Morgunblaðið - 13.10.2016, Page 12

Morgunblaðið - 13.10.2016, Page 12
Tveir nemar í matvælafræði við HÍ og ný- útskrifaður vöruhönnuður frá LHÍ hafa í sameiningu þróað þrjár vörutegundir úr byggi undir merkinu Arctic Barley. Grunn- varan er loftpoppað bygg, Arctic Barley, sem varð þeim innblástur í bragðbætt nasl og músli; Arctic Snack og Arctic Muesli. Braga Mileris, Hildur Guðrún Baldursdóttir og Birta Rós Brynjólfsdóttir eru á leið til Par- ísar þar sem þær tefla afurðunum fram í Ecotrophelia Europe, alþjóðlegri keppni um nýsköpun í vistvænni matvælaframleiðslu. Upphaf poppsögunnar Byggævintýrið hófst í vöruþró- unaráfanga í Háskóla Íslands, sem Braga og Hildur Guðrún tóku síð- astliðinn vetur. Braga er núna á fyrsta ári í meistaranámi í matvæla- fræði og Hildur Guðrún á lokaári til BS-gráðu í sama fagi. „Nemendum, sem skipt var í litla hópa, var gefið bygg og fyrirmæli um að nýta það með öðrum hætti en áður hafði verið gert. Eftir heilmikið hugarflug, meðal annars um byggís, datt okkur í hug að poppa byggið. Við próf- uðum margar aðferðir en loftpoppun var sú eina sem virkaði,“ útskýra þær. Loftpoppun er þó ekkert sem fólk getur gert heima hjá sér og gætt sér síðan á bygginu rétt eins og venjulegu poppkorni. „Byggið er líka ólíkt poppkorni að því leyti að það springur ekki allt út eins og ma- ís, heldur opnast – eða poppast, að- eins lítillega. Við fengum afnot af vél sem Iðnmark notar til að loftpoppa Stjörnupopp og nutum mikillar vel- vildar þar á bæ sem og víða annars staðar. Til dæmis fengum við að- stöðu hjá Matís þar sem við höfum í öllu ferlinu fengið aðstoð við mæl- ingar á næringargildi, ráðgjöf og fleira.“ Ecotrophelia-keppnin á Íslandi, sem er undanfari keppninnar í Par- ís, er að hluta á vegum Matís og Samtaka iðnaðarins. Þrír hópar tóku þátt og nutu Braga og Hildur Guðrún þess að vera lengra á veg komnar með sína vöru en hinir tveir. Framleiðsluaðferðin lá enda fyrir Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Bygg er 90% allrar korn-framleiðslu á Íslandi,mest notað í dýrafóður ensáralítið til manneldis. Kannski verður breyting þar á í nánustu framtíð ef vöruþróunar- verkefni þeirra Brögu Mileris, Hild- ar Guðrúnar Baldursdóttur og Birtu Rósar Brynjólfsdóttur fær brautar- gengi; Arctic Barley, Arctic Snack og Arctic Muesli nefnast afurðirnar og eru mönnum bjóðandi. „Algjört nammi, hollt og trefjaríkt,“ segja þær einum rómi. Á mánudaginn bera þær góð- gætið, „sextíu smekkleg smökk“, eins og þær orða það, á borð fyrir 20 dómara frá jafnmörgum löndum í Ecotrophelia, vöruþróunarkeppni háskólanema í vistvænni matvæla- framleiðslu í París. Og flytja í sam- einingu smátölu og sýna glærur. Keppnin er haldin í tengslum við SI- AL, eina stærstu matarráðstefnu heims. Frumkvöðlarnir F.v. Braga Mileris, Hildur Guðrún Baldursdóttir og Birta Rós Brynj- ólfsdóttir. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Jón Ingvar Kjaran, lektor við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands, heldur þriðja fyrirlestur haustmisseris í fyrirlestraröð RIKK kl. 12-13 í dag, fimmtudaginn 13. október, í fyrir- lestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Fyr- irlestur Jón Ingvars nefnist „Ég er of- beldismaður“. Hvaða mynd draga gerendur ofbeldis upp af sjálfum sér? Fyrirlestraröðin fæst að þessu sinni við kynbundið ofbeldi og áhrif kynjakerfisins á heilsufar. Jón Ingvar lauk doktorsprófi árið 2014 og er lektor við Menntavísinda- svið Háskóla Íslands. Hann vinnur að rannsóknum í hinsegin- og kynja- fræðum, félagsfræði menntunar, menntunarfræðum og skóla án að- greiningar. Ofbeldi á heimilum tekur á sig ýmsar myndir og er í flestum tilvikum kynbundið. Talið er að á heimsvísu verði þriðja hver kona fyrir ofbeldi af hálfu maka eða þess sem hún býr með einhvern tímann á ævinni. Miðað við þetta er heimilið hættulegasti staður kvenna. Ísland er hér engin undantekning. Í fyrirlestrinum verður sjónarhorninu beint að þeim sem beita ofbeldi. Nálgunin er femínísk og verður áhersla lögð á að skoða hvern- ig karlmenn töluðu um ofbeldið og hvernig þeir útskýrðu það. Fyrirlesturinn, sem er framlag RIKK til Jafnréttisdaga Háskóla Ís- lands, er fluttur á íslensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. Femínísk nálgun Sjálfsmynd ofbeldismanna Morgunblaðið/Árni Sæberg Fyrirlesari Dr. Jón Ingvar Kjaran. Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla. Keppnin felst í að þróa markaðshæf, vistvæn matvæli eða drykki. Keppnin er haldin árlega seinni hlutann í maí. Í hverjum hópi eru tveir til tíu nemendur, skráðir í nám á há- skólastigi. Þeir geta verið af öll- um námsbrautum, en æskilegt að einhver í hópnum hafi þekkingu á matvælum. Þátttakendur verða að vera yngri en 35 ára. Sigurliðið fær verðlaun og rétt til að taka þátt í alþjóðlegri keppni, Eco- trophelia Europe í París í október. Þegar hóparnir hafa skráð sig til leiks fá þeir aðgang að kennsluefni á netinu sem leið- beinir þeim um alla þætti sem viðkoma þróunarferlinu. Hóp- unum er jafnframt útveguð að- staða til verklegra prófana. Nýsköpun vistvænna matvæla ECOTROPHELIA Mamma og Malli II er yfirskrift myndlistarsýningar Marlons Pol- locks sem opnuð verður kl. 17 í dag, fimmtudaginn 13. október, í Borgar- bókasafninu í Kringlunni. Sýningin er hluti af nokkurs konar tvíleiks móður og sonar, en hún er haldin í framhaldi af sýningu móður hans, Jóhönnu Steinunnar Hjálmtýsdótt- ur, Mamma og Malli I, á sama stað. Þeirri sýningu lauk fyrir skemmstu. Mæðginin búa í hverfinu og eru bæði haldin miklum sköpunarkrafti sem birtist jafnt í í tónlist og mynd- list. Þess má geta að Marlon mun flytja eigin tónlist við opnunina. „Frá því ég hafði vald á skriffæri hef ég teiknað alls konar verur og nota til þess allt frá tæknipennum yfir í þykka tússliti. Ég hef einnig mjög gaman af því að graffa og má finna ýmis verk eftir mig á höfuð- borgarsvæðinu, búin til í þökk og óþökk umhverfisins, allt eftir að- stæðum. Myndirnar á sýningunni eru unnar á árunum 2007-2012,“ segir Marlon um sinn hluta sýning- arinnar. Borgarbókasafnið - Menningarhús Kringlunni Mamma og Malli í hverfinu sínu Malli Marlon flytur eigin tónlist við opnun sýningarinnar Mamma og Malli II. Bygg sem er mönnum bjóðandi Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.