Morgunblaðið - 13.10.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 13.10.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Zeid Ra’ad Al Hussein, mannrétt-indastjóri S.þ. segir ummæli Donalds Trump benda til þess að „hættuleg“ persóna stígi fram á hið al- þjóðlega sjónarsvið nái Trump kjöri í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. Zeid sagði á blaðamannafundi í Genf að hann hefði hvorki áhuga á því né hygðist hann skipta sér af pólitískum kosninga- baráttum.    Hann sagði hins vegar rétt aðvara fólk við, í ljósi „truflandi“ ummæla forsetaefnisins. „Ef Donald Trump nær kjöri, byggt á því sem hann hefur þegar sagt, og að því óbreyttu, þá held ég að það sé enginn vafi á því að hann yrði hættulegur frá alþjóðlegu sjón- arhorni séð,“ sagði Zeid.    Mannréttindastjórinn vísaði m.a.til fyrirheita Trumps um að taka upp yfirheyrsluaðferðir sem lögspekingar segja jafngilda pynt- ingum. Þá sagði Zeid árásir Trumps gegn „viðkvæmum samfélögum“ á borð við múslima, innflytjendur og minnihlutahópa, benda til þess að þau gætu átt á hættu að verða svipt mannréttindum sínum.    Zeid hefur áður fordæmt þjóðern-ispopúlista og „lýðskrumara“ á borð við Trump og hinn hollenska Geert Wilders og kallað eftir að- gerðum til að stöðva þá.    Þá hefur hann líkt Trump viðViktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Marine Le Pen, leið- toga frönsku Þjóðfylkingarinnar, og Nigel Farage, fyrrverandi leiðtoga Breska sjálfstæðisflokksins.    Hussein má ekki hlutlausari vera. Zeit Ra’ad Hussein Hlutleysi í hástigi STAKSTEINAR Átján sérfræðingar í heimilislækn- ingum útskrifuðust á Heimilislækna- þingi Félags íslenskra heimilislækna í síðustu viku. Aldrei hafa fleiri heim- ilislæknar útskrifast í einu. Að sögn Þórarins Ingólfssonar, formanns Fé- lags íslenskra heimilislækna, eru horfurnar góðar. „Áhugi ungs fólks hefur glæðst á þessu fagi. Eins og staðan er í dag erum við með 46 manns í sérnám- inu,“ sagði Þórarinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Áhugi nemenda er þó ekki nóg því að sögn Þórarins er enn vöntun á sérnámsstöðum í heimilislækningum. „Við höfum reiknað út að við þyrftum að vera með 80 lækna í sérnáminu til að mæta þörfinni.“ Segir Þórarinn að aldurssamsetning heimilislækna sé orðin óhagstæð og á næstu árum muni margir góðir heimilislæknar fara á eftirlaun. Því sé þörfin mikil. Þórarinn er þó stoltur af þeim framförum sem orðið hafa og segir hann mikið fagnaðarefni að stór hluti útskriftarhópsins í ár sé búinn að ráða sig í störf á landsbyggðinni. Hann segir baráttu síðustu ára nú vera að skila sér. „Sérnámsstöðum hefur fjölgað og þessu námi er nú gert hátt undir höfði. Mikið og ósér- hlífið starf kennslustjóra og fag- félagsins virðist vera að virka.“ Um helmingur útskriftarhópsins hefur ráðið sig í stöður hér heima en einhverjir starfa erlendis. Þórarinn segir að nemar séu hvattir til að taka hluta sérnámsins erlendis en að auð- vitað vonist hann til þess að þeir endi á Íslandi. Útskriftarhópurinn Sextán sér- fræðingar og umsjónarmenn náms. Útskrifa átján nýja heimilislækna  Hópurinn aldrei verið stærri Veður víða um heim 12.10., kl. 18.00 Reykjavík 11 rigning Bolungarvík 12 rigning Akureyri 13 alskýjað Nuuk 0 alskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 5 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 rigning Stokkhólmur 8 heiðskírt Helsinki 6 heiðskírt Lúxemborg 10 skýjað Brussel 11 skýjað Dublin 12 skýjað Glasgow 11 skýjað London 13 skýjað París 13 heiðskírt Amsterdam 10 heiðskírt Hamborg 8 skýjað Berlín 8 skýjað Vín 6 rigning Moskva 1 léttskýjað Algarve 17 rigning Madríd 11 rigning Barcelona 19 alskýjað Mallorca 23 skýjað Róm 16 léttskýjað Aþena 25 heiðskírt Winnipeg 1 léttskýjað Montreal 14 skýjað New York 17 heiðskírt Chicago 18 rigning Orlando 27 rigning Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 13. október Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:14 18:15 ÍSAFJÖRÐUR 8:25 18:14 SIGLUFJÖRÐUR 8:08 17:56 DJÚPIVOGUR 7:45 17:43 Aðalfundur Landssambands smá- bátaeigenda verður haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík í dag og á morgun. Halldór Ármannsson, fráfarandi formaður, setur fund- inn klukkan 13 í dag, en síðan flytur Örn Pálsson fram- kvæmdastjóri skýrslu og Gunnar Bragi Sveinsson sjávarútvegs- ráðherra flytur ávarp. Þá svara fulltrúar framboða til Alþingis þremur spurningum smábáta- sjómanna og fjalla þær um strandveiðar, veiðigjöld og mak- rílveiðar. Á morgun verður farið yfir ársreikninga, umræður verða um álit nefnda og þau afgreidd. Síð- an verður kosin stjórn í lands- sambandinu og nýr formaður kjörinn. Halldór Ármannsson hyggst ekki gefa kost á sér til endurkjörs og hefur Þórður Birg- isson á Húsavík, eigandi og út- gerðarmaður Mána ÞH 98 og Ingu ÞH 198, ákveðið að gefa kost á sér til formennsku. Vertíð Minni bátarnir veiddu vel af makríl við Keflavík í sumar og fram á haust. Aðalfundur smábátasjómanna Morgunblaðið/Þórður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.