Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 2016 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Kreml gagnrýndu í gær Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, fyrir að saka Rússa um stríðsglæpi í Sýrlandi og sögðu um- mæli hans til marks um „sjúklegan Rússaótta“. Johnson hafði daginn áður haldið ræðu á þingi Bretlands og hvatt til mótmæla fyrir utan sendiráð Rúss- lands í Lundúnum vegna hernaðar Rússa til stuðnings einræðisstjórn Bashars al-Assads, forseta Sýrlands. Utanríkisráðherrann spurði hvers vegna samtök breskra hernaðarand- stæðinga, Stop the War Coalition, efndu ekki til mótmæla við sendiráð- ið. Samtökin voru stofnuð skömmu eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september 2001 og börðust gegn innrásinni í Afganistan og stríðinu í Írak. Þau hafa svarað Johnson og sagt að mótmæli fyrir utan rúss- neska sendiráðið myndu ekki hafa nein áhrif, að því er fram kemur á fréttavef breska ríkisútvarpsins. Johnson sagði á þinginu að enginn vafi léki á því að Rússar hefðu gerst sekir um stríðsglæpi með misk- unnarlausum loftárásum á óbreytta borgara í austurhluta borgarinnar Aleppo í Sýrlandi. Ígor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins, sagði að Johnson hefði sakað „Rússa um allar dauðasyndir“ en ásakanirn- ar væru „ekkert annað en stormur í tebolla“. „Sjúklegi Rússaóttinn, sem ákveðnir ráðamenn í Bretlandi hafa kynt undir, hefur ekki verið tekinn alvarlega í langan tíma,“ sagði hann. Pútín sagður skammast sín John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í vikunni sem leið að hefja þyrfti alþjóðlega rann- sókn á því hvort Rússar og sýrlensk stjórnvöld hefðu gerst sek um stríðs- glæpi með árásum á óbreytta borg- ara í Sýrlandi. Hann sagði árásirnar gerðar af ásettu ráði til að valda skelfingu meðal íbúa á yfirráðasvæð- um uppreisnarmanna og knýja þá til uppgjafar. Deilan um Sýrland varð til þess að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, aflýsti fyrirhugaðri ferð sinni til Par- ísar. Pútín hugðist fara til borgar- innar í næstu viku til að opna trúar- miðstöð í nýrri kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar nálægt Eiffel-turninum. Francois Hollande, forseti Frakklands, vildi nota tæki- færið til að eiga fund með Pútín um ástandið í Sýrlandi og hernað Rússa til stuðnings einræðisstjórninni. Jean-Marc Ayrault, utanríkisráð- herra Frakklands, sagði í gær að Pútín hefði aflýst ferðinni vegna þess að hann skammaðist sín fyrir harðar loftárásir sem Rússar hófu að nýju á austurhluta Aleppo í fyrra- dag. Að minnsta kosti 25 manns létu þá lífið, þeirra á meðal börn. Ayrault sagði að það hefði verið „fáránlegt“ ef Pútín hefði farið til Parísar án þess að samþykkja fund um lofthernaðinn og neyð íbúa Aleppo. „Raunin er sú að Vladimír Pútín hefur hert loftárásirnar á Aleppo, þannig að ég tel að það hefði verið mjög óþægilegt og vandræða- legt fyrir hann að koma til Parísar án þess að ræða átökin.“ Hvatti til mót- mæla vegna stríðsglæpa  Kremlverjar saka utanríkisráðherra Bretlands um „sjúklegan Rússaótta“ 5 km Harðar loftárásir og skelfilegt ástand í Austur-Aleppo Rússar hófu að nýju harðar loftárásir á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í austurhluta borgarinnar í fyrradag 250.000-275.000 manns búa í borgarhlutanum Meira en 100.000 börn komast ekki í burtu SETIÐ UM AUSTUR-ALEPPO Íbúarnir hafa takmarkaðan aðgang að drykkjarvatni Sjúkrahús var lagt í rúst í loftárás 3. október Matvælabirgðir eða hjálpar- gögn hafa ekki verið flutt á svæðið frá 22. ágúst 17. júlí Stjórnarherinn náði mikilvægum vegi í norðurhlutanum á sitt vald 8. september Stjórnarherinn náði úthverfinu Ramussa á sitt vald og mikilvægum vegi sunnan við svæði uppreisnarmanna Yfirráðasvæði fylkinganna í stríðinu 27. september Stjórnarherinn náði hverfinu Farafira á sitt vald og komst í fyrsta skipti inn í miðborgina Vatnsdælustöð BorgarvirkiAleppoCa st el lo -v eg ur Aleppo DAMASKUS SÝRLAND Stjórnarherinn Uppreisnarmenn Kúrdar Samtökin Ríki íslams Heimild: ISW/CarnegieMiddleEast/ConflictNews/SavetheChildren/UNOCHA AFP Hryllingur Barni bjargað úr rústum í Aleppo eftir loftárás í fyrradag. Grimmilegar loftárásir » Aleppo-borg er orðin að tákni um hrylling miskunnar- lausra loftárása stjórnarhers Sýrlands og Rússa og úrræða- leysi ráðamanna á Vestur- löndum. » Embættismenn Sameinuðu þjóðanna segja að meira en 300 óbreyttir borgarar hafi lát- ið lífið síðustu tvær vikur í loft- árásunum á yfirráðasvæði uppreisnarmanna. Fimm sjúkrahús hafi annaðhvort stórskemmst eða eyðilagst. » Þeir óttast að borgarhlutinn verði algerlega lagður í rúst á næstu tveimur mánuðum. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Innréttingar Íslensk hönnun – þýsk gæði EIRVÍK Innréttingar Eirvík innréttingar eru hannaðar af íslenskum innanhússarkitektumog sérsmíðaðar í fullkominni verksmiðju í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem sparar tíma í uppsetningu og tryggirmeiri gæði. Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Höfuðáhersla er lögð á persónulega þjónustu og lausnir sem falla að þörfumog lífsstíl hvers og eins. Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér raunveruleg gæði á réttu verði. Hönnun og ráðgjöf á staðnum. Vikunámskeið 6.-13. nóvember Úr fjötrum kvíðans Kvíði er eðlileg mannleg tilfinning sem knýr okkur til að vera á varðbergi, tilbúin að bregðast við yfirvofandi hættu. Hjá mörgum verður þó kvíðaviðbragðið of virkt, þ.e. hættuástandið er ofmetið og manneskjan finnur oftar fyrir kvíða en tilefni eða aðstæður eru til. Markmið námskeiðsins er að draga úr einkennum, auka skilning á kvíða, læra að beita eigin hugsunum til að líða betur og róa hugann. Verð 154.000 kr. á mann 146.300 kr. á mann í tvíbýli - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. Námskeið 6.-13. nóvember

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.