Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 13
sem og markaðsáætlun og hug-
myndir að frekari þróun vörunnar.
Vöruhönnuður kemur
til skjalanna
Sigurvegarana vantaði samt
liðsauka til að halda starfinu áfram.
„Einhvern sem kæmi með annað
sjónarhorn og gæti hannað umbúðir,
lógó og þess háttar,“ segja þær.
Birta Rós, nýútskrifaður vöruhönn-
uður frá Listaháskóla Íslands, kom
inn í myndina strax eftir keppnina.
„Við eiginlega stálum henni, því hún
var í öðru liði,“ segja Braga og Hild-
ur Guðrún nokkuð hróðugar.
Þróunarvinnan fór á fullt skrið.
Þær stöllur hafa í sumar prófað alls
konar hráefni til að búa til nýja
vörutegundir úr þeim grunni sem
þær höfðu þegar þróað; loftpoppuðu
byggi. Mörgum finnst gott að borða
það eitt og sér eða bæta því í salöt
eða hvaðeina sem þeir ella hefðu
kannski bragðbætt með hnetum eða
fræjum. „Mjög hentugt fyrir þá sem
eru með hnetuofnæmi,“ benda þær
á.
Stundum gerðu þær stöllur alls
konar tilraunir í sameiningu, eða
hver hjá sér heima og báru síðan
saman bækur sínar. Afraksturinn er
Arctic-snarl og Arctic-múslí til við-
bótar við loftpoppaða byggið. Allt
saman í listrænum og vistvænum
búningi Birtu Rósar.
„Þar sem byggið er hollt og
trefjaríkt vildum við að vörurnar
væru það líka og stæðu undir því að
vera markaðssettar sem heilsuvara.
Einfaldar, næringarríkar og góðar á
bragðið, að mestu framleiddar úr ís-
lensku hráefni og á vistvænan hátt.“
Súkkulaði og frostþurrkaður
rabarbari
Snarlið er hugsað sem millimál,
bragðbætt með sölum, þurrkuðum
eplum og kókósflögum. Í múslíinu er
dökkt súkkulaði og frostþurrkaður
rabarbari. „Ljómandi gott með jóg-
úrt svo dæmi sé tekið,“ segja þær og
bæta við að hráefnið hafi verið valið
eftir tilraunir með ýmislegt annað,
svo sem þurrkað mangó, perur og
banana.
Uppistaða afurðarinnar, sjálft
byggið, er ræktuð á Þorvaldseyri,
litlu býli undir Eyjafjallajökli. Upp-
runans er getið á umbúðunum, enda
jökullinn víðfrægur og sem slíkur
tilvalinn til markaðssetningar að
þeirra mati. Ekki aðeins er byggið í
öllum þremur útfærslunum vistvæn
framleiðsla, heldur líka umbúðirnar.
„Byggið er í brúnum pokum úr
pappír og sterkju, sem brotna niður
í náttúrunni, og blekið er sömuleiðis
náttúrulegt. Ef varan fer í fram-
leiðslu langar okkur að nýta hirsið
sem til fellur við vinnsluna í umbúð-
ir. Við vorum svolítið að prófa okkur
áfram en vannst ekki tími til að þróa
verkið til fulls fyrir keppnina,“ upp-
lýsir Birta Rós.
Heilsufæði sem bragð er að
Undanfarið hafa þær einbeitt
sér að undirbúningi fyrir keppnina
og fara bara að hlæja þegar þær eru
spurðar hvort markmiðið sé að
stofna raunverulegt fyrirtæki og
gerast umsvifamiklir fram-
leiðendur og atvinnurekendur.
„Við erum ekki komnar svo
langt. Hugmyndin er spenn-
andi og skemmtileg en fyrst
þurfum við að minnsta kosti að
ljúka námi,“ segja Braga og
Hildur Guðrún. „Þátttaka í
keppninni getur opnað mögu-
leika á að fjárfestar sjái sér leik á
borði en annars bindum við mestar
vonir við að fá styrki úr ýmsum sjóð-
um til frekari þróunar. Okkur liggur
ekkert á. Þetta er engin tískuvara
heldur sígilt heilsufæði sem bragð
er að,“ segja þær.
Þrennan Loftpoppað
bygg og tvær teg-
undir af bragðbættu
loftpoppuðu byggi.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016
– einstök dönsk hönnun
Guðmundur J.
Guðmundsson
sagnfræðingur
flytur kl. 16.30 í
dag, fimmtudag-
inn 13. október,
fyrirlestur um ís-
lenska innflytj-
endur í Englandi á
árunum 1438 til
1524. Fyrirlest-
urinn er á vegum
Miðaldastofu Háskóla Íslands og
haldinn í Lögbergi 101.
Í Englandi hefur verið byggður upp
gagnagrunnur um erlenda innflytj-
endur sem settust að í Englandi á
síðmiðöldum, þar á meðal eru upp-
lýsingar um 155 Íslendinga.
Í fyrirlestrinum fjallar Guðmundur
um þennan hóp, greinir frá hvar þeir
bjuggu, hvað þeir fengust við og
hvernig þeim vegnaði. Stærstu Ís-
lendingahóparnir settust að í Hull og
nágrenni og svo í verslunarborginni
Bristol en kaupmenn og sæfarar frá
báðum borgunum voru áberandi í Ís-
landssiglingum á Ensku öldinni svo-
kölluðu. Síðan ber hann Íslend-
ingahópana í Hull og Bristol saman
við hópa franskra og hollenskra inn-
flytjenda sem einnig hösluðu sér völl
á sömu slóðum.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
Miðaldastofa Háskóla Íslands
Íslenskir
innflytjendur
í Englandi
Guðmundur J.
Guðmundsson
Loftpoppað bygg Uppistaðan
í vörunni er loftpoppað bygg.
Íslenskt Byggið er ræktað
á Þorvaldseyri.