Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016
✝ Guðrún Magn-ea Hafsteins-
dóttir fæddist í Ný-
lendu á Hvalsnesi
þann 20. ágúst 1948.
Hún lést á Landspít-
alanum 4. október
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Hólmfríður
Bára Magnúsdóttir,
f. 12.5. 1929, d. 19.3.
2014, og Kristján
Hafsteinn Jónsson, f. 12.6. 1926,
dáinn.
Uppeldisfaðir Guðrúnar var
Brynjarr Pétursson, f. 25.4. 1928,
d. 29.4. 2016.
Uppeldissystkini og börn Báru
og Brynjars eru: Borghildur,
inmaður var Karl Ómar Clausen,
f. 2.5. 1969, d. 20.7. 2008. Börn
þeirra Brynjarr Pétur, f. 23.3.
1991. Guðfinna Magnea, f. 1.12.
1992, sonur hennar Karl Mikael,
f. 6.6. 2010. Kristján, f. 27.3.
2001. Sambýlismaður Báru er
Guðmann S. Magnússon, f. 27.12.
1975, barn þeirra er Bára Vil-
borg, f. 19.8. 2011.
Guðjón Jóhannesson, f. 26.3.
1972, kvæntur Guðmundu Ás-
geirsdóttur, f. 4.8. 1972. Börn
þeirra eru Svanlaug, f. 28.3.
1998, og Jóhannes, f. 17.7. 2001.
Albert Jóhannesson, f. 21.7.
1978, giftur Jóhönnu Tryggva-
dóttur, f. 28.4. 1979. Dætur
þeirra eru Guðrún Pálína, f.
21.12. 2005, og Kristín Ósk, f.
21.1. 2009.
Guðrún vann ýmis störf en síð-
ustu árin vann hún við umönnun
aldraðra á Sunnuhlíð í Kópavogi.
Útförin fer fram frá Fossvogs-
kirkju í dag, 13. október 2016, kl.
15.
maki Karl Lúðvíks-
son. Pétur, maki
Björk Garðarsdótt-
ir. Ingibjörg, maki
Hallur Þorsteins-
son. Magnús, maki
Ólöf Kristjáns-
dóttir.
Börn Hafsteins
og konu hans,
Ágústu Magn-
úsdóttur, eru: Ey-
þór, Hafsteinn, dá-
inn, Herdís, Magnús.
Guðrún giftist Jóhannesi Kr.
Jónssyni, f. 31.7. 1940, frá Suður-
eyri við Súgandafjörð, þann 10.
maí 1969. Börn þeirra eru:
Bára Jóhannesdóttir Guðrún-
ardóttir, f. 28.12. 1969. Eig-
Gunna tengdamóðir mín er
dáin. Þetta er setning sem ég
átti ekki von á að hugsa, hvað þá
segja upphátt strax. En lífið get-
ur verið óútreiknanlegt og
manni fundist það ósanngjarnt á
svona dögum. Veikindi hennar
gengu of hratt fyrir sig og áður
en maður áttaði sig á alvarleika
þeirra var þetta búið.
Þegar ég kynntist Gunnu fyr-
ir tæpum 15 árum datt ég heldur
betur í lukkupottinn. Gunna tók
frá fyrstu stundu á móti mér
með opinn faðminn. Hún var
ekki kona margra orða, en allt
það sem hún ræddi og sagði var
vel ígrundað og meint af innlif-
un. Hlýja og væntumþykja
hennar umvafði okkur öll og var
hægt að leita til Gunnu með allt
og hún lagði til sínar lausnir á
öllum málum. Hvort sem mig
vantaði uppskriftina að hvítu
sósunni með bjúgunum handa
Alberti þegar við vorum nýflutt
til Tálknafjarðar eða mig vant-
aði eitthvað miklu mikilvægara,
þá kom maður alltaf að opnum
dyrunum hjá Gunnu og hún
gerði sitt til að aðstoða.
Stelpurnar vissu fátt betra en
að vera hjá ömmu Gunnu og afa
Jóa, hvort sem það var í Vina-
minni eða Granaskjólinu. Sitja
og spjalla, læra að prjóna, búa til
pönnukökur eða lita á meðan
amma sinnti sínum daglegu
störfum í kringum þær. Missir
þeirra er mikill því Gunna var
alla tíð mjög tengd þeim og þær
sóttu stíft í félagsskap hennar og
afa Jóa.
Að hugsa til þess að við kom-
um ekki oftar til með að sitja
tvær saman í Vinaminni að ræða
allt það sem við þurfum að ræða
og leysa á meðan við fengjum
frið og skoðuðum á meðan eld-
gömul Hendes Verden blöð er
einhvern veginn mjög óraun-
verulegt. Stundirnar með Gunnu
og Jóa í Vinó eru ómetanlegar
og það sem hún kenndi mér þar
eru hlutir sem fylgja mér út lífið.
Elsku Gunna, við fjölskyldan
söknum þín meira en orð geta
lýst, en ég veit að þið Hulda eruð
mættar saman á betri stað og
fylgist með fólkinu ykkar saman
þar til við hittumst öll aftur á ný.
Jóhanna.
Gunna var besta tengda-
mamma sem ég get hugsað mér.
Það var mjög notalegt að heim-
sækja hana í Vesturbæinn eða
Vinó. Drekka gott kaffi og
spjalla í rólegheitum. Gunna var
skemmtileg kona. Hún var sjálf-
stæð og mjög skapandi. Prjónaði
peysur sem hún hannaði sjálf og
hafði flottan stíl. Henni þótti
gaman að fara til útlanda og
naut sín í botn á Princess street í
Edinborg með Huldu vinkonu
sinni. Þær sátu á kaffihúsum og
horfðu á mannlífið. Tóku síðan
lest til Glasgow til þessa að
breyta smá um umhverfi. Gunna
hafði sérlegan góðan húmor og
tók lífinu ekkert of hátíðlega.
Hún elskaði Elvis Presley.
Hlustaði á hann í bílnum og
skreytti heimilið sitt með Elvis-
gripum. Það er mikil eftirsjá á
okkar heimili. Við ætluðum að
hafa Gunnu svo miklu lengur hjá
okkur. Hjartans þakkir fyrir
allt.
Guðmunda.
Látin er frænka mín, Guðrún
Magnea, eða Gunna Magga eins
og hún er kölluð innan fjölskyld-
unnar. Það er margs að minnast
frá æsku okkar Gunnu Möggu,
en segja má að við höfum alist
upp að hluta til saman í Nýlendu
við Hvalsnes. Þar var ég í sveit á
sumrin til 16 ára aldurs hjá afa
og ömmu og þar bjó líka uppá-
haldsfrænka mín, hún Bára
móðursystir. Ég man glöggt
daginn sem Gunna Magga kom í
heiminn. Það bárust einhver
undarleg hljóð úr svefnherbergi
ömmu. Ég var níu ára og enginn
hafði sagt mér að Bára ætti von
á barni. Svo kom Gunna Magga í
heiminn. Þetta voru þvílík und-
ur. Mér fannst Gunna Magga
fallegasta barn í heimi. Gunna
Magga var alltaf mjög ljúf. Hún
eignaðist fljótlega fósturföður-
inn Brynjar, sem Bára giftist og
fleiri systkini, sem henni þótti
mjög vænt um.
Þær voru ófáar
kríueggjaferðirnar sem við fór-
um í. Ég kenndi Gunnu Möggu
að miða út hreiðrin eins og gert
var á Miðnesi. Margar ferðir
voru líka farnar til að vaða í
sjónum á góðviðrisdögum. Þá
var Gunna Magga ómetanleg
þegar við hjónin komum heim
frá Danmörku árið 1973. Við
höfðum gengið í gegnum mjög
erfitt tímabil eftir barnsmissi
árinu áður. Við fluttum heim og
ég hóf aftur störf hjá Hafrann-
sóknastofnun. Alltaf var Gunna
Magga söm við sig, uppörvandi
og algjör klettur. Hún tók að sér
að passa börnin okkar og kom til
okkar daglega í marga mánuði,
þar sem við bjuggum á Kjart-
ansgötunni. Hún tók með sér
börnin sín, Báru og Guðjón, sem
voru á líkum aldri og okkar
yngstu börn. Vinskapurinn hef-
ur haldið alla tíð og þakka ég
fyrir vináttuna og stuðninginn.
Far í friði.
Ég votta ykkur Jóhannesi,
Báru, Guðjóni og Albert samúð
mína.
Unnur Skúla.
Seinni partinn í júlí, fljótlega
eftir að Úlfar sonur minn kom til
landsins, skruppum við í Vinó til
að hitta Jóa og Gunnu. Það var
þá sem ég gerði mér grein fyrir
hve veik Gunna var orðin. Hún
hafði legið fyrir þegar við kom-
um en settist fram í stól á meðan
við stóðum við. Það var ekki
brugðið út af vananum með veit-
ingarnar en núna sá Jói um þær
og það var nýtt. Gunna hafði á
orði að Jói Jóns væri alveg að
verða búinn að læra hvar hlut-
irnir væru.
Frá því að Gunna og Jói bróð-
ir fóru að búa hafa þau verið
fastur punktur í tilveru minni og
reyndar barna minna líka.
Fyrstu búskaparárin sín fóru
þau örugglega vestur á hverju
ári og ferðuðust líka um landið.
Þá buðu þau stundum Úlfari
syni mínum og Pétri bróður
Gunnu með sér. Úlfar og Gunna
rifjuðu þetta upp í þessari heim-
sókn okkar á meðan Jói kenndi
börnunum hans Úlfars að skjóta
af boga og sitthvað fleira. Þetta
var eitt af síðustu skiptunum
sem Gunna fór í Vinó en það lá
ekki ljóst fyrir á þeim tíma.
Börnin mín voru fyrir vestan á
sumrin hjá foreldrum mínum
þegar þau voru ung og margar
myndir eru til frá þeim tíma þar
sem Gunna og Jói hafa tekið þau
með sér í ýmsar skemmtiferðir.
Eftir að þau keyptu Vina-
minni fækkaði ferðalögum út á
land en Vinó varð fastur við-
komustaður vina og ættingja.
Staðurinn hefur mikið aðdrátt-
arafl og þangað er gott að koma
með börn. Alltaf er eitthvað
skemmtilegt fyrir þau að gera.
Öll mín barnabörn hafa notið
þess að koma þangað. Stórfjöl-
skyldan hefur líka oft komið
saman í Vinó hjá Gunnu og Jóa.
En heimili þeirra í Granaskjól-
inu hefur líka verið opið okkur
öllum. Eftir að ég varð ein þá
kom ég stundum á jólunum og
drakk hjá þeim súkkulaði sem
ég var svo ónærgætin að kalla
kakó. Gunna vandi mig snarlega
á að nefna drykkinn súkkulaði.
Við systkinin vorum búin að
segja Abba bróður, sem býr í
Ástralíu, frá veikindum Gunnu
og þegar ég sagði honum frá lát-
inu þá rifjaði hann upp að þegar
hann var í háskólanum hefði
hann alltaf komið til þeirra á
laugardögum til að horfa á gaml-
ar bíómyndir og ýmislegt fleira.
Á meðan ég og minn fyrrverandi
maki áttum verslunina Úlfars-
fell vann Gunna hjá okkur um
tíma. Hún var góður starfskraft-
ur. Hún var líka mikil og hug-
myndarík handavinnukona enda
ber heimili þeirra vitni um það.
Það er ekki sjálfgefið að
gagnkvæmt traust ríki milli
hjóna en þannig var það hjá
Gunnu og Jóa. Þau höfðu frelsi
til að vera þau sjálf. Jói fer t.d. á
alla leiki hjá Val og Gunna ferð-
aðist til útlanda oftast með
Huldu vinkonu sinni en hún var
ein úr Saumó, sem eru nokkrar
konur sem eru giftar Súgfirðing-
um og hafa haldið hópinn. Hulda
og Gunna ferðuðust samt meira
saman. Þær voru svo samtaka í
veikindum sínum að báðar veikt-
ust með stuttu millibili og
kvöddu þennan heim. Gunna lést
daginn sem Hulda var jörðuð.
Það hefur því verið höggvið
stórt skarð í þennan góða hóp.
Elsku Jói og fjölskylda, miss-
ir ykkar er mikill en sem betur
fer lifa margar góðar minningar.
Guð blessi ykkur og veiti ykkur
styrk.
Valbjörg Jónsdóttir.
Vegir Drottins eru órannsak-
anlegir. Stundum gerast hlutirn-
ir allt of hratt svo engin mann-
legur hugur fær skilið. Góð
vinkona okkar hjóna og tengda-
móðir dóttur okkar er fallin frá
allt of snöggt og allt of fljótt.
Þegar Jóhanna dóttir okkar og
Albert fóru að draga sig saman
og við hjónin kynntumst þeim
heiðurshjónum Guðrúnu og Jó-
hannesi hnýttist með okkur
strengur sem hefur verið sterk-
ur og góður alveg frá fyrstu tíð.
Alltaf kölluðum við þau ömmu
Gunnu og afa Jóa. Gunna var
einstök kona sem gaman var að
spjalla við um lífið og tilveruna.
Hún hafði oft sterkar skoðanir á
ýmsum málum.
Hún var ein af þessum tryggu
einstaklingum sem maður kynn-
ist á lífsleiðinni. Sannkallaður
tryggðarpantur. Það sást best í
umgengni hennar við börnin og
barnabörnin sín, hún var þeim
trygg og traust og vildi veg
þerra sem bestan. Sannkölluð
mamma og amma. Hún var stað-
föst í sinni trú og fór oft í messu
hjá Kvennakirkjunni. Það líkaði
henni vel og ræddum við þau
málefni oft á tíðum. Gunna var
mikil prjónakona og ömmu- og
afastelpurnar okkar hafa verið
mjög oft í nýprjónuðum flíkum
frá ömmu Gunnu. Gott var að
kíkja við og fá kaffisopa í Vinó
og ekki spillti að fá að komast í
berjamó í nágrenninu. Fyrir
þetta allt ber að þakka. Við höf-
um átt því láni að fagna að fá að
eyða gamlárskvöldi með Gunnu
og Jóa undanfarin ár en nú
fækkar við matarborðið á síð-
asta degi ársins.
Elsku Jói, Bára, Guðjón, Al-
bert og allt ykkar fólk, hugur
okkar er hjá ykkur á þessum
erfiðu tímum í lífi ykkar. Þetta
hefur verið allt of stuttur tími og
sorgin hefur bankað harkalega á
dyr hjá ykkur. Við biðjum góðan
Guð að vera með ykkur og veita
ykkur allan þann styrk sem þið
þurfið. Sendum ykkur öllum
stórt faðmlag. Að leiðarlokum
þökkum við hjónin ömmu Gunnu
fyrir allar góðu stundirnar sem
við höfum átt saman. Minningin
lifir og verður aldrei í burtu tek-
in.
Góða ferð, elsku Gunna, og þú
finnur örugglega kaffihús í Sum-
arlandinu. Hittumst síðar. Kær-
leikskveðja frá ömmu Stínu og
afa Tryggva.
Kristín Hraundal og
Tryggvi Jónasson.
Það var í hinu árlega versl-
unarmannahelgargrilli í Vinó að
Guðrún okkar sagði að hún hefði
greinst með krabbamein. Stuttu
áður hafði Hulda vinkona okkar
sagt okkur að hún væri með
krabbamein. Það var mikið áfall
að frétta af Huldu en að hún
Gunna væri líka með krabba-
mein var ótrúlegt. Þær höfðu
verið mjög nánar allan þann
tíma frá því að þessi hópur hitt-
ist fyrst fyrir um fimmtíu árum.
Þessi stutta en erfiða barátta
þeirra leiddi til þess að báðar
létust með stuttu millibili,
Gunna á jarðarfarardegi Huldu.
Þetta er gríðarlegur missir fyrir
fjölskyldur þeirra og okkur sem
stóðum þeim nærri. Gunna var
ákaflega elskuleg, traust og dríf-
andi. Okkur er minnisstætt eitt
sinn er við ákváðum að fara í
helgarútilegu í Þjórsárdal fyrir
nokkrum áratugum. Þegar á
staðinn var komið var ausandi
rigning og hópurinn við það að
snúa við og fara eitthvað annað.
Gunna tók það ekki í mál og
hvatti hópinn til að slá upp tjöld-
um. Daginn eftir var komin sól
og heiður himinn. Svona var
Gunna í öllum okkar ferðum
bæði innanlands og erlendis,
alltaf drífandi og ákveðin og
engin lognmolla í kringum hana.
Henni voru mikilvægir þessir
föstu liðir okkar; grill að vori og
hausti í Vinó, þorrablót og hitt-
ingur um áramót. Alltaf skyldu-
mæting, sagði Gunna. Sem
dæmi um staðfestu hennar var
ekki til umræðu að fresta áður-
nefndu grilli þrátt fyrir veikindi
hennar og Huldu. Það var okkur
mikil hamingja og gleði að fá að
vera samferða henni gegnum líf-
ið. Við erum ríkari eftir okkar
samleið og mun minningin um
okkar ánægjulegu stundir lifa
áfram.
Elsku Jói, Bára, Guðjón, Al-
bert og fjölskyldur; okkar
dýpstu samúðarkveðjur. Guð
veri með ykkur.
Hólmfríður og Jón H.
Elskuleg mágkona mín, Guð-
rún Hafsteinsdóttir frá Sand-
gerði, kom inn í líf mitt þegar ég
var unglingur. Hávaxin með
dökkt sítt hár og brún augu. Fal-
lega kærastan hans Jóa Didda
bróður míns.
Hann kom með hana heim til
Súgandafjarðar til að kynna
hana fyrir fjölskyldunni og síðan
hefur hún verið hluti af okkur.
Ég var ánægð, falleg mágkona
með góðan húmor, sem var svo
auðvelt að þykja vænt um.
Samskipti hafa alltaf verið
mikil og er sumarbústaðurinn
þeirra Vinaminni aðalsamkomu-
staður fjölskyldu okkar. Þar
hittumst við oft og þar hitti mað-
ur fjölskyldu þeirra og vini,
saumaklúbbinn, sem saman-
stendur af súgfirskum strákum
og konum þeirra, sem komu alls
staðar að. Saumó er flottur og
tryggur félagsskapur en undan-
farnar vikur hafa verið þeim erf-
iðar því þau hafa misst tvo
klúbbfélaga, Gunnu og Huldu.
Ég vil þakka elsku Gunnu
minni fyrir allt sem við höfum
átt saman að sælda í þau tæp-
lega 50 ár sem við höfum þekkst.
Aldrei bar skugga á þá vináttu
sem við áttum.
Í nokkur ár vorum við ná-
grannar og það var ekki verra að
getað leitað til þessarar rólegu
mágkonu minnar þegar ég eign-
aðist mitt fyrsta barn.
Hennar ráð voru mér dýrmæt
en hún sagði mér jafnframt að
fara bara eftir mínu innsæi, því
enginn kæmi til með að segja
það sama og hinir. Með þessum
orðum gaf hún mér það sjálfs-
traust sem til þurfti.
Ég vil senda Jóa Didda bróð-
ur mínum, börnum og tengda-
börnum þeirra Gunnu og fjöl-
skyldum þeirra mínar einlægu
samúðarkveðjur.
Minningin um góða konu mun
lifa.
Sigrún Jónsdóttir.
Guðrún Magnea
Hafsteinsdóttir
Laugavegurinn og Vatnaleiðin og
dagsgöngur hér um nágrennið.
Oftast var Sigrún með, ef ekki, þá
urðum við félagarnir að skanna
áningarstaðina því Óli var svolít-
ill flautaþyrill og gleymdi nauð-
synlegustu hlutum þegar haldið
var af stað. Óli var góður að lesa í
landið og finna bestu leiðirnar,
Hilli bróðir hans ratvís og Keli
trakkaði leiðina sem við gengum.
Gott fyrirkomulag fyrir mig, aul-
ann. Þegar Óli tók saman við Sig-
rúnu gekk hann á Flateyjardals-
heiði á hverju hausti fyrir
Sólvang. Var hann búinn að
ganga í fimmtán ár þegar ég kom
inn og fór að smala fyrir Böðv-
arsnes á Hólsdal og Sellandi. Síð-
ar heyrði ég að Óli væri hissa á
því að ég væri orðinn gangnafor-
ingi á Hólsdal, eftir örfá ár, en
hann alltaf óbreyttur. Ég stríddi
honum á því á hverju hausti eftir
það. Síðustu göngur okkar Óla
saman voru í Sellandinu haustið
2015, þá orðnir neðstu menn og
stóðum við okkur með prýði.
Um aldamótin ákváðu Sigrún
og Óli að flytja í Dalinn græna.
Keypt var tilbúið timburhús sem
sett var niður í landi Sólvangs.
Var ég viðstaddur þegar húsið
var flutt úr Höfðahverfi í dalinn,
allt gekk vel nema einhverjar raf-
línur flæktust fyrir í Dalsmynni.
Húsið fékk nafnið Sólgarður. Það
fylgja þorrablót því að búa í sveit
og fórum við vinahjónin saman á
þessar samkomur. Óli var tregur
út á gólfið, en ég fékk hann með
mér í kokkinn þar sem engin
kona var eftir handa okkur. Þetta
gekk prýðilega enda báðir búnir
að fá sér aðeins í aðra tána.
Óli fékk heilablóðfall rétt 62
ára og náði sér nokkuð, nafnorðin
týndust og hann hætti að vinna
og keyra. En hann týndi ekki
góða skapinu og brosinu. Nú er
hugurinn hjá Sigrúnu og stelpun-
um. Minningarnar lifa áfram og
margt minnir á Óla. Takk fyrir 40
ára vináttu og samfylgd.
Frosti Meldal.
Það er komið að kveðjustund.
Vinur okkar Ólafur Haukur
Baldvinsson lést þriðjudaginn 4.
október eftir langvinn veikindi. Á
stundum sem þessari koma
margar minningar upp í hugann
um góðar samverustundir.
Skemmtileg matarboð, göngu-
ferðir eða aðrar ferðir þar sem
náttúruskoðun skipaði jafnan
stóran sess. Ógleymanlegar eru
ferðir eins og ganga á Laugaveg-
inum og ferð í Reykjarfjörð
nyrðri. Þessar ferðir sýndu
glögglega hvaða mann Óli hafði
að geyma. Hann gat illa gert upp
á milli ferðafélaga og vildi hafa
sem flesta með. Þess vegna bauð
hann ýmsum ættingjum og vin-
um með í ferðirnar. Þannig var
Óli, vildi öllum vel og var mjög
annt um samferðafólk sitt. Hann
var einstakt prúðmenni og lagði
alltaf eitthvað gott til málanna.
Gaman var einnig að koma með
Óla á Kljáströnd í Höfðahverfi
þar sem forfeður hans ráku stóra
útgerðarstöð á þeirra tíma mæli-
kvarða, snemma á 20. öld. Þar
var Óli í essinu sínu. Hann sagði
okkur frá lífsháttum á Kljáströnd
á svo skemmtilegan hátt að við
sáum augljóslega fyrir okkur
hvernig lífið hafði verið þar.
Óli og Sigrún Jónsdóttir, kona
hans, bjuggu lengst af sínum bú-
skap í Oddeyrargötu 32 á Akur-
eyri. Fyrir nokkrum árum
byggðu þau sér hús í landi Sól-
vangs í Fnjóskadal á æskuslóðum
Sigrúnar. Húsið sitt nefndu þau
Sólgarð.
Þar nutu smíðahæfileikar Óla
sín og var húsið fljótt vel frá
gengið og fallega búið eftir
smekkvísi þeirra hjóna. Elsku
Sigrún, við sendum þér og fjöl-
skyldunni okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur um leið og við þökk-
um fyrir allar góðu stundirnar
sem við áttum með ykkur Óla.
Þínir vinir í matar- og göngu-
klúbbnum,
Hugrún, Hálfdán,
Sigrún og Jóhann.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
RAGNA BJARNADÓTTIR,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík,
lést í faðmi fjölskyldunnar aðfaranótt
8. október á deild K1, Landakoti. Jarðarförin fer fram frá
Laugarneskirkju 18. október klukkan 15. Sérstakar þakkir til
starfsfólksins á K1 á Landakoti fyrir einstaka umönnun og hlýju.
.
Sigrún Hermannsdóttir Sveinn Aðalsteinsson
Jónas Hermannsson Anna Sigurlína Karlsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.