Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það er ósann-gjarnt aðkvarta yfir
því að kjósendur
eigi ekki kosti í
kosningunum í lok
mánaðarins.
Framboð hafa
sjaldan verið fleiri en nú er,
fjölbreytni er nokkur og sumt
jafnvel skondið, sem er gott í
skammdeginu.
Nú síðast eru Vinstri græn
tekin að auglýsa myndarlega
hér og hvar og snýst temað um
það hverjum megi helst
treysta.
Nú getur enginn með fulla
rænu talið að spurning um
hverjum megi helst treysta
kalli nánast sjálfkrafa á svarið:
Vinstri grænum!
Núverandi formaður nýtur
þeirrar náðar að hafa þykkari
stjórnmálalega teflonhúð en
flestir aðrir. Með því að blása
upp mynd af formanninum á
auglýsingaborðum þá er því
treyst að fortíð VG, undir for-
ystu Steingríms J. Sigfússon-
ar, gleymist nægjanlega lengi.
En það eru margar hindranir á
þeirri vegferð. Það er ekki
bara það að Steingrímur er
enn á staðnum. Og það er ekki
aðeins það að hann sé enn tal-
inn af þeim sem fylgjast með
ráða ekki bara því sem hann
vill í VG heldur almennt ráða
þar öllu. Því það er ekki nóg.
Því að jafnvel í því algleymi,
sem íslensk stjórnmál hafa
smám saman verið að turnast í,
muna enn nægjanlega margir
að Katrín Jakobsdóttir var
eins og hinn síamstvíburinn í
öllu svikaferli Steingríms Sig-
fússonar. Þótt af
miklu væri að taka
heyrðist aldrei
múkk frá Katrínu
á meðan hver þing-
bróðir hennar og
systir af öðrum
hrökkluðust úr
þingflokknum og voru fyrir
vikið hrakyrt sem villikettir.
En eftir sat Katrín Jak-
obsdóttir malandi í kjöltu
valdsins.
Þegar þau Steingrímur J.
tóku heljarstökk afturábak í
stærsta og helgasta máli VG,
andstöðunni við aðild að ESB,
var samhæfingin slík að engin
slík hefur enn sést á ólympíu-
leikum í fimleikum. Þegar
næst kom að dýrkeyptasta
svikabrallinu, tilraun til að
þvinga þjóðina til að kyngja
Icesave-samningunum, sungu
þau tvíraddað þannig að eng-
inn vissi hvor söng hvaða rödd.
Um sukkið um Sjóvá og
sparisjóð suður með sjó var
samstaða samlyndra stjórn-
málamanna í VG þéttara en
sést hefur.
Þegar ríkisstjórnin þeirra
ákvað, eftir samhljóða dóm 6
hæstaréttadómara, að gera
ekkert með niðurstöðu rétt-
arins, þá hefði ekki glufa í
meiningarmun á milli þeirra
sést í rafeindasmásjá. Og svo
telja þau sér trú um það, að
það muni leggjast vel í íslenska
kjósendur að minna á þetta
óskammfeilna brall með því að
nota orðið traust sem stikkorð-
ið fyrir innihald í kosninga-
herferðinni. Það segir vissu-
lega sína sögu en sú saga er
ekki traustvekjandi. Öðru nær.
Traust er það síð-
asta sem kemur í
hug þegar horft er
til fortíðar VG í síð-
ustu ríkisstjórn}
Hverjum má treysta?
Atburðarásin ítengslum við
uppbygginguna á
Bakka hefur verið
með miklum ólík-
indum. Lands-
menn hafa um
langt skeið mátt fylgjast með
því hvernig framkvæmdir sem
undirbúnar höfðu verið lengi
og með miklum tilkostnaði,
mikið fjármagn hafði fengist
til og leyfi höfðu fengist fyrir,
hafa æ ofan í æ verið settar í
uppnám og tafðar svo að mikill
kostnaður og óvissa hefur hlot-
ist af.
Jón Gunnarsson, formaður
atvinnuveganefndar Alþingis,
benti hér í blaðinu í gær á að sú
óvissa sem væri í gildandi lög-
gjöf gagnvart slíkum fram-
kvæmdum væri óviðunandi.
„Þegar það blasir við að svona
staða getur komið upp í málum
verður Alþingi að gera nauð-
synlegar breytingar á lögum.
Annars verður
þetta til þess að
aðilar sem annars
hefðu áhuga á að
fjárfesta hér á
landi munu ekki
koma hér að borði í
framtíðinni. En það er kannski
vilji einhverra.“
Ekki þarf að efast um að það
er vilji einhverra að hafa
regluverkið um slíkar fram-
kvæmdir svo flókið og kæru-
leiðirnar svo margar að áhætta
og kostnaður fæli sem flesta
frá umfangsmiklum fram-
kvæmdum. En þannig má
rekstrarumhverfið ekki vera
hér á landi og augljóst að nauð-
synlegt er að ráðast í laga-
breytingar. Í því felst ekki að
heimila eigi allar fram-
kvæmdir eða allar virkjanir,
en það felst í því, að þegar leyfi
hefur fengist fyrir fram-
kvæmd, þá fái hún að ganga
fram án óeðlilegra tafa.
Þegar leyfi liggur
fyrir eiga fram-
kvæmdir að fá að
ganga hnökralaust}
Lagabreytinga er þörf
P
istlahöfundur dagsins átti um tíma
hraðskreiðan bíl. Nissan Micra hét
hann, stundum kallaður Sápu-
stykkið. Þeir sem átt hafa Micru
þekkja það vandamál að nánast má
ekki koma við bensíngjöfina og þá þýtur maður
áfram. Fékk maður þá stundum ókeypis flug-
ferð yfir hraðahindranir.
Manni virðist sem hraðahindranavæðingin
sé alveg sérlega groddaraleg hérlendis. Ég hef
fengið á tilfinninguna eftir að hafa farið yfir
risastóra hraðahindrun, með tilheyrandi höggi
upp í skrokkinn, að einhvers staðar í nálægri
byggingu hljóti að vera einhverjir verkfræð-
ingar skellihlæjandi að fylgjast með. Þetta
hlýtur að vera einhvers konar grín sem ég hef
bara ekki vitsmunalega burði í að skilja.
Ekki það að umferðarhraði sé eitthvert grín.
Sjálfsagt er umferðarhraða stjórnað með einhverjum
hætti alls staðar í heiminum en ég leyfi mér að efast um að
það sé gert eins og á höfuðborgarsvæðinu hér á djöflaeyj-
unni. Hér getur maður jafnvel rekist á hraðahindranir
hverja ofan í annarri. Maður lendir í aðstæðum þar sem
maður fer yfir hraðahindrun og lendir strax á annarri án
þess að nokkur eðlisfræðilegur möguleiki hafi verið að
keyra upp hraðann að einhverju marki. Einhvers staðar
hlýtur einhver að vera sem einhverju ræður og er með
sérstakan áhuga á þessu fyrirbæri.
Ekki er nóg með að magn hraðahindrana sé umtalsvert
heldur virðast þær einnig koma í alls kyns útgáfum. Ekki
bara stórar og háar malbikaðar hindranir
heldur einnig ýmislegt annað. Ein útgáfan
kemur eins og einhvers konar sveppur upp úr
götunni, ekki ósvipað þeim sem maður hefur
séð unga menn með hettur tína á umferðar-
eyjum á undanförnum vikum. (Eflaust miklir
matgæðingar.) Mér skilst að hraðahindr-
anasveppirnir séu stundum kallaðir „strætó-
koddar“. Ef til vill finnst einhverjum embætt-
ismönnum þessir koddar vera það allra
sniðugasta sem fram hefur komið síðan mönn-
um datt í hug að súkkulaðihúða rúsínur. En ég
get ekki betur séð en að ökumenn fari nú oft
bara á milli þessara kodda á tvöfaldri akrein
enda allt annað en þægilegt að keyra yfir einn
slíkan.
Fyrir um ári birtist ágæt úttekt á þessum
málum í blaðinu Reykjavík og er greinarhöf-
undur þar mjög gagnrýninn á notkun hraðahindrana hér-
lendis. Í greininni kemur fram að hraða sé stjórnað með
ýmsum öðrum hætti erlendis, eins og þrengingum og upp-
lýsingagjöf. Aðferðin í Reykjavík sé mun dýrari bæði fyrir
skattgreiðendur og bílaeigendur. Auk þess að vera skað-
leg fyrir bíla og loftslagið. Þar segir enn fremur að gatna-
kerfið í Reykjavík sé 540 km að lengd með húsagötum upp
á 360 km, 70 km af tengigötum og 110 km af stofngötum. Í
þessu kerfi eru samtals 1.366 hraðahindranir af ýmsu tagi.
Og þá eru ótaldar allar hraðahindranir Kópavogs. Hér
hlýtur okkur að hafa tekist að setja enn eitt höfða-
tölumetið. kris@mbl.is
Kristján
Jónsson
Pistill
Höfðatölumet í hraðahindrunum?
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Samkvæmt nýrri skýrslu fráOECD, Efnahags- og fram-farastofnuninni, virðast ís-lensk ungmenni búa við mun
betri aðstæður en í öðrum löndum.
Þannig er atvinnuþátttaka 15-29 ára
um 80% hér á landi en hlutfallið er 2%
í Grikklandi og 28-37% á Ítalíu, Spáni
og Portúgal.
Í skýrslunni, er nefnist Society at a
Glance, er sjónum beint sérstaklega
að ungu fólki, kjörum þess og at-
vinnuþátttöku. Er stofnuninni tíðrætt
um svonefndan NEET-hóp (e. Not in
Education, Employment or Train-
ing), sem nær yfir ungmenni án
vinnu, menntunar eða verknáms. Ár-
ið 2015 tilheyrðu um 15% ungmenna
þeim hópi, eða um 40 milljónir. Tveir
þriðju hlutar þeirra voru ekki í virkri
atvinnuleit. Þessar aðstæður eru
taldar geta haft alvarlegar afleiðingar
síðar meir, m.a. varðandi heilsu fólks,
lífslíkur og aukna glæpatíðni. Hafa
mörg lönd OECD sett sér það mark-
mið að lækka hlutfall ungmenna í
þessari stöðu, eða um 15% fyrir 2025.
Lengsta bótatímabilið hér
Hlutfall ungmenna án vinnu, og í
virkri atvinnuleit, er um 2% á Íslandi,
sem er lægsta hlutfallið meðal
OECD-ríkja, og næst koma lönd eins
og Noregur, Holland, S-Kórea,
Þýskaland, Japan og Mexíkó.
Af þeim íslensku ungmennum á
aldrinum 16-29 ára sem eru án vinnu
og utan skóla búa um 28% í foreldra-
húsum, tæp 40% eru í sambúð með
börn, rúm 4% eru barnlaus í sambúð,
tæp 10% eru einstæðir foreldrar og
um 12% búa ein. Sé miðað við öll ung-
menni 16-29 ára bjuggu rúm 50%
þeirra í foreldrahúsum árið 2014.
Í skýrslunni eru bornar saman at-
vinnuleysisbætur í löndum OECD og
tekin dæmi af réttindum tvítugra ein-
staklinga. Á Íslandi geta ungmenni á
þeim aldri vænst þess að vera á bót-
um í 36 mánuði, eða þrjú ár, sem er
lengsti tími sem ríki OECD bjóða upp
á. Næst koma Noregur og Danmörk
með hámark tvö ár á atvinnuleysis-
bótum. Samkvæmt skýrslunni fækk-
aði verulega þeim ungmennum hér á
landi sem nutu slíkra bóta, á milli ár-
anna 2014 og 2015. Atvinnuleysi al-
mennt er einna minnst á Íslandi og
segir OECD að atvinnuleysi sé orðið
líkt og fyrir hrun. Þegar tölur um fá-
tækt eru skoðaðar er hlutfall ung-
menna einna hæst í flestum ríkjum,
einkum þar sem ungmenni fara fyrr
að heiman. Á Íslandi er hlutfall ung-
menna sem teljast búa við fátækt
rúm 5%. Um 3% eldri borgara á Ís-
landi búa við fátækt, samkvæmt
OECD. Eru þær tölur frá árinu 2014.
Athygli vekur að 25% ungmenna
(16-29 ára) í Bandaríkjunum búa við
fátækt, um 24% í Danmörku, 23% í
Noregi og tæp 20% í Svíþjóð. Hvað
Norðurlöndin varðar er í skýrslunni
sérstaklega bent á að ungt fólk flytji
fyrr úr foreldrahúsum en víðast ann-
ars staðar.
Frá hruni hafa fleiri ungmenni ver-
ið í námi samfara vinnu en Ísland,
ásamt Sviss og Hollandi, skorar hátt
þegar skoðað er hlutfall námsmanna
sem stundar vinnu með skóla. Þar er
meira en helmingur námsmanna í
þeirri stöðu en hlutfallið er um 5% í
löndum á borð við Grikkland, Ítalíu,
Ungverjaland, Portúgal, Spán og Sló-
vakíu.
Atvinnuþátttaka ung-
menna hvergi meiri
Atvinnuþátttaka ungmenna í ríkjum OECD
H
ei
m
ild
:S
ký
rs
la
O
EC
D
(t
öl
ur
fr
á
20
11
).
Hlutfall 15-29 ára á vinnumarkaði
0% 20% 40% 60% 80% 100%
Ísland
Sviss
Holland
Ástralía
Kanada
Bretland
Austurríki
Danmörk
Nýja Sjáland
Noregur
Bandaríkin
Þýskaland
Svíþjóð
Japan
Eistland
Ísrael
Finnland
Lettland
Mexíkó
Lúxemborg
Tékkland
Slóvenía
Pólland
Írland
Frakkland
Ungverjaland
Tyrkland
Slóvakía
Síle
Kórea
Belgía
Portúgal
Spánn
Ítalía
Grikkland
Meðalt. í OECD
Meðalaldur og lífslíkur á Ís-
landi eru með því mesta meðal
ríkja OECD. Lífsánægja er jafn-
framt í hærri kantinum; 7,5 af
10 mögulegum. Tíðni sjálfsvíga
er nálægt meðaltalinu, eða 12
á ári á hverja 100 þúsund
íbúa. Hæst er hlutfall sjálfs-
víga í Ungverjalandi, Slóveníu,
Japan, S-Kóreu, Lettlandi,
Litháen og Rússlandi, eða
meira en 18 á hverja 100 þús-
und íbúa. Dregið hefur veru-
lega úr reykingum meðal Ís-
lendinga frá aldamótum, eða
úr 23% fullorðinna sem reyktu
daglega árið 2000 niður í 14%
árið 2014.
Lífsánægjan
í 7,5 af 10
SKÝRSLA OECD