upp með honum. Ekki síst tónlist frá sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar, Stones, Pink Floyd og Clapton voru í sérstöku uppáhaldi. Ætíð var gott að eiga Knut að í Max einum. Hann þekkti bílinn okkar betur en við sjálf og hjálp- semi Knuts kom þar berlega í ljós. Ef eitthvað var að bílnum höfðum við ætíð samband við Knut eða komum við hjá honum í Stórhöfða. Það brást ekki að Knut kom auga á vandann og benti á leið til lausnar. Knut var stoð og stytta fjöl- skyldu sinnar og sannarlega á heimavelli í eldhúsinu. Aley og börnin voru honum allt. Ungu barnabörnin tvö, Emmanúel Leó og Ragnhildur Dúna, komu eins og sólargeislar í líf hans og Önnu tengdadóttur og Chris tengda- syni var tekið opnum örmum í fjölskylduna. Hvergi komu mannkostir Knuts þó betur í ljós en í samskiptum hans við Valdi- mar en þeir feðgar voru mjög nánir. Sextugsafmælið í sumar var sannarlega ánægjulegt þar sem Knut fagnaði með fjölskyldu og vinum. Við minnumst Knuts með söknuði og sendum Aley og börnunum okkar hlýjustu kveðj- ur. Megi minningin um góðan dreng lengi lifa. Helgi, Kristín og fjölskylda. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Þessar ljóðlínur komu upp í hugann er ég stóð við dánarbeð Knuts mágs míns, sem lést á heimili sínu í faðmi fjölskyldu sinnar þann 30. september sl. eftir erfið veikindi. Sennilega hefur Guð vantað góðan liðsmann til starfa þarna í „Sumarlandinu“ en Knut var ein- stakt ljúfmenni, æðrulaus, bros- mildur og sannur fjölskyldumað- ur. Er það því mikil sorg og sár söknuður hjá Aley, systur minni, og börnum þeirra, þeim Bjarna Klemenz, Maríu, Valdimar Leó og fjölskyldunni allri, sem hann lét sér svo annt um. Minningarnar lifa og þær geymum við í hjörtum okkar. Mínar fyrstu minningar eru frá Laugarnesveginum er Aley syst- ir kynnti stolt fyrir okkur þenn- an fjallmyndarlega norska mann sem hún ætlaði að ganga með í gegnum lífið. Ótrúlegt að 30 ár séu liðin frá þeim tíma en þannig týnist tíminn. Persónuleiki Knuts var ein- stakur og lýsti það sér hvað best í einlægu og fallegu sambandi hans við Valdimar Leó. Hjálpsemi og lipurð í vinnu og í almennum samskiptum var honum í blóð borin. Aldrei sagði Knut styggð- aryrði við eða um nokkurn mann og brosandi gekk hann til allra sinna verka. Æðruleysið sem hann sýndi í sínum löngu og erf- iðu veikindum var ótrúlegt og aldrei heyrðist hann kvarta. Elsku Aley systir, þegar fram líða stundir munu fallegar minn- ingar koma í stað sársaukans. Við Hoffa sendum þér og fjöl- skyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur í dag. Ólafur Ingi. Knut kom hingað út frá Nor- egi rúmlega þúsund árum á eftir okkur en varð einn af landsins betri sonum. Æskuna og ung- lingsárin átti hann í Noregi en hér stofnaði hann sína fjölskyldu og átti sinn starfsferil. Íslensk- una hafði hann vel á valdi sínu og hann fylgdist náið með þjóðmál- unum. Norrænt yfirbragð hans leyndi sér ekki, ljós yfirlitum, hár og sterklegur. Hann var ró- lyndur, athugull, tryggur og fróður. Hann var líka trúr norska uppruna sínum og hélt í norskar hefðir. Stoltur bar hann norskan vandaðan þjóðbúning þegar hann mætti til veisluhalda. Knut sinnti sínu vel og var með eindæmum natinn og hug- ulsamur við sitt fólk. Ljúft var að sjá væntumþykjuna, þolinmæð- ina og samheldnina á hans bæ. Umhyggja hans náði lengra og nágrannabörnin fengu sinn skerf. Sonur okkar naut þess og hringaði sig í eldhúskróknum á heimil Knuts og bragðaði á rétt- um frá nýja og gamla landi hús- bóndans sem sýslaði í eldhúsinu. Sonur okkar fékk líka að slást í för með Knut þegar hann fór með sín börn og vini þeirra í gönguferðir í Hlíðunum. Stefnan var gjarnan tekin á Miklatún þar sem hinn hrausti og skemmtilegi Knut ærslaðist með börnunum. Sonurinn kom glaður heim og hápunktur ferðarinnar hafði gjarnan verið þegar hann fékk að sitja á háhesti á norræna kappanum. Við þökkum góðar samveru- stundir. Við höfum spjallað yfir runna, horft á eftir flugeldum, borðað vöfflur með sýrðum rjóma og fagnað stórviðburðum fjölskyldnanna saman. Nú eigum við ekki fleiri samræður við norsk-íslenska drenginn sem lyfti augabrúnum á sama tíma og hann brosti breitt og laumaði út úr sér glettnum athugasemdum. Hvíl í friði, kæri vinur. Valgerður Garðarsdóttir og fjölskylda. Ég vil með nokkrum orðum minnast góðs vinnufélaga og vin- ar sem nú er fallinn frá eftir erfið veikindi. Ég kynntist Knut fyrir 16 árum þegar samstarf okkar á Max 1 byrjaði. Ég sá strax að þar var á ferðinni mikill meistari sem alltaf var tilbúinn að miðla af þekkingu sinni og reynslu enda fróður um flestallt sem við- kom dekkjum og bílaviðgerðum. Kann ég honum bestu þakkir fyrir allan þann fróðleik. Knut var hvers manns hugljúfi og þægilegur í samstarfi og minnist ég margra góða stunda þar sem glettnin var í fyrirrúmi. Ein ferð stendur upp úr, en þá fórum við saman í vinnuferð til Finnlands. Fengum tækifæri í þeirri ferð til þess að fræðast og hafa gaman. Knut var alltaf til reiðu og nán- ast fram undir það síðasta var hann tilbúinn að leggja okkur á Maxanum lið, tók þá vaktina í af- greiðslunni og liðsinnti kúnnan- um af sinni list og þolinmæði. Kæri félagi, takk fyrir hjálpina, skemmtunina og þitt góða við- mót, af þér lærði ég margt. Inni- legar samúðarkveðjur mínar sendi ég Aðalheiði og börnum. Gunnlaugur Melsted. Nú þegar ég sest niður til að skrifa minningagrein um ljúf- menni sem bjó yfir þeim eigin- leikum að aldrei féll skuggi á í samskiptum hans við aðra blása haustvindar og sumri hallar. Minningar feykjast um hugann eins og marglit lauf að hausti. Knút mágur minn hafði átt við erfið veikindi að stríða undanfar- in ár þegar hann féll frá aðfara- nótt 30. september síðastliðinn. Baráttuna við þann illvígan sjúk- dóm sem krabbameinið er háði Knut af æðruleysi og þraut- seigju. Aldrei heyrði ég hann kvarta þrátt fyrir að greinilegt væri að miklir verkir fylgdu þeirri baráttu. Lífsgæðin minnk- uðu hægt og bítandi en baráttu- andinn og lífsviljinn hélst óbreyttur fram á síðustu stundu. Seiglan og dugnaðurinn sem bjó í Norðmanninum er til eftir- breytni fyrir mörg okkar sem ráfum enn í jarðríki. Ekkert mátti þó gagnast honum til að ná varanlegum tökum á krabba- meininu og snúa vörn í sókn. Nú þegar Aley systir kveður sinn besta vin og félaga geta fá- tækleg orð ekki endurspeglað þann söknuð og það tómarúm sem myndast. Bjarni, María og Valdimar sem nutu samvista við umhyggjusaman föður mun finna styrk í minningunni um hann og þau vita að hlýhugur og væntumþykja fjölskyldunnar verður alltaf til staðar. Sú hugsun hvarflar að mér að ósanngirni ráði ríkjum þegar vinur vina sinna og ljúfmenni kveður löngu fyrir aldur fram. Knut hefði átt að fá meiri tíma með okkur miðað við hans fram- lag og ég get ekki horft framhjá því að mér finnst „… nefnilega vitlaust gefið“ svo vitnað sé í Stein Steinarr. Blessuð sé minning Knuts og með þakklæti í huga fyrir allt og allt kveð ég þig, kæri vinur. Eggert H. Kjartansson. Vinur minn, Knut Vesterdal, er fallinn frá, það er bæði erfitt og óraunhæft að horfast í augu við þá staðreynd. Ég kynntist Knut fyrir tilvilj- un árið 1987, síðan hélst ávallt traustur og góður vinskapur okkar á milli. Knut var einstakt ljúfmenni sem aldrei skipti skapi og var það alla tíð unun að umgangast hann. Ein ljúfasta minning okkar Knuts var fyrir um átta árum, skömmu eftir fyrstu aðgerðina hans, þá fórum við saman austur í Fljótahveri, fyrir austan Klaustur, til að gera sumar- bústað einn kláran fyrir vetur- inn, það var farið að hausta, veðrið var fallegt, norðurljós og heiðskírt, stóðum við úti langt fram á nótt, spjölluðum og nut- um samverunnar, spjölluðum um Noreg, ævintýraþrá Knuts þegar hann kom til Íslands, spjölluðum um trúmál, börnin okkar og fjöl- skyldu. Já, fjölskyldan var honum allt- af jafn hugleikin, aldrei styggð- aryrði, alltaf ró og ást ekki síst fyrir Valdimar sem með sína fötl- un hefur svo mikla þörf fyrir slíkt. Við kveðjum þennan góða dreng en þessar góðu minningar lifa ætíð með okkur. Elsku Ali, Bjarni, María, Valdimar og tengdabörn, við Ellý vottum samúð okkar, megi Guð leiða ykkur í gegnum þessa sorg og þennan mikla missi. Víðir. Knut Vesterdal Okkar ástkæra JÓHANNA DAGFRÍÐUR ARNMUNDSDÓTTIR BACKMAN lést 10. október. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 14. október klukkan 15. . Inga Jónína Backman, Friðrik Páll Jónsson, Ernst Jóhannes Backman, Ágústa Hreinsdóttir, Valgerður Bergsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.