Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016
kíkja á veðurspána
daglega. Eru þá
hin 24%yfirleitt
illa klædd?
Hegðun almennings þarf ekki að koma á óvart
frekar en veðrið.
76%
TILAÐVERAVISS
Alls veiddust um 53.600 laxar í ís-
lenskum ám í sumar samkvæmt
bráðabirgðatölum yfir stangveiði. Í
heild var fjöldi stangveiddra laxa
um 27% yfir langtímameðaltali ár-
anna 1974-2015, sem er 42.137 lax-
ar. Veiðin 2016 var um 18.100 löx-
um minni en hún var 2015, þegar
71.708 laxar veiddust á stöng. Það
hversu fáir smálaxar gengu í ár nú
í sumar bendir til að stórlax-
agengd sumarið 2017 verði ekki
mjög sterk.
Laxar úr gönguseiðasleppingum
eru viðbót við náttúrulega fram-
leiðslu ánna og þegar veitt er og
sleppt í stangveiði veiðast sumir
fiskar oftar en einu sinni. Til að fá
samanburð við fyrri ár var metið
hver laxveiðin hefði orðið ef engu
hefði verið sleppt aftur og veiði úr
sleppingum gönguseiða var einnig
dregin frá. Sú niðurstaða leiðir í
ljós að stangveiði á laxi 2016 hefði
verið um 40.000 laxar, sem er um
8% yfir meðalveiði áranna 1974-
2015.
Samdráttur var í laxveiði í öllum
landshlutum nema á Suðurlandi,
þar sem hún var svipuð og 2015.
Skýrist það af svipaðri veiði í haf-
beitarám og vegna aukinnar lax-
veiði á vatnasvæði Þjórsár.
Sumarið með betra móti
Vatnshiti í ám hér á landi hefur
almennt farið lækkandi frá 2003 til
2015. Í kjölfar þess hefur vaxtar-
hraði seiða minnkað og seiðafram-
leiðsla ánna dregist saman.
Sumarið 2016 var aftur á móti með
betra móti og útganga seiða varð á
stuttum tíma, sem oft hefur vitað á
minni afföll og aukna laxgengd ár-
ið á eftir, segir á hafogvatn.is
aij@mbl.is
Laxveiðar á stöng
Fj
öl
di
la
xa
19
74
19
76
19
78
19
80
19
82
19
84
19
86
19
88
19
90
19
92
19
94
19
96
19
98
20
00
20
02
20
04
20
06
20
08
20
10
20
12
20
14
20
16
Stangveiði í íslenskum laxveiðiám þegar laxveiði í hafbeitarám er
undanskilin og leiðrétt hefur verið fyrir áhrifum veiða og sleppa. He
im
ild
:H
af
ra
nn
só
kn
as
to
fn
un
70.000
60.000
50.000
40.000
30.000
20.000
10.000
0
Meðaltal
Stangveiðin yfir-
leitt yfir meðaltali
Vísbendingar um að göngur stórlaxa
næsta sumar verði ekki mjög sterkar
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Innlent eignarhald á stefnu, ákvörð-
unum og aðgerðum er lykilatriði þeg-
ar tekist er á við vanda af því tagi
sem blasti við Íslandi eftir fjár-
málaáfallið 2008. Þetta var ein af
meginniðurstöðunum í fyrirlestri
sem Lilja Alfreðsdóttur utanríkis-
ráðherra hélt í Columbia-háskóla í
New York nýverið. Í fyrirlestrinum
fjallaði Lilja um viðbrögð Íslands við
fjármálaáfallinu og hvaða lærdóm
mætti draga af því. Á annað hundrað
manns, aðallega fræðimenn, hag-
fræði- og stjórnmálafræðinemar,
sóttu fyrirlesturinn, samkvæmt því
sem fram kemur í upplýsingum frá
utanríkisráðuneytinu.
„Fyrstu aðgerðir Íslands voru
gríðarlega mikilvægar, enda hefðu
sumar þeirra verið óhugsandi á
seinni stigum þessa flókna verkefnis.
Til að mynda er ólíklegt að Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn (AGS) hefði sam-
þykkt allt sem gert var, þar sem
hagsmunir Íslands á þeim tíma fóru
ekki endilega saman með hags-
munum þeirra ríkja sem þar ráða
för,“ sagði Lilja.
Í máli utanríkisráðherra kom fram
að aðkoma AGS á síðari stigum hefði
engu að síður verið mjög mikilvæg,
enda byggi sjóðurinn yfir gríðarlegri
reynslu sem hefði nýst Íslandi vel.
„Sem fyrrverandi starfsmaður AGS
veit ég hvers megnugur sjóðurinn er.
Í tilviki Íslands veitti hann góð ráð,
gerði mikilvægar og gagnlegar út-
tektir og fylgdi málum fast eftir.
Fyrir það erum við þakklát, en lausn-
irnar sem hafa gefist eins vel og raun
ber vitni eru heimasmíðaðar,“ sagði
Lilja. Fjármagnshöftin hefðu skapað
nauðsynlegt skjól fyrir Ísland og rétt
hefði verið að standa vörð um skil-
yrðislausa greiðslugetu ríkissjóðs.
Í máli ráðherrans kom fram að nú
þegar losun haftanna væri langt
komin væri mikilvægt fyrir Seðla-
bankann að geta gripið inn í gjald-
eyrismarkað ef greiðslujöfnuði þjóð-
arbúsins væri ógnað. Fyrir lítið og
opið hagkerfis væri annað óhugs-
andi, sérstaklega í ljósi fenginnar
reynslu.
Erlend og innlend sérþekking
„Að baki allra helstu ákvarðana
stjórnvalda á þessu langa tímabili
liggja ítarlegar tölfræðilegar grein-
ingar, þar sem markmiðið er að
tryggja sjálfbæran greiðslujöfnuð
þjóðarbúsins. Það sama átti við þeg-
ar lykilákvarðanir voru teknar varð-
andi uppgjör á slitabúum bankanna,
þar sem þörfin fyrir umfang stöðug-
leikaframlags hvers og eins var
reiknuð út með nákvæmum hætti.
Þar skipti sköpum að spyrða saman
erlenda og innlenda sérþekkingu, svo
árangurinn yrði sem bestur og efna-
hagsstöðugleika yrði ekki ógnað
samhliða uppgjöri slitabúana.“
Ráðherra sagði að ytri aðstæður
hefðu um margt verið Íslandi hag-
felldar frá hruni. Jafnframt hefði
ferðaþjónusta skilað þjóðarbúinu
miklu og verðbólga verið lág. Vara-
samt væri þó að reiða sig á viðvar-
andi hagfelldar ytri aðstæður og því
væri brýnt að stjórnvöld fylgdust ná-
ið með þróun mála og gripu inn í með
faglegum hætti þegar á þyrfti að
halda.
Aðspurð sagði utanríkisráðherra á
fyrirlestrinum að fyrir Ísland hefði
það reynst vel við þessar aðstæður að
ráða sér sjálft en ekki þurfa að bera
stefnu sína eða einstakar aðgerðir
undir yfirþjóðlegt vald. Það hefði
flýtt og einfaldað ákvarðanatöku og
hagsmunir Íslands einir hefðu ráðið
för, en ekki ríkjasambanda eða
bandalaga.
Sú staða hefði skapað mikla
ábyrgðartilfinningu innanlands og
enginn hefði vænst þess að fá sendar
lausnir utan úr heimi.
,,Auðvitað finnst fólki athyglisvert
að Ísland standi sterkum fótum að-
eins átta árum eftir þetta sögulega
áfall. Mörgum finnst ótrúlegt að
bankakerfið hafi verið ellefu sinnum
stærra en landsframleiðslan og fall
íslensku bankanna hafi saman verið
annað stærsta gjaldþrot heimssög-
unnar. Að sama skapi getum við ver-
ið stolt af því hvernig hefur tekist að
vinna úr málunum og að réttar
stefnumótandi ákvarðanir hafi verið
teknar á öllum stigum málsins,“
sagði Lilja.
Utanríkisráðherra mun flytja
fyrirlestur um sama málefni í Lond-
on School of Economics hinn 19.
október næstkomandi.
Lausnir Íslands heimasmíðaðar
Ljósmynd/Columbia
Fyrirlestur Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra flutti fyrirlestur um efnahagslausnir Íslands eftir hrun í
Columbia-háskóla í New York og svaraði fyrirspurnum fræðimanna, hagfræði- og stjórnmálafræðinema.
Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra flutti fyrirlestur í Columbia-háskóla í New York
um hvernig Ísland tókst á við hrunið Talar um sama efni í London School of Economics